60 likes | 231 Views
Mismunandi sjónarhorn í sögum. Alvitur höfundur Takmörkuð vitneskja Hutlægt sjónarhorn 1. pers. frásögn Breytilegt sjónarhorn. Sjónarhorn 1 Alvitur höfundur Sér í hug allra persóna. Arnaldur Indriðason. 2005. Vetrarborgin . Vaka-Helgafell, Reykjavík. Textadæmi bls. 62-63.
E N D
Mismunandi sjónarhorn í sögum Alvitur höfundur Takmörkuð vitneskja Hutlægt sjónarhorn 1. pers. frásögn Breytilegt sjónarhorn
Sjónarhorn 1 Alvitur höfundur Sér í hug allra persóna • Arnaldur Indriðason. 2005. Vetrarborgin. Vaka-Helgafell, Reykjavík. Textadæmi bls. 62-63. • Erlendur taldi sig hafa fengið allar þær upplýsingar sem móðir Elíasar bjó yfir á þessari stundu. Það var ljóst að hún hafði enga hugmynd um af hverju ráðist hafði verið á son hennar og hvers vegna Niran kom ekki heim. Hún gat ekki ímyndað sér hvar hann héldi sig. Þau voru tiltölulega nýflutt í hverfið og hún þekkti ekki vel til vina hans, hafði aðeins óljósa hugmynd um hvar þeir bjuggu.
Sjónarhorn 2 Takmörkuð vitneskja Aðeins er sýnt í hug einnar (eða fárra persóna). • Úr Heimsljósi eftir Halldór Laxness (1990) • Þá fór hann að gráta. Það var sú harma-kvöl sem hann mundi fyrsta. Hann var viss um að svona sárt hefði hann ekki grátið síðan hann var sendur burt frá móður sinni í poka, á vetrardegi, áður en hann mundi eftir sér. Að vísu hafði hann aldrei skilið bókina, en það gerði ekkert til, það sem skipti máli var hitt, að þetta var leyndarmál hans og draumur og athvarf (Íslenska eitt: 121).
Hlutlægt sjónarhorn 3Sögumaður stendur utan og ofan við frásögnina. Ekki er sýnt í huga neinnar persónu. • Úr Brennu-Njálssögu. 2004. Sveinn Yngvi Egilsson annaðist útg. Bjartur, Reykjavík. Textadæmi bls. 103-105. • Þá spratt upp Austmaðurinn og var mjög reiður. Hjörtur hafði orðið tveggja manna bani. Austmaðurinn hleypur að honum og höggur framan á brjóstið. Hjörtur féll þá þegar dauður niður. Gunnar sér þetta og var skjótur til höggs við Austmanninn og sníður hann í sundur í miðju. Litlu síðar skýtur Gunnar til Barkar atgeirinum og kom á hann miðjan og í gegnum hann og niður í völlinn. Þá höggur Kolskeggur höfuð af Hauki Egilssyni en Gunnar höggur hönd af Óttari í olbogabót.
Sjónarhorn 4 1. persónu frásögnSögumaður segir frá í 1. pers. og sér ekki í huga annarra persóna • Sjón. (2005). Argóarflísin. Bjartur, Reykjavík. Textadæmi bls. 18-19. • Mér var vísað til sætis við skipstjóra-borðið. Alfredson skipstjóri kynnti mig fyrir fyrsta og öðrum stírimanni, fyrsta vél-stjóra og brytanum. Einnig var þarna kona, eiginkona brytans að ég hélt, en seinna skildist mér að hjúskaparstaða þeirra væri eitthvað á reiki og nær væri að kalla hana lagskonu hans. Ég var, sum sé, ekki sá eini sem var „yfirskips“ í þessari ferð.
Breytilegt sjónarhorn 5 Innan sömu frásagnar • Einar Kárason. (2001). Óvinafagnaður. Mál og menning, Reykjavík. • Sagan segir frá Þórði kakala Sighvatssyni, um miðbik 13. aldar eftir að faðir hans og bróðir hafa verið vegnir á Íslandi og veldi Sturlunga hefur þar með verið hnekkt. Voldugustu menn landsins eru nú Kolbeinn ungi og Gissur Þorvaldsson. Við sögu koma margar persónur og sjónarhornið er breytilegt. Sögunni er skipt í 67 mislanga þætti eða kafla og ber hver kafli nafn þeirrar persónu sem sjónarhornið er bundið við. T.d. er sjónarhornið að mestu bundið við Þórð kakala í 22 köflum, við Kolbein unga í 8 köflum og við Björn Dufgusson, sem kallaður var drumbur, í 7. köflum.