1 / 20

Orðaforði

Orðaforði. Guðmundur Engilbertsson Skólaþróunarsvið HA. Vér getum aldrei skapað efni af engu (Guðmundur Finnbogason 1903). Auðugur orðaforði kemur að gagni við að gera grein fyrir hugsun sinni og er rík forsenda þess að afla sér þekkingar

lorand
Download Presentation

Orðaforði

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Orðaforði Guðmundur Engilbertsson Skólaþróunarsvið HA

  2. Vér getum aldrei skapað efni af engu (Guðmundur Finnbogason 1903) • Auðugur orðaforði kemur að gagni við að gera grein fyrir hugsun sinni og er rík forsenda þess að afla sér þekkingar • Orðaforði er óaðskiljanlegur hluti lestrar (Fountas og Pinnell 1996) • Lestur er ein besta leiðin til að heyja sér orðaforða • Fátæklegur orðaforði leiðir til vítahrings Guðmundur Engilbertsson

  3. Orðaforði ein af forsendum lesskilnings • NRP 2000:4-1. • Lesskilningur er vitsmunalegt ferli sem samhæfir flókna færni... • Þrjú megin svið: Kennsla sem varðar: • (1) Orðaforða • (2) Textaskilning, að ná merkingu texta • (3) Lesskilningsaðferðir Guðmundur Engilbertsson

  4. Orðasafnið • Orðaforði endurspeglar breidd og dýpt orða sem við notum (Vacca o.fl. 1995) • Breiddin tekur til stærðar • Dýptin tekur til hversu vel við skiljum orðin og notkunarmöguleika þeirra Guðmundur Engilbertsson

  5. Að skilja orðin • Glíma við einingar, hljóð, stafi, orðhluta, orð, orðafrasa eða –samönd og merkingu út frá samhengi • Börn heyja sér orðaforða í gegnum reynslu af samskiptum, hlustun, samtölum, leik, lestri... (NIFL 2001) • Kjöraðstæður eru auðugt málumhverfi • Lestur tekur fljótt við sem helsta uppspretta orðaforða. Guðmundur Engilbertsson

  6. Uppbygging forðans • Að víkka reynsluheiminn • Læra að lesa þekkt orð • Læra ný orð yfir þekkt hugtök • Læra orðin fyrir hugtökin sem verið er að læra • Skýra og dýpka merkingu þekktra orða • Veita færi á endurbirtingu: stuðla að því að orðin verði töm og orðasafnið virkt. Guðmundur Engilbertsson

  7. Kennslan • Huga þarf að kennslu sem snýr að: • Orðum • Aðferðum • Bein kennsla og óbein kennsla • Kennslan þarf að efla námsvitund og námstækni • Word Aware: Orðavöktun Guðmundur Engilbertsson

  8. Réttu hlutirnir... • Það þarf að gera réttu hlutina (ekki bara að gera hlutina rétt) • Tilraunir til að efla orðaforða hafa mistekist (Vacca o.fl. 1995): • Hafa ekki byggt upp sjálfkvæma færni • Hafa ekki skírskotað til reynslu eða byggt upp reynsluheim • Eru einangruð fyrirbæri • Orðaforði kortér fyrir 11 á mánudögum! Guðmundur Engilbertsson

  9. ...eru samhæfing, samþætting • Kennsla orða og hugtaka, orðasambanda og orðhluta þarf að vera stöðugur hluti kennslu í öllum námsgreinum • Setja lykilorð, nytsamleg orð, áhugaverð orð og orð til uppbyggingar orðaforða í forgang (Vacca o.fl. 1995) • Ekki leggja höfuðáherslu á að fletta sérkennilegum, fáheyrðum eða afbrigðilegum orðum upp í orðabókum og skrifa niður... Guðmundur Engilbertsson

  10. Aðferðir (NRP) • Bein kennsla (Explicit Instruction) • Óbein kennsla (Indirect Instruction) • „Margmiðlun“ (Multimedia Methods) • Hæfnissaðferðir (Capacity Methods) • Tengingaraðferð (Association Methods) Guðmundur Engilbertsson

  11. Líkan kennslu • Þrjár stoðir • Efniviður • Merkingarbær texti, efnisríkur texti, texti við hæfi; námsefnið sem unnið er með. • Sundurgreining • Rannsóknir: greining hljóða og orða (orðhlutar, orðmyndir, merking) • Endurbirting • Breikka og dýpka orðasafnið. Koma orðunum í gagnið. Guðmundur Engilbertsson

  12. Dæmi um kennslu • Markmið • Að læra um áttir (vestur-norður-austur-suður) • Hvernig er tekið til orða þegar vísað er eftir áttum? • Aðferð • Byggt á Orði dagsins(Baldur Sigurðsson 1992) Guðmundur Engilbertsson

  13. Efniviður • Kveikja • Norðanvindurinn var að kýta við sólina og sagðist vera öflugri en sólin. Þá sáu þau mann á ferð og var hann klæddur í frakka. Norðanvindurinn vildi veðja við sólina um hvort þeirra gæti komið manninum úr frakkanum og tók sólin veðmálinu. Norðanvindurinn blés og blés á manninn og ætlaði að feykja frakkanum af honum en maðurinn hélt honum sífellt þéttar að sér. Þegar Norðanvindurinn gafst loks upp á að blása beindi sólin heitum geislum sínum að manninum, honum varð svo heitt að hann klæddi sig úr frakkanum. • Megin efniviður • Nonni áttavillti (Komdu og skoðaðu himingeiminn) Guðmundur Engilbertsson

  14. Sundurgreining • Að vinna með hugtök, kryfja orð (orðhluta, orð, samsett orð, afleidd orð, merking, orð sem fylgja því að tala um áttir eða vísa til vegar) • Suð-ur, syð-ri; há-suð-ur, suð-aust-ur, suður eftir; Sunn-lend-ing-ur, Suð-ur-haf-s-eyju-r; • Möguleiki að vinna með reglur: u-y, ng-reglan • Frh. Norður-nyrsti; austur-eystri • Virkja sjónminni, orðhlutar lærast sem myndir Guðmundur Engilbertsson

  15. frh • Áhugaverðar vangaveltur • Orðin norðangarri-sunnanþeyrinn • Af hverju er Norðfjörður fyrir austan en Suðureyri fyrir vestan? • Orð eins og fram-eftir, upp-eftir, niður-eftir, út-eftir... • Orð eins og framfyrir, uppfyrir, niðurfyrir, afturfyrir, útfyrir, innfyrir • Orðtök: Að fara norður og niður • Landakort, Ísland. Örnefni og staðir. Guðmundur Engilbertsson

  16. Endurbirting • Felst í verkefnagerð, þrautalausnum, sögugerð, ljóðagerð eða myndgerð þar sem verið er að fást við orðhluta en glíma við orð á nýjan hátt • Að gera sögu þar sem vísað er til vegar • Að yrkja um Norðrið • Að gera texta við þekkt dægurlag • Rapp (rímnatextar) • Að skipuleggja ratleik Guðmundur Engilbertsson

  17. Frh • Að gera fjársjóðskort • Tengingar orða, að skeyta saman: • út-eftir,-undan,-fyrir,-leiga,-lán,-gáfa,-ferð,-skýra,-skurður,-synningur,-lendingur,-bía,-burður,-búa,-gerð,-sláttur,-rás,-reikningur,-hugsa,-varp,-sýn,-selur,-..... • Nýyrðasmíð • Vestfáni, norðbauja, Syðrakot, framskipti, útþurrkur, innglufa, Austurflói-Eystriflói..... Guðmundur Engilbertsson

  18. Leikir-þrautir o.fl. til að örva áhuga á orðum • Orðakeppni (pictionary) • Reikniþrautir • Orðhlutaspil, orðapússl, krossgátur • Merkt í kladda • Orð dagsins • Orðaveggur • Allt í plati Guðmundur Engilbertsson

  19. Reynsla af þróunarverkefni • Tvennt virðist gerast. • Áhugi á orðum eykst. Nemendur spyrja frekar út í hvað orðin þýða en hlaupa ekki yfir þau. Orðavöktun er virkari. • Kennslan hefur ýtt undir sjálfsprottinn áhuga á málfræði, nemendur fara að „iðka“ málfræðina og velta fyrir sér gerð málsins, t.d. hvernig nafnorð verður til af sagnorði, hvernig hljóðbreytingar verða... Guðmundur Engilbertsson

  20. Heimildir til stuðnings • Baldur Sigurðsson. 1992. „Á að kenna málfræði í skólum eða iðka hana. Í Nýjum menntamálum 10,3:31-37. • Blachowicz, Camille L. Z. 2003. Best Practices in Vocabulary Instruction. Scott ForesmanLeadership Letters http://www.scottforesman.com/educators/letters/reading/blachowicz.pdf (sótt 24. júní 2004) • Fountas, I. C. Og G. S. Pinnell. 1996. Guided Reading. Good First Teaching for All Children. Portsmouth, Heinemann. • Guðmundur Finnbogason. 1903. Lýðmentun. Hugleiðingar og tillögur. Akureyri, Kolbeinn Árnason og Ásgeir Pétursson • Guðmundur B. Kristmundsson. 2000. „Kraftaverk og kræsingastaðir.“ Í Heimir Pálsson (ritstj.) Lestrarbókin okkar. Greinasafn um lestur og læsi. Bls. 67-90. Reykjavík, Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. • Hlín Magnúsdóttir. 2003. Að kenna orðaforða. Málfríður 19,1 2003:6–10. http://malfridur.ismennt.is (sótt 24. júní 2004) • National Institude for Literacy (NIFL). 2001. Put reading first. The Research Building Blocks for Teaching Children to Read. Kindergarten through Grade 3. • Report of National Reading Panel. Teaching children to read. An evidence-based assessment of the scientic research literature on reading and it’s implication for reading instruction (NRP). 2000. National institude of child health and human developments. • Vacca, Jo Anne L., Richard T. Vacca, og Mary K. Gove. 1995. Reading and Learning to Read (3. útg.). New York, HarperCollins. Guðmundur Engilbertsson

More Related