420 likes | 691 Views
Bolungarvík. Sólrún Geirsdóttir – tekið saman fyrir svæðisleiðsögunám við Fræðslumiðstöð Vestfjarða 2010. Helstu heimildir: Saga Bolungarvíkur eftir Jón Þ. Þór og Aldarsaga Sparisjóðs Bolungarvíkur, skráð af Sigurði Péturssyni. Bolungarvík.
E N D
Bolungarvík Sólrún Geirsdóttir – tekið saman fyrir svæðisleiðsögunám við Fræðslumiðstöð Vestfjarða 2010. Helstu heimildir: Saga Bolungarvíkur eftir Jón Þ. Þór og Aldarsaga Sparisjóðs Bolungarvíkur, skráð af Sigurði Péturssyni.
Bolungarvík • Samkvæmt Landnámu voru landnámsmenn Bolungar-víkur Þuríður sundafyllir af Hálogalandi í Noregi og sonur hennar Völusteinn. Þetta var um 930. • Þuríður bjó í Vatnsnesi í Syðridal en Þjóðólfur, bróðir hennar, í Tungu í Tungudal. • Þau urðu ósátt um landamerki og lögðu hvort á annað: hann að hún yrði að kletti þar sem vindurinn gnauðaði mest á en hún á hann að hann yrði að steini sem flestir fuglar skitu á. Þuríður stendur enn og horfir yfir Djúpið og Víkina en Þjóðólfur stóð úti á Stigahlíð, norðan Bolungarvíkur, en hvarf nótt eina á 19. öld.
Bolungarvík • Viðurnefnið fékk Þuríður af því að hún seiddi fisk í hvert sund á heimaslóðum í Noregi. Hér er hún sögð hafa “sett Kvíarmið” í Ísafjarðar-djúpi. Hún tók kollótta á af hverjum bónda sem nýtti miðin. Mun það vera fyrsti vertollur á Íslandi. • Völu-Steinn, sonur Þuríðar kom með henni frá Noregi. Sigurður Nordal og fleiri hafa gert því skóna að hann hafi ort stórvirkið Völuspá.
Bolungarvík • Örnefnið Bolungarvík (eða Bolungavík) er oftast rakið til orðsins ´bolungur´sem merkir sver trjábolur og er ekki ólíklegt að margir slíkir hafi borist upp á víkina og jafnvel blasað við landnámsmönnum. • Nýleg kenning Þorvaldar Friðrikssonar er að rekja megi nafnið til gelísku, frumtungu Íra og Skota, en þar merkir orðið vatn eða stöðuvatn. Þá myndi nafngiftin vísa til Syðridalsvatns.
Bolungarvík • Bolungarvík er elsta verstöð landsins, var verstöð svo lengi sem sögur fara af. Þess er t.a.m. getið í Fóstbræðrasögu. • Elsta skipaskrá, frá 1624, segir að 21 skip (ára-bátar) rói frá Bolungarvík og 5 frá Ósi. • Í jarðabókinni 1710 eru taldar 6 verbúðir í Kálfa-dal og 15 í Bolungarvík. • Við manntalið 1703 voru íbúar 182 í Bolungarvík og 62 í Skálavík. • Mannfjöldinn í Hólshreppi breyttist lítið frá 1703-1850.
Bolungarvík • Framan af öldum var aðeins um að ræða fáeina sveitabæi í hreppnum (Hólshreppi). Þeir stóðu við víkina og í dölunum tveimur. • Einnig verbúðir við sjóinn frá ósum Hólsár og út í Bug (þar sem ystu húsin standa í dag). Vermennirnir komu flestir úr Inndjúpinu. • Hóll er kirkjujörð og var það allt frá því um 1200 svo vitað er. Jafnvel er talið að þar hafi staðið kirkja allt frá kristnitöku. Var jafnan höfuðból.
Bolungarvík • Þéttbýli fór að myndast á Mölum (utan ár) og Grundum (innan ár) um 1880. • Þéttbýlið byggði ekki á skútuútgerð og verslun líkt og annars staðar á Vestfjörðum, heldur eingöngu á vaxandi árabátaútgerð. Blómaskeið hennar var um aldamótin 1900. • 1860 voru íbúar orðnir 300. • Eftir 1880 fjölgaði einkum þurrabúðum, þ.e. heimilum sem höfðu ekki grasnyt heldur lifðu af sjósókn og kaupavinnu. Fólk settist að í verbúð-unum sem fyrir voru og reist voru ný hús.
Bolungarvík • 1901 eru íbúar orðnir 546 talsins (eða 562). • 1910: 1021 1960: 858 • 1920: 953 1970: 978 • 1930: 816 1980: 1266 • 1940: 751 1990: 1187 • 1950: 784 2000: 1000 2010: 966 • Bolvíkingar sóttu framan af verslun til Ísafjarðar. Ásgeirsverslun á Ísafirði setti upp útibú í Bolungarvík 1880 og var það fyrsta varanlega verslunin í hreppnum.
Bolungarvík • Hóll var höfuðból um aldir og taldist meðal bestu jarðeigna á Vestfjörðum vegna nálægðarinnar við gjöful fiskimið og tekna af vertolli og jarðaleigu. • Jörðin var lengi í eigu ríkustu fjölskyldna á Vestfjörðum. Má nefna Björn ríka Þorleifsson, hirðstjóra á Skarði í Dölum. Sólveig dóttir hans bjó um tíma á Hóli ásamt ráðsmanni sínum, Jóni Þorleifssyni.
Bolungarvík • Í upphafi 20. aldar má segja að Bolungarvík hafi breyst úr verbúðaþorpi í gróskumikinn bæ. Þetta var auðvitað að gerast víða um land á sama tíma. Íslendingar voru að flytjast “á mölina” smám saman, þorp og bæir spruttu upp við sjávarsíðuna og Reykjavík fór að verða að bæ/borg.
Bolungarvík • Mikil uppbygging átti sér stað í Bolungarvík í kringum aldamótin. • Samkomuhús reis við Skólastíg 1901 eftir að eldra hús á Grundum fauk. • Barnaskólinn flutti í nýtt hús við Skólastíg 1902 • Fyrsti vélbáturinn, Stanley, reri á vorvertíð 1903 • Pétur Oddsson reisti íbúðar- og verslunarhús við Hafnargötu (síðar Einarshús) 1904 • Sparisjóður Bolungarvíkur stofnaður 1908 • Ný kirkja reist á Hóli, vígð á aðventu 1908 • Sími lagður til Bolungarvíkur frá Ísafirði 1909
Bolungarvík • Ýmis félagasamtök eiga rætur sínar að rekja til áranna 1880-1910. • Lestrarfélag var stofnað 1888 – bókaeign þess varð grunnurinn að bóksafni hreppsins 1909 • Talfundir Bolvíkinga; málfundafélag sem starfaði 1894-6 • Bindindisfélag var stofnað 1898 – upp úr því varð til góðtemplarastúkan Harpa • Barnastúkan Lilja var stofnuð 1901 • Ungmennafélag Bolungarvíkur var stofnað 1907 • Kvenfélag Bolungarvíkur var stofnað 1911
Bolungarvík • Líkt og á Ísafirði varð bylting með tilkomu vélbátanna í byrjun 20. aldar. Samt varð þróunin ekki eins hröð í Bolungarvík og olli því hafnleysið – en það var mikill flöskuháls í nálega hálfa öld. • En aflinn jókst með vélbátunum, einnig atvinnan, framleiðslan og arðurinn af sjávarútveginum. • Kaupmenn settu upp verslanir, gerðu út og verkuðu saltfisk. • Iðnaðarmenn settust að; járn- og trésmiðir, mótoristar, skósmiður og bakari.
Bolungarvík • Árið 1903 varð Bolungarvík löggiltur verslunar-staður og verslunum og iðnaðarmönnum fjölgaði í kjölfar þess. • Verbúðaþorpið breyttist í útgerðarbæ.
Bolungarvík • 1910 - féll snjóflóð í Skálavík og braut fjóra bæi. Fjórir létust en 10 björguðust. Þetta var 1. mars 1910. • 1911 – framkvæmdir hefjast við Brimbrjótinn • 1912 – póstafgreiðsla opnuð • 1915 – fríkirkjusöfnuður stofnaður, starfaði í tvö ár • 1917-19 – surtarbrandur unninn • 1918 – fyrsta kvikmyndasýningin í Bolungarvík • 1919 – Hinar sameinuðu íslensku verslarnir yfirtaka rekstur Ásgeirsverslunar Áætlanir gerðar um virkjun Fossár í Syðridal Hólshreppur verður sérstakt læknishérað
Bolungarvík • Vélbátarnir voru framan af einkum sexæringar sem breytt var í vélbáta, 2-3 tn að stærð. • Þá voru fluttir inn bátar frá Danmörku 4-5 tn. • Falur Jakobsson flutti til Bolungarvíkur 1907 og stofnaði smíðaverkstæði, fyrst í félagi við annan en síðar rak hann eigið verkstæði til 1936. Hann var helsti bátasmiður Bolvíkinga. • Vélsmiðja var stofnuð 1909.
Bolungarvík • Helsti útgerðarmaðurinn í upphafi aldar var Pétur Oddsson sem átti allt að níu báta í einu. Verslun Leonh. Tangs og Ásgeirsverslun ráku útibú: verslun, fiskmóttöku og verkun í Bolungarvík til 1918 og þá var Pétur Oddsson nánast einráður um skeið. Pétur var einn efnaðasti maður landsins árið 1916 og hann var óskoraður héraðshöfðingi í Bolungarvík. En saga hansermikilsorgarsaga. Péturmisstiöllbörnsín 6 og 4 af 7 fósturbörnum, semogeiginkonusína, flestúrberklum. Reksturfyrirtækisinsgekklíkaillaeftirgengis-hækkunina 1925 ogvarðloksgjaldþrota í heimskrepp-unni. Péturlést 1931 ogaðrirmenntókuviðkeflinu.
Bolungarvík • Einar Guðfinnsson hóf rekstur fyrirtækis síns árið 1924. • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bjarnabúð, var stofnuð 1927. Jafnt verslun, útgerð og fiskverkun. Húsið sem verslunin er í var reist 1920 af sameinuðu verslununum. • Íshúsfélag Bolungarvíkur stofnað 1928. Einnig Kallabakarí, Karls Eyjólfssonar.
Bolungarvík • Hafnleysið í Bolungarvík gerði útgerðinni erfitt fyrir, bátar gátu ekki stækkað eins ört og víða annars staðar. Hér þurfti að “setja bátana” eftir hverja sjóferð, þ.e.a.s. draga þá á land með spili og styðja við með eigin skrokki. Þetta setti stækkun bátanna miklar skorður og erfitt fyrir Bolvíkinga að horfa upp á báta annars staðar stækka en sitja eftir með sárt ennið.
Bolungarvík • Byrjað var á smíði Brimbrjótsins 1911 en það gekk vægast sagt brösulega. Eins og segir í “þjóðsöng Bolvíkinga” “...því náttúruöflin þau eru svo sterk að ónýta mannanna framfaraverk” • 1915 var brjóturinn orðinn 80 m langur. • 1935 var hann orðinn 142 m langur og 13 m breiður. • 1940 – 152 m breiður. • 1959-64 voru gerðar miklar endurbætur á Brjótnum og má segja að þá fyrst hafi hann verið kominn í viðunandi horf.
Bolungarvík • Árið 1920 voru gerðir út 20 vélbátar frá Bolungarvík og voru þeir allir undir 12 tonnum að stærð. • 1921 hófst raflýsing í þorpinu. • 1922 byggja Sjöundadagsaðventistar sér hús á Grundum. Söfnuðurinn var 20 manns. • 1927 kom fyrsti bíllinn til Bolungarvíkur. • 1929 hófust framkvæmdir við stíflu Reiðhjalla-virkjunar.
Bolungarvík • Á tímum fyrri heimsstyrjaldar voru flutningar til landsins takmarkaðir. Sett var upp hrepps-verslun sem sá um að dreifa nauðsynjum til verslana og sveitarfélaga frá Landsversluninni. Nauðsynjar voru skammtaðar. Atvinna minnkaði. Frostaveturinn mikla 1918 var olíuskortur. Í kjölfar þess var farið að nota surtarbrand til kyndingar. Var hann unninn víða í nágrenninu, einkum í Gilsnámu.
Bolungarvík • Árið 1932 var tekin í notkun kolakynt útisundlaug UMFB, við Hólsá. Notuð á sumrin fram til 1970 eða þar um bil. • 1933 keypti Einar Guðfinnsson eignir Péturs Oddssonar. • 1937 – pöntunarfélagið Hvöt stofnað af meðlimum verka-lýðsfélagsins. • 1939 – Sjómannadagurin haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Löngum helsti hátíðisdagur bæjarbúa. • 1941 tók hraðfrystihús Íshússfélags Bolungarvíkur til starfa. • 1942 var vatnsveita lögð í Bolungarvík. • 1944 - Þorrablót Bolvíkinga haldið í fyrsta skipti. Enn í dag stærsta samkoma bæjarins. Grónar hefðir. Þjóðbúningar. • 1945 – skátafélagið Gagnherjar stofnað.
Bolungarvík • Einar Guðfinnsson stofnaði fyrirtæki sitt 1924. Þegar hann hafði keypt eignir dánarbús Péturs Oddssonar, árið 1933, varð hann stærsti útgerðarmaður og fisk-verkandi í Bolungarvík. Tók við af Pétri sem héraðs-höfðingi og hélt því áratugum saman. • Einar átti gjarnan helming í bátum á móti skipstjór-unum. M.a. þeim þrem 8-9 tonna bátum sem hann lét smíða 1934-5. • Útgerðin gekk upp og ofan eins og ytri aðstæður gáfu tilefni til, heimskreppa, heimsstyrjöld, aflabrestur o.fl.
Bolungarvík • Lengi tíðkaðist að þorpsbúar ættu nokkrar kindur og hænsni og sumir stunduðu jafnvel garðrækt. Alltaf var nægan fisk að hafa í soðið. • Samhjálpin var rík í einföldum samfélögum við sjávarsíðuna. • Nýtni og sparsemi voru ríkjandi. • Flestir höfðu nóg að borða – en lítið umfram það.
Bolungarvík • Verkalýðsfélag Bolungarvíkur var stofnað árið 1931. Baráttumál þess voru hefðbundin, leið-rétting launa, styttur vinnutími o.þ.h. • Auk þess beitti það sér fyrir ýmsum framfara-málum. Leigði garðlönd á Grundunum og úthlutaði félagsmönnum reitum til kartöflu-ræktunar. • Það beitti sér gegn sölu áfengis í plássinu. • Það beitti sér fyrir atvinnubótavinnu. • Félagsmenn stofnuðu pöntunarfélag.
Bolungarvík • Unglingaskóli var stofnaður 1928, var aðeins eins árs skóli til 1953, þá tveggja ára til 1966 þegar 3. árið bættist við. • Barna- og unglingaskólinn stóðu við Skólastíg (nú Tónlistaskóli Bolungarvíkur) til 1966 þegar ný skólabygging var tekin í notkun. Nýja álman var svo tekin í notkun 1990.
Bolungarvík • 1949 varð vegurinn um Óshlíð akfær – var svo vígður í ágúst 1950. • Alvarlegt slys varð þar árið 1951 er bjarg féll á rútu innan við Sporhamar. Tveir létust. • Annars er mikil Guðs mildi hve slys á fólki hafa verið fá á Óshlíðinni miðað við umferð og grjóthrun. Snjóflóð hafa þó kostað nokkra menn lífið, m.a. tvo unga menn veturinn 1989.
Bolungarvík • 1951 hófst bygging sjúkraskýlisins. Lengi vel voru þar auk hjúkrunar- og legurýmis: læknastofa, fæðingadeild, apótek og tannlæknir um tíma. Auk þess íbúð héraðslæknisins. Síðustu áratugi hefur þar eingöngu verið öldrunardeild. • Heilsugæslan við Höfðastíg var tekin í notkun 1978 og íbúðir aldraðra stutt frá. Síðar voru þær fluttar í “Hvíta húsið” við Aðalstræti. • 1952 var Félagsheimili Bolungarvíkur vígt. • 1958 var Reiðhjallavirkjun tekin í notkun.
Bolungarvík • Á árunum 1945-65 varð bylting í útgerðarmálum Bolvíkinga. Bættust þá margir stórir bátar í flotann, margir í eigu Einars Guðfinnssonar. • Hraðfrystihúsið stækkaði. • Rækjuvinnsla og síldarbræðsla bættust við. • Fyrirtæki Einars Guðfinnssonar var með stærstu síldar-saltendum á 6. áratugnum. Lögðu bátarnir upp á Siglufirði þar sem EG átti hlut í síldarsöltun. • Hraðfrysting tók við af saltfiskverkun um 1945 en aftur var farið að verka saltfisk og skreið um 1950. • EG rak einnig sláturhús um margra áratuga skeið.
Bolungarvík • Árið 1947 voru fjórar matvöruverslanir í Bolungarvík og eitt bakarí. Auk matvöru seldu verslanirnar ýmiss konar varning. • Framan af var verslun Einars Guðfinnssonar í Einarshúsi við Hafnargötu. • Nýtt verslunarhús reis að Vitastíg 1, 1954-5, verslun á neðri hæð og skrifstofur uppi. • 1973 var stækkað og matvöruverslunin flutti í það húsnæði sem Samkaup er í núna. Þar var einnig bakarí og kjötvinnsla. Búsáhaldadeild var lengi á neðri hæð Vitastígs 1 og frá 1975 var vefnaðarvöruverslun í húsinu við Aðalstræti, skrifstofur uppi og þá íþrótta- og hljómtækjadeild þar sem skrifstof-urnar voru áður. Um tíma var húsgagnadeild þar sem nú er náttúrugripasafn.
Bolungarvík • Alls var verslunarrými Einarsbúðar eftir stækkunina 1975 rúmir 1.000 m2. Þar fékkst ALLT milli himins og jarðar. Nánast það eina sem ekki var verslað með voru bækur og byggingarvörur enda aðrar verslanir í bænum sem sérhæfðu sig í því. Bækurnar seldi Bjarnabúð, í eigu tengdasonar Einars Guðfinnssonar og byggingar-vörurnar seldi Jón Friðgeir, sonur Einars. • Á þessum tíma var mun algengara að Ísfirðingar kæmu til Bolungarvíkur til að versla en öfugt. • Um áratuga skeið vann þorri bæjarbúa hjá fyrirtækjum Einars Guðfinnssonar (að meðtöldu frystihúsinu sem var í meirihlutaeigu sömu aðila).
Bolungarvík • Aðrar verslanir stóðu í skugga EG stórveldisins. Verslun Bjarna Eiríkssonar heldur þó enn velli, var stofnuð 1927. Rak lengi einnig útgerð og fiskvinnslu • Kaupfélag náði aldrei fótfestu en starfrækt var útibú frá Ísafirði frá 5. áratugnum til 1978. • Kristján Sumarliðason rak litla verslun, Hringinn, á móti versluninni að Vitastíg 1. • Birna Pálsdóttir rak um tíma Holtakjör í bílskúrnum heima hjá sér. Plássið var lítið en úrvalið mikið og þjónustan persónuleg. • Bernódus Halldórsson rak verslunina Virkjann við Hólastíg og seldi m.a. húsgögn, raftæki og gjafavörur 1960-81. • Þá má nefna Ljósvakann, Rafsjá og fleiri sérverslanir.
Bolungarvík • Mikill uppgangur var í Bolungarvík á 7.-9. áratugnum. Oft talað um blómaskeið 1970-1992. • Þá byggðist stór hluti bæjarins. • Ráðhús var tekið í notkun 1974, sama ár og Bolungarvík fékk kaupstaðaréttindi. • Sundlaugin var vígð 1977 og íþróttahús 1984. • Einar Guðfinnsson eignaðist þrjá togara á tímabilinu 1975-88.
Bolungarvík • Þar sem mikið var byggt efldust byggingafyrir-tæki og fleiri iðnfyrirtæki. Hæst ber þar fyritæki Jóns Friðgeirs Einarssonar sem opnaði bygginga-vöruverslun 1971 og seldi byggingavörur um alla Vestfirði. Rak einnig um tíma plastverksmiðju. • Vélsmiðja Bolungarvíkur var lengi stöndugt fyrirtæki en fleiri vélsmiðjur hafa verið starf-ræktar síðustu áratugi: Vélvirkinn og Vélsmiðjan Mjölnir. Umsvif þeirra voru mest meðan skipa-flotinn var stærstur.
Bolungarvík • Íþrótta- og menningarlíf var blómlegt alla 20. öldina. Ungmennafélagið var stofnað 1907 og innan þess hafa flestar íþróttagreinar verið iðkaðar lengur eða skemur. • Ungmennafélagið og kvenfélagið stóðu fyrir fjölda leiksýninga fyrr á árum og síðar tók Leikfélag Bolungarvíkur við merkinu. • Kórastarf var líka öflugt, m.a. stofnaður karlakór 1936. • Gamla stúkuhúsið við Skólastíg þjónaði Bolvíkingum í hálfa öld, frá 1900-1952. Ungmennafélagið, kvenfélagið Brautin, stúkan Harpa, skátafélagið Gagnherjar, Búnaðarfélag Hólshrepps, Verkalýðs- og sjómannafélagið og Sjómannadagurinn sameinuðust um byggingu félagsheimilis. Mikið var unnið í sjálfboðavinnu og félögin söfnuðu fé til framkvæmdanna á ýmsan hátt. • Slysavarnadeildir hafa starfað frá 1933. Reistu sitt eigið hús við höfnina um 1980.
Bolungarvík • Stjórnmálaflokkarnir hafa átt sína fulltrúa í sveitarstjórnum Bolungarvíkur. Jafnaðarmenn náðu aldrei slíkum áhrifum sem á Ísafirði, heldur hafa sjálfstæðismenn verið í meirihluta lengst af. • Athyglisvert er að í kosningum 1962 og 1966 sameinuðust stjórnmálaflokkarnir um einn framboðslista sem var sjálfkjörinn. Þetta mun vera einsdæmi í stærri sveitarfélögum.
Bolungarvík • Ratsjárstöð var reist á Bolafjalli 1986. Lagður var vegur þangað og er þaðan stórkostlegt útsýni til allra átta, ekki síst til Jökulfjarða og inn Djúp. • Reist voru ein átta einbýlishús fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra um 1990. • Fjöldi tæknimanna vann á vöktum. • Nú er reksturinn að mestu aflagður, aðeins tveir starfsmenn sinna stöðinni.
Bolungarvík • Ýmsar ástæður liggja að baki þess að blómaskeiði Bolungarvíkur lauk á síðasta áratug 20. aldar. • Kvótakerfið alræmda var sett á í kjölfar ofveiða á þorski. Hagkvæmni vestfirska flotans hvarf og afraksturinn af vinnslunni minnkaði. Skip og bátar voru seld burt úr bænum. Aftur var horfið til útgerðar smábáta. • Fyrirtæki Einars Guðfinnssonar varð gjaldþrota árið 1993. Var það gríðarlegt áfall fyrir marga enda stór hópur fólks atvinnulaus í fyrsta sinn á ævinni.
Bolungarvík • Hluti fyrirtækisins var endurreistur undir nýjum merkjum en heildarumsvif minnkuðu. • Í dag eru stærstu fyrirtækin í bænum fiskvinnslu- og útgerðafyrirtækin Bakkavík og Jakob Valgeir. • Smábátaútgerð er blómleg og margir sækja sjóinn mjög stíft og teljast ævinlega með aflahæstu bátunum á Íslandi.
Bolungarvík • Í dag eru ýmis fyrirtæki og stofnanir til húsa þar sem fyrirtæki Einars Guðfinnssonar var áður. • Einarshúshefurveriðgertuppogernúveitingastaður. • Á Vitastíg 1 er félagsmiðstöð unglinga á efri hæð og handverksfélagið Drymla á neðri hæð. • Á Vitastíg 3 er Samkaup niðri og náttúrugripasafn uppi. • Við Aðalstræti eru hárgreiðslustofa og snyrtistofa á neðri hæð (um tíma líka verslun) en á efri hæðunum eru Náttúrustofa Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vfj., Fræðasetur, Gná, Fornleifavernd ríkisins.