130 likes | 281 Views
Modus ponens, dæmi. Ef sýndar eru kvikmyndir hér þá er salurinn fullur af fólki Það er verið að sýna kvikmyndir hér ____________________ Salurinn er fullur af fólki. Gild rökfærsla: Ef p þá q p _____________ Þar af leiðir q.
E N D
Modus ponens, dæmi Ef sýndar eru kvikmyndir hér þá er salurinn fullur af fólki Það er verið að sýna kvikmyndir hér ____________________ Salurinn er fullur af fólki
Gild rökfærsla: Ef p þá q p _____________ Þar af leiðir q „Rökfærsla er gild ef allar túlkanir á rökformi hennar eru þannig að þegar forsendurnar eru allar sannar þá er niðurstaðan sönn, eða ef ekki er til nein túlkun á rökformi hennar þannig að forsendurnar eru allar sannar og niðurstaðan jafnframt ósönn.“ (Erlendur Jónsson, 1993, bls. 37) Modus ponens
Ógild rökfærsla, dæmi Ef sýndar eru kvikmyndir hér þá er salurinn fullur af fólki Salurinn er fullur af fólki ____________________ Það er verið að sýna kvikmyndir
Baklið játað Varist þessa hún er ógild: Ef p þá q q ___________ Þar af leiðir p
Rökskekkjur 1 • Óleyfileg endurskilgreining: • Dæmi: Ég borga engar dagsektir vegna þess að skaðinn af töfinni varð enginn.
Rökskekkjur 2 • Tvímæli: • Aðeins hundar eiga hvolpa. • Pétur á hvolp. • Pétur er hundur.
Rökskekkjur 3 • Ad hominem (persónuníð). • Ráðist er gegn manninum frekar en að beita rökum gegn málefninu. Dæmi: • Þetta segir hún bara vegna þess að hún er kona. • Þetta er dæmigert karlaviðhorf. • Þessi maður hefur ekki menntun til að fjalla um þetta. Osfrv. Osfrv.
Rökskekkjur 4 • Post hoc, ergo propter hoc (á eftir þessu þar af leiðir vegna þess eða ályktun af rangri orsök). • Ég læknaðist af kvefinu vegna þess að ég tók vítamín í tvær vikur. • Kvíðinn hvarf vegna þess að ég gekk til sálfræðings í eitt ár. • Ég varð svona snjall viðskiptafræðingur vegna þess að ég lærði aðferðafræði.
Rökskekkjur 5 • Átyllurök (ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur). • Að berja fuglahræðuna. • Að afskræma vísvitandi skoðanir andstæðingsins. • Að notfæra sér vitneskju um andstæðinginn sem kemur málinu ekki við.
Rökskekkjur 6 • Fótfesturök (Slippery slope argument). • Varað við hættulegum afleiðingum sem tiltekin skoðun kunni að hafa í för með sér og það notað sem rök fyrir því að rannsaka hana ekki. • Varað er við einhverjum hættulegum afleiðingum sem stefnt er á og þessar hættulegu afleiðingar eru sagðar vera ástæðan fyrir því að taka ekki fyrsta skrefið í athöfn eða ferli.
Rökskekkjur 7 • Ignoratio elenchi (Vankunnátturök) • Færa rök fyrir niðurstöðu sem er umræðuefninu alveg óviðkomandi. • Svara út í hött til þess að forðast kjarna málsins.
Rökskekkjur 8 • Umdeild flokkun, að draga í dilka, „stimpla“ („stereotyping“) • Það er ekkert að marka þessa hvalavini. • Þessi maður er nasisti.
Rökskekkjur 9 • Að eitra við upptökin (poisoning the well). • Að níða eitthvað niður með alls kyns ókvæðisorðum áður en reynt er að færa málefnaleg rök gegn því. • Dæmi úr fjölmiðlaumræðu: Lyfjanotkun.