230 likes | 373 Views
Fjarnám í íslenskum framhaldsskólum: Frá þörfum til þæginda. Erindi 2.nóvember 2007 Á ráðstefnu 3f um upplýsingatækni og menntun Sólveig Jakobsdóttir, Kennaraháskóli Íslands, soljak@khi.is. Rannsókn, markmið.
E N D
Fjarnám í íslenskum framhaldsskólum: Frá þörfum til þæginda Erindi 2.nóvember 2007 Á ráðstefnu 3f um upplýsingatækni og menntun Sólveig Jakobsdóttir, Kennaraháskóli Íslands, soljak@khi.is
Rannsókn, markmið • Meginmarkmið verkefnisins er að skoða hvernig framhaldskólar hér á landi eru að blanda saman stað- og fjarnámi og hvernig þær blöndur eru að reynast fyrir þá nemenda- og kennarahópa sem stunda viðkomandi skóla. • Rannsókn styrkt af KHÍ, rannsóknarsjóði og aðstoðarmannasjóði
Rannsókn, 3 hlutar 1.-2. Stjórnendur, haustið 2005 og 2006, úr 29 skólum • Símaviðtöl • Fáyfirlit um stöðu í framhaldsskólum, breytingar, helstukosti og galla 3. Nemendur og kennararúr sex skólum, vorið 2007 • Viðtölvið 25 kennara (mestsímaviðtöl, í einumlandsbyggðarskóla á staðnum), tekinupp; • Viðtölvið 53 nemendur (mestsímaviðtöl, skráðsvörjafnóðum; nokkurviðtölúr MSN eðameðtölvupósti) • Skoða viðhorf lykilhópa
Fyrri kynningar á verkefninu • Sólveig Jakobsdóttir. (2005). Á öndverðum meiði eða allt í bland? Um þróun kennsluaðferða og tæknilausna í fjarkennslu. Erindi var flutt 14.10.2005 á málþingi um fjarnám og -kennsla Reykjanesbæ. http://soljak.khi.is/erindi/blandadnam/blandadnam_files/Default.htm • Sólveig Jakobsdóttir og Sigurður Fjalar Jónsson. (2006). Í takt við tímann? Tími, rými og nám í framhaldskólum á Íslandi. Erindi var flutt 21.10.2006 á málþingi RKHÍ Reykjavík. http://soljak.khi.is/erindi/itaktsjsfj.ppt • Sólveig Jakobsdóttir, Sigurður Fjalar Jónsson, Þórhildur Elfarsdóttir og Sigurbjörg Jóhannesdóttir. (2007). Regatta for life and learning? Trends and blends in distance education at the secondary level in Iceland. Í A. Gaskell og A. Tait (Ritstj.), The 12th Cambridge International Conference on Open and Distance Learning. What do we know about using new technologies for learning and teaching? (bls. 153-160). Milton Keynes, UK: The Open University.
Flokkar – skóla (niðurstöður úr 1.og 2.hluta) • Sterkir stofnar, stór hluti nema stundar fjarnám, fjar+stað misjafnlega mikið aðskilið eða mikil skörun eða blanda. • Fjarnám vaxandi sproti af stofni - töluverður-mikill gangur eða dreif-/fjarnám álitlegur sproti, hægari eða lítill vöxtur. • Staðnám en vísir að fjarnámi fyrir hópa. Eða dreifnám farið að einkenna staðnámið (minni viðvera í hefðb. kennslust; nám verkefnamiðað; námstjórnunarkerfi) • Notkun námstjórnunarkerfi eða innra nets almenn eða í mjög örum vexti, ekki farin að hafa áhrif á stundatöflu. • Kennslukerfi, innra net, en notkun ekki orðin almenn eða vöxtur e.t.v.hægari en í flokki 4; stundum vísir að fjarnámi f. einstaklinga, stundum verið að skoða hlutina vel og ýmislegt í deiglunni t.d. námskeið f. kennara, stundum grasrót.
Flokkar – skóla, þróun milli ára Frekar fjar/dreifnám í áfangakerfum
2005 FSH starfsendurmenntun öryrkja, og sjómenn/lífeðlisfr. í FÍV, ekki í boði 2006 Í töflu: efri lína 2005, neðri lína nefndir til viðbótar 2006
Blöndurnar? • Mjög fjölbreyttir nemendahópar • Mismunandi tæknilausnir, kerfi • Breytilegt hvernig staðið er að skipulagi; hversu mikil staðkennsla; notkun myndfunda; blöndun nemendahópa; hverjir eru fjarri • Nýting kerfa fremur einsleit - áhersla á miðlun efnis; notkun netprófa fer líklega vaxandi sem partur af símati; umræður og samskipti síður
Nemendur: Ástæður fyrir fjar/dreifnámiFramboð, menntun, ástundun með öðru • Áfangarnir ekki kenndir í skólanum sem ég er í og þess vegna neyddist til (S2); Það var eina sem var í boði í þessu námi (S2) • Í mínum heimabæ er engin framhaldsskóli (S1) • Langaði til að mennta mig meira (S2) • ..vantaði að bæta við mig nokkrum áföngum til að komast í háskóla (S1) • mig langaði að taka tvö aukafög með vinnu til að bæta þekkingu mína í fögum sem gætu nýst mér í [háskóla] • Stunda með öðru námi (S3) • Stunda með vinnu (S1, S2, S3, S5): D. Þrátt fyrir ungan aldur þá er ég gift, á hús og er í vinnu og hef ekki efni á að ljúka námi öðruvísi (S3); af því ég er að vinna með skóla og það komst ekki inn í töflu (S5) • ég valdi ekki var sett í það, bjó í Danmörku og tók nám í grunnskóla þar (S6); Hluti af náminu (S6); Ekki val, var svona uppsett (S4)
Af hverju fjarnám?... Þægindi, sveigjanleiki (staður+tími), heimili/fjölskylda, kostnaður • Mjög þægilegt. • Því ég er að nýta tímann í eitthvað gáfulegt meðan konan er í námi erlendis (S1) • Mig langaði ekki að flytja... (S2) • Fyrir fjarnámið hafði ég aðeins þann kost að flytja og prufaði ég það en líkaði ekki vel. (S1) • vegna þess að ég ákvað að flytja aðeins til útlanda og langaði ekki að dragast eftir á í skólanum (S3) • ég hef minn eigin tíma og allt er miklu frjálsara, finnst mér (S1) • Ég valdi fjarnám því að ég er að útskrifast á 6 önnum í staðinn fyrir 8 og hef þess vegna verið að taka mjög stórar annir og þó komust ekki allir áfangarnir inní töflu (S2) • Vegna þess að það hentar mér er með 3 börn (S2) • Bara til þess að vera meira heima (S5) • hef ekki efni á að ljúka námi öðruvísi (S3)
Af hverju fjarnám?..., frammistaða, líkamlegar eða félagslegar ástæður • því ég féll í því í fyrra og ef ég næ þessu ekki þarf ég að endurtaka árið (S3) • Var sett í það frá [öðrum skóla]– féll (S4) • Ég valdi fjarnám því ég er heyrnarskert og það fer margt framhjá mér í dagskólanum sem fer ekki framhjá mér í fjarnámi (S3) • Svo er ég líka misjöfn í að vakna í skólann, kvíðin og morgunþungynd... (S3) • ég átti erfitt með að fóta mig í framhaldsskólanum vegna þess hversu mikla félagsfælni ég er með (S3) • Það hentar mér vel vegna þess að mér líður betur að læra heima hjá mér, .. Ég var ekki að fíla mig á skólabekk, ég entist ekki í skóla, ... (S1)
Helstu kostir fjarnáms/dreifnáms (um 27 gefnir upp) • Sveigjanleiki í tíma (11): d. Að þú hefur þá tíma til að gera eitthvað annað og villt frekar setja tímann í það sem þér gengur ekki jafn vel í (S5); Þú ræður hvenær þú lærir – ræður hvenær þú skilar miklu frjálslegra (S2); Að þu getur gert þetta þegar þér hentar t.d. seint á kvöldin eða lært á kaffihúsi (S4) • Sveigjanleiki, frelsi (9): d. Kostir við þetta nám er allra helst það, maður hefur meira frelsi (S1); Frelsi fyrir þá sem ekki hafa kost á því að stunda staðarnám (S1) • Sveigjanleiki, staðsetning (9): d. gott fyrir fólk sem býr erlendis eða útá landi • Vinna+nám (9): Að geta stundað nám með vinnu (S2); Það er að geta unnið eins og fáviti með (S1)
Helstu kostir fjar/dreifnáms, frh. • Aðgengi að upplýsingum, glósur (7)., d. Aðallega að maður fær meira upplýsingaflæði milli nemenda og kennara og maður fær betri glósur en maður myndi gera sjálfur (S6) • Auðvelt aðgengi, almennt (4). d. Maður getur lært hvar og hvenær sem er (S4) • Þarf ekki (endilega) að mæta í tíma (4): d. Ef maður missir úr tíma eða er veikur getur maður fylgst með (S6); Þarf ekki að sitja í leiðinlegum tímum sem maður hefur þannig lagað ekki not fyrir (S5) • Hægt að fara í frí/hlé en ná upp (3) • Engin mætingarvandamál (3) • Hraðari endurgjöf í netprófum (3), betri undirbúningur f. próf (3)
Helstu kostir fjar/dreifnáms, frh • Meira sjálfstæði (2) • Þarf ekki að flytja (2) • Meiri tími með fjölskyldu (2) • Laus við óþroskaða nemendur (2) • Sumir geta ekki tekið staðnám • Meiri ábyrgð • Sveigjanlegur aldur • Fjölbreyttara námsframboð • Læra heima • Laus við margmenni • Minni pappír, betra fyrir þá sem eru betri að nota tölvur til að skrifa • Tími fyrir eitthvað sem þú ert ekki góður í • Auðveldara að skil inn verkefnum, auðveldara að vinna að verkefnum
Frá þörfum.... • Umtalsverðir maður getur unnið sína vinnu og allt svoleiðis og eins og í mínu tilfelli þá gat ég búið áfram hér og samt lært • Að geta unnið með námi og sinnt heimili og fjölskyldu • Að geta tekið hvaða áfanga sem þú vilt – fjölbreytinin í náminu eru miklu meiri
... til ... • Helstu kostirnir eru að geta lært heima hjá sér, haft kennarann nánast inni í stofu. Getað stundað vinnu á fullu með náminu og í mínu tilfelli að þurfa ekki að vera innan um mörg hundruð manns sem ég þekki ekki á hverjum degi. Í þessu námi finnst mér líka gott að geta tekið mér pásur þegar ég vill og þegar ég nauðsynlega þarf þess. • bara sjálfstæðið, í fyrra fór ég í brúðkaupsferðina mína og var liggjandi í sólinni í 3 vikur (önnin er vanalega 10-12 vikur), þegar ég kom heim þá tók ég lestrartörn og náði öllu. • náttúrulega frelsið og tíminn sem fer í annað t.d. vinna og líka vinnufriðurinn. Ég á erfitt með skap og að vinna nálægt fólki sem er ennþá í 8. bekkjar hegðan, finnst fólk ekki taka námið alvarlega, borgar fyrir það og nennir ekki að vinna, fínt að vera laus við það
... þæginda • Þetta er ógeðslega þægilegt. Ég hef alltaf átt í smáá vanda með skólasókn svo að þetta hentar mér vel. Svo er náttúrulega geðveikt að geta tekið sér smá frí frá Íslandi en samt ekki dregist aftur úr í skóla! Svo lengi sem þú ert í góðu tölvusambandi er þetta fullkomið.
Umræða – til umhugsunar • Menntun vs. einangraðir námsbútar? • Of lítil áhersla á samskipti, uppbyggingu námssamfélags og hugsanlega á fagsamfélags fjarkennara? – úr takti við samfélag? Ath. t.d. þörf fyrir fólk vant teymisvinnu, þróun í notkun ýmissa kerfa sem styðja við félagsleg samskipti og/eða uppbyggingu þekkingar (Elgg, Wiki, Flickr, Facebook, Second life, ...) • Áhrif námsumsjónarkerfis? • Brottfall, stað vs. fjar? Hvað með innflytjendur? • Hvað er að gerast annars staðar á þessu skólastigi? T.d. hvað með efri endann á framhaldsskólanum? Picciano, A. G. og Seaman, J. (2007). K-12 online learning: a survey of U.S. school district administrators. Needham, MA: Babson Survey Research Group, Hunter College - CUNY, The Sloan Consortium. Sótt 31.júlí 2007 af http://www.sloan-c.org/publications/survey/survey06.asp