1 / 37

3.1 Samfélög

3.1 Samfélög. 3. hluti – Hverjir ráða. Samfélag – þjóðfélag ( bls . 90). Hugtökin samfélag og þjóðfélag eru flókin hugtök sem þýða ekki það sama og auðvelt er að misskilja þau.

jeb
Download Presentation

3.1 Samfélög

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 3.1 Samfélög 3. hluti – Hverjirráða

  2. Samfélag – þjóðfélag (bls. 90) • Hugtökin samfélag og þjóðfélag eru flókin hugtök sem þýða ekki það sama og auðvelt er að misskilja þau. • Samfélag: stór eða smár hópur fólks sem býr (lifir) saman samtímis, á sama stað, í sama ríki. Hugtakið þýðir því samvist eða samvera.

  3. Samfélag – þjóðfélag (bls. 90) • Þjóðfélag er hópur fólks sem lifir saman í skipulögðu ríki, með sameiginlegu stjórn-kerfi og gjaldmiðli.

  4. Samfélag – þjóðfélag (bls. 91) • Fjallkonan er tákngervingur Íslands, leikin af leikkonu. Hún kemur fram í skautbúningi og flytur fjallkonuljóð við hátíðarhöld 17. júní.

  5. Þjóðfélag – þjóðogríki (bls. 91) • Ríki:Hugtakið er oftast notað yfir landfræðilega afmarkað svæði með landamærum, sameiginlegri stjórn, lögum og gjaldmiðli.

  6. Þjóðfélag – þjóðogríki (bls. 91) • Þjóð er hópur fólks á ákveðnu landsvæði sem hefur sameiginlega tungu, menningu, sögu og þjóðernistilfinningu. • Þjóðin býr oft í eigin ríki en ef hún gerir það ekki þá reynir hún að mynda það. Íslendingar eru þjóð í eigin ríki. Palestínumenn eru þjóð án ríkis.

  7. Þjóðfélag – þjóðogríki (bls. 91) • Þjóðernisminnihlutar:lítill hluti íbúa í einhverju ríki. Vestur-Íslendingar sem settust að í Kanada á 19. öld eru þjóðernisminnihluti þar. • Frumbyggjar geta orðið að minnihlutahópi í eigin landi. Dæmi: Samar í Skandinavíu.

  8. Þjóðfélag – þjóðogríki (bls. 91) • Í ríkjum með marga þjóðernisminnihluta er lagt mikið upp úr því að búa til sameiginlegt tákn sem fólk af ólíkum uppruna getur sameinast um. • Í Bandaríkjunum er lögð mikil áhersla á þjóðfánann og þjóðsönginn sem sameiningartákn allra Bandaríkjamanna, sérstaklega þó fánann þar sem stór hluti íbúanna er ekki enskumælandi (tala spænsku).

  9. Þjóðfélag – þjóðogríki (bls. 91) • Þjóðernisminnihlutar geta myndast eftir stríð þar sem sigurvegararnir skipta upp landsvæðum. Sagan er full af dæmum þar sem slíkt hefur gerst. Þýskumælandi hópar hafa t.d. orðið innlyksa í Frakklandi og á Ítalíu. • Getur þú fundið fleiri dæmi um þjóðernisminnihluta sem hafa orðið til í kjölfar stríðsátaka?

  10. Þjóðfélag – þjóðogríki (bls. 91) • Talið er að á jörðinni séu um 10.000 þjóðir og þjóðernishópar en ríki heims eru bara um 200 (miðað við ríki í Sameinuðu þjóðunum).

  11. Hvaðkemurþaðþérvið (bls. 92) • Þú tilheyrir mörgum mismunandi samfélögum og samskiptahættir innan þeirra geta verið afar mismunandi, t.d. hegðar þú þér öðruvísi í skólanum en heima hjá þér.

  12. Hvaðkemurþaðþérvið (bls. 92) • Sumum samfélögum tekst að aðlaga sig eða leysa úr ágreiningi og lifa áfram meðan önnur þola ekki álagið og leysast upp. • Dæmi: Kærustupar sem hættir saman, vinir sem fara í fýlu og hætta að þekkjast.

  13. Þúmótarsamfélagið (bls. 92-93) • Hefur þú nokkurn tíma velt því fyrir þér að það varst einmitt þú sem ollir mestum breytingum í fjölskyldu þinni? Þegar þú fæddist gjörbreyttust siðir og venjur foreldra þinna og annarra í kringum þig. • Fæstir hugsa um að þeir séu sjálfir gerendur í mótun umhverfis síns – þó svo að það liggi kannski ekki alltaf í augum uppi.

  14. Þúmótarsamfélagið (bls. 92-93) • Mörgum hættir til að gleyma að siðir og venjur úr eigin samfélögum eru kannski ekki svo sjálfsögð annars staðar.

  15. Þúmótarsamfélagið (bls. 92-93) • Öllum er hollt að kynnast samfélögum sem eru ólík þeirra eigin. Slík samfélög geta vakið þig til umhugsunar um eigið samfélag, hver þú ert og úr hvernig umhverfi þú kemur. Þess vegna komum við hvort öðru við.

  16. Samfélagiðmótarþig (bls. 94) • Í öllum samfélögum eru reglur um hvernig fólk innan þeirra á að hegða sér. • Viðmið: Skráðar og óskráðar reglur sem gilda í samfélaginu. Viðmiðin eru leikreglur samfélagsins sem við verðum öll að fara eftir.

  17. Tungumálið (bls. 94) • Þú miðlar hugsunum, tilfinningum og þekkingu til annarra með tungumálinu. Öll hugsun nema sú einfaldasta væri ekki möguleg án tungumáls. • Í sumum tungumálum eru til mörg orð og hugtök sem ekki eru til í öðrum tungumálum. • Í ensku er bara til eitt orð sem táknar snjó – hvað eru þau mörg í íslensku?

  18. Slangur (bls. 94) • Hvernig myndir þú skilgreina hugtakið töffari? Er það notað jafnt yfir stráka og stelpur? • Prófaðu að nota orðin buxnaskjóni, gleiðgosi, puðrueddi, snipparamenni, stertilmenni, spjátrungur, sundurgerðarmaður og spóki um töffara og gáðu hversu margir skilja inntak orðanna. • Eiga þessi orð og hugtök bara við um stráka eða er líka hægt að nota þau um stelpur?

  19. Áhrifogsamfélag (bls. 95) • Margir halda að hvað sem gerist þá sé það samfélagið en ekki þeir sem ráði ferðinni – og að þeir geti ekki breytt aðstæðum. • Sá sem hugsar svona hefur gleymt að hann geti yfirleitt gert eitt og annað til að hafa áhrif á aðstæður sínar.

  20. Áhrifogsamfélag (bls. 95) • „Ég redda öllu. Ég er minnar eigin gæfu smiður og get því breytt aðstæðum.“ • Sá sem hugsar svona hefur gleymt að reikna með að utanaðkomandi aðstæður hafa áhrif á hverju hann fær áorkað og hverju ekki.

  21. Áhrifogsamfélag (bls. 95) • Samfélagsleg hugsun. Ég hef áhrif á samfélagið og samfélagið hefur áhrif á mig – þetta er samspil. • Allar athafnir manna hafa áhrif á hvernig samfélagið þróast. • Skoðaðu teikningarnar/líkönin á bls. 95 vel. Líkingar eru einfaldanir á veruleikanum.

  22. Hlutverksamfélaga (bls. 96) • Öll samfélög, hvort sem þau eru tæknivædd eða frumstæð, hafa ákveðin verkefni sem þau verða að leysa af hendi til að geta lifað af og haldið velli. Verkefnin eru alþjóðleg og þau helstu eru:

  23. Hlutverksamfélaga (bls. 96) • Að sjá íbúunum fyrir nauðþurftum. Samfélagið þarf að sjá til þess að til sé matur og húsnæði og annað sem íbúarnir þurfa á að halda. • Nýliðun.Samfélagið er háð því að til verði nýir einstaklingar – fjölgun á sér stað með barneignum og við að aðrir flytjist til samfélagsins.

  24. Hlutverksamfélaga (bls. 96) • Félagsmótun. Það þarf að kenna íbúum leikreglur samfélagsins – annars heldur samfélagið ekki velli. • Öll samfélög hafa viðmið og gildi (sem lærast með félagsmótuninni). Viðmiðin eru bæði skráðar og óskráðar reglur sem gilda í því samfélagi sem þú býrð í en gildin eru hugmyndir um það sem þykir gott og æskilegt.

  25. Hlutverksamfélaga (bls. 96) • Stýrikerfi. Það verður að vera samkomulag um hver ræður svo hægt sé að taka ákvarðanir fyrir heildina. • Í einföldum (frumstæðum) samfélögum taka allir þátt í ákvarðanatöku. • Í flóknum samfélögum er stjórnmálamönnum, embættismönnum, sérfræðingum eða öðrum falið að taka ákvarðanir fyrir heildina.

  26. Félagsmótun (bls. 97) • Einstaklingur er mótaður inn í það samfélag sem hann tilheyrir, honum eru kenndar leikreglur samfélagsins. • Félagsmótun hefst strax við fæðingu og henni lýkur aldrei – við lærum svo lengi sem við lifum.

  27. Félagsmótun (bls. 97) • Félagsmótunaraðilar – þeir sem kenna okkur leikreglurnar. Þeir mikilvægustu eru: • Fjölskyldan (mikilvægust í byrjun) • Skólinn • Vinirnir • Fjölmiðlar • Aðrir – t.d. íþróttafélagið sem við tilheyrum

  28. Félagsmótun (bls. 97) • Hegðun þín er að langstærstum hluta félagagsleg, en það þýðir að hún er lærð. • Sú hegðun sem ekki er lærð kallast eðlishvöt. Með eðlishvöt er átt við að allir einstaklingar innan sömu tegundar geri allt nákvæmlega eins. Dæmi: hreiðurgerð fugla (allar kríur búa til eins hreiður). Því eru margir félagsvísindamenn á þeirri skoðun að öll hegðun mannsins sé lærð.

  29. Félagsmótun (bls. 97) • Þú lærir félagslega hegðun við að taka þátt í lífinu með því að umgangast annað fólk. • Félagsmótun er mjög mismunandi milli samfélaga og mikilvæg skýring á af hverju fólk sem býr í mismunandi samfélögum er svo ólíkt. Það sem þykir gott og æskilegt í einu samfélagi getur t.d. verið bannað í því næsta.

  30. Hvaðþarftil? (bls. 98) • Tungumálið er líklega mikilvægast til að geta tekið þátt í samfélaginu. • Þú getur reynt að tjá þig með bendingum í framandi samfélögum en vandinn er samt að fingramál er ólíkt milli svæða og gæti því auðveldlega misskilist. OK merkið (hringur) þýðir að allt sé í lagi hér hjá okkur en annars staðar táknar það núll (þú ert einskis virði).

  31. Frummótun (bls. 98) • Félagsmótun er skipt upp í frummótun og síðmótun. • Frummótun: Á sér stað innan fjölskyld-unnar. Hún kenndi þér að tala, borðsiði, mannasiði og fleiri grunnþætti. Hún innrætti þér einnig ákveðna heimsmynd – það er hvernig þú lítur á heiminn og hvernig þú túlkar það sem þú heyrir og sérð.

  32. Síðmótun (bls. 99) • Síðmótun á sér stað utan fjölskyldunnar, t.d. í skólanum. • Tæknivædd samfélög: Skólinn veitir formlega menntun, hann kennir lestur, skrift og reikning. • Frumstæð samfélög: Óformleg menntun. Eldri fjölskyldumeðlimir kenna börnum það sem þau þurfa að kunna um umhverfið.

  33. Félagslegviðmið (bls. 99) • Viðmið: Allar reglur samfélagsins hvort sem þær eru skráðar (t.d. lög) eða óskráðar (vera í samstæðum sokkum). • Viðmiðunum er ætlað að stýra hegðun og viðhorfum þínum þannig að þú hegðir þér á viðurkenndan hátt við ólíkar aðstæður.

  34. Félagslegviðmið (bls. 100) • Yfirleitt á fólk ekki í neinum vandræðum með að fylgja viðurkenndum viðmiðum. • Ef þú brýtur viðmið láta viðbrögð umhverfisins vanalega ekki á sér standa. Viðbrögðin fara þó eftir því hvers konar viðmið þú brýtur. • Í sumum tilfellum eru viðbrögðin mjög hörð (t.d. fangelsi) en í öðrum mildari (háðsglósur, manndrápsaugnaráð).

  35. Skráðviðmið (bls. 101) • Skráð viðmið eru til dæmis íslensk lög, skólareglur eða boðorðin 10. • Brot á þessum viðmiðum geta leitt til fangelsis, sekta eða brottreksturs úr tíma.

  36. Óskráðviðmið (bls. 101) • Miklu fleiri viðmið eru óskráð en skráð – og þau stýra lífi okkar að mestu leyti. • Við fylgjum óskráðu viðbrögðunum að mestu leyti ómeðvitað.

  37. Kafla 3.1 erlokið • Hér lýkur glósum úr kafla 3.1 • Nú áttu bara eftir að svara spurningunum á bls. 103.

More Related