230 likes | 374 Views
Samræða til náms – mikilvægi umræðna í skólastarfi. Dr. Gunnhildur Óskarsdóttir Dósent KHÍ Ráðstefna haldin á Akureyri 19. apríl 2008. Helstu umfjöllunaratriði:. Hugmyndafræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar Rammi rannsóknarinnar, aðferðir og þátttakendur Helstu niðurstöður:
E N D
Samræða til náms – mikilvægi umræðna í skólastarfi Dr. Gunnhildur Óskarsdóttir Dósent KHÍ Ráðstefna haldin á Akureyri 19. apríl 2008 Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Helstu umfjöllunaratriði: • Hugmyndafræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar • Rammi rannsóknarinnar, aðferðir og þátttakendur • Helstu niðurstöður: Hugmyndir barna um líkamann Munur á þöglum börnum og virkum börnum Áhrif samræðna á nám Framlag rannsóknarinnar Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Hugmyndafræðilegur grunnur • Rannsóknin byggir á hugmyndum hugsmíðahyggju um nám og kennslu: -Áhersla er á að nemandi byggi upp þekkingu þannig að hann mátar nýjar hugmyndir við fyrri hugmyndir og þekkingu -Með nýrri reynslu og þekkingu verður til æ stærra og flóknara hugtakanet í huga nemandans eftir því sem ný þekking aðlagast þeirri sem fyrir er • Rannsóknin byggir líka á: -öðrum rannsóknum á hugmyndum barna um líkamann -rannsóknum á hljóðu börnum og virkni þeirra Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Rannsóknarspurningar • Hvernig þróast/breytast hugmyndirnar barna um líkamann á einu ári (í 1. og 2. bekk)? 2. Hvaða áhrif hafa kennsluaðferðirnar, kennsluumhverfið, námsefnið og samskiptin í bekknum á þróun hugmyndanna? 3.Er munur á þeim börnum sem taka virkan þátt í umræðum og þeim sem ekki taka þátt hvað þessa þætti varðar? Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Rammi og þátttakendur Einn grunnskóli í Reykjavík: • 19 nemendur (20 fyrra árið) • Kennari barnanna Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Rannsóknaraðferðir • Þátttökuathuganir, myndbandsupptökur • Teikningar • Einstaklingsviðtöl • Greinandi verkefni (diagnostic tasks) Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Skali Reiss og Tunnicliffe (1999) - Bein • Þrep 1Engin bein. • Þrep 2Bein táknuð sem línur eða hringir. • Þrep 3 Bein sem líkjast ‘hundabeinum’ teiknuð út um all í líkamanum. • Þrep 4Ein tegund af beinum á réttum stað. • Þrep 5Að minnsta kosti tvær gerðir af beinum (t.d. hryggjarsúla og rifbein) á réttum stað. • Þrep 6Greinileg mynd af beinagirnd (þ.e. hryggjarsúla, rifbein, hauskúpa, bein í útlimum). • Þrep 7Nákvæm mynd af beinagrind (liðamót og tengingar milli beina). Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Hugmyndir um beinagrindina fyrir og eftir kennsluSkali Reiss og Tunnicliffe Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Skali GÓ – LíffæriByggður á skala R & T • Þrep 1Engin líffæri. • Þrep 2Eitt líffæri(t.d. heili eða hjarta) ekki alveg á réttum stað. • Þrep 3Eitt líffæri(t.d. heili eða hjarta) á réttum stað. • Þrep 4Tvö líffæri (t.d. heili, hjarta eða magi) ekki alveg á réttum stað. • Þrep 5Tvö líffæri (t.d. heili, hjarta eða magi) á réttum staðen engin sýnileg tengsl við önnur líffæri. • Þrep 6Fleiri en tvö líffæri á réttum stað en engin sýnileg tengsl við önnur líffæri. • Þrep 7Fleiri en tvö líffæri á réttum staðog eitt líffærakerfisýnilegt (t.d. meltingarfærin frá munni til ristils/endaþarms eða tengsl hjarta og æða). • Þrep 8 Tvö eða fleiri líffærakerfi sýnd s.s. meltingarfærin, blóðrásarkerfið eða taugakerfið. Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Hugmyndir um líffærin fyrir og eftir kennsluSkali GÓ byggður á R og T Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Þrír hópar nemenda • Eftir virkni og þátttöku í umræðum: 1. Tekur þátt í umræðum (visible active children) 5 (4) 2. Tekur stundum þátt í umræðum (semi active children) 7 3. Tekur aldrei þátt í umræðum (quiet children). 7 Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Munur á aðferðum við að kanna hugmyndir barna Fyrir – þrep 2 Eftir - þrep 4 Fyrir – þrep 6 Eftir – þrep 6 Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Munur á aðferðum við að kanna hugmyndir barna Fyrir – þrep 2 Eftir – þrep 6 Fyrir – þrep 5 Eftir – þrep 7 Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Munur á virkum og hæglátum börnum Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Samræður til náms • Hvað segir þetta okkur um samræður til náms og umræður í bekknum? • Skipta þær máli fyrir nám barna? Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Kennsluaðferðir Þessar virtust virka best • Sýnikennsla og umræður • Verklegar athuganir og umræður • Kynningar kennarans þar sem hann notar gögn/líkön, myndir og umræður Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Samræður til náms • Mörg dæmi: ,,Húðin heldur blóðinu inni annars læki það allt út” Heilinn er þrískiptur: ,,Litli heili, stóri heili sem stjórnar öllu og sendir skilaboð til litla heila sem svo sendir skilaboð í mænuna sem sendir áfram skilaboð í taugarnar og þá hreyfirðu þig” og ,,inni í stóra heila er svefnheili, til að hvíla stóra heilann” Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Hvernig börnin verða til Hvernig urðum við til? ,,Guð skapaði okkur”, ,,Við vorum fyrst dýr” ,,Einu sinni vorum við apar” ,,Börnin verða til af pabba sínum og mömmu” ,,Egg verður barn” ,,Einu sinni vorum við frumur en svo urðum við fólk” ,,Einu sinni vorum við apar” ,,Já og einn var höfðinginn og þeir notuðu bara steina en svo varð heilinn stærri smám saman!” En hvernig verða litlu börnin til? ,,mamma okkar fæðir okkur” ,, það er fræ í pabbanum sem fer inn í mömmuna og breytist í barn” ,, nei, fyrst breytist það í frumu og svo í egg” ,, já og þá kemur barnið út og svo stækkar það” Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Hvernig verða börnin til? • ,,Eggið opnast og ef tveir komast inn verða til tvíburar” Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Vöðvar sem við getum ekki stjórnað • Kennarinn: Vitið þið um einhverja vöðva sem við stjórnum ekki? • Óli: já það eru vöðvar þegar við gleypum eitthvað. • Kennarinn :Já það er rétt, þegar við gleypum notum við vöðva. Fleiri hugmyndir? • Árni: Já það er líkami í höfðinu sem lætur okkur gera alls konar hluti (hreyfir sig). • Kennarinn:Líkami? • Árni:Nei það er heilinn. • Óli: Það er vöðvi í hálsinum sem hjálpar manni að gleypa. • Jón: Já ég veit! Það er kallað Adams eplið! • Kennarinn: Já þetta hérna framan á (bendir á hálsinn) er stundum kallað Adams epli en vitið þið hvaða vöðvi er stærsti vöðvi líkamans? • Óli: Kálfurinn á fætinum, kálfvöðvinn. • Kennarinn:Nei reyndar ekki en það er samt stór vöðvi. • Árni: Lærvöðvinn. • Kennarinn: Það er líka stór vöðvi en stærsti vöðvi líkamans er rassvöðvinn. • Börnunum finnst það fyndið (hlæja). • Kennarinn: Við erum líka með vöðva inni í okkur sem eru alltaf að vinna en við finnum það ekki. Það er t.d. einn sem þetta minnir ykkur á (klappar með lófanum lærið nokkrum sinnum). • Margaret: Ég veit! Hjartað! Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Hvert er framlag rannsóknarinnar? • Rannsóknin: - gefur upplýsingar um hugmyndir barna um líkamann og við hvaða aðstæður þær þróast. - sýnir fram á mikilvægi þess að nota fjölbreyttar aðferðir til að kanna hugmyndir barnanna. - gefur upplýsingar um hvernig kennsluaðferðir hafa mismunandi áhrif og að sumar aðferðir virðast virka betur en aðrar. Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Hvert er framlag rannsóknarinnar? • sýnir hversu mikil áhrif námsefni getur haft. • sýnir hvernig teikningar barna geta gefið mikilvægar upplýsingar um hugmyndir þeirra og hvernig teikningar geta verið sérlega mikilvægar til að nálgast hugmyndir þöglu barnanna. • gefur mikilvægar upplýsingar um muninn á virkum og hæglátum börnum og nám þeirra og þróun hugmynda. Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008
Að lokum -sýnir mikilvægi samræðna í tengslum við nám barna og að þær hafa líka áhrif á hugmyndir þöglu barnanna þó þau taki ekki þátt í sjálf. Virkni felst líka í því að hlusta á samræður annarra. Gunnhildur Óskarsdóttir, KHÍ 2008