120 likes | 265 Views
Er kirkjan á krossgötum?. Pétur Pétursson Erindi á Leikmannastefnu þjóðkirkjunnar 14. apríl, 2012. Hvers konar kirkja varð til á seinni hluta 20. aldar? Hvernig var hún skilgreind í lögunum um stöðu, stjórn, og starfshætti Þjóðkirkjunnar 1997?
E N D
Er kirkjan á krossgötum? Pétur Pétursson Erindi á Leikmannastefnu þjóðkirkjunnar 14. apríl, 2012
Hvers konar kirkja varð til á seinni hluta 20. aldar? • Hvernig var hún skilgreind í lögunum um stöðu, stjórn, og starfshætti Þjóðkirkjunnar 1997? • Er til ein sérstök skilgreind evangelísk- lúthersk kirkjudeild á Íslandi? • Hvað segir Hagstofan og Innanríkisráðuneytið? • Hvað segir Lútherska Heimssambandið? • Hvað segir kirkjudeildafræðin? • Tilheyra allir Evangelísk- lútherskir söfnuðir á Íslandi Þjóðkirkjunni? • Hvernig lítur hún út í tillögu til þingsályktunar um frumvarp að nýjum Þjóðkirkjulögum frá 2011?
Biskupakirkja • Einkenni: eitt biskupsembætti, páfakirkja, biskupsvald, vígslur, sakramenti, embætti. Ríkir yfir heilli þjóð, ríki eða heiminum öllum. • Styrkleikar: talar einum rómi, skýr valdapýramídi, heimur út af fyrir sig, greinilega afmarkaður. Ríkir yfir menningunni. Christ above Culture (R. Niebuhr 1951) • Veikleikar: Hinn almenni prestsdómur vanræktur. Skapar átök, tekur lítt þátt í samtali, einangrast, þolir ekki gagnrýni. Lendir í minnihlutaaðstöðu.
Þjóðkirkja • Einkenni: Eins konar rammi utan um staðbundna grasrótarkirkju sem á sér forsendur í menningar- og félagslífi þjóðarinnar. (Kristur menningarinnar, Kristur í menningunni, Kristur sem breytir menningunni) • Styrkleikar:fjölþætt tengsl við menningu og líf fólksins við hinar ýmsu aðstæður á lífsleiðinni; lagar sig að aðstæðum; getur haft frumkvæði og áhrif. • Veikleikar: óljós mörk, ólíkar áherslur
Synodalkirkja • Allt á sér upphaf og skilgreiningu í kjörnu fulltrúaþingi sem fer með ákvörðunarvald í öllum málum kirkjunnar, bæði skipulagsmálum og kenningarmálum. Kirkjuráð, forseti eða framkvæmdastjóri kirkjuþings. • Styrkleikar: Skýr mörk; greinilegar leiðir fyrir ákvarðanatöku; ólík sjónarmið koma fram. Ákvarðanatekt skilvirk. • Veikleikar: Formhyggja, stofnanaveldi.
Safnaðarkirkja (congregational) • Byggir á sjálfstæðum óháðum söfnuðum. • Styrkleikar: Almennur prestsdómur virkur. Lagar sig að nýjum aðstæðum og þörfum og hlutverkum. Frelsi og einstaklingshyggja fær að njóta sín. Myndugleiki hins trúaða yfir eigin málum virtur. • Veikleikar: Einangrun, misnotkun valds, átök, óljós stefna. Skortur á aðhaldi og eftirliti.
Tillaga að þingsályktun 2011 • 3. gr.■Þjóðkirkjan er sjálfstæður lögaðili og ber réttindi og skyldur að lögum. Hún ræður starfi sínu nema lög mæli á annan veg.□Þjóðkirkjan skal í starfsháttum sínum halda í heiðri grundvallarreglur lýðræðis og jafnréttis.□Þjóðkirkjunni ber að halda úti kirkjulegri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni.□Um stöðu þjóðkirkjunnar sem trúfélags fer að öðru leyti samkvæmt lögum um skráð trúfélög eftir því sem við getur átt.
Tillaga að þingsályktun 2011 • 29. gr.■Ísland er eitt biskupsdæmi. • Um 37. gr.... Mikilvægt er þó að hafa í huga að biskupafundur telst ekki til kirkjulegra stjórnvalda er tekið geti bindandi ákvarðanir. Hann er vettvangur fyrir biskup Íslands til að ráðgast við vígslubiskupa við stjórn biskupsdæmisins og eftir atvikum undirbúa tillögugerð til kirkjuþings.
Tillaga að þingsályktun 2011 • 33. gr.■... Heimilt er biskupi að vígja presta og djákna sem hafa verið kallaðir til þjónustu af evangelísk-lúterskum fríkirkjusöfnuðum í landinu enda liggi fyrir samkomulag um það milli biskups og safnaðarstjórnar.□Biskup Íslands vígir kirkjur og vísiterar söfnuði.
Sögulegur og menningarlegur arfur kristinnar kirkju á Íslandi.Arður af kirkjueignum • Hvað með evangelíska- lútherska fríkirkjusöfnuði? • Hefur Þjóðkirkjan ein umráð yfir hinum 1000+ ára kristna arfi? • Á Þjóðkirkjan ein að njóta arðsins af kirkjujörðunum? • Var Fríkirkjan í Reykjavík, stofnuð 1899, fyrsti eiginlegi þjóðkirkjusöfnuðurinn?
Kirkjuvaldsstefna á seinni hluta 20.aldar. Er hún gengin sér til húðar? • Lögin frá 1997 um stöðu, stjórn og starfshætti! • Kirkjuvaldsstefna frá 1998! • Kristnitökuhátíðin 2000. • Ríki og kirkja að réttlæta þjóðkirkjulögin og þá kirkjuvaldsstefnu - sjálfstæðu þjóðkirkju sem þar varð til – sem sérstakt trúfélag! • Var Kristnitökuhátíðin árið 2000 þjóðhátíð, Þjóðkirkjuhátíð eða kirkjuvaldshátíð? • Tókst hún vel? • Var gagnrýnin á hana réttmæt? • Áttu allir kristnir söfnuðir á Íslandi aðild að þessari hátíð (lýðræði og jafnrétti)? • Hvað með evangelíska- lútherska fríkirkjusöfnuði?
Þórhallur Bjarnarson biskup í Nýju kirkjublaði árið 1909: • ”Fyrir þá sem ... vinna að því að hin íslenska kirkja haldist saman sem félagsheild, og það eins þó ytri hagur hennar kynni að breytast, og treysta því að þjóðræknistrygðin við fornu stólana verði þá eitt traustasta einingarbandið - fyrir þá eru vígslubiskupar Skálholts og Hóla annað og meira en hégómi.”