150 likes | 364 Views
D-dímer. Margrét Jóna Einarsdóttir 24.september 2008. Almennt um D-Dímer. D-Dímer er eitt af niðurbrotsefnum fíbríns af völdum plasmíns. Aukning í blóði bendir til aukinnar fíbrínólýtiskrar virkni, oftast vegna segamyndunar eða segaleysandi lyfja. Myndast bara in vivo.
E N D
D-dímer Margrét Jóna Einarsdóttir 24.september 2008
Almennt um D-Dímer • D-Dímer er eitt af niðurbrotsefnum fíbríns af völdum plasmíns. • Aukning í blóði bendir til aukinnar fíbrínólýtiskrar virkni, oftast vegna segamyndunar eða segaleysandi lyfja. • Myndast bara in vivo. NEJM September 25, 2003
Mæling á D-Dímer • Sýnatökuglasið verður að vera alveg fullt. • Velta glasi vel og senda rannsóknastofu sem allra fyrst. • Gæta þess að stasa sem minnst . • Sjúklingur á alls ekki kreppa og rétta úr hnefa. • Viðmiðunarmörk: < 0,5 mg/L. • Gagnsemi: Til að hjálpa til við greiningu á stórum blóðsegum, meðgöngueitrun og dreifðri blóðstorku (DIC).
Algeng umræða um D-Dímer • „Af hverju var verið að mæla D-Dímer?“ • „Hækkaður D-Dímer hjá þessum sjúklingi segir okkur ekkert“ • „Af hverju var ekki tekinn D-Dímer?“ • „Nú verðum við að gera fleiri rannsóknir því að e-r mældi D-Dímer og hann er hækkaður“
Orsakir hækkunar á D-Dímer • Stórir blóðsegar • Meðgöngueitrun • DIC • MI • Bólgusjúkdómar • Krabbamein • Skurðaðgerðir • Slys • Segaleysandi meðferð • Lungnabólga • Lifrarbilun • Reykingar • Hár aldur • Mikil áreynsla
Næmi og sértæki • Mæling á D-Dímer er næmt (>90%) próf til að meta blóðsega en ósértækt (<50%). • Jafnvel þótt D-Dímer mælist < 0,5 mg/L er ekki hægt að útiloka blóðsega.
Forspárgildi D-Dímers vegna gruns um DVT • Jákvætt forspárgildi er mjög lágt (14-30%) • Neikvætt forspárgildi D-Dímer í hóp með litla áhættu á bláæðasega er 99% • Í hóp með meðal/mikla áhættu á bláæðasega er neikvæða forspárgildið 78%
Flæðirit til greiningar á djúpbláæðasega (DVT) Unnið út frá mynd 14-2 í Handbók í Lyflæknisfræði 3.útgáfa
Wells-skor notað til að meta líkur á lungnareki • Klínísk teikn um djúpbláæðasega +3 • Aðrar greiningar ólíklegri en lungnasegi +3 • Fyrri saga um bláæðasega eða lungnasega +1,5 • Hjartsláttahraði >100 slög/mínútu +1,5 • Skurðaðgerð/rúmlega innan 4 vikna +1,5 • Blóðhósti +1 • Þekkt krabbamein +1 • Lítil áhætta <2 Fyrsta rannsókn: D-Dímer • Miðlungsáhætta 2-6 Fyrsta rannsókn: Myndgreining • Mikil áhætta >6 Fyrsta rannsókn: Myndgreining Tekið úr Handbók í lyflæknisfræði 3.útgáfu
Dreifð blóðstorknun (disseminated intravascular coagulation, DIC) • Fíbrín myndast • Fíbrínógen lækkar (ekki næmt) • Thrombín tími eykst • Óeðlilegt blóðstrok vegna microangiopathic hemolytic anemia • Storkuþættir eyðast • Lenging á APTT (50-60%) • Lenging á PT (50-75%) • Fækkun á blóðflögum • Aukin fíbrínólýsa verður • D-Dímer hækkar (90%) Unnið úr upplýsingum Up to date
Dreifð blóðstorknun Mismunagreiningar • D-Dímer er oftast ekki hækkaður í • TTP (Thrombotic thrombocytopenic purpura) • ITP (Immune thrombocytopenic purpura) • HUS(hemolytic uremic syndrome) Emedicine Jul 5, 2006
Kostir D-Dímer mælingar • Hátt neikvætt forspárgildi í greiningu blóðsega • Er eitt næmasta prófið til að greina dreifða blóðstorknun (DIC) • Getur fækkað myndgreiningarrannsóknum vegna gruns um stóra blóðsega
Ókostir D-Dímer mælingar • Lítið sértæki • Lágt jákvætt forspárgildi • Ekki mjög nothæft hjá inniliggjandi sjúklingum með margvísleg vandamál • Verður að nota með hliðsjón af klínískum teiknum • Óvíst með notagildi hjá nýburum
D-Dímer og framtíðin • D-Dímer mælingar hafa verið mikið rannsakaðar • Viðvarandi hækkun tengd verri horfum hjá börnum með sögu um DVT • D-dímer mikilvæg mæling í að útiloka aorta dissection? • Til að meta lengd blóðþynnandi meðferðar? • Hækkun tengd við hærra mortalitet hjá mjög veikum sjúklingum? • Talið geta metið alvarleika samfélagslungnabólgu? • Tengt verri útkomu sjúklinga með kransæðasjúkdóm?