270 likes | 558 Views
Berklar Hvíti dauði. Heiða Hrönn Sigmundsdóttir. Hvað eru berklar?. Berklar er bakteríusjúkdómur af völdum Mycobacterium tuberculosis. Berklar eru hægfara, fasaskiptur sjúkdómur sem smitast í gegnum úða, sem sagt úðasmit
E N D
Berklar Hvíti dauði Heiða Hrönn Sigmundsdóttir
Hvað eru berklar? • Berklar er bakteríusjúkdómur af völdum Mycobacterium tuberculosis. • Berklar eru hægfara, fasaskiptur sjúkdómur sem smitast í gegnum úða, sem sagt úðasmit • Öfugt við marga aðra sjúkdóma, t.d. HIV og rhinoveiru, þurfa sjúkdómseinkenni að hafa komið fram til að viðkomandi geti smitað
Hvað eru berklar? • Ekki allir berklar smita • Sú tegund berkla sem smitar hvað mest einkennist af holmyndun í lungum og einnig þar sem bakterían sést við smásjárskoðun á hráka
Einkenni berkla • Berklar þurfa súrefni til að lifa og því finnst bakterían alltaf í efri hluta lungnasama hvar hann hefur tekið sér bólfestu • Berklar eru fasakenndur sjúkdómur.
Fasi eitt • Fasi eitt er frumusýking • Líkaminn leitast við að mynda mótefni gegn bakteríunni • Þau einkenni sem koma fram á þessu stigi eru: • flensueinkenni eins og þreyta, uppgangur, nætursviti, hiti, slappleiki, hósti og þreyta. • Einkennin eru oftast væg eða óljós
Fasi eitt frh. • Ónæmiskerfið reynir að gera bakteríurnar óvirkar með því að pakka þeim inn í vefjahjúp • Talið er að margir myndi mótefni á þessu stigi sjúkdómsferilsins og að hann þróist ekki lengra • Kallast seinkomið berklasmit • Á þessu stigi sjúkdómsins smitar fólk ekki aðra
Fasi tvö • Fasi tvö hefst yfirleytt 8 vikum eftir smit. • Þó eru dæmi þess, að fólk geti gengið með bakteríuna í dvala svo árum skipti áður en fasi tvö hefst.
Einkenni fasa tvö • Brjósthimnubólga, blóðugur uppgangur, mæði, brjóstverkur, lystarleysi og megurð. • Á þessu stigi getur berklabakterían skotið blöðrubólgum um líkaman og sýkt önnur líffæri. • Heila, heilahimnu, bein, móðurlíf og mörg önnur líffæri
Greining berkla • Efnið Túberkúlin er sett undir húð á framhandleggi, svokallað Mantoux húðpróf (einnig kallað PPD). • Ef rauður blettur kemur fram innan við 72 klst eru líkur á að viðkomandi sé smitaður af berklum • Þetta segir þó ekki til um hvort berklarnir séu í “dvala” eða virkir. Rauður blettur getur komið fram hjá t.d. flestu fólki sem hefur komist í snertingu við berklabakteríuna, sumum sem hafa komist í snertingu við bakteríu sem er skyld berklum, og hjá fólki sem hefur verið bólusett gegn berklum.
Greining berkla frh. • Ef fólk hefur augljós viðbrögð á húð eftir Túberkúlínið þá er frekari rannsókna þörf • Farið er yfir öll sjúkdómseinkenni • Athugað hvort viðkomandi hafi einhvern tímann komist í snertingu við berklabakteríuna • Röntgenmynd tekin til að athuga hvort bakterían sé sjáanleg. • Einnig er stundum tekið hrákasýni sem er ræktað á rannsóknastofu
Greining berkla frh. • Ef útkoman er jákvæð þá er oftast um virka berkla að ræða hjá einstaklingnum. • Þar sem berklar eru hægfara sjúkdómur getur tekið allt að 4 vikur til að fá niðurstöður • Eftir að jákvæð niðurstaða er fengin getur tekið 2-3 vikur að finna rétta fjöllyfjameðferð fyrir viðkomandi.
Meðferð • Þegar rétta lyfjameðferðin er fundin er henni haldið áfram í a.m.k. hálft ár og allt upp í 12 mánuði. • Byrjað er að nota fyrstu þrepa lyf eins og Ísoniazíð og Rifampin. • Aukaverkanir af fyrstu þrepa lyfjum eru litlar og árangurinn góður • Fyrstu þrepa lyf eru rifampin, ísoniazíð, ehtambutol og pyrazinamide • Eiga það sameiginlegt að vera uppgötvuð fyrir yfir 40 árum
Fjölónæmir berklar • Eru ónæmir fyrir Ísoniazíði og Rifampini • Notuð eru svokölluð annarrar þrepa lyf í bland við fyrstu þrepa lyf. • Hafa meiri aukaverkanir og meðferðin tekur lengri tíma • þau eru allt að 100 sinnum dýrari. • Þessi meðferð er mun flóknari og vandmeðfarnari. • Lyf í þessu þrepi eru PAS, Fluorofquinolones, Cyclic Peptides, Aminoglycosides, Thioamides og Cycloserine
Einkar fjölónæmir berklar • Eru ónæmir fyrir Ísoniazíði og Rimpafíni auk aðallyfja í öðru þrepi; öllu fluorquinonóni og a.m.k. einu af þremur lyfjum sem eru gefin í sprautuformi • Þessi meðferð er sérstaklega flókin og vandmeðfarin • Nokkur ný þriðju þrepa berklalyf eru í þróun • m.a. NIAID, SQ-109, Nitroimidazoles Macrolides, Oxazolidinones, Pyrroles og Diarylquinoline
HIV og berklar • Ein af fyrstu einkennum HIV getur verið að viðkomandi fái berka • berklategundin birtist aðallega á öðrum stöðum en lungum • Læknanleg og hægt að varna henni
HIV og fjölónæmir berklar • Þróast hraðar og er banvænni en hjá einstaklingi sem er eingöngu með berkla. Án lyfja myndu 8 af hverjum 10 deyja innan nokkurrra mánaða • Greining berkla hjá HIV smituðum er oft erfið. • Viðkomandi hefur oft sjúkdóma sem eru skyldir berklum og því er ekki hægt að taka PPD próf. • Sökum lélegs ónæmiskerfis geta röntgenmyndir, hrákapróf og líkamleg einkenni ekki fullsannað að um berkla sé að ræða
Berklalyf • 1. þrep • Notuð við berklum. Þar eru elstu og öflugustu berklalyfin • 2. þrep • Notuð gegn fjölónæmum berklum • Hvorki Rifampin né Ísoníazíð virkar • 3. þrep • við einkar fjölónæmum berklum. • Þá virkar ekki Rifampin og Ísonízíð úr fyrsta þrepi og Fluoroquinolones í 2 þrepi. • Einnig þarf sjúkdómurinn að vera ónæmur fyrir allavegana einu af eftirfarandi lyfjum: Kanamycin, Capreomycin og Amikacin
Saga berkla á Íslandi • Talið er að berklar hafi borist til Íslands á landnámsöld. • Til eru skrásett tilfelli um berkla á 17 og 18 öld en það var ekki fyrr en seint á 19 öld sem þekking verður til á sjúkdómnum. Um þetta leiti fjölgaði héraðslæknum og hófst söfnun upplýsinga um berkla.
Saga berkla á Íslandi frh. • Á árunum 1896-1900 voru skráðir 167-266 sjúklingar árlega • fyrsta áratug 20 aldarinnar voru skráðir 204-495 sjúklingar ár hvert. • Um 150-200 manns dóu úr sjúkdómnum árlega á árunum 1912-1920 og fór dánartalan hækkandi
Saga berkla á Íslandi frh. • Vífilsstaðarhæli var stofnað árið 1910 • Hjúkrunarfélagið Líkn var stofnað árið 1919 • Kristneshæli á Norðurlandi stofnað árið 1926 • Kópavogshæli stofnað árið 1926 • Árið 1921 var sett berklalöggjöf á Alþingi • ákvæði í henni voru að ríkið skyldi greiða sjúkrahúsvist fyrir hvern þann berklasjúkling sem ekki hafði ráð á því
SÍBS • 24 október árið 1938 stofnuðu 26 berklasjúklingar sem voru á Vífilstaðahæli „Samband íslenskra berklasjúklinga”(SÍBS). Með þessu var verið að reyna, að hjálpa útskrifuðum berklasjúklingum að komast aftur inn í samfélagið. Sumir sjúklingar höfðu legið í allt að áratug á heilsuhælum • Stofnendur SÍBS hófu að stofna deildir víðsvegar um landið undir nafninu Berklavörn. Árið 6 október 1939 voru merki SÍBS seld og bleðið Berklavörn gefið út. Dagurinn var nefndur „Berklavarnardagur”. Móttökur landsmanna voru svo mikil í fjársöfnuninni að hægt var að byggja Reykjalund
SÍBS frh. • Þegar berklalyfin komu til sögunnar 1947-1952 fækkaði til muna berklasjúklingum en Reykjalundur tók þá við öðrum sjúklingum sem þurftu endurhæfingu. • Í dag stendur SÍBS fyrir „Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga”.