1 / 9

Heimildaskrá – Bækur: Viðmiðunarreglur

Heimildaskrá – Bækur: Viðmiðunarreglur. 1. Nafn höfundar (eða höfunda, en ef þeir eru fleiri en þrír er betra að skrá á fyrsta og segja „o.fl.“). Ef það er enginn skráður höfundur hefst færslan á titli. 2. Titill með undirtitli eða undirtitlum, skáletraður.

leena
Download Presentation

Heimildaskrá – Bækur: Viðmiðunarreglur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Heimildaskrá – Bækur: Viðmiðunarreglur 1. Nafn höfundar (eða höfunda, en ef þeir eru fleiri en þrír er betra að skrá á fyrsta og segja „o.fl.“). Ef það er enginn skráður höfundur hefst færslan á titli. 2. Titill með undirtitli eða undirtitlum, skáletraður. 3. Bindistal ef ritið er úr fjölbindaverki eða ef það er fjölbindaverk í heild. 4. Útgáfa ef tekið er fram að ritið sé ekki fyrsta útgáfa verksins. 5. Heiti ritraðar ef verkið er hluti af slíkri röð, ekki skáletrað. 6. Sá sem séð hefur um útgáfuna eða búið ritið til prentunar, er ritstjóri o.s.frv. 7. Útgáfustaður. Algengustu staðanöfn eru skammstöfuð og athugið að útgáfustaður er aðsetursstaður útgáfufyrirtækis. Ekki taka fram hvar ritið er prentað. 8. Útgáfuár. Og alltaf með arabískri tölu, jafnvel þótt rómversk tala sé á titilblaði. Stundum er óþarfi að fylgja þessari röð atriða og stundum eru ýmsar aðrar upplýsingar í heimild sem þurfa að koma fram, en aðalatriðið í þessu kerfi er að halda eftirfarandi röð: HÖFUNDARNAFN – TITILL – ÚTGÁFUSTAÐUR – ÚTGÁFUÁR. Og þumalputtareglan er: Allar viðbótarupplýsingar eru á milli titils og útgáfustaðar.

  2. Heimildaskrá – Bækur 1. Nafn höfundar (eða höfunda, en ef þeir eru fleiri en þrír er betra að skrá á fyrsta og segja „o.fl.“). Ef það er enginn skráður höfundur hefst færslan á titli. Dæmi: Jón Jónsson: Dæmi: Jón Jónsson og Guðrún Gunnarsdóttir: Dæmi: Jón Jónsson o.fl.: Ath.: Í staðinn fyrir tvípunkt á eftir heiti höfundar er oft notuð komma (,) Dæmi: Jón Jónsson, Ath.: Ef höfundur er erlendur er eftirnafnið haft á undan skírnarnafni. Ef höfundur er íslenskur er skírnarnafnið haft á undan eftirnafni og þá skiptir engu máli hvort viðkomandi hefur ættarnafn eða ekki.

  3. Heimildaskrá – Bækur 2. Titill með undirtitli eða undirtitlum, skáletraður. Dæmi: Saga Vatnsfjarðar fyrr á tíð. Nokkrar athuganir á gönguleiðum eins og þær birtast í fornum ritum. Færslan er þá komin hingað: Jón Jónsson: Saga Vatnsfjarðar fyrr á tíð. Nokkrar athuganir á gönguleiðum eins og þær birtast í fornum ritum.

  4. Heimildaskrá – Bækur 3. Bindistal ef ritið er úr fjölbindaverki eða ef það er fjölbindaverk í heild. Dæmi: III. Dæmi: 2. Ath.: Bindistal er ekki hluti af titli og því venjulega ekki skáletrað. Færslan er þá komin hingað: Jón Jónsson: Saga Vatnsfjarðar fyrr á tíð. Nokkrar athuganir á gönguleiðum eins og þær birtast í fornum ritum III.

  5. Heimildaskrá – Bækur 4. Útgáfa ef tekið er fram að ritið sé ekki fyrsta útgáfa verksins. Dæmi: 2. útg. Færslan er þá komin hingað: Jón Jónsson: Saga Vatnsfjarðar fyrr á tíð. Nokkrar athuganir á gönguleiðum eins og þær birtast í fornum ritum III. 2. útg.

  6. Heimildaskrá – Bækur 5. Heiti ritraðar ef verkið er hluti af slíkri röð, ekki skáletrað. Dæmi: Safn til sögu Vestfjarða. Færslan er þá komin hingað: Jón Jónsson: Saga Vatnsfjarðar fyrr á tíð. Nokkrar athuganir á gönguleiðum eins og þær birtast í fornum ritum III. 2. útg. Safn til sögu Vestfjarða.

  7. Heimildaskrá – Bækur 6. Sá sem séð hefur um útgáfuna eða búið ritið til prentunar, er ritstjóri o.s.frv. Dæmi: Magnea Sigurjónsdóttir sá um útgáfuna. Dæmi: Ritstjóri Magnea Sigurjónsdóttir. Dæmi: Magnea Sigurjónsdóttir bjó til prentunar. Færslan er þá komin hingað: Jón Jónsson: Saga Vatnsfjarðar fyrr á tíð. Nokkrar athuganir á gönguleiðum eins og þær birtast í fornum ritum III. 2. útg. Safn til sögu Vestfjarða. Magnea Sigurjónsdóttir sá um útgáfuna.

  8. Heimildaskrá – Bækur 7. Útgáfustaður. Algengustu staðanöfn eru skammstöfuð og athugið að útgáfustaður er aðsetursstaður útgáfufyrirtækis. Ekki taka fram hvar ritið er prentað. Dæmi: Reykjavík, Rvík, Rvk. Færslan er þá komin hingað: Jón Jónsson: Saga Vatnsfjarðar fyrr á tíð. Nokkrar athuganir á gönguleiðum eins og þær birtast í fornum ritum III. 2. útg. Safn til sögu Vestfjarða. Magnea Sigurjónsdóttir sá um útgáfuna. Reykjavík,

  9. Heimildaskrá – Bækur 8. Útgáfuár. Og alltaf með arabískri tölu, jafnvel þótt rómversk tala sé á titilblaði. Dæmi: 1993. Færslan er þá komin hingað og henni er lokið: Jón Jónsson: Saga Vatnsfjarðar fyrr á tíð. Nokkrar athuganir á gönguleiðum eins og þær birtast í fornum ritum III. 2. útg. Safn til sögu Vestfjarða. Magnea Sigurjónsdóttir sá um útgáfuna. Reykjavík, 1993.

More Related