140 likes | 356 Views
Lífeyrissjóður bankamanna. Ársfundur 26. mars 2014. Nýr framkvæmdastjóri Lífbank. Sigtryggur Jónsson ákvað að segja starfi sínu lausu um mitt ár 2013. Hann hætti sem framkvæmdastjóri um áramótin 2013/2014, en hefur unnið með okkur að undirbúningi fyrir þennan ársfund.
E N D
Lífeyrissjóður bankamanna Ársfundur 26. mars 2014
Nýr framkvæmdastjóri Lífbank • Sigtryggur Jónsson ákvað að segja starfi sínu lausu um mitt ár 2013. Hann hætti sem framkvæmdastjóri um áramótin 2013/2014, en hefur unnið með okkur að undirbúningi fyrir þennan ársfund. • Sigtryggur hóf störf hjá Lífbank 1. janúar 1985 og tók við sem framkvæmdastjóri sjóðsins 1. janúar 1987. • Sigtryggur átti 29 ára farsælt starf fyrir sjóðinn og við þökkum honum innilega fyrir allt hans góða starf og ánægjulega samvinnu. • 1. janúar 2014 tók Ólafur Kr. Valdimarsson við sem framkvæmdastjóri Lífbank. Við óskum honum velfarnaðar og væntum mikils af samstarfi við Ólaf og alla samstarfsmenn hans.
Stjórn og starfsmenn • Fulltrúar sjóðfélaga eru 3, kosnir til tveggja ára á ársfundi 2012, Friðbert Traustason, Þóra Valný Yngvadóttir og Sigurjón Gunnarsson. Fulltrúar aðildarfyrirtækja einnig 3, Bergþóra Sigurðardóttir, Ásta H. Bragadóttir og Helgi H. Steingrímsson. • Stjórnin skipti með sér verkum, Friðbert formaður og Bergþóra varaformaður • Starfsmenn sjóðsins eru Anna Karlsdóttir, Halldór Emil Sigtryggsson, Hulda Björk Guðmundsdóttir, Margrét Björk Jóhannsdóttir og Ólafur Kr. Valdimarsson, framkvæmdastjóri. • Kjörnir skoðunarmenn eru Hallfríður Gunnlaugsdóttir og Jón Ívarsson. Endurskoðunarnefnd: Ásta H. Bragadóttir, Sigurjón Gunnarsson og Stefán Svavarsson formaður. Löggiltur endurskoðandi er Knútur Þórhallsson frá Deloitte hf. • Tryggingafræðingur er Bjarni Guðmundsson og lögfræðingur sjóðsins er Sveinn Sveinsson, hrl. • Sjóðurinn er til húsa að Skipholti 50b
Eftirlit og endurskoðun Lífbank • Fjármálaráðuneytið þarf að samþykkja allar breytingar á samþykktum Lífbank, sem sjóðfélagafundir og aðildarfyrirtækin hafa samþykkt eða stjórn sjóðsins lagt fram • FME hefur eftirlit með að lögum sé framfylgt í einu og öllu og fær einnig ársfjórðungslega skýrslur um rekstur og fjárfestingar sjóðsins • Félagslega kjörnir skoðunarmenn fara yfir alla fjármálagerninga • Löggiltir endurskoðendur Deloitte sjá um ytri endurskoðun og aðstoða við uppsetningu ársreikninga • Löggiltir endurskoðendur KPMG sjá um innri endurskoðun og eru algerlega óháðir ytri endurskoðendum • Endurskoðunarnefnd skipuð þremur aðilum yfirfer og fylgist með úttektum endurskoðenda • Tryggingafræðingur sér um tryggingafræðilega úttekt sjóðsins • Skoðunarmenn reikninga Lífbank afgreiddu úttekt á sjóðnum „án athugasemda“ • Endurskoðendur afgreiddu úttekt á sjóðnum “án athugasemda”, en með ábendingar varðandi neikvæða stöðu Hlutfallsdeildar og mat á verðmati Framtakssjóðsins (FSÍ)
Fjárfestingar Lífbank • Áfram mikil íhaldssemi í fjárfestingum, sérstaklega fyrir Hlutfallsdeildina • Erfitt að ná góðri ávöxtun þar sem fátt er um fína drætti á markaði • ríkisskuldabréf nú með 2-3% vöxtum + verðtrygging • innlán með ca 2,5% vöxtum + verðtrygging • innlán með 4-5% nafnvöxtum • sjóðfélagalán með 3,5% vöxtum, lítil eftirspurn • Fjárfestingasjóðir (framtakssjóðir), flestir fjárfesta í húsbyggingum, en einnig í skuldabréfum • Lokað fyrir erlendar fjárfestingar, ótímabundið • Aldursdeild Lífbank er með í Framtakssjóði Íslands (FSÍ) með um 480 milljón króna skuldbindingu ef allt hlutafé verður innkallað. Gott útlit fyrir góða ávöxtun • FSÍ hefur þegar skilað góðri ávöxtun, sem að hluta til er komið í bækur lífeyrissjóðsins
Hrein eign til greiðslu lífeyrisAldursdeild • 31. desember 2012 19.953 mkr. • Hækkun 2013 3.379 mkr. • 31. desember 2013 23.332 mkr. • Raunávöxtun var 5,19% árið 2013 (en 5,57% árið 2012) • Meðaltal hreinnar raunávöxtunar s.l. 10 ár er 4,00% (s.l. 5 ár 3,91%) • Sjóðurinn þarf að lágmarki 3,5% raunávöxtun en þolir sveiflur í ávöxtun þar sem útgreiðslur verða ekki miklar næstu árin • Eignir í íslenskum krónum eru 92,02%, en í erlendum gjaldmiðlum 7,98% • Útkoma þessa sjóðs er ágæt miðað viða aðra lífeyrissjóði landsmanna, en lítil hlutfallsleg eign í erlendum eignum er aðal ástæða þess að raunávöxtun er aðeins lægri en nokkrir sjóðir náðu 2013 • 10 ára meðal raunávöxtun allra íslenskra lífeyrissjóða var 2,6% (2004-2013 skv LL), en á þeim tíma var meðal raunávöxtun Aldursdeildar 4,00%
Aldursdeild skv. ársreikningi • Virkirsjóðfélagarerunú 1950 • Á lífeyrieru 163, þaraf 41% vegnaörorku • Innborganirsjóðsfélagaerumikiðhærri en greiddurlífeyrir, þaðer 1.696.567 kr., en lífeyriraðeins kr. 188.526 • AllirnýráðnirstarfsmennaðildarfyrirtækjagreiðatilAldursdeildar • NauðsynlegtaðaðildarfyrirtækinstandiviðþannsamningaðallirnýirstarfsmenngreiðitilLífeyrissjóðsbankamanna • Tryggingafræðilegstaðaer -2,97% (var -4,16% árið 2012) “hreineignumframheildarskuldbindingar” ogþvíekkiástæðatilskerðingarnú. Staðanhefurbatnaðmilliára. • Tryggingafræðilegstaðabatnarm.a.vegnabetrirauntalna um örorkulífeyri en áætlanirgerðuráð , en endurmateignamiðaðviðlægriávöxtunvinnurgegnþarsemekkieru í boðisömuávöxtunarmöguleikartillengritíma (á sérstaklegavið um innlán) • Hvertár í lengrilífaldrieykurskuldbindingusjóðsins um ca. 5,5% • Lækkunviðmiðunarvaxtaúr 3,5% niður í 3,25% eykureinnigheildarskuldbindingusjóðsins um 4%.
Hrein eign til greiðslu lífeyrisHlutfallsdeild • 31. desember 2012 35.770 mkr. • Hækkun 2013 986 mkr. • 31. desember 2013 36.756 mkr. • Raunávöxtun var 4,45% (5,06% árið 2012), en meðaltal hreinnar raunávöxtunar s.l. 10 ár er: 4,09% • Sjóðurinn þarf að lágmarki 3,5% raunávöxtun og þolir ekki miklar sveiflur í ávöxtun og þess vegna eru eignir nú flest allar í verðtryggðum íslenskum krónum. Erfitt verður að fjárfesta með álíka ávöxtun næstu misserin, m.a. var innlausn 7 milljarða innláns á árinu 2012, og vextir í boði aðeins um helmingur þeirra vaxta sem voru á innláninu 2006-2012. • Sjóðurinn er með jafna og góða ávöxtun, er meðal bestu lífeyrissjóða í 10 ára meðaltals ávöxtun. 10 ára meðaltal allra íslenskra sjóða 2,60%
Hlutfallsdeild • Greiðandi sjóðfélögum fækkar um 48 á árinu, eru nú 288 • Greiddur lífeyrir er nú 2.151.527 kr., en iðgjöld aðeins 257.588 kr. • Fjöldi sjóðfélaga með lífeyri 887 og fjölgaði um 67 á árinu • Helstu óvissuþættir eins og áður, auk lengri lífaldurs (karla) og aukinnar örorkubyrði, eru lífaldur við lífeyristöku(67/65) og nýting 95-ára reglunnar. Fleiri taka lífeyri fyrr • Tryggingafræðileg staða er -9,72% (-7,94% árið 2012) “hrein eign umfram heildarskuldbindingar” og er það fimmta árið í röð sem staðan er undir -5,0%. • Ef þessi mínus (yfir -5%) varir í 5 ár þá þarf að lækka réttindi sjóðfélaga. Það er hægt að gera með ýmsum hætti, m.a. með beinni lækkun réttinda. • Ástæður þess að tryggingafræðileg staða versnar er lægri aldur við lífeyristöku, hækkun á lífaldri skv. nýjum tölum 2008-2011, endurmat eigna miðað við lægri ávöxtun og fjölgun á örorkulífeyri. Bjarni skýrir betur hér á eftir • Hvert ár í lengri lífaldri eykur skuldbindingu sjóðsins um ca. 5,5% • Lækkun vaxta úr 3,5% niður í 3,25% eykur einnig heildarskuldbindingu sjóðsins um 4%.
Hlutfallsdeild • 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Raunávöxt(%) 6,17 1,67 -1,55 3,08 4,70 4,78 5,06 4,45 H.sk.binding -2,95 0,19 -2,98 -5,79 -6,05 -5,70 -7,94 -9,72 Þessi staða heldur áfram að versna ef ekki er gripið til aðgerða. Eftirlaun frá Lífeyrissjóðnum hækka með neysluvísitölu skv. lögum. Ein leið hefði verið að aftengja vísitöluhækkun, en það er ekki heimilt samkvæmt lögum. 10 ára meðal raunávöxtun allra íslenskra lífeyrissjóða var 2,6% (2004-2013 skv LL), en á þeim tíma var meðal raunávöxtun Hlutfallsdeildar Lífbank 4,09%.
Lög um lífeyrissjóði • 39. gr.Hrein eign lífeyrissjóðs til greiðslu lífeyris ásamt núvirði framtíðariðgjalda skal vera jafnhá núvirði væntanlegs lífeyris vegna þegar greiddra iðgjalda og framtíðariðgjalda. Áætlun um framtíðariðgjöld og væntanlegan lífeyri skal miðuð við sjóðfélaga á þeim tíma sem tryggingafræðileg athugun tekur mið af. Hrein eign til greiðslu lífeyris skal á hverjum tíma metin í samræmi við ákvæði 24. gr. • Leiði tryggingafræðileg athugun skv. 24. gr. í ljós að meira en 10% munur er á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga skv. 1. mgr. er hlutaðeigandi lífeyrissjóði skylt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sjóðsins. Sama gildir ef munur samkvæmt tryggingafræðilegum athugunum á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga hefur haldist meiri en 5% samfellt í fimm ár. • Stjórn lífeyrissjóðs er skylt að fá álit tryggingafræðings á áhrifum breytinga á samþykktum lífeyrissjóðs á getu hans til þess að greiða lífeyri. Tryggingafræðingi lífeyrissjóðs er skylt að skýra stjórn sjóðsins þegar í stað frá því ef tryggingafræðileg úttekt leiðir í ljós að sjóðurinn stendur ekki við skuldbindingar sínar. Hann skal skila tillögum til úrbóta til stjórnar og gera Fjármálaeftirlitinuviðvart.
Lög um lífeyrissjóði • 54. gr.Lífeyrissjóði, sem starfar í samræmi við staðfesta reglugerð samkvæmt lögum nr. 55/1980 og nýtur bakábyrgðar ríkis, sveitarfélags eða banka eða naut slíkrar ábyrgðar 31. desember 1997, er heimilt að starfa áfram á óbreyttum iðgjalda- og réttindagrundvelli fyrir þá sem eiga aðild að sjóðnum við gildistöku laga þessara. Lífeyrissjóði skv. 1. málsl., sem nýtur ekki lengur bakábyrgðar, er skylt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sjóðsins í samræmi við ákvæði 2. mgr. 39. gr. Skulu slíkar breytingar taka mið af ákvæðum 4. gr. um lágmarkstryggingavernd. • VI. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 2. mgr. 39. gr. skal lífeyrissjóði vera heimilt að hafa allt að 15% mun á milli eignarliða og framtíðarskuldbindinga vegna lífeyris miðað við tryggingafræðilega athugun fyrir árið 2011, allt að 13% mun fyrir árið 2012 og allt að 11% mun fyrir árið 2013, án þess að honum sé skylt að gera breytingar á samþykktum sjóðsins. Ákvæði 1. mgr. 39. gr. um að hrein eign lífeyrissjóðs til greiðslu lífeyris ásamt núvirði framtíðariðgjalda skuli vera jafnhá núvirði væntanlegs lífeyris vegna þegar greiddra iðgjalda og framtíðariðgjalda á ekki við um tryggingafræðilega athugun fyrir árin 2011, 2012 og 2013.
Samþykktir Lífbank • 5.1 Stjórn sjóðsins skal árlega láta tryggingafræðing rannsaka fjárhag hans skv. 24. og 39. gr. laga nr. 129/1997. Leiði rannsókn tryggingafræðings í ljós að misræmi hafi myndast milli eigna og skuldbindinga einstakra deilda skal áunnum lífeyrisréttindum sjóðfélaga breytt að fengnum tillögum tryggingafræðings þannig að jöfnuður verði milli eigna og skuldbindinga. Leiði niðurstöður tryggingafræðings í ljós að eignir sjóðsins eða eignir einstakra deilda sjóðsins standi ekki undir skuldbindingum þeirra skal sjóðstjórn fyrst leita leiða til að bæta ávöxtun sjóðsins eða hækka iðgjöld áður en til skerðinga á réttindum kemur sbr. þó 54. gr. laga nr. 129/1997 með síðari breytingum • Ávöxtun Hlutfallsdeildar er yfir viðmiðunartölunni 3,5% s.l. 10 ár, en dugar ekki til. Hærri iðgjöld hafa ekkert að segja með afkomuna þar sem hlutfallslega mjög fáir greiða nú til Hlutfallsdeildar • Eina færa leiðin er að skerða réttindin, í fyrsta skipti í sögu Lífeyrissjóðs bankamanna
Lífeyrissjóður bankamanna Ársfundur 26. mars 2014 Takk fyrir