160 likes | 363 Views
Dæmi í tíma 4 12-11-2013. Stefán Hrafn Jónsson Aðferðafræði II. Frá síðasta tíma. Spurning 1. Sp 2. %. Sp 3. Rannsakandi kannar fjölda fólks í ótilgreindu sveitarfélagi. Þar eru 1200 manns fylgjandi að Íslendingar gangi í ESB og 2350 andvígir.
E N D
Dæmi í tíma 412-11-2013 Stefán Hrafn Jónsson Aðferðafræði II
Sp 2 %
Sp 3 Rannsakandi kannar fjölda fólks í ótilgreindu sveitarfélagi. Þar eru 1200 manns fylgjandi að Íslendingar gangi í ESB og 2350 andvígir. Rannsakandinn reiknar. 2350/1200 * 100 = 195,83 og lýsir því svo að það séu 195,83 andvígir á hverja 100 sem eru fylgjandi aðild að ESB. Þetta er dæmi um útreikninga á: A) prósentu (percent) B) tíðni (rates) C) Hlutfall (proportion) D) Hlutfallstölu (ratio) E) Prósentu aukningu (percentchange)
Sp4 Rannsakandi kannar fjölda fólks í ótilgreindu sveitarfélagi. Þar eru 1200 manns fylgjandi að Íslendingar gangi í ESB og 2350 andvígir, samtals 3550. 1200/3550 er 0,338. Rannsakandinn finnur þannig að 33,8% íbúa eru fylgjandi aðild að ESB. Þessir útreikningar eru dæmi um A) prósentu (percent) B) tíðni (rates) C) Hlutfall (proportion) D) Hlutfallstölu (ratio) E) Prósentu aukningu (percentchange)
Sp5 • Kvöld eitt eru 1539 innskráðir notendur á Uglunni. Af þeim eru 352 af félagsvísindasviði. 352/1539=0,22. Þar með eru 0,22 af innskráðum notendum á Ugunni af félagsvísindsviði. Þetta er dæmi um? • a) Prósentu (%) • b) Hlutfallstala (ratio) • c) Hlutfall (proportion) • d) Tíðni (rate)
Sp 6 Á fyrsta ári í félagsráðgjöf eru 121 skráðir nemendur. Af þeim eru 22 karlmenn og 99 konur. 99/22=4,5. Fyrir hvern karlmann í náminu eru því 4,71 konur. Þetta er dæmi um? a) Hlutfallslega breytingu (percentchange) b) Hlutfallstala (ratio) c) Hlutfall (proportion) d) Tíðni (rate)
Sp 7 Í bæ einum þar sem íbúarnir eru 12.000, voru 129 sem fengu flensueinkenni eitt árið. 129/12000 x 1000 = 10,75. Fyrir hverja 1000 íbúa voru 10,75 manns sem fengu flensueinkenni. Samanborið við næsta bæ var þetta lágtala, en þar voru 20,59 af hverjum 1000 íbúum sem fengu flensueinkenni þetta sama ár. Þetta er dæmi um? a) Prósentu (%) b) Hlutfallstölu (ratio) c) Hlutfallslega breytingu (percentchange) d) Tíðni (rate) e) Kolranga útreikninga
Sp 8 Árið 2010 voru íbúar á Íslandi 320.000. Þetta árið létust 8 manns í umferðinni á Íslandi. Tíðnibanaslysa í umferðinni í hinum Norðurlöndunum var á bilinu 2,9 og upp í 5,1 á hverja 100.000 íbúa. Reiknaðu tíðni (rate) banaslysa í umferðinni á Íslandi þannig auðvelt væri að bera saman við hin Norðurlöndin og greindu frá hvort að sú tíðni sé há eða lág samanborið við hin Norðurlöndin.
Sp 9 • Ef að hlutfall háskólanema sem fengu vinnu sumarið 2012 var 0,85 og hlutfall háskólanema sem fékk vinnu sumarið 2013 var 0,78, hver er þá prósentubreytingin (percentchange) milli áranna? a) -8,24 % b) -8,97% c) 8,24% d) -7%
Sp 10 • Árið 2001 höfðu 5.618.000 einstaklingar í Bandaríkjunum á einhverjum tímapunkti farið í fangelsi. Af þeim voru 5.037.000 karlar og 581.000 konur. Hver er hlutfallstalan (ratio) þarna milli kvenna og karla og hvað segir hún okkur? a) 0,12 Fyrir hverja konu sem hefur farið í fangelsi hafa 0,12 karlar farið í fangelsi b) 8,67 Fyrir hverja konu sem hefur farið í fangelsi hafa 8,67 karlar farið í fangelsi c) 0,103 Fyrir hvern karl sem hefur farið í fangelsi hafa 0,103 konur farið í fangelsi d) 1,11 Fyrir hverja konu sem hefur farið í fangelsi hafa 1,11 karlar farið í fangelsi
sp11 • Árið 2010 tóku 313 manns þátt í Laugavegshlaupinu, en það fer fram í júlí mánuði ár hvert. Ári seinna, 2011, hafði þátttaka minnkað nokkuð, eða um heil 37%. Hvað tóku margir þátt í hlaupinu árið 2011? a) 276 b) 116 c) 228 d) 197
Sp 12 • Nemendur á fyrsta ári í MR þetta árið eru 234. Aðspurðir áttu 195 af þeim síma af tegundinni iphone frá Apple. Hver er þá hlutfallstalan (ratio) milli þeirra sem eiga iphone og þeirra sem eiga ekki iphone af nemendum á fyrsta ári í MR? • a) fyrir hvern sem á ekki iphone eru 5 sem eiga iphone • b) fyrir hvern sem á ekki iphone eru 1,2 sem eiga iphone • c) fyrir hvern sem á iphone eru 0,833 sem eiga ekki iphone • d) fyrir hern sem á iphone er 0,167 sem eiga ekki iphone
SP2.13 Hversu stór hluti viðskiptavina sem vitað er um kyn eru karlar? 13. Hversu stór hluti viðskiptavina sem vitað er um kyn eru karlar? 14. Hversu stór hluti allra viðskiptavina eru örugglega konur?
Sp 15 Hvað er að þessari tíðnitöflu, fyrir utan það að hún er bara hálfkláruð? Svör fólks á viðhorfsspurningu: Svar Fjöldi Frekar sammála 8 Frekar ósammála 11 Hvorki né 12 Mjög ósammála 5 Mjög sammála 2