230 likes | 629 Views
Heimildir. Heimildir Heimildir : uppruni vitneskju, staður þar sem vitneskja er fengin frá. Frumheimild: ummerki eða vitnisburður sem stendur næst því sem gerðist. Heimildum skipt í tvo flokka: A) ritaðar(skráðar) heimildir B) minjar. Heimildir.
E N D
Heimildir • HeimildirHeimildir: uppruni vitneskju, staður þar sem vitneskja er fengin frá. • Frumheimild: ummerki eða vitnisburður sem stendur næst því sem gerðist. • Heimildum skipt í tvo flokka: A) ritaðar(skráðar) heimildir B) minjar
Heimildir • Ritaðar heimildir eru skrifaðir og prentaðir textar s.s. bréf, bækur, blöð(tímarit), reikningar, samningar ofl. • Minjar eru fornleifar, gamlir hlutir sem finnast í jörðu s.s steinaxir, mannvistarleifar og fleira. • Í dag er hægt að bæta við lósmyndum og kvikmyndum sem heimildum
Uppruni ferminga • Í mörgum trúarbrögðum helga menn sig með vatni. Í kristni kemur þetta fram í skírninni. • Fermingin var tekin upp til þess að menn gætu staðfest það að þeir hefðu verið skírðir. • Flestir helgisiðir kristinnar kirkju eru sóttir í Nýja testament Biblíunnar.
Uppruni ferminga • Fermingin er sakramenti, en það merkir helgar athafnir eða náðargjafir. • Fyrstu heimildir um fermingar á Íslandi eru frá 13. öld. • Framan af máttu biskupar einir ferma, en síðan fengu prestar það hlutverk. • Þar sem biskupanir einir máttu ferma liðu nokkur ár milli ferminga á sumum stöðum.
Fræðslan tengd fermingunni • Á 16. öld klofnaði kristin kirkja öðru sinni. Siðaskiptin gerðu það að verkum að kóngar í ýmsum löndum urðu yfirmenn kirkjunnar í löndum sínum en ekki páfinn í Róm. • Vísitera: þegar biskupar og prófastar fóru um sóknir sínar til að fylgjast með kristnihaldi. • Kverið: lítil bók með útskýringum á helstu atriðum kristinnar trúar.
Fræðslan tengd fermingunni • Í Lútherstrú sem tekin var upp á Íslandi var lagt áhersla á það að guðsorð skildi lesið upphátt á hverju heimili og sálmar sungnir. Því varð einhver á hverju heimili að geta lesið. • Pietismi(heittrúarstefna): ríkisvaldið og kirkjan áttu að stórefla þekkingu almennings á trúnni og til þess var álitið nauðsynlegt að allir kynnu að lesa. Stofnaðir voru skólar í þessu skyni
Fræðslan tengd fermingunni • Fræðin minni(Der kleine Katechismus): öðru nafni kverið, var skirfað af Marteini Lúther og átti að fræða ungmenni um trúnna. Var notað á Íslandi í nokkrar aldir.
Sendimenn konungs • Til að kanna lestrarkunnáttu Íslendinga sendi Danakonungur á fyrri hluta 18. aldar þá Lúðvík Harboe og Jón Þorkelsson til að gera úttekt. • Þeir mættu mikilli tortryggni og fjandskap framan af.
Sendimenn konungs • Þeir vildu láta banna eftirfarandi hluti: * blótsyrði og ljótan munnsöfnuð * sumardaginn fyrsta * vindrykkju og innflutning á áfengi • Tveir skólar voru á Íslandi á þessum tíma. Þetta voru latínuskólarnir á Hólum og í Skálholti. Engir barnaskólar voru til. Jón kom þó upp skóla á Hausastöðum á Álftanesi og starfaði hann frá 1792-1812.
Sendimenn konungs • Stundum höfðu menn ætlað að koma upp skólum en þótti kostnaðurinn of mikill. • Í Danmörku var stofnað mikið af skólum á 18. öld. Í Svíþjóð líkt og á Íslandi réð heimafræðslan ríkjum enda bæði löndin strjálbýl. • Annað fermingarrit var Ponti. En þar voru spurningar sem nemendur áttu að læra svör við
Fermingin leidd í lög • Þegar Jón og Harboe árið 1741 var búið að gera ferminguna að skyldu. Helstu atriði laganna voru: * Foreldrar voru ábyrgir fyrir því að börn þeirra kynnu undirstöðu atriði kristinnar trúar * Prestar áttu að hafa eftirlit með öllu og stjórna námi barna * á hverju heimili átti að vera til guðsbók * öll börn áttu að fermast en þá yrðu þau að kunna undirstöðuatriði kristni og lesa • Fermingin var einskonar lokapróf í lestri.
Hver réð kirkjunni á Íslandi • Fyrirmæli: lög og reglugerði frá konungi. • Konungur gat þó ekki skipað eins og hann langaði til. Hann hafði ráðgjafa og embættismenn og segja má að þessir menn hafi ráðið mest um kirkjunnar mál á Íslandi. • Ef íslenskir embættismenn voru óánægðir með tilskipanir og fyrirmæli konungs fóru þeir lítið sem ekkert eftir þeim og konungurinn gat ekkert gert.
Jón Steingrímsson • Prestur sem þjónaði Kirkjubæjarklaustri á meðan Skaftáreldar geysuðu 1783. • Sagt að hann hafi með bænum stöðvað hraunrennslið. • Hlaut því viðurnefnið ,,eldklerkurinn”.
Annars staðar á Norðurlöndunum • Átak í fræðslumálum á Íslandi gerðist yfirleitt á sama tíma og annars staðar á Norðurlöndunum. • Í Danmörk voru flestir skólar, þó svo að kaupstaðir um leið og þeir byggðust hafi komið sér upp skóla. • Kennarar voru yfirleitt illa launaðir og fengu oft borgað í vörum, mat og aðrar nauðsynjar.
Annars staðar á Norðurlöndunum • Farkennsla: kennari var ráðinn til að fara um sveitirnar og kenna á ákveðnum bæjum þar sem börnunum var safnað saman. • Reynt var að fá fátæka menn sem höfðu lært eitthvað smá til að gerast kennarar með að sleppa þeim undan herskyldu.
Fullt hús af börnum • Algengt var að börn væru send í fóstur. • Helstu ástæður voru: * þau áttu kost á að læra betur * barnmörg heimili * dauði foreldra * fátækt og örbirgð
Þurfa stúlkur að kunna að skrifa • Fermingin og fræðslan fyrir hana voru fyrir bæði kynin, þó voru strákarnir alltaf fermdir á undan. • Eftir 1880 bættust nýjar greinar í fermingarundirbúningin. Nú áttu börn auk þess að kunna að lesa og kristinfræði að kunna að skrifa og reikna.
Þurfa stúlkur að kunna að skrifa • Þrátt fyrir þetta áttu stúlkur litla möguleika á frekari námi. Þær áttu að læra að halda heimili og kunna hannyrðir. Þrátt fyrir þetta voru sumar sem lærðu meira þó þær hafi komist í framhaldsskóla. • Kvöldvökur hafa alltaf verið helsta skemmtunar- og fræðslustund á íslenskum heimilum hér áður fyrr.
Leysa skólarnir vandann? • Fyrsti barnaskóli Íslands var stofnaður í Vestmannaeyjum á 18. öld, en hann lagðist síðan niður um tíma. • Elsti starfandi barnaskólinn er á Eyrarbakka en hann var stofnaður 1852. • Brátt fylgdu fleiri barnaskólar út um allt land, þá sérstaklega í kaupstöðum. Því þar þótti heimafræðslan ekki nógu góð.
Leysa skólarnir vandann • Síðar fylgdu skólar sem kenndu verkleg fræði – bændaskólar, sjómannaskólar, kvennaskólar og gagnfræðiskólar. • Skólar voru misjafnir og stóðu mislangt yfir. • Frá Ameríku komu svo sunnudagaskólarnir sem tóku að sér að kenna kristin fræði.
Leysa skólarnir vandann • Um aldamótin 1900 var ekki lengur skylda að láta ferma sig, trúfrelsi hafði komið með stjórnarskránni 1874. • Fræðsluskyldu var svo komið á árið 1907 og síðar kom skólaskylda.
Vígsla eða þolraun • Að ganga inn í manndóm tekur á sig misjafnar myndir eftir menningarsamfélögum. • Gyðingar eru 13 ára drengir gerðir að fullgildum meðlimum í trúarsamfélaginu með athöfn sem kallast ,,bar mitsva”. Síðar hafa þeir bætt inn athöfn fyrir stúlkur.
Vígsla eða þolraun • Masæjar í Austur-Afríku hafa aðra siði en við. • Þegar drengir og stúlkur eru 14 ára er haldin athöfn þar sem unglingarnir eru látnir ganga í gegnum það að vera umskorin. Þessi athöfn táknar það að þau hafi yfirgefið æskuna.