1 / 37

Ávaxtatré og berjarunnar frá Finnlandi vorið 2008 .

Ávaxtatré og berjarunnar frá Finnlandi vorið 2008 . Matjurtaklúbbsfundur 11. mars 2008 Flestar myndir eru fengnar að láni frá MTT tilraunastöðinni í Finnlandi og Leif Blomqvist í Blomqvist Plantskola. Einhverjar myndir á ég sjálfur.

kumiko
Download Presentation

Ávaxtatré og berjarunnar frá Finnlandi vorið 2008 .

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ávaxtatré og berjarunnar frá Finnlandi vorið 2008. Matjurtaklúbbsfundur 11. mars 2008 Flestar myndir eru fengnar að láni frá MTT tilraunastöðinni í Finnlandi og Leif Blomqvist í Blomqvist Plantskola. Einhverjar myndir á ég sjálfur. Vinsamlegast hlaðið ekki niður myndum né texta án skriflegs leyfis. Ath. eitthvað er er hugsanlega uppselt! Ólafur Sturla Njálsson Nátthaga, Ölfusi.

  2. Malus domestica ‘Sävstaholm’ Sænsk E-planta, zone 1-5 (6). Zone 3 (4) í Finnlandi. Gamalt sænskt yrki frá 1830. Eplið miðlungsstórt, dálítið ílangt, gulgrænt með rauðum röndum sólarmegin. Aldinkjöt hvítt safaríkt, ilmur góður. Þroskast í september. Tréð vex mikið. Sävstaholm er góður frjóvgari fyrir önnur yrki. Það eru til nokkurra áratugagömul tré af þessu yrki í Múlakotsgarðinum og víðar og þau hafa gefið aldin. Einnig til ræktað sem “veggtré” í Norður-Noregi, t.d. á Rå, 69°N. Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka.

  3. Malus domestica ‘Pirja’ Fin E planta, zone 4 – 5. Finnskt yrki (Huvitus x Melba). Miðlungsstórt, rauðröndótt epli, ilmar, þægilega sætt á bragðið. Þroskast í ágúst – september. Veiktvaxandi tré og myndar aldin ungt. Hefur verið flutt inn áður, en hef ekki frétt af afdrifum þeirra trjáa ennþá. Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka’

  4. Malus domestica ‘Borgowskoje’ Zone 5 – 6 í Finnlandi. Gamalt rússneskt yrki, sem kom til Finnlands á sautjándu öld. Það minnir dálítið á Transparente Blanche. Eplið er miðlungsstórt, ljósgult, sætt og þroskast í ágúst. Ung tré gefa stór aldin. Eitt af harðgerðustu eplayrkjunum í Finnlandi. Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka’

  5. Malus domestica ‘Korobovka’ Zone 5 – (6) í Finnlandi. Gamalt yrki frá Hvíta-Rússlandi. Eplið er smátt, gult, rauðröndótt, safaríkt, bragðið hunangskryddað og aldinkjöt gult. Þroskast snemma í ágúst. Mjög harðgert yrki. Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka’.

  6. Malus domestica ‘Wabiscaw’ Zone 4 í Finnlandi. Skrauteplatré með ætum, súrum rauðum eplum. Blómgun áberandi mikil og falleg. Eitt fallegasta rauðblómstrandi yrkið. Tréð vex hratt og fær fallega lögun. Ung blöð eru rauðleit. Sennilega eitt harðgerðasta rauðblómgandi skrauteplayrkið. Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka’ UPPSELT!

  7. Malus domestica ‘Linnanmäki’ Zone 3 í Finnlandi. Yrkið fannst við Borgbäcken í Helsinki. Blóm eru tvöföld og dimmrauð. Aldin er dimmrautt. Ung blöð eru rauð í byrjun. Fallegt, lágvaxið, lítið, skrauteplatré fyrir litla garða og þar sem er lítið pláss. Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka’. Því miður fannst engin mynd!

  8. Malus domestica ‘Gerby Tidiga’ Zone 4 í Finnlandi. Yrkið var valið í Syrings Plantskola í Gerby, Vasa, um 1940. Gulrautt epli, sem verður gegnsætt og safaríkt. “Delikatesse” epli, segjum nammiepli á íslensku. Þroskast í september. Yrkið er ennþá sjaldgæft í ræktun í Finnlandi. Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka’ .

  9. Malus domestica ‘Hampus’ Zone 3 - 4 í Finnlandi. Gamalt sænskt yrki frá sextándu öld. Miðlungsstórt, flatkringlótt aldin, dálítið rauðbrúnt á sólarhliðinni. Eitt af bragðbestu eðalyrkjunum. Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka’

  10. Malus domestica ‘Rescue’ Zone 5 – 6 í Finnlandi. Yrkið er frá Kanada og þolir 43°C frost. Blómstrar ríkulega. Hvít blóm. Aldin rauð, um 4 cm breið og bragðgóð fersk. Þroskast í lok ágúst. Vinsælt sem skrauteplatré og til nytja. Ágrætt á grunnstofn af ‘Antonovka’ UPPSELT

  11. Pyrus communis ‘Tidigt sommar’ Zone 3 í Finnlandi. Gömul perusort. Fundust engar fleiri upplýsingar, en nafnið bendir til þess að yrkið þroski aldin snemma, sennilega í september. Ágrætt á grunnstofn af Pyrus communis. . Því miður fannst engin mynd.

  12. Pyrus communis ‘Aune’ Zone 3 – 4 í Finnlandi. Finnskt héraðsyrki. Sjálfsfrjótt peruyrki, getur því staðið eitt í garði og myndað aldin. Aldin miðlungsstórt, ávalt – kringlótt, gulgrænt með roðnandi sólarhlið. Ágrætt á grunnstofn af Pyrus communis.

  13. Pyrus communis ‘Pepi’ Zone 3 – 4 í Finnlandi. Lettneskt, bragðgott yrki með dásamlegu perubragði! Þroskast snemma (september). Aldin er brúngrænt, tæplega Meðalstórt, en mjög safaríkt. Yrkið gefur fljótt mikla uppskeru. Ágrætt á grunnstofn af Pyrus ussuriensis!

  14. Pyrus communis ‘Augusti Päron’ Zone 3 – 4 í Finnlandi. Harðgert yrki. Góður frjógjafi fyrir önnur peruyrki. Aldin ljósgrænt, smátt, en mjög gott ferskt. Þroskast í lok ágúst. Ágrætt á grunnstofn af Pyrus communis. . Því miður fannst engin mynd.

  15. Prunus domestica ‘Kuntala’ Zone 3 – (4) í Finnlandi. Rauðlilla plómuyrki með sæt, ilmandi aldin. Þroskast snemma (september). Frekar veiktvaxandi yrki. Tréð verður ekki stórt. Fullt yrkisheiti er: ‘Kuntala Punaluumu’. Ekki sjálffrjóvgandi. Ágrætt á grunnstofn af Myrobolana . Því miður fundust engar myndir.

  16. Prunus domestica ‘Sinikka’ Fin E planta. Zone 3 – (4) í Finnlandi. Finnskt, sjálfsfrjótt yrki frá Leivonmäki. Góður frjógjafi fyrir önnur plómuyrki. Þroskast í byrjun september og því sérlega hentugt fyrir norðlægustu svæðin. Gefur smáar, kringlóttar, bláar plómur með gulbrúnu, bragðgóðu aldinkjöti. Byrjar fljótt að gefa uppskeru. Ágrætt á grunnstofn Myrobolana. UPPSELT

  17. Prunus domestica ‘Onega’ Zone 4 í Finnlandi. Rússneskt yrki. Gul, bragðgóð aldin. Mjög harðgerð. Þolir 40°C frost. Ágrætt á grunnstofn Myrobolana.

  18. Prunus domestica ‘Smedman’ Zone 3 – 4 í Finnlandi. Nýlegt yrki frá Korsholmssvæðinu. Rauð aldin. Ágrætt á grunnstofn Myrobolana.

  19. Prunus avium ‘Brianskaja’ Zone 2 – 3 í Finnlandi. Sætkirsi (amareller). Sætkirsuberjayrki eru almennt ekki eins vetrarharðgerð og súrkirsuberjayrkin (moreller), en þetta yrki er sagt lofa góðu í Finnalandi. Ágrætt á grunnstofn Prunus avium. Því miður fundust engar myndir.

  20. Prunus cerasus ‘Lettisk låg’ Zone 5 í Finnlandi. Harðgert, lettneskt, runnkennt yrki Þolir 39°C frost. Berin eru sæt á bragðið. Þroskast í byrjun júlí. Runninn verður um 1,5 m hár og álíka á breidd. Hægt að fjölga með sumargræðlingum. Þarf sólríkan vaxtarstað og kalkríkan jarðveg. Er á eigin rót. .

  21. Prunus cerasus ‘Rauhala’ Fin E planta. Zone 4 í Finnlandi. Fullt yrkisheiti er ‘Rauhala Morelli’ Harðgert finnskt yrki sem fannst í Pihtipudas. Sennilega gamalt yrki sem kom upp af sjálfsáningu. Aldin er dökkrautt og súrt (syrliga) á bragðið. Ágrætt á grunnstofn af Prunus avium. Því miður fundust engar myndir.

  22. Prunus cerasus ‘Fanal’ frá Dk. Zone 1 – 3 í Svíþjóð. Stendur sig samt vel á Íslandi! Yrkið hét áður ‘Heimanns Konserva’ Þrífst vel hérlendis á skjólgóðum sólríkum stað. Gefur aldin sem þroskast frá byrjun ágúst til október hérlendis, fyrst næst húsveggnum. Miðlungsstórt tré, breið og slútandi króna, grannar greinar. Gefur aldin snemma. Ein uppskerumesta súrkirsuberjasortin. Aldin miðlungs- stórt, dökkfjólurautt og aldinkjöt einnig fjólurautt, safaríkt, í súrara lagi og bragðmikið. Sjálfsfrjótt yrki! Ágrætt á grunnstofn af Prunus avium.

  23. Prunus ‘Silvast’ krikon Zone 4 í Finnlandi. Vetrarharðgert héraðsyrki frá Jeppo í norðursænska Österbotten. Sæt, safarík, blálilla aldin, sem þroskast snemma (ágúst). Blómstrar snemma. Eitt harðgerðasta “krikonið”? Ágrætt á grunnstofn af Myrobolana. .

  24. Vitis ‘Supaga’ Zone 3- (4) í Finnlandi. Þarf sólríkan suðurvegg í Finnlandi. Yrkið er frá baltnesku löndunum og er sjálffrjóvgandi. Þolir 25°C frost. Aldin þroskast snemma. Ljósgul ber í gisnum klösum, sæt á bragðið. Þarf súran jarðveg.

  25. Vitis ‘Zilga’ Zone 4 í Finnlandi. Zone 5-6 í Svíþjóð. Sjálffrjóvgandi lettneskt yrki. Þolir 35°C frost. Verður 2-4 metra hátt á vegg. Berin eru smá, ilmandi, sæt á bragðið, dimmblá-himinblá í stórum klösum. Gefur 25-30 kg af berjum pr. runna. Þarf súran jarðveg. UPPSELT

  26. Actinidia kolomitka ‘Annikki’ Zone 6 í Finnlandi. Kallað minikiwi enda af sömu ættkvísl. Yrkið er kvenkyns og þarf karlplöntu á móti sér, t.d. venjulega Actinidia kolomitka, þessa sem fær bleiku blaðendana. Í Finnlandi þarf yrkið sólríkan suðurvegg til að gefa uppskeru. Aldinið er smátt, en sætt á bragðið og ilmandi, borðað ferskt. Er sætara á bragðið en kiwialdinin sem fást í búðunum. .

  27. Amelanchier alnifolia ‘Thiessen’ Zone 5-6 (8) í Finnlandi. Verður um 1,5-2 metra hár og breiður runni og fær sterka haustliti. Blómstrar snemma. Aldin þroskast í júlí og fram í september. Þarf að tína þau af í nokkrum áföngum. Þau eru sætsúr á bragðið. Yrkið ‘Thiessen’ er með stór aldin. Íslenskar hlíðaramalsplöntur eru einnig til ræktaðar upp af fræi, og gefa heilmikla uppskeru sum árin. .

  28. Hippophae rhamnoides ‘Bornia Guldklimp’ B6 Zone 4 í Finnlandi. Verður um 2-3 metra hár og breiður runni, næstum þyrnalaus. Kvenplanta sem þarf karlplöntu, að ég held. Gekk því miður illa að finna upplýsingar um það, en þær Koma frá framleiðandanum seinna. .

  29. Aronia mitschurinii ‘Viking’ Zone 3-4 í Finnlandi. Zone 6 í Svíþjóð. Svört vítamínrík ber í ágúst-september, á 1,5 metra háum og breiðum runna. Fær sterka haustliti. Yrkið er tegundablendingur. (Aronia prunifolia x )

  30. Rubus alleghaniensis ‘Sibirisk’ Síberísk bjarnarber. Zone 4 – 6 í Finnlandi. Ættað frá Baikalhéraði í Síberíu. Þarf sólríkan stað við húsvegg eða sólarmegin við stein/bjarg. Getur orðið 2 metra breiður með löngum greinum! Berin dökkrauð til svört bragðgóð fersk. Þroskast í 1. viku ágúst. Greinar sem hafa borið aldin, þarf að klippa burt, eins og gert er á hindberjarunnum.

  31. Vaccinium corymbosum ‘North Blue’ Zone 4 – (5) í Finnlandi. Zone 3 – 7 í Norður-Ameríku. Yrki frá University of Minnesota. Þarf sólríkan, skjólgóðan stað, létta, húmusríka, súra jörð, pH 4,5-5,5. Þrífst vel í upphækkuðum beðum með svörtu plasti eða ofnum svörtum dúk, sem hylur jarðveginn. Yrkið er 90% sjálffrjóvgandi, breiðvaxinn runni um 3 fet á hæð. Berin stór, sæt, blá og mild á bragðið. Gefur 6 lítra af berjum af einum runna. Þolir 35°C frost. Fær rauðan haustlit. .

  32. Vaccinium angustifolium‘North Sky’ Zone 5 í Finnlandi. Zone 3 – 7 í Norður-Ameríku. Yrki frá University of Minnesota. Þarf sólríkan, skjólgóðan stað, létta, húmusríka, súra jörð, pH 4,5-5,5. Þrífst vel í upphækkuðum beðum með svörtu plasti eða ofnum svörtum dúk, sem hylur jarðveginn. Yrkið er 100% sjálffrjóvgandi, lágvaxinn breiður runni aðeins um 2 fet á hæð. Berin sæt og mild á bragðið, döggvuð blá. Þroskast um viku á eftir ‘North Country’ Fær skærrauðan haustlit. .

  33. Vaccinium angustifolium ‘North Country’ Zone 5 í Finnlandi. Zone 3 – 7 í Norður-Ameríku. Yrki frá University of Minnesota. Þarf sólríkan, skjólgóðan stað, létta, húmusríka, súra jörð, pH 4,5-5,5. Þrífst vel í upphækkuðum beðum með svörtu plasti eða ofnum svörtum dúk, sem hylur jarðveginn. Yrkið þarf annað frjógefandi yrki. Lágvaxinn breiður runni aðeins um 1-2 fet á hæð og dreifir úr sér. Berin sæt og mild á bragðið, blá. Uppskeran um 2 – 4 lítrar af berjum á runna. Fær dumbrauðan haustlit. Því miður fundust engar myndir.

  34. Vaccinium angustifolium ‘Alvar’ Fin E-planta. Zone 3 – 4 í Finnlandi. Um 1 metra hár og breiður runni. Berin eru stór, blá, sæt og mild á bragðið. Hefur verið flutt inn áður og lifir vel á sólríkum stað í skjóli. Ekki heyrt um uppskeru ennþá. Yrkið gefur mesta uppskeru við krossfrjóvgun með öðru yrki, t.d. finnska yrkinu ‘Aino’.

  35. Vaccinium angustifolium ‘Aino’ Fin E-planta. Zone 3 – 4 í Finnlandi. Um 80-90 cm hár og breiður runni. Berin eru stór, blá, ilmandi, sæt og mild á bragðið. Hefur verið flutt inn áður og lifir vel á sólríkum stað í skjóli. Ekki heyrt um uppskeru ennþá. Yrkið gefur mesta uppskeru við krossfrjóvgun með öðru yrki, t.d. finnska yrkinu ‘Alvar’ .

  36. Rheum rabarbarum ‘Vinrabarber’ frá Dk. Harðgert og auðræktað rabarbarayrki með vínrauðum stilkum, sem eru rauðir í gegn. Þarf þá ekki að setja litarefni í sultuna! Einnig góður til víngerðar. Þarf djúpan og frjóan jarðveg og gefur uppskeru þrisvar á ári, ef er vel hirtur og nægur áburður gefinn.

  37. Pantanir er hægt að senda á netfangið natthagi@centrum.is Gefið upp nafn, heimilisfang og hvernig greiðsla fer fram. Hægt er að sækja plönturnar í Nátthaga í fyrsta lagi frá og með helginni 15-16. mars. Plönturnar eru geymdar í kaldri skemmu og afgreiddar þaðan. Það þarf að geyma þær á svipaðan hátt fram að gróðursetningu um leið og tíðarfar leyfir. Gott að hringja á undan í 6984840 svo að maður sé við.

More Related