150 likes | 284 Views
Peningamál 2002/4. 6. nóvember 2002. Verðbólga og þjóðhagshorfur. Verðbólgan hefur hjaðnað áfram Líklegt að verðbólgumarkmið náist fyrir árslok Verðbólguspá gerir ráð fyrir verðstöðugleika næstu tvö árin Seðlabankinn birtir eigin þjóðhagsspá í fyrsta sinn
E N D
Peningamál 2002/4 6. nóvember 2002
Verðbólga og þjóðhagshorfur • Verðbólgan hefur hjaðnað áfram • Líklegt að verðbólgumarkmið náist fyrir árslok • Verðbólguspá gerir ráð fyrir verðstöðugleika næstu tvö árin • Seðlabankinn birtir eigin þjóðhagsspá í fyrsta sinn • Þjóðarútgjöld dragast saman um 3% í ár • Hagvöxtur verður nálægt núlli í ár en um 1½% á næsta ári
Stóriðjuframkvæmdir • Ekki reiknað með stóriðjuframkvæmdum í spánni • Mat verður lagt á þær um leið og forsendur eru til þess • Peningastefnan nú tekur ekki mið af möguleikanum á stóriðjuframkvæmdum: • Of mikil áhætta væri tekin varðandi óæskilegan samdrátt ef ekki verður af framkvæmdum • Tímatafir og viðbragðsflýtir peningastefnunnar
Stöðugleiki fjármálakerfisins • Hálfsársleg úttekt • Dregið hefur úr hættum sem steðja að fjármálakerfinu • Hjöðnun verðbólgu og betra innra og ytra jafnvægi í þjóðarbúskapnum • Ekki öll kurl komin til grafar varðandi eftirköst ofþensluskeiðsins • Fjárhagur heimila og margra fyrirtækja er þaninn • Stöðugleika ekki hætta búinn og eiginfjárstaða hefur styrkst
Peningastefnan • Aðhaldsstig peningastefnunnar minnkaði á síðasta ársfjórðungi í framhaldi af fjórum vaxtalækkunum um samtals 1,7 prósentur • Verðbólguspá skapar forsendur fyrir frekari lækkun vaxta • Vextir í endurhverfum viðskiptum lækka um 0,5 prósentur • Gætu lækkað frekar á næstunni ef spáin gengur eftir • Frekara mat ef vextir verða undir jafnvægisstöðu • Stóriðjuframkvæmdir munu leiða til endurmats
Síðasta mælda verðbólga er 2,9%. Verðbólguspá fyrir 3. ársfjórðung gekk nánast eftir (3,4% spá en 3,3% reynd). Annar ársfjórðungur í röð. Verðbólga frá áramótum undir verðbólgumarkmiði.
Kjarnavísitölur • Sameiginleg yfirlýsing ríkisstjórnar og Seðlabanka 27. mars 2001 • Kjarnavísitala 1: Vísitala neysluverðs að undanskildu grænmeti, ávöxtum, búvöru og bensíni • Kjarnavísitala 2: Kjarnavísitala 1 án opinberrar þjónustu
Kjarnavísitölur sýna um 1% meiri hækkun en vísitala neysluverðs. Bendir til nokkru meiri undirliggjandi verðbólgu en vísitala neysluverðs hefur mælt.
Verðbólguvæntingar fjármagnsmarkaðar og fyrirtækja samrýmast verðbólgumarkmiðinu en væntingar heimila eru enn nokkru hærri
Þjóðhagsspá • Seðlabankinn birtir þjóðhagsspá í fyrsta skipti • Forsendur í stórum dráttum svipaðar og í spá fjármálaráðuneytis: • Útflutningur sjávarafurða 4% 2002 en 3% 2003 • Hækkun á sjávarafurðaverði í ár (3%) en lækkun á því næsta • Áframhaldandi lækkun á verði áls fram til 2004
Samanburður við spá fjármálaráðuneytis • Í meginatriðum svipuð spá • Hagvöxtur nánast hinn sami 2002 og 2003 • Meira atvinnuleysi og minni vöxtur einkaneyslu • 2002: Meiri útflutningur en minni innflutningur • 2003: Minni útflutningur en meiri innflutningur • Meiri samneysla 2003
Enn lítilsháttar spenna á þessu ári, sem mjög líklega er horfin á seinni hluta. Nokkur slaki myndast 2003
Verðbólgumarkmið næst líklega fyrir lok árs. Litið tvö ár fram í tímann er spáin undir markmiðinu m.v. óbreytt gengi og peningastefnu. Áhætta er jöfn upp og niður