150 likes | 314 Views
Eigindleg gögn og úrvinnsla þeirra: NETNOT rannsóknin. Sólveig Jakobsdóttir Upptaka gerð vorið 2000. Tegundir rannsóknargagna – 2 aðalflokkar.
E N D
Eigindleg gögn og úrvinnsla þeirra: NETNOT rannsóknin Sólveig Jakobsdóttir Upptaka gerð vorið 2000
Tegundir rannsóknargagna – 2 aðalflokkar • Eigindleg (qualitative) gögn eru yfirleitt á textaformi (geta þó verið af öðrum toga t.d. myndir og hljóð sem er þó oft umbreytt í einhvers konar texta/lýsingar áður en þau eru greind). • Megindleg (quantitative) gögn eru hins vegar gögn sem eru í tölulegu formi.
Eigindleg gögn – til hvers? • Oft getur verið tímafrekara bæði að safna og greina eigindleg gögn heldur en megindleg en þau gefa oft mjög góða innsýn og hjálpa okkur til að skilja hvað liggur á bak við tölur. T.d. hvernig tækni og aðferðir eru raunverulega notaðar og hver eru viðbrögð einstaklinga við þeim.
Eigindleg gögn – hvernig? Söfnum/öflum með ýmsu móti, t.d.: • beinum athugunum (observations), stundum með myndum/myndbandsupptökum • í viðtölum (oft með hljóðupptökum) • opnum spurningum í könnunum • úr ýmsum skjölum/gögnum, t.d. námsefni, fréttaefni, o.fl.
Eigindleg gögn - úrvinnsla Ef um mikið magn gagna og umfangsmikla úrvinnslu er að ræða getur verið gott að nota forrit eins og Atlas eða NVivo til að hjálpa sér. En við munum bara gera úrvinnslu á athugunum ykkar handvirkt.
Úrvinnsla – reynt að túlka, finna mynstur • Spennandi að skoða framhaldið þegar þið eruð búin að senda inn!