400 likes | 641 Views
Skattasvið KPMG. Skattlagning einstaklinga, hjóna og sambúðarfólks, staðgreiðsla opb. gjalda, útsvar, bætur. TAX. Hörður Guðmundsson Lögfræðingur / hdl Senior Manager Reykjavík 10. febrúar 2005. Lesefni. Lög nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda.
E N D
Skattasvið KPMG Skattlagning einstaklinga, hjóna og sambúðarfólks, staðgreiðsla opb. gjalda,útsvar, bætur. TAX Hörður GuðmundssonLögfræðingur / hdlSenior ManagerReykjavík10. febrúar 2005
Lesefni • Lög nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. • Reglugerð nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu. • IV. Kafli laga nr. 4/1994 um tekjustofna sveitarfélaga. • Umfjöllun á www.rsk.is um barnabætur. • Umfjöllun á www.rsk.is um vaxtabætur. • Bæklingur RSK 08.01 - skattframtal einstaklinga 2005, leiðbeiningar (pdf) • Viðeigandi lagaákvæði tsl. einkum 5, 62, 63, 64, 66, 68 og 69. gr. tsl.
Staðgreiðsla opinberra gjalda – lög 45/1987 • Staðgreiðsla er bráðabirgðagreiðsla tekjuskatts og útsvars launamanna á tekjuári. • Er 37,73% á árinu 2005. • Ákveðnar launatekjur eru undanþegnar staðgreiðslu sbr. skilgreiningu 5. gr. og reglugerð nr. 591/1987 um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu. • Ökutækjastyrkir og dagpeningar. • Einkennisfatnaður. • Launatekjur barna að hámarki skv. 2. mgr. 66. gr. tsl. • Fleira í reglugerð nr. 591/1987.
Staðgreiðsla opinberra gjalda – lög 45/1987 • Launagreiðandi stendur skil á staðgreiðslunni fyrir hönd launamannsins. • Standi staðgreiðsla ekki undir réttum skattgreiðslum er mismunurinn greiddur í kjölfar álagningar.
Staðgreiðsla opinberra gjalda – lög 45/1987 • Séu greiðslur launagreiðanda ekki inntar af hendi á tilskildum tíma sætir hann allt að 10% álagi auk dráttarvaxtarálags.
Útsvar – IV kafli laga nr. 4/1995 • Þeir menn sem eru skattskyldir skv. I kafla Tsl. skulu greiða útsvar af tekjum sínum til sveitarfélags eftir því sem nánar er kveðið á um í lögunum. • Þeir sem eru útsvarsskyldir skv. 1. gr. Tsl. skulu greiða útsvar þar sem þeir áttu lögheimili 1. des á tekjuárinu. • Þeir sem eru útsvarsskyldir skv. 3. gr. Tsl. skulu greiða útsvar þar sem þeir öfluðu mestra tekna á tekjuárinu. • Ívilnun skv. 65. gr. á einnig við um útsvar • Útsvarsprósentan skal vera á bilinu 11,24% - 13,03%. • Útsvarsprósentan skal vera 2% hjá börnum af tekjum umfram lágmark skv. 2. mgr. 66. gr. Tsl.
BarnabæturA-liður 68. gr. laga nr. 90/2003 • Tvenns konar barnabætur: • Ótekjutengdar • Tekjutengdar. • Ótekjutengdar barnabætur - föst tala • Með öllum börnum yngri en 7 ára eru árlega greiddar 37.397 kr. í barnabætur og sú fjárhæð skerðist ekki. • Tekjutengdar barnabætur • Tekjustofninn er myndaður af öllum tekjum, þ.e. bæði launatekjum og fjármagnstekjum að undanskildum vaxtatekjum. • (Frádráttur vegna fjárfestingar í hlutabréfum lækkar ekki stofninn) • Laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á barnabótum. • Eru ekki eignatengdar.
Fyrirframgreiðsla barnabóta • Fyrirframgreiðslan nemur 50% af áætluðum barnabótum ársins og greiðist með tveimur jöfnum greiðslum, 1. febrúar og 1. maí. • Við ákvörðun á fyrirframgreiðslu er tekið mið af upplýsingum úr staðgreiðsluskrá um launatekjur framfæranda. • Við uppgjör í ágúst er fyrirframgreiðslan dregin frá barnabótum eins og þær eru ákvarðaðar í álagningu. • Eftirstöðvar eru greiddar út 1. ágúst og 1. nóvember.
Barnabætur - ekki skattskyldar tekjur • Barnabætur eru ekki skattskyldar tekjur og ekki þarf að gera grein fyrir þeim á skattframtali.
Tekjutengdar barnabætur • Hjá hjónum og sambúðarfólki: • Með fyrsta barni......................................126.952 kr. • Með hverju barni umfram eitt.................151.114 kr. • Hjá einstæðu foreldri: • Með fyrsta barni......................................211.447 kr. • Með hverju barni umfram eitt.................216.902 kr. • Skerðing vegna tekna: Tekjur umfram 743.732 hjá einstæðu foreldri (*2 hjá hjónum) • Skerðingarhlutfall: - Með einu barni........................................ 3% - Með tveimur börnum............................. 7% - Með fleiri börnum................................... 9%
BarnabæturDæmi 1 • Hjón eiga 3 börn 3, 5 og 9 ára. • Tekjur hjónanna eru 8 milljónir. • Lífeyrissjóðsgreiðslur þeirra eru 320.000. • Fjármagnstekjur þeirra aðrar en vaxtatekjur eru 500.000. • Tekjustofn því samtals 8.180.000. • Skerðing á tekjum umfram 1.487.463. • (8.180.000 – 1.487.463) *9% = 602.328 • Tekjutengdar bætur 126.952 + 151.114 + 151.114 = 429.180. • Engar tekjutengdar barnabætur • Ótekjutengdar barnabætur 37.397 + 37.397 = 74.794
BarnabæturDæmi 2 • Hjón eiga 3 börn 3, 5 og 9 ára. • Tekjur hjónanna eru 3 milljónir • Lífeyrissjóðsgreiðslur þeirra eru 120.000 • Fjármagnstekjur þeirra aðrar en vaxtatekjur eru 200.000 • Tekjustofn því samtals 3.080.000 • Skerðing á tekjum umfram 1.487.463 • (3.080.000 – 1.487.463) *9% = 143.328 • Tekjutengdar bætur 126.952 + 151.114 + 151.114 = 429.180. • Ótekjutengdar barnabætur 37.397 + 37.397 = 74.794 • 429.180 – 143.328 = 285.852 + 74.794 = 360.646
Vaxtabætur B-liður 68. gr. laga nr. 90/2003Lán vegna íbúðarhúsnæðis • Vaxtagjöld af lánum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota mynda stofn til vaxtabóta. • Hér er átt við lán vegna: • kaupa á íbúðarhúsnæði • byggingar íbúðarhúsnæðis • verulegra endurbóta á íbúðarhúsnæði (á eingöngu við um lán frá Íbúðalánasjóði) • greiðsluerfiðleika, þ.e. lán sem sannanlega eru tekin til greiðslu á lánum sem notuð voru til öflunar íbúðarhúsnæðis • kaupa á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð skv. 76. gr. laga nr. 97/1993.
VaxtabæturB-liður 68. gr. laga nr. 90/2003 • Það sem myndar stofn til vaxtabóta: • Gjaldfallnir vextir og verðbætur (þ.m.t. dráttarvextir) • Lántökukostnaður • Afföll • Hámark stofnsins takmarkast þó við: • 5,5% (álagning 2005) af skuldum eða; • ákveðna fjárhæð: • Einstaklingur 494.782 kr. • Einstætt foreldri 649.544 kr. • Hjón / sambýlisfólk 804.304 kr.
VaxtabæturB-liður 68. gr. laga nr. 90/2003 • Vaxtabætur ákvarðast sem vaxtagjöld skv. framansögðu að frádregnum 6 % tekjuskattsstofni, sbr. II, kafli TSL, m.a. fjármagnstekjur og laun vegna vinnu fyrir Ísland á erlendri grund. • Þannig ákvarðaðar vaxtabætur skerðast hlutfallslega ef eignir að frádregnum skuldum eru á bilinu: • Hjá einstaklingum 3.721.542 – 5.954.467 • Hjá hjónum / sambýlisfólki 6.169.097 – 9.870.555 • Hámark vaxtabóta: • Einstaklingar 169.541 x 95% = 161.604 • Einstætt foreldri 218.042 x 95% = 207.140 • Hjón/sambýlisfólk 280.372 x 95% = 266.353
VaxtabæturDæmi 1 Páll Jónsson sem er einstæður og á 10.000.000 kr. fasteign og skuldar 8.000.000 kr. • Fyrst eru skilgreind vaxtagjöld: • Eru 600.000 kr. vegna lána. • Hámark 5,5% af skuldum vegna íbúðarhúsnæðis • 5,5% * 8.000.000 kr. = 440.000 kr. • Hámarksvaxtagjöld einstaklings = 494.782 kr. • Notast verður við þá tölu sem er lægst! • Síðan eru skilgreind laun: • T.d. 4.000.000 * 6% = 240.000 kr. • Síðan eru athugað hvort að eignir eru nægar til skerðingar • Þá er komið að því að reikna: • Vaxtagjöld = 440.000 kr. – 240.000 kr. = 200.000 kr. • Hámarksvaxtabætur einstaklings eru = 161.064 kr. • Velja verður þá tölu sem er lægri = 161.064 kr.
VaxtabæturDæmi 2 Páll Jónsson sem er einstæður og á 10.000.000 kr. fasteign og skuldar 6.000.000 kr. • Fyrst eru skilgreind vaxtagjöld: • Eru 600.000 kr. vegna lána. • Hámark 5,5% af skuldum vegna íbúðarhúsnæðis • 5,5% * 6.000.000 kr. = 330.000 kr. • Hámarksvaxtagjöld einstaklings = 494.782 kr. • Notast verður við þá tölu sem er lægst! • Síðan eru skilgreind laun: • T.d. 4.000.000 * 6% = 240.000 kr. • Síðan eru athugað hvort að eignir eru nægar til skerðingar • Gefum okkur það að eignastofn svari til eigin fjár húsnæðis eða 4.000.000 • 5.954.467-4.000.000 / 5.954.467- 3.721.542 = 12,47% • Þá er komið að því að reikna: • Vaxtagjöld = 330.000 kr. – 240.000 kr. = 90.000 kr. • 90.000*12,47% = 11.223 • 90.000 – 11.223 = 78.777 • Hámarksvaxtabætur einstaklings eru = 161.064 kr. • Velja verður þá tölu sem er lægri = 78.777 kr.
Skattlagning manna • Skattlagning miðast við tekjur hvers einstaklings og gera skal grein fyrir tekjum á skattframtali sem skila ber til skattstjóra í framtalsfresti • Þeir sem hafa náð 16 ára aldri á tekjuárinu eru sjálfstæðir skattaðilar en fram að þeim tíma gilda sérstakar reglur um skattlagningu barna
Framtalsskylda • Allir menn sem bera skattskyldu hér á landi, hvort sem hún er takmörkuð eða ótakmörkuð eiga skv. 90. gr. að skila skattframtali til skattstjóra • Fjárhaldsmenn bera ábyrgð á skilum þeirra sem eru ófjárráða. • Ef framtalsskyldur maður er ófær um að sinna skyldunni sökum sjúkdóms skal skattstjóri veita honum aðstoð til þess
Upphaf framtalsskyldu manns • Þeir sem náð 16 ára aldri á tekjuárinu og eru heimilisfastir hér á landi.
Framtalsskylda þeirra sem flytja til eða frá landinu • Ber að skila framtali vegna þess tíma sem þeir áttu hér heimilisfesti. • Þeir sem eru skattskyldir skv. 1. tl. 3. gr. og eru á förum úr landi skulu skila skattframtali viku fyrir brottför sína skv. 3. mgr. 93. gr. tsl. • Í 4. mgr. 9. gr. laga nr. 45/1987 er sérregla. Þar segir að réttilega ákvörðuð og innborguð staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars þeirra aðila sem um ræðir í 2., 3. og 7. tölul. 3. gr., sbr. 2. tölul. 71. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, er fullnaðargreiðsla nefndra gjalda þessara aðila hér á landi án þess að fram þurfi að fara frekari ákvörðun eða álagning þeirra hjá þessum aðilum nema um sé að ræða aðila sem jafnframt er skattskyldur skv. 4. tölul. 3. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. • Í framkvæmd þurfa þessir aðilar þó að skila skattframtali
Andlát • Við andlát líkur skattskyldu manna og við tekur skattskylda dánarbús manns. • Skila þarf tveimur framtölum. • Einu fram að dánardegi fyrir manninn. • Einu eftir dánardag fyrir dánarbúið. • Ekki þarf að skila tveimur framtölum eftir andlát annars hjóna eða samskattaðs sambúðarfólks.
Gjaldþrot • Þrotabúið tekur við réttindum og skyldum. • Skiptastjóri sér um framtalsgerð. • Þrotamaður ber að skila framtali vegna alls þess sem ekki fellur í búið. • T.d. dánargjafir, arfur o.fl. sem uppfylla ákv. formskilyrði. • Sjá 71 - 74. gr. laga nr. 21/1991
Skattlagningarstaður • Miðast við lögheimili 1. desember á tekjuári. • Ríkisskattstjóri sker úr um ágreining um skattlagningarstað.
Skattlagning hjóna • Samkvæmt 5. gr. TSL þá eru hjón sjálfstæðir skattaðilar hvort um sig og skal þeim ákveðinn tekjuskattur og eignarskattur hvoru í sínu lagi. • Persónuaflsáttur er yfirfæranlegur að fullu. • Barnabætur og vaxtabætur skiptast jafnt milli hjóna. • Fjallað er um tekjuskattsstofn hjóna í 62. gr. TSL. • 116. gr. TSL Hjón, sbr. 62. og 80. gr., bera óskipta ábyrgð á greiðslum skatta sem á þau eru lagðir og getur innheimtumaður ríkissjóðs gengið að hvoru hjóna um sig til greiðslu á sköttum þeirra beggja. Það sama gildir um samskattað sambúðarfólk og einstaklinga í staðfestri samvist.
62. gr. TSL Hjón sem samvistum eru skulu telja fram tekjur sínar sem hér segir: (1. mgr.) • Hvoru hjóna um sig ber að telja fram tekjur sínar skv. A-lið 7. gr. Frá þessum tekjum skal síðan draga frádrátt skv. A-lið 1. mgr. 30. gr. • Tekjur hjóna skv. C-lið 7. gr. skal leggja saman og telja til tekna hjá því hjóna sem hærri hefur hreinar tekjur skv. 1. tölul. þessarar greinar. Ekki skiptir máli hvort tekjurnar eru af séreign samkvæmt kaupmála eða hjúskapareign. Frá tekjum þess hjóna skal síðan draga frádrátt skv. B-lið 1. mgr. 30. gr.
Skattframtal hjóna • Fá sent eitt framtal þar sem árituð eru nöfn þeirra beggja og barna þeirra undir 16 ára aldri.
Lögheimili hjóna • Hjón skulu eiga sama lögheimili skv. 7. gr. laga um lögheimili nr. 21/1990. • Skattlögð þar sem þau eiga lögheimili 1. des. á tekjuári.
Stofnun hjúskapar • Hjónum er heimilt að telja fram sameiginlega fyrir allt árið sem til hjúskapar er stofnað og vera skattlög sem hjón allt árið. • Óski þau ekki eftir að telja fram sem hjón telja þau fram sem einstaklingar fram að giftingardegi en sem hjón eftir það
Samskattað sambúðarfólk • Sambúðarfólk sem uppfyllir skilyrði 3. mgr. 62. gr. tsl. fyrir samsköttun á rétt á að telja fram og vera skattlagt sem hjón. • Séu skilyrði uppfyllt er skattleg meðferð samskattaðs sambúðarfólks alveg sú sama og hjá hjónum. • Skilyrðin eru eftirfarandi: • að báðir aðilar hafi náð 16 ara aldri. • að aðilarnir eigi sama lögheimili og að sambúð hafi varað samfellt í a.m.k. eitt ár. • Sambúð þarf ekki að hafa varað svo lengi ef konan er ólétt eða ef þau eiga barn saman
Ósamskattað sambúðarfólk • Fram að þeim tíma sem óskað er eftir samsköttun er litið á sambúðarfólk sem tvo einstaklinga.
Tekjur hjóna og samskattaðs sambúðarfólks • Á sameiginlegu framtali hjóna telja hjón hvort um sig fram tekjur sínar. • Til frádráttar færist hjá hvoru hjóna um sig frádráttur skv. A-lið 1. mgr. 30. gr. tsl. • Fjármagnstekjur hjóna leggjast saman og eru skattlagðar hjá því hjóna sem hefur hærri tekjur. • Kostur við samsköttun er t.d.: • Hækkar stofn til hátekjuskatts. • Frádráttur á móti fjármagnstekjum. • Yfirfæranlegur persónuafsláttur.
Annað hjóna með lögheimili erlendis • Þá er makinn sem er skattskyldur hér á landi skattlagður sem einstaklingur og hjá honum teljast allar sérafla- og séreignatekjur að viðbættu sannanlegu framfærslufé frá maka • Sjá 2. mgr. 63. gr. tsl. • Bótafjárhæðin miðast við helming þeirrar fjárhæðar sem er ákveðinn fyrir hjón
Skattalegt heimili hjóna vegna náms erlendis • Námsmönnum erlendis tryggð skattaleg heimilisfesti á Íslandi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. • Sjá nánar í leiðbeiningum með framtali RSK 8.01.
Slit hjúskapar eða samvista • Meginreglan sú að skila sameiginlegu framtali vegna tekna fram að samvistadegi eða samvistaslitum. • Aðrar tekjur eru taldar fram á sérframtali. • Hjónum og samvistaaðilum er þó heimilt að telja fram allar tekjur sínar á slita ári í sínu lagi. • Við útreikning vaxta- og barnabóta er þá ekki tekið tillit til tekna fyrrverandi maka.
Andlát annars hjóna / sambúðaraðila • Sameiginlegt framtal fyrir allt árið. • 9 mánaða reglan varðandi persónuafslátt. • Réttur til vaxtabóta sem hjón í næstu fimm ár eftir lát maka.
Skattlagning barna – 64. gr. tsl. • Með barni er átt við einstaklinga sem hafa ekki náð 16 ára aldri á tekjuári. • Skattlagning barna getur orðið á tvo vegu: • Launatekjur eru skattlagðar hjá barninu sjálfu en aðrar tekjur hjá framfæranda. • Allar tekjur skattlagðar hjá barninu sjálfu. • Barn nýtur ekki persónuafsláttar en skatthlutfallið er 6% sem skiptist í tekjuskatt 4% og útsvar 2%.
Skattskylda barns • Tekjur eru skattskyldar óháð aldri barns.
Launatekjur barns • Alltaf skattlagðar hjá barninu sjálfu. • Til launatekna telst reiknað endurgjald. • Skattskylda tekur einungis til tekna umfram 96.125 kr. • Hverjum launagreiðanda ber að halda eftir 6% staðgreiðslusköttum af launatekjum umfram framangreinda lágmarksfjárhæð hvers árs nema þegar um reiknað endurgjald er að ræða en þær tekjur eru utan staðgreiðslu.
Aðrar tekjur en launatekjur barns • Allar aðrar tekjur en launatekjur eru skattlagðar hjá framfæranda.