1 / 11

John Stuart Mill (1806-73)

John Stuart Mill (1806-73). Frelsið ( On Liberty ,1859). Mill á íslensku. Frelsið ( On Liberty ) Kúgun kvenna ( The Subjection of Women ) Nytjastefnan (Utilitarianism). Hvers vegna skrifaði Mill frelsið?. Að setja fram eina ofureinfalda reglu Gagnrýna alræði meirihlutans

joy
Download Presentation

John Stuart Mill (1806-73)

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. John Stuart Mill (1806-73) Frelsið (On Liberty,1859)

  2. Mill á íslensku • Frelsið (On Liberty) • Kúgun kvenna (The Subjection of Women) • Nytjastefnan (Utilitarianism)

  3. Hvers vegna skrifaði Mill frelsið? • Að setja fram eina ofureinfalda reglu • Gagnrýna alræði meirihlutans • Gagnrýna „konformisma“ og stuðla að ýtrasta þroska einstaklingseðlisins • Hvað felst í því að gera frelsisregluna að hjartansmáli?

  4. Tilgangur ritsins • „Tilgangur þessa rits er að setja fram eina ofureinfalda reglu, sem skorið getur úr því afdráttarlaust, hvenær samfélaginu leyfist að hlutast til um málefni einstaklingsins, hvort sem viðurlögin eru líkamlegt ofbeldi í mynd lagarefsinga eða siðferðileg þvingun almenningsálitsins“ (Mill, 1978, bls. 45).

  5. Sjálfsvörn • „því aðeins er öllu mannkyni, einum manni eða fleirum, heimilt að skerða athafnafrelsi einstaklings, að um sjálfsvörn sé að ræða“ (Mill, 1978, bls. 45).

  6. „einstaklingur ber enga ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum, sem varða einungis hann sjálfan“ (Mill, 1978, bls. 168). • „einstaklingur ber ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum, sem skaða hagsmuni annarra“ (Mill, 1978, bls. 169).

  7. Frelsið • Mill setur fyrirvara við regluna (börn, villimenn, skýrar og augljósar skyldur) • Samviskufrelsi, frelsi til að lifa í samræmi við skapgerð sína, réttur til að bindast félagsskap.

  8. Hvers vegna skrifar Mill Frelsið? • Ný ógn við frelsi einstaklingins (Alræði meirihlutans) • Vinna gegn „konformisma“ („Þjóðfélagið steypir þegna sína í sama mót í félagslegu tilliti“ (Mill, 1978, bls. 50). • Mannlegur þroski í ýtrasta margbreytileika

  9. „Á okkar dögum lifa allir menn undir fjandsamlegu og ógnvekjandi eftirliti, allt frá æðstu stétt þjóðfélagsins til hinnar lægstu. Þetta á ekki aðeins við í málefnum, sem aðra varða, heldur einnig í þeim, sem eingöngu varða einstaklinginn sjálfan eða fjölskyldu hans. Um slíka hluti spyrja menn ekki sjálfa sig, hvers þeir óski eða hvað myndi henta eðli þeirra og hneigðum eða hvað sé líklegt til leysa úr læðingi beztu og háleitustu hvatir þeirra og leyfa þeim að þroskast og dafna. Á hinn bóginn spyrja þeir sjálfa sig, hvað við eigi í þeirra sporum. „Hvað eru menn í minni stöðu og með mínar tekjur vanir að gera?“ Eða sem enn verra er: „Hver er nú siður þeirra, sem standa mér framar?“ Ég held því ekki fram, að menn taki tízkuna fram yfir geðþótta sinn. En þeim geðjast ekki að öðru en tízkunni“ (Mill, 1978, bls. 119).

  10. Hræsni? • „Allir kristnir menn trúa því, að sælir séu fátækir og lítillátir, einnig þeir, sem ofsóttir eru. Þeir trúa því, að auðveldara sé fyrir úlfalda að ganga í gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að ganga inn í guðsríki, að menn skuli ekki dæma, til þess að þeir verði ekki dæmdir, og alls ekki sverja. Maður skuli elska náunga sinn eins og sjálfan sig, og taki einhver kyrtil manns, skuli einnig sleppa við hann yfirhöfninni. Menn skuli ekki vera áhyggjufullir um morgundaginn, og vilji þeir vera fullkomnir, skuli þeir selja allar eigur sínar og gefa andvirðið fátækum“ (Mill, 1978, bls. 89).

  11. Hræsni? • „Kristnum mönnum er það hræsnislaust, er þeir segjast trúa öllu þessu. Þeir trúa því á sama hátt og fólk trúir hlutum, sem það hefur heyrt lofsungna, en aldrei dregna í efa. En kenningin er ekki lifandi trú nema að því marki, sem venjulegt er að breyta eftir henni“ (Mill, 1978, bls. 89, leturbreyting mín).

More Related