1 / 36

Kynningarfundur - 16. nóvember 2013

Borgaraleg ferming 2014 Uppbyggileg fræðsla – hátíðleg athöfn. Kynningarfundur - 16. nóvember 2013. Efni kynningarfundar. Bakgrunnur Hver er kynnirinn, Hope Knútsson? Saga Borgaralegrar fermingar á Íslandi. Hvað er borgaraleg ferming? Hvað er Siðmennt? Undirbúningsnámskeiðið.

leroy
Download Presentation

Kynningarfundur - 16. nóvember 2013

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Borgaraleg ferming 2014 Uppbyggileg fræðsla – hátíðleg athöfn Kynningarfundur - 16. nóvember 2013

  2. Efni kynningarfundar • Bakgrunnur • Hver er kynnirinn, Hope Knútsson? • Saga Borgaralegrar fermingar á Íslandi. • Hvað er borgaraleg ferming? • Hvað er Siðmennt? • Undirbúningsnámskeiðið. • Hátíðleg athöfn – kynningarmyndband. • Hagnýtar upplýsingar – kostnaður o.fl. • Upplýsingaskil - fylla út eyðublað vegna námskeiðs.

  3. Bakgrunnur – hver er Hope Knútsson • Hope Knútsson frá New York borg. • Hef búið á Íslandi síðan 1974. • Iðjuþjálfi að mennt. • Er ekki kristin, hef aldrei verið kristin. • Þegar börnin mín nálguðust fermingaraldur ræddum við um valkosti.

  4. Bakgrunnur– Hope kannar málið • Hafði lesið um borgaralega fermingu annars staðar. • Var haldin á öllum Norðurlöndunum - byrjaði í Danmörku 1914, í Noregi 1951. • Er líka víða annars staðar í Evrópu. • Aflaði upplýsinga erlendis frá.

  5. Bakgrunnur - fyrsti hópurinn • Skrifaði í dagblöðin 1988. • Börnin mín fyrstu Íslendingarnir í BF. • Spurði hvort það væru fleiri. • 16 fjölskyldur vildu vera með. • Unglingar allt að 15-16-17 ára.

  6. Bakgrunnur – af litlu fræi vex oft stórt tré • Bjuggum til nefnd og settum saman námskeið. • Hermdum eftir Norðmönnum - höfum verið að þróa námskeiðið síðan. • Ætlaði að gera þetta einu sinni, en er hreinlega orðið að ævistarfi. • Erum að fara af stað núna í tuttugasta og sjötta skiptið. • Síðan 1989 hafa nú tæplega 2000 íslensk börn fermst borgaralega. • Um 25.000 manns verið viðstaddir þessar athafnir.

  7. Bakgrunnur – í hinu stóra samhengi • Íslenskt samfélag er fjölmenningarlegt. • Hér búa um 20.000 manns sem eru fæddir annars staðar. • Það eru ekki lengur allir eins. Um 20% þjóðarinnar „trúa ekki” á æðri mátt samkvæmt könnun árið 2004. • Bráðnauðsynlegt í öllum samfélögum að hafa val. • Kjörorð okkar – það er allt í lagi að vera öðruvísi!

  8. Hvað er borgaraleg ferming? (1) • Valkostur við kristilega fermingu. • Fyrir unglinga sem eru ekki reiðubúnir til að strengja trúarheit. • Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt. • Önnur eru ekki trúuð. • Eða hafa af einhverjum ástæðum ekki áhuga á kristilegri fermingu, en vilja samt halda upp á þessi tímamót í lífinu.

  9. Hvað er borgaraleg ferming? (2) • Fermingabörnin sækja vandað námskeið þar sem þau læra ýmislegt sem er góður undirbúningur fyrir það að verða fullorðin með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. • Boðskapur: að efla heilbrigt og farsælt viðhorf unglinganna til lífsins. • Lögð áhersla á umburðarlyndi, gagnrýna hugsun, siðfræði, mannleg samskipti og ábyrgð einstaklingsins í nútíma þjóðfélagi. • Snýst ekki um trúarbrögð og er óháð trúarbrögðum. • Ekkert kennt á námskeiðinu sem er andstætt kirkjunni.

  10. Af hverju orðið ferming? (1) • Er ekki upphaflega íslenskt orð. • Dregið af latneska orðinu confirmare sem þýðir að styðja eða að styrkjast. • Í alþjóðlegum orðabókum er orðið confirmare skilgreint á 7 mismunandi vegu. • Trúarleg skilgreining er aðeins ein af 7 og ekki sú sem fyrst er upp talin. • Ungmenni sem fermast borgaralega eru einmitt að styrkjast í þeirri ákvörðun að verða ábyrgir borgarar.

  11. Af hverju orðið ferming? (2) • Gott að hafa í huga að engin getur haft einkaleyfi á orði. Kristnir menn eiga ekki orðið ferming. • Íslendingar nota rammheiðið orð jól frekar en kristsmessa. • Þegar kristnir menn á Íslandi hætta að nota orðið jól, þá munum við e.t.v. endurskoða nafnið borgaraleg ferming. • Okkur finnst sjálfsagt að nota orðið ferming því að annars staðar þar sem þessi valkostur er fyrir hendi, er hann oftast kallaður borgaraleg ferming. • Þess má geta að árið 2007 breyttu Norðmenn nafninu á borgaralegri fermingu í húmanísk ferming, eftir 56 ára notkun en héldu þó orðinu ferming.

  12. Hvað er Siðmennt? (1) • Félag siðrænna húmanista á Íslandi - stofnað 1990. • Er skráð lífsskoðunarfélag (frá og með 3. maí s.l.) sem hefur siðferði og skynsemi að leiðarljósi. Lífsskoðunarfélag er félag sem fjallar um: • Siðferði, t.d. breytni einstaklinga eða siðferðileg álitamál. Mannvirðing, velvilji, frelsi og samábyrgð eru meðal áherslna. • Þekkingarfræði, þ.e. Hvernig öflum við haldbærrar þekkingar? Hvað er hlutlægni, huglægni o.s.frv.? • Félagslegar athafnir fjölskyldna, sbr. borgaralega fermingu, veraldlega giftingu, nafngjöf og útför.

  13. Hvað er Siðmennt? (2) • Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum. • Býður upp á veraldlegar, félagslegar athafnir á mikilvægum tímamótum í lífi fólks. • Í maí 2008 setti félagið á fót athafnaþjónustu fyrir nafngjafir, giftingar og útfarir og hafa tæplega 180 slíkar athafnir farið fram. • Siðmennt er með 19 athafnarstjóra sem stýra athöfnum á veraldlegan máta með húmaníska lífssýn að leiðarljósi.

  14. Hvað er Siðmennt? (3) • Siðmennt styður siðferði sem byggir á manngildi og mannvirðingu. • Siðmennt vill fjölbreytt, opið, víðsýnt, lýðræðislegt og veraldlegt samfélag. • Vinnur að fullu trúfrelsi og aðskilnaði ríkis og kirkju. • Telur að hið opinbera eigi ekki að skrá trúar-og lífsskoðanir fólks. • Styður veraldlegt skólahald þar sem börnum er ekki mismunað vegna trúar- eða lífsskoðana foreldra. • Stendur vörð um grundvallarmannréttindi. • Er rödd skynseminnar og gagnrýninnar hugsunar.

  15. Aðeins nánar um aðrar athafnir félagsins • Nafngjöf – Hugvekja og ávarp til foreldra ásamt formlegri nafngjöf með innilegum og persónulegum blæ.. • Felur ekki í sér vígslu eða inngöngu í félag/söfnuð og því fær barnið að ákveða sjálft sína lífsskoðun og félagsaðild þegar það kemst á sjálfræðisaldur. • Gifting – Falleg, hátíðleg, innileg, hlý, gleðileg og persónuleg athöfn fyrir alla óháð lífsskoðun eða kynhneigð. • Útför – Kveðjuathöfn eftir óskum hins látna. Persónuleg og virðuleg athöfn.

  16. Borgaraleg fermingarnámskeið Siðmenntar • Umsjónarkennari Siðmenntar, Jóhann Björnsson heimspekingur og grunnskólakennari, mun segja nánar frá tilhögun næsta námskeiðs. • Efnisflokkar námskeiðsins, hvar og hvenær. • Þess má geta að Jóhann er einstaklega skilningsríkur, sveigjanlegur, og skemmtilegur maður! • Nú tekur Jóhann við.

  17. Staðsetning – Kvennaskólinn 17

  18. Staðsetning – Kvennaskólinn 18

  19. Staðsetning – Réttarholtsskóli 19

  20. Staðsetning – Réttarholtsskóli 20

  21. Fermingarathafnir Siðmenntar 2014 • Dagsetningar: Tvær athafnir verða haldnar í stóra sal Háskólabíós sunnudaginn 6. aprílfyrir börn í Reykjavík, Mosfellsbæ og af landsbyggðinni þar sem ekki eru nógu margir til að halda sér athöfn. Fyrri athöfnin verður kl.11:00 og seinni athöfnin kl.13:30. • Tvær athafnir í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 27. aprílfyrir börn úr Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi og Suðurnesjum. (kl. 11 og 13:30). • Æfingarfara fram daginn áður þ.e. laugardaginn 5. apríl í Háskólabíói og 26. apríl í Salnum. • Athöfn á Flúðum laugardaginn 5. apríl. • Athöfn á Höfn í Hornafirði laugardaginn 12. apríl. • Akureyrarathöfn í Hofi laugardaginn 7. júnikl.14:00. • Athöfn í Hallormsstaðarskógi í lok júní – dagsetning enn óákveðin.

  22. Fermingarathafnir á höfuðborgarsvæðinu Unglingunum verður skipt í fyrri og seinni athöfn útfrá því námskeiði sem þau taka þátt í. Meginreglan er: fermingarbörn sem eru í mánudags-, þriðjudags- og helgarnámskeiðum verða í fyrri athöfninni. Fermingarbörn sem eru í miðvikudags, fimmtudags-og föstudagsnámskeiðum verða í seinni athöfninni. Við reynum að koma til móts við séróskir fólks en vegna stærðar hópsins er það ekki alltaf hægt. Möguleiki er á þriðju athöfninni í Háskólabíói og Salnum ef fjöldi gefur tilefni til! 22

  23. Fermingarathöfnin • Eftir nokkrar mínútur verður sýnt stutt myndband frá fermingarathöfnunum vorið 2013 til að gefa ykkur hugmynd um hversu hátíðleg, falleg, þjóðleg og skemmtileg athöfnin er! • Þar koma fram einn utanaðkomandi ræðumaður og nokkur fermingarbörn sem flytja stutt ávörp, lesa ljóð, spila á hljóðfæri, syngja eða dansa. • Einungis koma fram þau fermingarbörn sem hafa áhuga á því. Enginn er þvingaður!

  24. Fermingarathöfnin Í lokin fá fermingarbörnin skrautskrifað skjal til staðfestingar á því að viðkomandi hafi sótt námskeiðið til undirbúnings borgaralegri fermingu. Athöfnin tekur um eina klukkustund. Hópmyndataka (í Rvk og Kóp) fer fram strax að lokinni athöfn og tekur ca. 20 mínutur. 24

  25. Fermingarskjalið • Textinn á fermingarskjalinu: „Það er von okkar að þú munir færa þér í nyt þá fræðslu og leiðsögn sem þú hefur fengið og verðir víðsýn og heilsteypt manneskja. Vertu velkomin(n) í hóp hinna fullorðnu með þeirri ábyrgð sem því fylgir“.

  26. Skipulag athafnarinnar • Er í höndum stjórnarmanna og athafnarstjóra Siðmenntar. • Spurningar verða sendar út með tölvupósti eftir áramót til allra fjölskyldna. Spurt er um tillögur um ræðumenn og hvaða börn hafa áhuga á að koma fram. Bráðnauðsynlegt er að svara spurningunum þar sem athafnirnar eru byggðar á upplýsingum úr þeim. • Í mars verður kannað hverjir vilja panta hópmynd og/eða DVD. Hópmynd og DVD eru EKKI innifalin í verði námskeiðsins eða athafnarinnar.

  27. Upplýsingamiðlun • Á næstu dögum fáið þið senda þessa upplýsinga-glærusýningu en hún nýtist bæði þeim sem mættu á kynningarfundinn ásamt þeim sem komust ekki. • Óákveðnir eru beðnir um að láta Hope vita sem fyrst um hvort þau verða með eða ekki, því við verðum að raða fermingarbörnunum á námskeiðin í byrjun desember. Stórt púsluspil fyrir okkur! • Upplýsingar um hver er í hvaða námskeiði og hvenær og hvar á að mæta verða sendar út fyrir miðjan desember.

  28. Upplýsingamiðlun - tölvupóstsendingar • Upplýsingamiðlun til BF foreldra fer aðallega fram í gegnum tölvupóst, en eins og gerist oft geta slíkir póstar lent í ruslmöppum (spam folders) hjá fólki. Vinsamlegast skoðið því ruslmöppuna reglulega svo þið missið ekki af neinu. • Kynningarfundarboð var t.d. sent með tölvupósti nýlega. Endilega látið okkur vita ef þið hafið ekki fengið það! • Hjálpar að setja t.d. steini@sidmennt.is í addressubókina ykkar. 28

  29. Kostnaður og greiðslufyrirkomulag... • Fermingarnámskeiðið kostar kr. 25.000 og athöfnin kr. 11.000. • Bæði námskeiðsgjaldið og athafnargjaldið verður rukkað saman í einu þátttökugjaldi samtals kr. 36.000. • Gjalddagi er 13. desember og eindagi 4. janúar. • Gjalddagi fyrir fólk með börn í Akureyrar prógramminu er 1. febrúar og eindagi 15. febrúar. • Þátttökugjaldið þarf að greiða áður en námskeiðin byrja.

  30. Afslættir Systkinaafsláttur (systkin sem eru í BF á sama tíma) er 20%. Afsláttur félaga (foreldra) sem eru skráð í Siðmennt eru eftirfarandi: Kr. 5.000 afsláttur ef eitt foreldri er í Siðmennt. Kr. 10.000 afsláttur ef báðir foreldrar eru félagar. Siðmennt er nýorðið aðili að Frístundakortinu. Þið þurfið að láta okkur vita ef þið viljið nota Frístundakort upp í fermingargjaldið.

  31. Kostnaður og greiðslufyrirkomulag... • Um mánaðarmótin nóv/des fær foreldri kröfu fyrir heildargjaldi í heimabanka. • Hægt er að fá sendan greiðsluseðil heim hafi foreldri ekki heimabanka, en það þarf að biðja sérstaklega um það. Vegna aukakostnaðar við greiðsluseðil bætast kr. 300 á hann. Vinsamlegast látið okkur vita ef þið viljið slíkt. • Hægt er að semja við gjaldkera um greiðsludreifingu yfir 2-3 mánuði: t.d. fyrsta innborgun 13. des. (þ.e. 12 þús. í des.-> 12 þús. í jan -> 12 þús. í feb). • Einnig er hægt að setja greiðsluna á raðgreiðslur í gegnum greiðslukort. • Félagsmálayfirvöld hafa hjálpað í sumum tilvikum. 31

  32. Ef barn hættir við - endurgreiðsla • Hætti barn við þátttöku er endurgreitt að fullu sélátið vita fyrir lok sunnudags fyrstu kennsluviku (12. janúar), en eftir það er haldið eftir kr. 3.000 í umsýslugjald. • Engin endurgreiðsla (nema kr. 11.000 vegna athafnar) fæst hætti barn að loknum helmingi námskeiðs eða meira. • Láta skal vita með því að senda netpóst til athafnir@sidmennt.is eða hringja í: • Hope Knútsson umsjónarmann (s: 557-3734, 694-7486), • Jóhann Björnsson kennslustjóra (s: 844-9211) eða • Steinar Harðarson gjaldkera (s: 891-7600). 32

  33. Hjálpum Siðmennt að vaxa: Fólk þarf alls ekki að vera félagi í Siðmennt til þess að nota þjónustu okkar. Ef þú styður málstað og verkefni Siðmenntar og vilt gerast félagi og fá afslátt á athöfnum okkar, erum við með skráningarblöð frá Þjóðskrá Íslands hér i dag, sem þið getið fyllt út. Við munum þá skila blöðunum inn fyrir ykkur. Þeir sem skrá sig í Siðmennt hjá þjóðskrá þurfa ekki að greiða félagsgjöld þar sem „sóknargöldin“ renna þá til félagsins. En þeir sem vilja styrkja starfsemi félagsins sérstaklega geta greitt félagsgjöld sem nú eru 2.200 - 4.400 á ári.

  34. Val á námskeiði – fylla út eyðublöð • Þið hafið fengið eyðublöð til að velja námskeið. • ATHUGIÐ – Ef búið er að fylla út skráningarform á vef Siðmenntar er bara þörf á því að fylla út “Val á námskeiði” eyðublaðið. • Ef þið hafið ekki haft samband við okkur fyrr en í dag: þá þarf að fylla út annað aðskilið eyðublað fyrir skráningu í borgaralega fermingu. • Mjög mikilvægt er að merkja við þau námskeið sem henta best (fyrsta, annað og þriðja val) og einnig daga/tíma sem passa alls ekki.

  35. Aðgangur að þessum upplýsingum Þessi Power Point sýning verður sett á vefsíðuna okkar á næstu dögum þannig að þið hafið aðgang að henni þar.

  36. Kærar þakkir!

More Related