130 likes | 302 Views
Sögur, ljóð og líf Borgarmenning í vöggu Bls. 32-40. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Mál og stíll. Rómantísk skáld höfðu að hafið ljóðmál til meiri einfaldleika en áður tíðkaðist með því að draga úr notkun heita og kenninga.
E N D
Sögur, ljóð og lífBorgarmenning í vögguBls. 32-40 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Mál og stíll • Rómantísk skáld höfðu að hafið ljóðmál til meiri einfaldleika en áður tíðkaðist með því að draga úr notkun heita og kenninga. • Nýrómantísk skáld gengu ennþá lengra í kröfu sinni um ljósa og lýtalausa framsetningu ljóðsins: Skáldaleyfinu útrýmt; formið átti að vera óaðfinnanlegt. • Ath. orð Hannesar Hafsteins á bls. 33.
Mál og stíll • Nýrómantísk skáld juku mörgum nýjum bragarháttum,misjafnlega formföstum, við íslenska ljóðagerð. • Ýmist voru það erlendir hættir sem voru íslenskaðir eða gamlir hættir sem voru endurnýjaðir (t.d. þulur). • Ath. kvæði Einars Ben. (bls.34): Heimspekilegur boðskapur og meitlaðar ljóðlínur (orðtök).
Laust mál á ungri öld • Nýrómantísku skáldin sem heima sátu sinntu fyrst og fremst ljóðagerð en þó var töluvert líf í skáldsagnaritun sbr. t.d. • Jón Trausta • Einar H. Kvaran • Guðmund Friðjónsson • Gunnar Gunnarsson • Gunnar Gunnarsson var fyrsti heimspekilegi skáldsagnahöfundur Íslendinga; fulltrúi tilvistarstefnu (existensíalisma; sjá skilgreiningu á bls. 35).
Laust mál á ungri öld • Konur létu lítið til sín taka á nýrómantíska tímabilinu. • Torfhildur Hólm (1845-1818) var fyrsta íslenska konan til að gerast atvinnuhöfundur. • Skrifaði sögulegar skáldsögur og smærri sögur um samtíðina auk þess að gefa út tímarit fyrir börn og fullorðna og safna þjóðsögum (sjá bls. 35).
Laust mál á ungri öld • Fáar konur fylgdu í kjölfar hennar fyrst um sinn (sjá skýringar Huldu á bls. 35-36). • Konur einbeittu sér meira að ljóðagerð en ritun lausamálsbókmennta, væntanlega sökum skorts á tíma og næði. • Fyrsta skáldverk sem kom út eftir íslenska konu var ljóðabókin Stúlka e. Júlíönu Jónsdóttur. Bókin kom út 1876. Síðari bók Júlíönu, Hagalagðar kom út 1916. • Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum og Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) sendu einnig frá sér ljóðabækur á tímabilinu.
Laust mál á ungri öld • Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 1897 og í kjölfar þess fór að lifna yfir íslenskri leikritun. • Indriði Einarsson: Skipið sekkur 1902. Fyrsta raunsæislega samtíðarleikrit á Íslensku. • Guðmundur Kamban • Jóhann Sigurjónsson: Fjalla-Eyvindur 1912, Galdra-Loftur 1915. • Einar H. Kvaran.
Nýtt þjóðfélag í fæðingu • Halldór Guðjónsson frá Laxnesi skrifaði Barn náttúrunnar undir merkjum nýrómantíkur. • Árið 1925 birti hann greinaflokk í blaði Íhaldsflokksins, Verði, undir heitinu „Af íslensku menningarástandi“. • Í greinaflokknum talar Halldór um þær miklu breytingar sem orðið höfðu á íslensku þjóðfélagi í upphafi 20. aldar (sjá bls. 37-38)
Nýtt þjóðfélag í fæðingu • Í upphafi 20. aldar fjölgaði mjög fólki í Reykjavík, atvinnuhættir breyttust og með þeim mannlífið allt. • Nýir stjórnmálaflokkar (Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur) litu dagsins ljós árið 1916 þegar sigur var að hafast í þjóðfrelsismálinu. • Þessir flokkar tóku mið af hagsmunum tiltekinna stétta, þ.e. bænda og verkafólks. • Með stofnun nýrra stjórnmálaflokka er greinilegt að þjóðmálaumræðan fær á sig nýjan blæ (sjá bls. 38).
Nýtt þjóðfélag í fæðingu • Vísindahyggja 19. aldar hafði kippt grundvelli trúar undan mönnum. • Í upphafi 20. aldar fer áhugi á spíritisma (andatrú), guðspeki og kaþólsku mjög vaxandi hér á landi. • Rithöfundar blandast mikið inn í þessi mál. • Einar H. Kvaran talsmaður spíritisma • Halldór Laxness og Stefán frá Hvítadal gerast kaþólskir. • Þórbergur Þórðarson skrifar langar ræður um guðspeki í Bréfi til Láru og boðar sósíalisma.
Nýtt þjóðfélag í fæðingu • Sveinn Skorri Höskuldsson bókmenntafræðingur talar í riti sínu Perlan og blómið um hið undarlega samband á milli sósíalisma/kommúnisma annars vegar og hughyggju og dulspeki hins vegar (sjá bls. 39). • Ný sýn á manninn og guðdóminn kemur samhliða því að samfélagið umbyltist.