150 likes | 296 Views
Lífeyrissjóður bankamanna. Ársfundur 20. mars 2012. Stjórn og starfsmenn.
E N D
Lífeyrissjóður bankamanna Ársfundur 20. mars 2012
Stjórn og starfsmenn • Fulltrúar sjóðfélaga eru 3, kosnir til tveggja ára á ársfundi 2010, Friðbert Traustason, Helga Jónsdóttir og Sigurjón Gunnarsson. Fulltrúar aðildarfyrirtækja einnig 3, Atli Atlason, Hermann Björnsson og Ingvar Sigfússon. • Stjórnin skipti með sér verkum, Friðbert formaður og Atli varaformaður • Starfsmenn sjóðsins eru Anna Karlsdóttir, Hulda Björk Guðmundsdóttir, Ólafur Kr. Valdimarsson, Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri og Svana Símonardóttir, en hún fór á lífeyri í lok árs 2011 • Kjörnir skoðunarmenn eru Hallfríður Gunnlaugsdóttir og Þorsteinn Egilsson. Endurskoðunarnefnd: Ingvar Sigfússon, Sigurjón Gunnarsson og Stefán Svavarsson formaður. Löggiltur endurskoðandi er Knútur Þórhallsson frá Deloitte hf. • Tryggingafræðingur er Bjarni Guðmundsson og lögfræðingur sjóðsins er Sveinn Sveinsson, hrl. • Sjóðurinn er til húsa að Skipholti 50b
Breytingar í stjórn 2011 • Lög um fjármálafyrirtæki • Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis mega ekki eiga sæti í stjórn annars eftirlitsskylds aðila eða aðila sem er í nánum tengslum við hann né vera starfsmenn eða endurskoðendur annars eftirlitsskylds aðila eða aðila í nánum tengslum við hann. Á grundvelli þessa texta í lögum tilkynnti FME að starfsmenn viðskiptabankanna, þau Hermann, Helga og Sigurjón bæri að víkja úr stjórn LB frá og með 1. apríl 2011. Í þeirra stað komu varamennirnir Bryndís Pétursdóttir SÍ, Helgi Steingrímsson RB og Kjartan Sigurgeirsson RB. Bryndís færði sig um set til ÍB og varð þá einnig að víkja úr stjórn. Lögum um lífeyrissjóði var síðar breytt, sem gerði starfsmanni viðskiptabanka (eftirlitsskylds aðila) mögulegt að sitja í stjórn síns lífeyrissjóðs. Sigurjón hefur aftur tekið sæti.
Skýrsla úttektarnefndar • Ríkissáttasemjari skipaði þriggja manna nefnd til að fara yfir starfsemi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hruns (2006-2008), fjárfestingastefnur þeirra, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi • Nefndinni var ætlað að fjalla um hvernig staðið var að stefnumótun, ákvarðanatöku og áhættumati við fjárfestingar í aðdraganda hruns, og hvernig gildandi fjárfestingastefnum var fylgt eftir síðustu tvö árin fyrir hrun • Úttektin er á margan hátt ágæt og ábendingar mjög gagnlegar um hvað betur má fara • Niðurstaðan er almennt sú að sjóðirnir hafi starfað eftir lögum og reglum, sem um þá gilda, en að ýmsar fjárfestingar og gengisvarnir hafi í einhverjum mæli verið misráðnar. LB fellur þó ekki undir þessar almennu athugasemdir um gengisvarnir þar sem einungis 80 milljónir voru tengdar vörnum hjá LB • Samkvæmt niðurstöðu úttektarnefndar var heildartap lífeyrissjóðanna 480 milljarðar frá 1.1.2008 til 31.12.2010, þar af er lækkun hlutabréfa frá 1.1.2008 til 30.09.2008 um 90 milljarðar, en hrunið varð ekki fyrr en í byrjun október 2008
Skýrsla úttektarnefndar • Skýrsla úttektarnefndar Ríkissáttasemjara um starfsemi lífeyrissjóða • Tap sjóðanna vegna hruns, 15 sjóðir af 30 (minnstu sjóðunum sleppt, en röðun rétt) • 1 Lsj. verkfræðinga 16.159 52,7% • 3 Lsj. Vestfirðinga 10.441 37,8% Tap Lb er mest í innlendum skuldabréfasjóðum. • 4 Stafir lífeyrissj. 29.435 35,8% Fjárfest var í skráðum fyrirtækjum og samkvæmt skýrslu • 5 Festa lífeyrissj. 19.709 35,6% Deloitte (fyrir úttektarnefndina) vekja einstakar fjárfestingar • 6 Almenni lífeyrissj. 29.658 32,0% sjóðsins ekki athygli umfram það sem sagt er í almenna hluta • 7 Gildi lífeyrissj. 75.540 31,7% skýrslunnar. • 8 Stapi lífeyrissj. 27.719 30,1% • 9 LSR og LH 101.528 29,9% Tap sjóðsins (LB) fylgir hruninu og stafar af orsökum þess. • 10Lsj. verzlunarm. 80.282 29,8% Varfærin fjárfestingastefna sjóðsins skilar sér í litlu tapi • 11 Íslenski lífeyrissj. 8.232 27,7% hans. (sjá bls 22 í úttektarskýrslunni) • 12 Sameinaði lífsj. 25.419 26,3% • 13 LSS stm svfélaga 7.302 25,7% • 19 Söfnunarsj. líf. 10.461 18,7% • 21 Frjálsi lífeyrissj. 11.946 18,1% • 26 Lsj. bankamanna 4.146 10,9%
Skýrsla úttektarnefndar • Ábendingar til LB eru í þriðja bindi skýrslunnar, kafla 16 á bls. 7 - 22: • Samkvæmt þeim reglum sem um stjórn LB gilda á hún ekki að fjalla um einstakar fjárfestingar sem ekki eru mikilsháttar eða óvenjulegar. En hún gerir það samt. Úttektarnefndin telur þessa skipan óheppilega og að henni beri að breyta! • Stjórn sjóðsins á einungis að fjalla um stefnumarkandi ákvarðanir og ákvarðanir um óvenjuleg og mikilsháttar mál. Um leið og stjórn byrjar að fjalla um minni ákvarðanir gengur hún um of inn á verksvið framkvæmdastjóra og annarra starfsmanna sjóðsins og sjálf hefur hún minni tíma til að fjalla um hin stærri mál • Úttektarnefndin bendir á siðareglur sjóðsins, sem eru ágætar, en bendir á að regluverk LB sé fremur veikt. Reglur um framkvæmdastjóra eru ófullkomnar, m.a um upphæðir fjárfestinga sem honum eru heimilar. Siðareglur eru ekki tengdar öðrum reglum sjóðsins, eins og vera ber, og það vanti hver ber ábyrgð ef út af ber. • Það er full ástæða fyrir stjórn LB að endurmeta regluverk sitt og samræma og bæta við eftir því sem ástæða er til. • Þessi vinna er nú í fullum gangi innan sjóðsins í samvinnu allra aðila, stjórnar, starfsmanna, lögmanns, endurskoðunarnefndar og endurskoðenda
Eftirlit og endurskoðun Lífbank • Fjármálaráðuneytið þarf að samþykkja allar breytingar á samþykktum Lífbank, sem sjóðfélagafundir og aðildarfyrirtækin hafa samþykkt • FME hefur eftirlit með að lögum sé framfylgt í einu og öllu og fær einnig ársfjórðungslega skýrslur um rekstur og fjárfestingar sjóðsins • Félagslega kjörnir skoðunarmenn fara yfir alla fjármálagerninga • Löggiltir endurskoðendur Deloitte sjá um ytri endurskoðun og aðstoða við uppsetningu ársreikninga • Löggiltir endurskoðendur sjá einnig um innri endurskoðun og eru algerlega óháðir ytri endurskoðendum • Endurskoðunarnefnd skipuð þremur aðilum yfirfer og fylgist með úttektum endurskoðenda • Tryggingafræðingur sér um tryggingafræðilega úttekt sjóðsins • Endurskoðendur afgreiddu mest alla úttekt á sjóðnum “án athugasemda”
Fjárfestingar Lífbank • Mikil íhaldssemi í fjárfestingum, sérstaklega fyrir Hlutfallsdeildina • Erfitt að ná góðri ávöxtun þar sem fátt er um fína drætti á markaði • ríkisskuldabréf nú með 2,5 til 2,90% vöxtum + verðtrygging • innlán með ca 2% vöxtum + verðtrygging • innlán með 4-5% nafnvöxtum • skuldabréf sveitarfélaga og OR ekki lengur í boði, ávöxtunarkrafa óviss og bréfin kannski mis áreiðanlegur fjárfestingakostur • sjóðfélagalán með 4,0% vöxtum, lítil eftirspurn • Lokað fyrir erlendar fjárfestingar, sennilega til 2015 • Lífbank er með í Framtakssjóði Íslands (FSÍ) með um 480 milljón króna skuldbindingu ef allt hlutafé verður innkallað. Gott útlit fyrir góða ávöxtun • FSÍ hefur þegar skilað góðri ávöxtun, m.a. hafa skráð bréf Icelandair sem seld voru skilað sjóðnum hagnaði, og eignin hækkað • Icelandic var selt með verulegum hagnaði, en það er enn ekki komið til greiðslu og því ekki inn í bækur LB (einhverjir sjóðir nú þegar tekið þann hagnað inn í bækur, þrátt fyrir að FME hafi mælt gegn því með bréfi 2. mars 2012 – kem að því síðar)
Hrein eign til greiðslu lífeyrisHlutfallsdeild • 31. desember 2010 32.323 mkr. • Hækkun 2011 1.828mkr. • 31. desember 2011 34.152 mkr. • Raunávöxtun var 4,78%, en meðaltal hreinnar raunávöxtunar s.l. 10 ár er: 3,98% • Sjóðurinn þarf að lágmarki 3,5% raunávöxtun og þolir ekki miklar sveiflur í ávöxtun og þess vegna eru eignir nú allar í verðtryggðum íslenskum krónum. Erfitt verður að fjárfesta með álíka ávöxtun næstu misserin • Útkoma þessa sjóðs er mjög góð miðað viða aðra lífeyrissjóði landsmanna, enginn með betri raunávöxtun • Eignir færðar niður um 25 milljónir v/ skuldabréfs Byrs
Hlutfallsdeild • Greiðandi sjóðfélögum fækkar um 36 á árinu, eru nú 367 • Greiddur lífeyrir er nú 1.734.616.401 kr., en iðgjöld aðeins 321.057.892 kr. • Fjöldi sjóðfélaga með lífeyri 800 og fjölgaði um 42 á árinu • Helstu óvissuþættir eins og áður, auk lengri lífaldurs (karla) og aukinnar örorkubyrði, eru lífaldur við lífeyristöku(67/65) og nýting 95-ára reglunnar • En deildin er nú í sæmilegum málum og grundvöllur hennar og eignir traustar • Tryggingafræðileg staða er -5,70% “hrein eign umfram heildarskuldbindingar” og því ekki ástæða til skerðingar núna. En ef þessi mínus (yfir -5%) varir í 5 ár þá þarf að lækka réttindi sjóðfélaga. Þessi ákvæði byrjuðu ekki að telja fyrr en 2011 vegna undantekningar sem tengd er hruninu. Staðan hefur batnað milli ára 2010/2011 • Eignasafnið auðveldar okkur að para saman tekjur deildarinnar og útgreiðslu lífeyris, en alltaf þarf þó að endurfjárfesta, innlausn ríkisbréfa og innlánssamningar renna út • Hvert ár í lengri lífaldri eykur skuldbindingu sjóðsins um ca. 5,5% • Lækkun vaxta úr 3,5% niður í 3,25% eykur einnig heildarskuldbindingu sjóðsins um 4%.
Hrein eign til greiðslu lífeyrisAldursdeild • 31. desember 2010 14.230 mkr. • Hækkun 2011 2.602 mkr. • 31. desember 2011 16.833 mkr. • Raunávöxtun var 3,52% árið 2011 (en 3,15% árið 2010) • Meðaltal hreinnar raunávöxtunar s.l. 10 ár er 3,86% • Sjóðurinn þarf að lágmarki 3,5% raunávöxtun en þolir sveiflur í ávöxtun þar sem útgreiðslur verða ekki miklar næstu árin • Eignir í íslenskum krónum eru 89,17%, en í erlendum gjaldmiðlum 10,83% • Útkoma þessa sjóðs er ágæt miðað viða aðra lífeyrissjóði landsmanna, eða með því besta sem enn hefur sést í uppgjöri lífeyrissjóðanna 2011
Breytt afstaða FME frá 2. til 15. mars • Lífeyrissjóðirnir sem eiga FSÍ óskuðu eftir því við FME að fá að skrá innra virði FSÍ í ársreikninga sjóðanna, enda væri salan á Icelandic frágengin. Eftir fundi um málið með FME barst bréf frá FME 15. mars 2012, þar sem segir: • “Ákvörðun á reikningshaldslegu mati er á ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra við gerð og framsetningu ársreikningsins.........og að FME hafi hvorki forsendur til, né sé það hlutverk hennar að ákvarða hvort færsla einstakra eignarhluta í reikningsskilum lífeyrissjóða gefi glögga mynd”. • Á þessum forsendum hafa allir lífeyrissjóðirnir skrá innra virði FSÍ en ekki nafnvirði, eins og LB hefur gert í útgefnum ársreikningi. • Ef Aldursdeild LB hefði farið sömu leið og aðrir lífeyrissjóðir þá hefðu: • tekjur aukist um 189 milljónir • raunávöxtun hækkað úr 3,52% upp í 4,78% • tryggingafræðileg staða batnað úr -3,86% í -3,40%
Aldursdeild skv. ársreikningi • Sjóðsfélögum fjölgaði á árinu um 165, virkir sjóðfélagar erunú 2000 • Á lífeyrieru 126, helmingurvegnaörorku • Eðlilega eru innborganir sjóðsfélagamikiðhærri en greiddur lífeyrir, það er 1.389.203.995 kr., en lífeyrir aðeins kr. 114.154.468 • Allirnýráðnirgreiðatil Aldursdeildar • NauðsynlegtaðaðildarfyrirtækinstandiviðþannsamningaðallirnýirstarfsmenngreiðitilLífeyrissjóðs bankamanna • Tryggingafræðileg staða er -3,86% “hrein eign umfram heildarskuldbindingar” og því ekki ástæða til skerðingar nú. Staðan hefur batnað milli ára • En ef þessi mínus (yfir -5%) varir í 5 ár þá þarf að lækka réttindi sjóðfélaga. Þessi ákvæði byrja ekki að telja fyrr en 2011 (sama og skýring Hl.d.) • Eignasafnið er ágætt en alltaf þarf þó að endurfjárfesta, innlausn ríkisbréfa og innlánssamningar renna út • Hvert ár í lengri lífaldri eykur skuldbindingu sjóðsins um ca. 5,5% • Lækkun vaxta úr 3,5% niður í 3,25% eykur einnig heildarskuldbindingu sjóðsins um 4%.
Ávöxtun eigna sjóðsins • Um það bil 2 milljarðar eru í fjárvörslu Íslenskra verðbréfa (ÍV), en starfsmenn sjóðsins sjá um utanumhald og vörslu allra annarra eigna sjóðsins. • Erlendar eignir sjóðsins eru í vörslu hjá LÍ og ÍV • Allar eignir sem hægt er að flytja komnar til sjóðsins • Fjárfestingastefna Aldursdeildar verður reglulega í skoðun, en Hlutfallsdeild lítið breytt. Stefnurnar skýrðar hér á eftir
Lífeyrissjóður bankamanna Ársfundur 20. mars 2011 Takk fyrir