1 / 39

ATH. ÁÐUR EN GLÆRUSÝNINGIN ER NOTUÐ

ATH. ÁÐUR EN GLÆRUSÝNINGIN ER NOTUÐ. Áður en lengra er haldið væri klókt að hlaða niður eftirfarandi fonti – til að njóta glærusýningarinnar eins og hún var sett upp. Fonturinn heitir CARTON SIX. Farið inn á eftirfarandi link og skrollið aðeins niður – þá finnið þið download – takkann.

Download Presentation

ATH. ÁÐUR EN GLÆRUSÝNINGIN ER NOTUÐ

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. ATH. ÁÐUR EN GLÆRUSÝNINGIN ER NOTUÐ Áður en lengra er haldið væri klókt að hlaða niður eftirfarandi fonti – til að njóta glærusýningarinnar eins og hún var sett upp. Fonturinn heitir CARTON SIX. Farið inn á eftirfarandi link og skrollið aðeins niður – þá finnið þið download – takkann. http://www.fontsaddict.com/font/carton-six.html

  2. HVATAKERFIÐ OG MERKIN Í SKÁTUNUM Ath. drög – gætu breyst aðeins

  3. Flokksverkefnamerkin Flokksverkefnamerkin eru fimm, eitt fyrir hvern verkefnaflokk. • Hjálpsemi og samfélagsþátttaka • Útilíf og umhverfisvernd • Listir og menning • Íþróttir og heilsurækt • Tækni og vísindi Skátarnir í flokknum fá verkefnamerki fyrir hvert flokksverkefni sem flokkurinn vinnur að sameiginlega.

  4. Flokksverkefnamerkin Val flokksverkefna fer alltaf fram á flokksþingum að lokinni umræðu á flokksfundum. • Flokksverkefnið þarf að vera valið af flokknum og samþykkt af flokknum og sveitarforingja. • Flokksverkefnið þarf að vera undirbúið, framkvæmt og endurmetið af flokknum í sameiningu. Skátarnir í flokknum fá verkefnamerki fyrir hvert flokksverkefni sem flokkurinn vinnur að sameiginlega. Undirbúningur og mat verkefna fer oftast fram á flokksfundum, en verkefnið getur verið unnið á fundum, í ferðum eða útilegum flokksins.

  5. Flokksverkefnin Undirbúningur og mat verkefna fer oftast fram á flokksfundum, en verkefnið getur verið unnið á fundum, í ferðum eða útilegum flokksins. Vinna við flokksverkefni frá því að það er valið og þar til það er endurmetið getur tekið hluta tveggja til fjögurra flokksfunda og jafnvel eina ferð eða hluta úr útilegu. Ef flokksverkefnið er stórt og tekur lengri tíma fellur það oft undir tvo eða fleiri verkefnaflokka. Sveitarráð skátasveitarinnar getur samþykkt að skátarnir fái fleiri en eitt flokksverkefnamerki fyrir þannig verkefni.

  6. Flokksverkefnamerkin Flokksverkefnamerkin eru límd á: • Merkjasíðurnar í leiðarbók skátans • Framfaratöflu flokksins eða sveitarinnar í skátaheimilinu • Merkjakort skátans heima hjá honum

  7. Flokksverkefnaperlurnar Flokksverkefnaperlurnar eru þræddar upp á skátareim skátans. Hver skáti fær eina flokksverkefnaperlu á skátareimina sína fyrir hver þrjú flokksverkefni. Flokksverkefnin þurfa að: • Vera úr þremur ólíkum verkefnaflokkum. • Vera valin, undirbúin, framkvæmd og metin af skátaflokknum í sameiningu. Þegar skátinn hefur unnið sér fimm flokksverkefnaperlur getur hann skipt á þeim og einni gullverkefnaperlu. Flokksverkefnaperlurnar fylgja skátanum ekki úr fálkaskáta-starfi í dróttskátastarf, þá fær skátinn– dróttskátareimina.

  8. Flokksverkefna perlurnar Verkefnaperlur Gullverkefna perlan

  9. Sveitarverkefnamerkin Sveitarverkefnamerkin eru fimm, eitt fyrir hvern verkefnaflokk • Hjálpsemi og samfélagsþátttaka • Útilíf og umhverfisvernd • Listir og menning • Íþróttir og heilsurækt • Tækni og vísindi Skátarnir í sveitinni fá verkefnamerki fyrir hvert sveitarverkefni sem flokkurinn vinnur að sameiginlega með sveitinni sinni.

  10. Sveitarverkefnamerkin Sveitarverkefnið þarf að vera valið og samþykkt af skátunum í sveitinni á sveitarþingi. • Sveitarverkefnið þarf að vera valið og samþykkt af skátunum í sveitinni á sveitarþingi. • Sveitarverkefnið þarf að vera undirbúið, framkvæmt og endurmetið af skátunum í sveitinni og sveitarráðinu. Val sveitarverkefna fer alltaf fram á sveitarþingum að lokinni umræðu á flokksfundum og einhverskonar atkvæðagreiðslu á sveitarþingi.

  11. Sveitarverkefnamerkin Sveitarverkefnið getur verið unnið á fundum, í ferðum eða útilegum skátasveitarinnar. Vinna við sveitarverkefni frá því að það er valið og þar til það er endurmetið getur tekið hluta tveggja til fjögurra sveitar og sveitarráðsfunda og jafnvel eina ferð eða hluta úr útilegu. Ef sveitarverkefnið er stórt og tekur lengri tíma fellur það oft undir tvo eða fleiri verkefnaflokka. Sveitarráð skátasveitarinnar getur samþykkt að skátarnir fái fleiri en eitt sveitarverkefnamerki fyrir þannig verkefni.

  12. Sveitarverkefnamerkin Sveitarverkefnamerkin eru límd á: • Merkjasíðurnar í leiðarbók skátans • Framfaratöflu flokksins eða sveitarinnar í skátaheimilinu • Merkjakort skátans heima hjá honum

  13. Sveitarverkefnaperlurnar Sveitarverkefnaperlurnar eru þræddar upp á skátareim skátans. Hver skáti fær eina sveitarverkefnaperlu á skátareimina sína fyrir hver fjögur sveitarverkefni. Sveitarverkefnin þurfa að: • vera úr fjórum ólíkum verkefnaflokkum. • vera valin, undirbúin, framkvæmd og metin af skátaflokkunum og sveitarráði skátasveitarinnar. Sveitarverkefnaperlurnar fylgja skátanum ekki úr fálkaskátasveitinni í dróttskátasveitina, þá fær skátinn nýja skátareim – dróttskátareimina.

  14. Sveitarverkefna perlurnar Verkefnaperlur

  15. Útilífsmerkin Útilífsmerkin eru í þremur flokkum: • Dagsferðir • Útilegur • Skátamót Útilífsmerkin eru veitt fyrir þátttöku í útivistarverkefnum skátaflokka og skátasveita.

  16. Útilífsmerkin Útivistarverkefnið getur tengst eða verið hluti af öðrum flokks- og sveitarverkefnum í skátastarfinu. Ef skátaflokkur fer í dagsferð til að vinna að flokksverkefni, t.d. í verkefnaflokknum „Hjálpsemi og samfélagsþátttaka“ getur skátinn fengið bæði „Dagsferðamerki“ og „Flokksverkefnamerki“ fyrir sama verkefnið. Útivistarverkefnið þarf að vera með undirbúið með dagskrá, framkvæmt og endurmetið.

  17. Útilífsmerkin Útilífsmerkin eru límd á: • Merkjasíðurnar í leiðarbók skátans • Framfaratöflu flokksins eða sveitarinnar í skátaheimilinu • Merkjakort skátans heima hjá honum

  18. Útilífsperlurnar Útilífsperlurnar eru þræddar upp á skátareim skátans: • Hver skáti fær útilífsperlu á skátareimina sína fyrir þátttöku í útivistarverkefnum: • Eina „dagsferðaperlu“ fyrir þátttöku í hverjum þremur dagsferðum með skátaflokk eða skátasveit. • Eina „útileguperlu“ fyrir þátttöku í hverjum tveimur útilegum með skátaflokk eða skátasveit. • Eina „skátamótaperlu“ fyrir þátttöku í hverju skátamóti sem skátinn tekur þátt í. Útilífsperlurnar fylgja skátanum ekki úr fálkaskátastarfi í dróttskátastarf, þá fær skátinn nýja skátareim – dróttskátareimina.

  19. Útilífs perlurnar Útileguperlur Skátamóta perlur Dagferðaperlur

  20. Sérkunnáttumerkin Sérkunnáttumerkin eru í fimm flokkum: • Útilíf og náttúruvernd • Íþróttir og heilsurækt • Hjálpsemi og samfélag • Tækni og vísindi • Listir og menning Sérkunnáttuverkefnin eru einstaklingsverkefni og tengjast ekki beint starfi skátaflokka og skátasveita.

  21. Sérkunnáttumerkin Hver skáti velur og mótar sitt sérkunnáttuverkefni í samráði sveitarforingja eða sérkunnáttuforingja í skátafélaginu. Verkefnin og þær kröfur sem þau gera til skátans geta því verið mjög mismunandi og ólíkar á milli skáta, jafnvel þó að verkefnin beri sama heiti og tilheyri sama sérkunnáttuflokki. • Sem dæmi getum við skoðað sérkunnáttuverkefni tveggja skáta, bæði verkefnin heita „Gítarspil“ og tilheyra flokknum“Listir og menning“

  22. Sérkunnáttumerkin Vinna við sérkunnáttuverkefni frá því að það er valið og þar til það er endurmetið getur tekið allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. • Sérkunnáttuverkefnið þarf að vera valið af skátanum og samþykkt af sveitarforingja eða sérkunnáttuforingja. • Sérkunnáttuverkefnið þarf að vera með fyrirfram skilgreint markmið, undirbúið, framkvæmt og endurmetið af skátanum.

  23. Sérkunnáttumerkin Sérkunnáttumerkin eru límd á: • Merkjasíðurnar í leiðarbók skátans • Framfaratöflu flokksins eða sveitarinnar í skátaheimilinu • Merkjakort skátans heima hjá honum

  24. Sérkunnáttuperlurnar Sérkunnáttuperlurnar eru þræddar upp á skátareim skátans. Hver skáti fær eina sérkunnáttuperlu á skátareimina sína fyrir hver þrjú sérkunnáttuverkefni. Sérkunnáttuverkefnin þurfa að: • Vera úr að minnsta kosti tveimur ólíkum verkefnaflokkum. • Vera valin, undirbúin, framkvæmd og metin af skátanum. Sérkunnáttuperlurnar fylgja skátanum ekki úr fálkaskátastarfi í dróttskátastarf, þá fær skátinn nýja skátareim – dróttskátareimina.

  25. Sérkunnáttu perlurnar Sérkunnáttu perlur

  26. Markmiðamerkin Markmiðamerkin eru í sex flokkum: • Heilbrigði og hollusta • Skynsemi og sköpunarþrá • Vilji og persónuleiki • Tilfinningar og skoðanir • Vinir og samfélag • Lífsgildi og tilgangur lífsins Markmiðamerkin eru veitt fyrir vinnu hvers skáta að persónulegum áskorunum sínum, þær eru einstaklingsverkefni og tengjast ekki beint starfi skátaflokka og skátasveita.

  27. Í drekaskátum eru markmiðamerkin tengd táknrænum fyrirmyndum úr Skógarlífi Kiplings HVATAKERFI OG ÞROSKASVIÐ Rikki Tikki Tavi Tilfinninga-þroski Frans frá Assisi- Andlegur þroski Baheera Líkams-þroski Kaa Vitsmuna- þroski Baloo Persónu- þroski Kotic Félags- þroski Í öðrum eldri aldursbilum eru notaðir sömu litir í markmiðamerkin en önnur grafískari tákn

  28. Markmiðamerkin • Við upphaf hvers dagskrárhrings velur hver skáti sér áfangamarkmið að vinna að og setur sér persónulega áskorun sem leið til að vinna að því áfangamarkmiði. • Skátinn skrifar áskorunina í leiðarbókina sína og kynnir hana og ræðir við sveitarforingja eða umsjónarforingja sinn. • Við lok dagskrárhringsins hittast skátinn og sveitarforinginn eða umsjónarforinginn aftur og ræða hvernig tekist hefur að vinna að áskoruninni. Áskoranir hvers skáta geta því verið mjög mismunandi og ólíkar áskorunum annarra skáta í flokknum eða sveitinni jafnvel þó að þeir séu að vinna að sömu áfangamarkmiðum.

  29. Markmiðamerkin • Skátinn velur sér sjálfur fjögur til sex áfangamarkmið að vinna að hverju sinni, æskilegt er að markmiðin séu úr ólíkum markmiðaflokkum. • Skátinn setur sér sjálfur persónulegar áskoranir við þau markmið sem hann valdi og kynnir þau og ræðir við sveitar- eða umsjónarforingjann við upphaf hvers dagskrárhrings sveitarinnar. • Markmið og persónulegar áskoranir hvers einstaks skáta hafa ekki áhrif á verkefnaval skátaflokka og sveitarinnar.

  30. Markmiðamerkin • Skátinn fær markmiðamerki í leiðarbókina sína þegar hann er búinn að skrifa áskorun sína í bókina og kynna hana og ræða við sveitar- eða umsjónarforingja sinn. Merkið er þannig tákn um að skátinn sé að vinna að markmiðinu með áskorun sinni. • Sveitar- eða umsjónarforinginn stimpla eða árita áskorunina í leiðarbókinni í viðtali við skátann við lok dagskrárhringsins sem áskorunin tilheyrði. Tímarammi vinnu að hverri áskorun miðast við tímalengd hvers dagskrárhrings skátasveitarinnar, þó svo að hver skáti vinni auðvitað áfram að áskorunum sínum alla ævi.

  31. Markmiðamerkin Markmiðamerkin eru límd á: • Markmiðasíðurnar í leiðarbók skátans • Framfaratöflu flokksins eða sveitarinnar í skátaheimilinu • Merkjakort skátans heima hjá honum

  32. Markmiðaperlurnar Markmiðaperlurnar eru þræddar upp á skátareim skátans. Hver skáti fær afhenta markmiðaperlu á skátareimina sína fyrir að standast áskoranir sínar. • Fyrstumarkmiðaperluna fyrir fyrstu tvær til þrjár áskoranir úr hverjum markmiðaflokki. • Aðra markmiðaperluna fyrir að standast fjórar til fimm áskoranir úr hverjum markmiðaflokki. • ... • Áttundu markmiðaperluna fyrir að standast 15-18 áskoranir úr að minnsta kosti tveimur markmiðaflokkum.

  33. Markmiða perlurnar Markmiða perlur

  34. Skátamerkin Skátamerki aldursstiganna eru 15, þrjú fyrir hvert aldursstiganna fimm. • Drekaskátamerkin – Brons-, silfur- og gulldrekinn • Fálkaskátamerkin – Brons-, silfur- og gullfálkinn • Dróttskátamerkin – Brons-, silfur- og gullrúnin • Rekkaskátamerkin ... • Róverskátamerkin ... Skátamerkin eru borin á skátaklút skátans sem tákn um aldur hans og þátttöku í skátastarfi viðkomandi aldursstigs.

  35. Skátamerkin • Bronsmerkið fær skátinn afhent á sveitarfundi eða við merkisathöfn þegar hann er vígður inn í skátasveitina. • Silfurmerkið fær skátinn afhent á fyrsta sveitarfundi eða við fyrstu merkisathöfn þegar hann er á öðru aldursári aldursstigsins. • Gullmerkið fær skátinn afhent á fyrsta sveitarfundi eða við fyrstu merkisathöfn þegar hann er á þriðja aldursári aldursstigsins. Sem dæmi fær fálkaskáti sem gengur í fálkaskátasveit haustið eða veturinn þegar hann er tólf ára eða á tólfta aldursári afhentan gullfálkann við inngöngu í skátasveitina og dróttskáti sem gengur í dróttskátasveit haustið eða veturinn þegar hann er fjórtán ára eða á fjórtánda aldurstári afhenta silfurrúnina við inngöngu í skátasveitina.

  36. Könnuðamerkin Könnuðamerkin eru fimm: • Skógarmerki drekaskáta • Landnámsmerki fálkaskáta • Leiðangursmerki dróttskáta • Forsetamerki rekkaskáta • Heimsfriðarmerki róverskáta Könnuðamerkin eru æðsta merkjaviðurkenning hvers skáta á hverju aldursstigi skátastarfsins. Skátinn vinnur að könnuðamerkinu á lokaári hvers aldursstigs í skátastarfi sínu. Áætlað er að vinna að könnuðamerkinu taki 6 til 12 mánuði hjá hverjum skáta.

  37. Könnuðamerkin Könnuðamerkin eru viðurkenning á að skátinn vilji og leitist við að verða „leiðtogi í eigin lífi“ og byggja bæði á þátttöku hans og framlagi í flokks- og sveitarstarfi og metnaði hans og vinnu við að þroskast og stækka sem sjálfstæður, virkur og ábyrgur einstaklingur.

  38. Könnuðamerkin Til að hljóta könnuðamerki fálka og dróttskáta þarf skátinn að hafa unnið sér inn: • Eina til tvær Flokksverkefnaperlur • Eina til tvær Sveitarverkefnaperlur • Eina til tvær Sérkunnáttuperlur • Eina til tvær Markmiðaperlur • Tvær til þrjár Útilífsperlur Sveitarforingi og sveitarforingjaflokkur skátasveitarinnar leggja mat á framlag skátans og ákvarða hvort hann fær könnuðamerkið afhent.

  39. Könnuðamerkin Skátinn fær merki til staðfestingar á að hann sé að vinna að könnuðamerkinu í leiðarbókina sína, á framfaratöfluna og á merkjakortið sitt. Könnuðamerkið sjálft er ofið merki og er afhent við hátíðarathöfn skátasveitarinnar undir lok síðasta starfsárs skátans með skátasveitinni sinni. Könnuðamerkið fylgir skátanum úr fálkaskátastarfi í dróttskátastarf og á milli annarra aldursstiga.

More Related