120 likes | 349 Views
S-Ameríka. Landslag. Hæsti foss í heimi Englafoss 979 m í Venesúela Stærsti regnskógur í heimi Amason Stærsta fljót í heimi Amason Þurrasta eyðimörk í heimi Atacamaeyðimörkin Titicacavatn er stærsta stöðuvatn álfunnar Hæsta fjall Suður-Ameríku Aconcagua 6962 m.
E N D
Landslag • Hæsti foss í heimi Englafoss 979 m í Venesúela • Stærsti regnskógur í heimi Amason • Stærsta fljót í heimi Amason • Þurrasta eyðimörk í heimi Atacamaeyðimörkin • Titicacavatn er stærsta stöðuvatn álfunnar • Hæsta fjall Suður-AmeríkuAconcagua6962 m. • Syðsti bær í heimi PuertoToroí Chile • Þrenns konar jarðmyndanir í Suður – Ameríku • Bergskildir (Brasilíuskjöldur, Gvæjanaskjöldur og Patagóníuskjöldur) • Fellingafjallgarður (Andesfjöll) • Setlægðir milli bergmyndana. Vatnasvið helstu fljóta S-Ameríku.
Landslag Galapagoseyjar eru undan ströndum Ekvador. Þar er mikil náttúrufegurð. Eyjarnar eru eldfjallaeyjar. CharlesDarwin notaði dýralíf eyjanna sem eina af undirstöðunum fyrir þróunarkenningu sína.
náttúrufar • Nyrðri hluti Suður-Ameríku er í hitabeltinu, þar er mikil mikil úrkoma og því er þar mikill hitabeltisregnskógur. heittemprað loftslag. Í heittempraða loftslaginu er Svipað veðurfar og í S-Evrópu nema árstíðirnar eru öfugar og því vetur í júlí. Syðst í álfunni er tempraða beltið með rökum hvössum vindum.
Amason. • Amason-svæðið er stór og mikil lægð sem myndaðist þegar Andesfjöllin risu. • Stórfljót álfunnar renna öll í Atlantshafið. • Amasonfljótið er langstærst og í leiðinni vatnsmesta fljót jarðar. • Vatnasvið Amason er 70 sinnum stærra en Ísland. • Úrkoma á Amasonsvæðinu er allt að 10 sinnum meiri en í Reykjavík. • Upptök Amason eru í Andesfjöllunum syðst í Perú og rennur í Atlantshafið. • Skógurinn er um 6 milljónir km2 • Amason regnskógurinn þekur meira en helming allra regnskóga í heiminum og er talinn vera allt að 100 milljón ára gamall.
Atvinna • Landbúnaður er helsta atvinnugreinin í S – Ameríku. • Mikil hluti vinnandi fólks vinnur við hinar ýmsu greinar landbúnaðar, þjóðirnar eiga hins vegar í vandræðum með að framfleyta íbúum sínum. • Meðal helstu framleiðsluvara eru: • Maís • Kaffibaunir • Kókaín (ræktað úr kókaplöntum og dreift um allan heim) • Kvikfjárrækt • Einnig er blómleg vínberja og vínrækt í Argentínu og Chile. • Gjöful fiskimið undan ströndum Perú og Chile.
Brasilía • Stærsta land í S-Ameríku. • Fimmta stærsta landið í heiminum. • Landið skiptist í tvennt. • Amasonlægðina í norðri. • Brasilíuhálendið í mið- og suðurhlutanum. • 25% landsins er notað undir landbúnað. • 30% vinna við landbúnað. • Helstu landbúnaðarvörur til útflutnings: • Sykurreyr • Kaffi • Bananar • Appelsínur
Frh. • Brasilía var portúgölsk nýlenda frá 1500 til 1822 þegar landið fékk sjálfstæði. • Þess vegna er töluð portúgalska í Brasilíu. • Þéttbýlið er mikið við ströndina • Amason svæðið er mjög strjálbýlt. • Höfuðborg Brasilíu heitir Brasilía. Tók við af RíódeJaneiro árið 1960. Höfuðborgin Brasilía er af mörgum talin ljótasta höfuðborg í heimi. 80% íbúa landsins búa í borg.
Fátækrahverfi favelas • Fátækrahverfin í stórborgum Brasilíu eru óskipulögð og þar vantar hluti eins og vatn, skólplagnir og rafmagn. • Ástæða hverfanna er að fólk í sveitum flytur í borgir í leit að betra lífi sem svo er ekki alltaf til staðar. Mikið er um ofbeldi og glæpatíðni er mjög há í þessum hverfum.
Þjóðfélagið • Brasilía er mikil fótboltaþjóð. • Helsta einkenni leiksins í Brasilíu er léttleiki og lipurð og eiga þeir mikið af frægum fótboltamönnum. • Ronaldinho • Ronaldo • Pele Kjötkveðjuhátíðin í RíodeJaneiro er hátíð af kaþólskum sið. Hátíð er haldin dagana fyrir 40 daga föstu. Hátíðin stendur í 6 daga og mikill ferðamannastraumur á hana.
Inkar • Inkaríkið var stofnað um 1200. • Stórveldistími Inka var á árunum 1438 -1532 og þá náði landsvæði þeirra yfir það sem er í dag. • Ekvador • Perú • Bólivía • Chile • Inkar voru handverkssnillingar sem byggðu vegi og hlóðu hús og hof úr grjóti. • Þeir þekktu ekki hjólið og fóru allar ferðir fótgangandi. • Spánverjar réðust inn í veldi Inka árið 1532 í leit að gulli. Inkar höfðu fá svör við byssum Spánverja og veldi þeirra leið undir lok.
Argentína • Argentínumenn eru blanda af frumbyggjum, Spánverjum og öðrum Evrópubúum sem fluttu síðar til landsins. • Miklar gresjur í mið- og norðurhlutanum. Pampas • Andesfjöllinn eru í vestri. Þar er hæsti tindurinn Aconcagua 6962 m. • Falklandseyjar eru í Atlantshafi (undir yfirráðum Breta) • Á Pampas sléttunum er mikil nautgriparækt. • Lítið er um verðmæt jarðefni í landinu þó eitthvað um gull og silfur. • Gott vega- og járnbrautakerfi í Argentínu sem þó er ekki allt í notkun.