200 likes | 477 Views
Rannsóknarskýrslur. Leiðbeiningar við gerð rannsóknarskýrslna. Uppbygging skýrslu. Útdráttur Inngangur Aðferð (þátttakendur, áreiti, mælitæki, rannsóknarsnið, framkvæmd og tölfræðileg úrvinnsla) Niðurstöður Umræða Heimildir.
E N D
Rannsóknarskýrslur Leiðbeiningar við gerð rannsóknarskýrslna
Uppbygging skýrslu • Útdráttur • Inngangur • Aðferð (þátttakendur, áreiti, mælitæki, rannsóknarsnið, framkvæmd og tölfræðileg úrvinnsla) • Niðurstöður • Umræða • Heimildir
Greint er frá fyrstu niðurstöðum úr yfirgripsmikilli rannsókn á íslenskri þýðingu á NEO-PI-R ... Á undanförnum tveimur áratugum hefur NEO-PI-R persónuleikaprófið reynst vel víða um heim og eru það rök fyrir því að skynsamlegt sé að gera ráð fyrir að skapgerð manna sé best lýst með fimm persónuleikaþáttum ... Aðferð Þátttakendur NEO-PI-R persónuleikalistinn var sendur 1500 manns á aldrinum 18-75 ára á öllu landinu.... Mælitæki Persónuleikaprófið NEO-PI-R S-form var notað. Prófið samanstendur af 240 fullyrðingum sem mæla fimm persónuleikaþætti ... Framkvæmd NEO-PI-R prófið var sent í pósti til 1500 manns ásamt frímerktu umslagi og útskýringarbréfi.... Tölfræðileg úrvinnsla Við úrvinnslu var fylgt reglum höfunda um hvernig fara á að þegar einstaka spurningum er sleppt ... Niðurstöður Niðurstöður meginþáttagreiningar (principal component factor analysis) með horréttum snúningi (varimax-rotation) má sjá í töflu 1. ... Umræða Sérstaða þessarar rannsóknar miðað við fyrri íslenskar rannsóknir á NEO-PI-R er að úrtakið er mun stærra og nær til fleiri aldurshópa en áður Heimildir Costa, P. R. Og McCrae, R. R. (1976). Age differences in personality. Journal of Gerontology, 31, 564-570. Uppbygging skýrslu - dæmi Þetta dæmi byggist á heimildinni: Friðrik H. Jónsson og Arnar Bergþórsson (2004). Fyrstu niðurstöður úr stöðlun NEO-PI-R á Íslandi. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 9, 9-16.
Útdráttur • Getur staðið einn og sér (mini-skýrsla) • Engin fyrirsögn • 100-150 orð, minna letur, inndreginn • Helstu hugtök • Tilgátur • Aðferð lýst lauslega (þátttakendur, áreiti, mælitæki og framkvæmd) • Helstu niðurstöður • Ályktanir
Útdráttur - dæmi • Hér var athugað hvort sérfræðingar í Bridge væru leikmönnum fremri í upprifjun spila. Þátttakendur voru 18 háskólanemar og níu sérfræðingar í Bridge. Tilgátan var að sérfræðingar sýni betri frammistöðu en leikmenn við upprifjun flokkaðra spila en ekki óflokkaðra. Tilgátan var studd. Niðurstöður eru í samræmi við hugmyndina um bútun (chunking) og fagkenninguna um minni (skilled memory theory). Þetta dæmi byggist á eftirfarandi heimild: Fjölvar Darri Rafnsson, Matthías Þorvaldsson og Sveinbjörn Kristjánsson (2003). Töfratalan 13 +/- 0. Sérfræðingar í bridge og leikmenn. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 8, 73-81.
Inngangur • Engin fyrirsögn • Tilgangur með inngangi: • Setja rannsóknina í fæðilegt samhengi • Hver er tilgangur ykkar? • Hverju bætir rannsóknin við? • Greina frá því sem hefur verið gert til þessa • Skýra í hverju ykkar framlag er fólgið • Færa rök fyrir því að mikilvægt sé að gera ykkar rannsókn • Fjalla um kenningar • Fjalla um rannsóknir • Hafa röklegt samhengi sem leiðir að tilgátum • Setja fram rannsóknarspurningar / tilgátur í lok inngangs
Uppbygging inngangs: • Byrja vítt og almennt • Skýra frá helstu kenningum, hugtökum (þrengt aðeins) • Hvað hafa aðrir gert (þrengja hringinn enn) • Hvað ætlum við að gera? • Rannsóknarspurningar, tilgátur (mjög þröngt) • Af hverju mikilvægt? (víkkar aðeins)
Aðferð • Mikilvægur kafli • Segir til um gæði rannsóknarinnar • Lýsandi fyrir “hvað var gert” • Lesandi getur metið hugsanlega kosti og galla á framkvæmd • Lesandi getur notað sem leiðarvísi ef endurtaka á tilraun/rannsókn • Allur kaflinn skrifaður í undirköflum... • Þátttakendur • Áreiti • Mælitæki • Rannsóknasnið • Framkvæmd • Tölfræðileg úrvinnsla
Þátttakendur • Hversu margir tóku þátt? • Hverjir tóku þátt? • Hvernig voru þátttakendur valdir? • Var þeim skipt í hópa? • Hver eru helstu einkenni þátttakenda • Kyn • Aldur • Menntun
Þátttakendur - dæmi • Þátttakendur voru 27 alls, bæði leikmenn og sérfræðingar. Leikmenn voru 18 nemendur við Háskóla Íslands, allt sjálfboðaliðar valdir með hentugleik. Þar af voru 8 karlar og 10 konur. Meðalaldur þeirra var 24 ár (spönn = 18 – 32 ár). Þeir sem spiluðu á spil oftar en einu sinni í mánuði voru útilokaðir frá þátttöku. Sérfræðingar voru 9 bridgespilarar sem allir höfðu heimsmeistara- eða Norðurlandameistaratitil í opnum flokki eða flokki 20-25 ára. Allir voru þeir karlar og meðalaldur þeirra var 36 ár (spönn = 26 – 45 ár). Þetta dæmi byggist á eftirfarandi heimild: Fjölvar Darri Rafnsson, Matthías Þorvaldsson og Sveinbjörn Kristjánsson (2003). Töfratalan 13 +/- 0. Sérfræðingar í bridge og leikmenn. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 8, 73-81.
Áreiti • Hvaða áreiti voru notuð • Hvernig voru þau birt • Ef þekkt áreiti-lausleg lýsing • (t.d. spilastokkur=) • Ef nýstárleg áreiti-nákvæm lýsing, hvernig búið til, hver útbjó • (t.d. eitthvað sértilbúið)
Áreiti - dæmi • Áreitin voru hefðbundin spil. Þeim var skipt í sex hendur, 13 spil á hverja hendi. Þar af voru þrjár flokkaðar eftir litum en þrjár hendur voru birtar óflokkaðar. Spilin voru valin af tölvu, þó þannig að hver 13 spila hendi var dregin úr einum spilastokki. Þetta dæmi byggist á eftirfarandi heimild: Fjölvar Darri Rafnsson, Matthías Þorvaldsson og Sveinbjörn Kristjánsson (2003). Töfratalan 13 +/- 0. Sérfræðingar í bridge og leikmenn. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 8, 73-81.
Mælitæki • Lýsa mælitækjum og tækjabúnaði • Ef mælitæki er þekkt nægir að lýsa því lauslega og vísa í grein eða handbók • Ef mælitæki eru ný lýsa þeim nákvæmlega • Skýra alltaf frá áreiðanleika og réttmæti mælitækja. • Var mælitæki þýtt? Hvernig?
Mælitæki - dæmi • Í tilrauninni var stuðst við 6 spilastokka auk skeiðklukku. Þetta dæmi byggist á eftirfarandi heimild: Fjölvar Darri Rafnsson, Matthías Þorvaldsson og Sveinbjörn Kristjánsson (2003). Töfratalan 13 +/- 0. Sérfræðingar í bridge og leikmenn. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 8, 73-81.
Rannsóknarsnið • Athugið, ekki alltaf haft með • Fer eftir tegund rannsóknar. • Alltaf haft ef tilraun (eins og heimaverk.3) • Lýsa frum- og fylgibreytum • Lýsa tilrauna- og samanburðarhópum • Millihópa- eða innanhópasamanburður • Stjórn á tilraunaaðstæðum
Rannsóknarsnið - dæmi • Frumbreytur voru tvær. Annars vegar sérfræðikunnátta sem tók tvö gildi; sérfræðingur og leikmaður. Hins vegar var framsetning upplýsinga sem tók gildin flokkaðar upplýsingar og óflokkaðar upplýsingar. Fylgibreytan var fjöldi réttra spila. Þetta dæmi byggist á eftirfarandi heimild: Fjölvar Darri Rafnsson, Matthías Þorvaldsson og Sveinbjörn Kristjánsson (2003). Töfratalan 13 +/- 0. Sérfræðingar í bridge og leikmenn. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 8, 73-81.
Framkvæmd • Hvernig fór rannsókn fram? • Hafa atburði í tímaröð • Hvaða fyrirmæli fengu þátttakendur? • Hafa lýsingu nákvæma • En ekki orð fyrir orð • Hvernig, hvar, hvers vegna
Framkvæmd - dæmi • Hverjum og einum þátttakanda var fylgt að borði þar sem búið var að raða sex höndum en hver hendi samanstóð af 13 spilum. Hula var yfir hverri hendi. Lesin voru fyrirmæli sem sögðu að undir hulunni væru 13 spil, hulunni yrði svipt af en hún sett aftur yfir spilin 10 sek. síðar. Þá kom fram að hlutverk þátttakanda væri að leggja spilin nákvæmlega á minnið. Einnig kom fram að þátttakandi fengi heilan spilastokk og ætti að raða upp þeirri samsetningu sem honum hafði verið sýnd. Talinn var fjöldi réttra spila og hann skráður. Þetta dæmi byggist á eftirfarandi heimild: Fjölvar Darri Rafnsson, Matthías Þorvaldsson og Sveinbjörn Kristjánsson (2003). Töfratalan 13 +/- 0. Sérfræðingar í bridge og leikmenn. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 8, 73-81.
Tölfræðileg úrvinnsla • Greint frá tölfræðiaðferðum • Réttlæting fyrir notkun aðferða • Forrit sem notuð er við úrvinnslu • Aðferðir sem notuð voru til að athuga forsendur tölfræðimælinga og afbrigðileg mæligildi (t.d. Outliers) • Hvað var gert ef gögn uppfylla ekki kröfur • T.d. Umbreyting kvarða?
Þráður í inngangi – dæmiAth vantar heimildir í texta Hvers vegna hafa sumir einstaklingar yfirburði á ákveðnum sviðum? Það hefur verið bent á að sérfræðingar hafi meiri þekkingu en aðrir á sínu sérsviði en þekking hefur verið skilgreind sem upplýsingar sem safnast hafa með reynslu og eru geymdar í langtímaminni. Rannsóknir benda til þess að sérfræðingar hafi aðgang að stærri þekkingargrunni en leikmenn En ef sérfræðingar hafa fleiri upplýsingabita í langtímaminni en leikmenn þá ættu þeir að hafa takmarkaðri getu en aðrir til að vinna úr þeirri þekkingu. Þeir ættu m.a. að standa sig verr en leikmenn við að endurheimta þessar upplýsingar úr langtímaminni. Þetta er ekki raunin. Rannsóknir sýna að sérfræðingar eiga auðveldara með að rifja upp efni á þeirra sviði en leikmenn. Hugsanleg skýring á því hvers vegna sérfræðingar eiga auðveldara með að rifja upp efni á þeirra sviði þrátt fyrir að þekkingargrunnur þeirra sé meiri en leikmanna gæti verið sú að hæfileikar sérfræðinga til að muna séu mun meiri en leikmanna. Önnur skýring á því hvers vegna sérfræðingar eiga auðveldara en leikmenn með að rifja upp efni á þeirra sviði gæti verið sú að sérfræðingar búta upplýsingar niður á merkingarbæran hátt (chunking). Þessir bútar eru síðan geymdir í langtímaminni. Það er því ekki gert ráð fyrir að sérfræðingar búi yfir ofurmannlegum minnishæfileikum heldur að þeir búti upplýsingar niður á merkingarbærna hátt sem skilar sér í bættri upprifjun. Markmið þessarar rannsóknar er að leggja mat á þessar skýringar með því að athuga hvort sérfræðingar í bridge eigi auðveldara með að rifja upp spilahendur en leikmenn. Tilgátan var að sérfræðingar í bridge sýni betri frammistöðu en leikmenn við upprifjun á flokkuðum spilum en ekki óflokkuðum spilum Þetta dæmi byggist á eftirfarandi heimild: Fjölvar Darri Rafnsson, Matthías Þorvaldsson og Sveinbjörn Kristjánsson (2003). Töfratalan 13 +/- 0. Sérfræðingar í bridge og leikmenn. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 8, 73-81.