160 likes | 325 Views
Stjörnufræði til forna. Saga heimsmyndar. Stjörnufræði til forna. Takmarkaðist við að skoða stjörnur með berum augum og skrá breytingar og hreyfingar á himinhvelfingunni. Hafði mikla þýðingu fyrir tímatal Má rekja mjög langt aftur Stonehenge á Bretlandi Hof Asteka, Maya og Inka
E N D
Stjörnufræði til forna Saga heimsmyndar
Stjörnufræði til forna • Takmarkaðist við að skoða stjörnur með berum augum og skrá breytingar og hreyfingar á himinhvelfingunni. • Hafði mikla þýðingu fyrir tímatal • Má rekja mjög langt aftur • Stonehenge á Bretlandi • Hof Asteka, Maya og Inka • Pýramídar Egypta
Babyloníumenn • Stjörnufræði stunduð í Mesópótamíu til forna. • Verður grunnur að stjörnufræði í mörgum samfélögum, m.a. á Indlandi, Grikklandi til forna, Íslömskum ríkjum á miðöldum og í vestrænum ríkjum. • Athuganir þeirra á hreyfingum stjarnanna og hugmyndir um alheiminn er stundum nefnd fyrsta vísindabyltingin.
Stjörnufræði Forn-Grikkja • Verða fyrir miklum áhrifum af Babyloníu mönnum. • Beita sambærilegum athugunum og þróa heimsmynd sem verður ráðandi í nær 2000 ár. • Þróa bæði jarðarmiðjukenningu og sólmiðjukenningu. • Ákvarða stærð Jarðar og hlutfallslega stærð Jarðar, Sólar og Tungls.
Anaximander (610 – 546 f.Kr) • Notaði sólúr, sennilega komið frá Babyloníumönnum • Bjó til mekanískt líkan af alheimi þar sem Jörðin sveif í miðju óendanleikans. • Stjörnurnar fastar á hveli umhverfis sem snýst um jörðu. Snúningsásinn lá um Pólstjörnuna. • Yfirborð Jarðar er sveigt því stjörnuhimininn breytist þegar ferðast er. Fyrsta heimskortið gert af Anaximander skv. Erastothenesi.
Pýþagoras (582 – 497 f.Kr.) • Jörðin kúlulaga því skuggi Jarðar á Tungli er hringlaga. • Braut Tungls um Jörðu er ekki í miðbaugsfleti Jarðar. • Morgunstjarnan og Kvöldstjarnan sama stjarnan. Nefnd Afródíta, síðar Venus.
Herakleitos (388 – 315 f.Kr) • Jörðin snýst um sjálfa sig. • Merkúríus og Venus snúast sjálfstætt um sólu því þær eru alltaf svo nærri henni.
Aristarkos (320 – 250 f.Kr.) • Þróar hugmyndir Herakleitosar. • Mælir hlutföll fjarlægða til Tungls og Sólar og þar með hlutföll stærðanna. • Sólin mun stærri en Jörðin og af stærð skugga Jarðar á Tungli ályktaði hann að Jörðin væri stærri en Tunglið. • Vegna stærðanna taldi hann eðlilegra að Jörð gengi um sólu.
Erastoþenes (276 – 176 f.Kr.) • Bókavörður í Alexandríu • Mælir ummál Jarðar. • Fær að ummálið sé 40000 km sem er mjög nærri réttu gildi. • Þótti of stórt. Jörðin talin aðeins þriðjungur af þessu.
Hipparchus (190 – 120 f.Kr.) • Ákvarðar fjarlægð Tungls frá Jörðu með hliðrunarmælingum. • Gat ekki samþykkt Sólmiðjukenninguna. • Þróar Jarðarmiðjunninguna með því að bæta við hvelum. • Sjö hvel fyrir sjö himintungl.
Ptolemeus (83-168 AD) • Skrifar Almagest – eina rit fornaldar um stjörnufræði sem hefur varðveist. • Þróar áfram hugmyndir Hipparkusar og Aristótelesar um heiminn. • Heimur með Jörðu í miðju umlukinn kristalshvelum með stjörnunum á. • Hafði hringi á hringjum til að skýra flóknar hreyfingar himintunglanna.
Heimsmynd Ptolemeusar var ríkjandi í Evrópu í meira en þúsund ár. Hér til hliðar má sjá íslenskt handrit frá því um 1750 sem sýnir heimsmyndina. Grunnatriði í líkaninu voru hringir sem gengu eftir hringbrautum umhverfis jörðu.