1 / 41

Stjörnur og vetrarbrautir

Stjörnur og vetrarbrautir. Stjörnur og vetrarbrautir. Vetrarbrautin okkar er ein af mörgum vetrarbrautum í alheiminum. Alheimurinn varð til í Miklahvelli.

johnda
Download Presentation

Stjörnur og vetrarbrautir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Stjörnur og vetrarbrautir

  2. Stjörnur og vetrarbrautir • Vetrarbrautin okkar er ein af mörgum vetrarbrautum í alheiminum. • Alheimurinn varð til í Miklahvelli. • Vetrarbrautir eru með stjörnufjölda allt frá mörgum milljónum upp í hundruð milljarða stjarna. Vetrarbrautir skiptast flestar í tvo flokka, sporvöluvetrarbrautir og þyrilvetrarbrautir

  3. Ferð um alheiminn • Endimörk alheimisins eru í um 15 milljarða ljósára fjarlægð....og fer stækkandi • Ljósár er sú vegalengd sem ljósið fer á einu ári en ljósið fer um 300.000 km/sek

  4. Ljósár • Fjarlægðir í geimnum er mæld í ljósárum • Ljósár er sú vegalengd sem ljósið fer á einu ári (ca. 9 * 1015) • Á einni sekúndu kemst ljósið 7 ½ hring umhverfis jörðina við miðbaug. • 8 mín frá sólu til jarðar

  5. Miðja alheimsins • Fyrst var talið að jörðin væri miðja alheimsins • Svo var talið að sólin væri miðja alheimsins • 1914 Fór Harlow Shapley að skoða himininn og komst að því að stjörnurnar röðuðust í risavaxna kúlu, svokallaða kúluþyrping. • Sólin okkar og jörðin eru í jaðrinum á kúlunni !! • Vetrarbrautin-Galaxías-Mjólkurvegurinn. • En er Vetrarbrautin alheimurinn??????

  6. Fjölstirni: • Um helmingur stjarnanna í alheiminum eru í raun ekki ein stjarna heldur 2 eða fleiri stjörnur sem snúast umhverfis hver aðrar • Dæmi um fjölstirni sem sjást frá jörðu: • Alfa í stjörnumerkinu Mannfáknum: er sú stjarna sem er næst okkar sól (í 4,3 ljósára fjarlægð). Alfa er þrístirni • Algol í stjörnumerkinu Perseusi: er tvístirni • Nýstirni er stjarna sem skyndilega margfaldar birtu sína, sem síðan dofnar aftur á næstu dögum. Þetta gerist þegar efni frá fylgistjörnu skvettist yfir og veldur kjarnorkusprengingum í nýstirninu

  7. Vetrarbrautir: • Fram til 1924 héldu menn að okkar vetrarbraut væri sú eina í alheiminum • Vetrarbrautir innihalda hundruð milljarða stjarna og í alheiminum eru líklega til um hundrað milljarðar vetrarbrauta • Þokurnar fjarlægjast hver aðrar – sem bendir til að alheimurinn sé að þenjast út

  8. Vetrarbrautir – 3 megin gerðir: • Þyrilþokur: eru eins og þyrill í laginu, með þykka miðju og arma sem snúast umhverfis • Sporvöluþokur: eru kúlu- eða sporvölu laga og hafa enga þyrilarma. Lítið af ryki og gasi – eldri vetrarbrautir • Óreglulegar þokur: óregluleg lögun, sjaldgæfasta gerðin

  9. Alheimurinn er að þenjast út ! • Vetrarbrautirnar eru ekki kyrrstæðar. • Þær eru á ferð um geiminn. • Þær eru flestar að fjarlægjast hver aðra með gífurlegum hraða. • Alheimurinn er að þenjast út. • Geta þó rekist hver á aðra.

  10. Vetrarbrautin okkar • Þyrilvetrarbraut • Gamlar stjörnur eru flestar nálægt miðju • Sólin er meðal yngstu stjarnanna • Allar stjörnur ganga í sömu stefnu um miðju hennar • Það tekur 200 milljón ár að fara einn hring um miðju hennar

  11. Framhald

  12. Upprifjun bls. 44 • 1.Röð af stjörnum sem mynda tákn • 2. Alfa í MANNFÁKANUM • 3. Fjölstirni eru tvær eða fleiri stjörnur sem líta út fyrir að vera ein stjarna frá jörðu • 4. Stjarna sem skyndilega margfaldar birtu sína og dofnar svo aftur • 5.Lausþyrping er nokkur hundruð stjörnur í óskipulögðum hóp og kúluþyrping eru mörg þúsund stjörnur sem mynda kúlu

  13. 6. Þyrilþoka er eins og okkar er þyrillaga og er með hala • Sporvöluþoka er kúlulaga eða sporöskjulaga og er elst • Óregluleg þoka er óreglulaga og er sjaldgæf • 7.Það myndi kólna eða verða mikill hiti. Ekkert líf.

  14. Að skoða alheiminn • Litsjáin er tæki sem sýnir samsetningu ljóss, þ.e. litrófið sem það samanstendur af. • Öll efni gefa frá sér sérkennandi litróf og með því að lesa í litróf sem stafar frá stjörnum má því finna efnasamsetningu þeirra • Litrófið gefur líka til kynna hver hreyfing stjarnanna er

  15. Dopplerhrif - rauðvik og blávik • Dopplerhrif eru lesin með litsjá. Litrófið frá stjörnum gefur vísbendingu um hvort þær hreyfast að eða frá jörðinni • Ljós er gert úr bylgjum og eindum. Bylgjur ljóssins hegða sér svipað og hljóðbylgjur. • Bylgjulengdin ákvarðar lit ljóssins: • Rautt ljós – löng bylgjulengd • Blátt ljós – stutt bylgjulengd

  16. Þegar stjarna færist í átt að athuganda sýnist ljósið hafa styttri bylgjulengd – litrófið færist því í átt að bláu (blávik) • Þegar stjarna færist frá athuganda sýnist ljósið hafa lengri bylgjulengd – litrófið færist þá í áttina að rauðu (rauðvik)

  17. Miklihvellur: • Útþensla alheims er skýrð með kenningunni um Miklahvell • Skv. henni var alheimurinn í upphafi bara punktur þar sem allt efni og orka var samanþjappað • Fyrir um 12 milljörðum ára varð svo gríðarleg sprenging og allt efni alheimsins þeyttist í allar áttir og hefur verið á stöðugri útþenslu síðan

  18. Kenningin segir að hluti orkunnar frá frumsprengingunni sé jafndreifður um geiminn og nefnist örbylgjugeislun (örbylgjukliður). Rannsóknir hafa staðfest tilvist þessa fyrirbæris og þar með stutt kenninguna. • Efnisagnir sem þeyttust í allar áttir eftir sprenginguna fóru síðan að toga hver í aðra vegna þyngdarkrafts síns. Við þetta tog mynduðust vetrarbrautir, sólstjörnur og sólkerfi

  19. Opinn heimur eða sveiflubundinn • Til eru tvær kenningar um framtíð alheimsins: • Kenningin um opinn heim: vetrarbrautirnar munu fjarlægjast hver aðrar endalaust, orka í stjörnum klárast og að lokum verður bara tóm • Kenningin um lokaðan heim: þyngdarkraftur mun toga á móti útþenslunni, hægja á henni og að lokum snúa henni við. Alheimurinn mun þá skreppa aftur saman, ef til vill þar til aftur verður Miklihvellur og svo koll af kolli.

  20. Dulstirni • Eru í 13 milljarða ljósára fjarlægð (lengra síðan en Miklihvellur!) – leifar af upphafi alheimsins • Eru minni en vetrarbrautir en senda frá sér miklu meiri orku en nokkur vetrarbraut • Talin vera vetrarbrautir í fæðingu (við sjáum ummerki um fæðingu vetrarbrautar fyrir 13 milljörðum ára) • Gífurleg orkuframleiðsla í miðju dulstirnis er talin standa í sambandi við svarthol

  21. Upprifjun úr 2-2

  22. 2-3 stjörnur og einkenni þeirra • Talið að í alheiminum séu um tíu þúsund trilljónir stjarna. ( 1 trilljón = 1.000.000.000.000.000.000.) • Massi stjarna ræður mestu um þróun þeirra

  23. Stjörnum er skipt í 5 flokka eftir stærð • Nifteindastjarna • Hvítur dvergur • Meðalstór stjarna (t.d. sólin okkar) • Risastjarna • Reginrisi

  24. Nifteindastjarna: Hvítir dvergar: Mjög massamiklar og geta verið minni að þvermáli en jörðin. Dæmi: 1 teskeið af efni í hvítum dverg vegur 1 tonn. Hvítur dvergur er lokastigið á æviferli stjarna • Hefur svipaðan massa og sólin okkar en er mun minni að þvermáli. Dæmigert er að þær séu 16 km í þvermál sem þýðir að 1 teskeið af efninu í henni vegur um billjón tonn

  25. Meðalstór stjarna: Til dæmis sólin okkar. Stærð þeirra er frá 1/10 af stærð sólarinnar og allt að 10 sinnum stærri en sólin okkar. Flestar stjörnurnar sem við sjáum á himninum eru af þessu tagi

  26. Risastjarna: Reginrisar: eru allt að þúsundfalt stærri en sólin okkar. Eru skammlífustu stjörnur alheimsins. Dæmi: Rígel og Betelgás í stjörnumerkinu Óríon • þvermálið er 10 til 100 sinnum stærra en hjá sólinni okkar. Dæmi: Aldebaran í stjörnumerkinu Nautinu, er 36 sinnum stærri en sólin

  27. Efni stjarnanna: • Öll frumefni hafa sín fingraför. (litsjá) • Langflestar stjörnur eru gerðar úr sömu frumefnunum: • Vetni (60-80%) • Helín (19-39%) • Súrefni, kolefni, nitur, neon eru samtals < 4%

  28. Yfirborðshiti stjarnanna: • Hiti við yfirborð stjörnu ræður lit hennar: 3000°C50.000°C • Köldustustjörnurnar eru rauðar, heitustu eru bláhvítarog stjörnur með öðrum litum raða sér milli þessara hitastiga. • Okkar sól er um 6000°C heit við yfirborðið

  29. Hvernig finnum við út fjarlægðirnar í geimnum? • Þetta er góð spurning og varðar grundvallaratriði í stjarnvísindum því að fjarlægð stjarna og vetrarbrauta skiptir að sjálfsögðu sköpum • Í Stjörnuhliðrun mælum við stefnubreytinguna sem verður vegna þess að jörðin færist úr stað á braut sinni um sól

  30. Birta stjarnanna: • Birta stjörnu, séð frá jörðu, er háð stærð og yfirborðshita stjörnunnar og fjarlægð hennar frá jörðu • Sýndarbirta: sú birta sem við skynjum á jörðinni • Reyndarbirta: sú birta sem stjarnan gefur í raun frá sér

  31. Birta stjarnanna, frh.: • Flestar stjörnur gefa frá sér stöðuga birtu • Breytistjörnur: stjörnur sem breyta birtu sinni: • Sveiflustjörnur: breyta stærð og birtu reglulega • Sefítar eru dæmi um sveiflustjörnur og breyta birtu sinni í fjögurra sólarhringa lotum. Pólstjarnan er dæmi um slíkt.

  32. HR-línuritið: • Þróað af 2 stjörnufræðingum, Hertzsprung og Russel, í byrjun 20. aldar • Línurit sem sýnir tengslin milli yfirborðshita stjarna og reyndarbirtu þeirra • Meginreglan er að því heitari sem stjarna er, þeim mun bjartari – stjörnur sem fylgja þessari reglu raðast á Meginröð í línuritinu (90% allra stjarna) • Gamlar eldsneytislausar stjörnur falla utan Meginraðar (reginrisar, rauðir risar og hvítir dvergar)

  33. Af hverju skín stjarna? • Vegna hita og þrýstings í iðrum stjörnu eru vetniskjarnar stöðugt að rekast hver á aðra • Við þetta verður kjarnasamruni þar sem vetniskjarnarnir breytast í helínkjarna • Við kjarnasamruna breytist efni í orku, þessi orka losnar frá sem geislun í formi hita, birtu, röntgengeisla, útvarpsbylgja o.fl. • Einstein setti fram lýsingu á því hversu mikil orka losnar við kjarnasamruna: orka = massi x ljóshraði í öðru veldi (E = mc2)

  34. 2-4 Sólin okkar: Sérstök stjarna Sólin okkar: • Gulur hnöttur úr gasi • Meðalstór sólstjarna • 4,6 milljarða ára • Þvermál er 109 sinnum meira en þvermál jarðarinnar

  35. Lagskipting sólarinnar: • Sólkóróna: • ysta lagið • 1,7 milljón °C • Nær milljónir km út fyrir sólina • Strjálar gasagnir á fleygiferð • Sést ekki nema í sólmyrkva • Lithvolf: • Innan við kórónuna • Nokkur þúsund km á þykkt • 27.800°C • Þar blossa upp gasstraumar (sólstrókar)

  36. Ljóshvolf: • Kallað yfirborð sólarinnar • Innan við lithvolfið • 6000°C • Þaðan kemur birta sólarinnar • Sólkjarni: • Meginuppistaðan í sólinni • Allt að 15 milljón °C • Þar verða kjarnasamrunarnir

  37. Umbrot á sólinni 1. Sólstrókar: • Sólormar sem mynda bjartan boga eða birtu eða lykkju úr gasi

  38. 2.Sólblettir: • Dökkir kaldir blettir á yfirborðinu, mistíðir. Þegar þeir eru miklir verða meiri norðurljós yfir jörðinni og fjarskipti truflast • 3. Sólblossar • Heitir og ljósir blettir á yfirborðinu

  39. Sólvindur: • Stöðugur straumur af orkuríkum eindum sem kemur frá Sólkórónunni. Sólblossar geta aukið þennan vind og það veldur truflunum á fjarskiptasendingum á jörðinni.

More Related