110 likes | 311 Views
Leonardo DaVinci. Um Leonardo. L eonardo DaVinci Fæddist rétt hjá Flórens árið 1452. Hann var lausaleiksbarn og ólst upp hjá föðurfólki sínu án þess að hafa samband við mömmu sína. Þessar aðstæður eru m.a. taldar hafa hjálpað honum að læra myndlist. Meira um Leo.
E N D
Um Leonardo Leonardo DaVinci Fæddist rétt hjá Flórens árið 1452. Hann var lausaleiksbarn og ólst upp hjá föðurfólki sínu án þess að hafa samband við mömmu sína. Þessar aðstæður eru m.a. taldar hafa hjálpað honum að læra myndlist.
Meira um Leo. Hann fór í nám til meistara árið 1466 og fljótt kom í ljós að hann var fæddur listamaður. Hann var strax tekinn í hóp listamanna, gerir myndir sem sýna hæfileika hans og var falið að vinna ýmis erfið verkefni. En hann ætlaði sér meiri frama og fljótt fóru að koma fram ýmsar nýjar hugmyndir í myndum hans sem áttu eftir að gjörbreyta viðhorfum í myndlist og leggja grunn að hinni háklassísku myndgerð Endurreisnar.
List Leonardo. Leonardo hafði komist að þeirri niðurstöðu að ljós og skuggar væru sérstök fyrirbæri óháð litum, sem samkvæmt náttúrulegum lögmálum ættu að dreifast jafnt yfir myndflöginn allan.Hann gerði sér líka grein fyrir því að ekki er nóg að draga fram dramatískt inntak mynda með ljósdreifingunni einni, heldur skipti meginmáli hvernig fólki var raðað niður á myndflötinn.
Leonardo og List. Í næstu tvo áratugi starfaði Leonardo í Milano í þjónustu höfðingja sem var bæði grimmur og spilltur, en veitti honum þó vinnufrið og allt annað sem þurfti til sköpunar og rannsókna Um aldamótin 1500 er Leonardo svo aftur kominn til heimaborgar sinnar og hefst þá annað Flórens-tímabilið í list hans sem stendur til 1508. Hann fékk ýmis stór verkefni og var með mörg járn í eldinum. Meðan hertogar og kóngar gengu á eftir honum og báðu hann um myndir og teikningar, þá tók hann það upp hjá sjálfum sér að mála unga eiginkonu kaupmanns í borginni, Monu Lísu (1503 - 1505).
Móna Lísa • Leonardo daVinci La Gioconda (Móna Lísa) Máluð 1503-1506 Hæð 77 cm; Lengd 53cm
Meira um Mónu Lísu Leonardo daVinci (1452-1519) málaði Mónu Lísu eða La Gioconda, eins og verkið er kallað víðast utan úr heim, í Flórens rétt upp úr aldamótunum 1500, og málaði hann hana bara einu sinni sem best er vitað.La Gioconda heitir eftir fyrirmyndinni sem talin er vera Lísa, eiginkona flórentínsks kaupmanns, Francesco del Giocondo. Samkvæmt heimildum vann Leonardo að verkinu í 4 ár og loks þegar Leonardo var búin með verkið neitaði eiginmaðurinn að borga honum verklaunin. Málverkið endaði þá í eigu Leonardo sem tók það með sér þegar hann yfirgaf Ítalíu fyrir fullt og allt árið 1516, og gaf velunnara sínum, Frans I Frakkakonungi. Þannig atvikaðist það að málverkið, ásamt með öðrum lausamálverkum er Leonardó gaf Frakkakonungi, myndaði stofninn að Louvre-safninu í París.
Síðasta kvöldmáltíðin • Einstök óheppni varð að því að þau fáu málverk sem til eru eftir Leonardo hafa geymst mjög illa. Það sést best á myndinni Síðustu kvöldmáltíðinni, leifunum af þekktustu veggmynd hans. Verkið þekur vegg í aflöngum sal sem var matstofa í Santa Maria delle Grazie klaustrinu í Mílanó. Í fyrstu var myndin svo raunsæ að hún sýndi hvert smáatriði, matarílátin og fellingarnar í dúknum…….
Mynd Leonardo Á þessari mynd eru líkamshlutar í alveg réttu hlutfalli.Naflinn er miðja líkamans. Ef maður liggur á bakinu með hendur og fætur útréttar og miðja hrings er miðuð við naflann, nema fingur og tær við hringferilinn. Á sama hátt og hægt er að draga hring um mannslíkamann er ferningur myndaður. Því ef við mælum fjarlægðina frá hvirfli til ilja og berum hana saman við fjarlægðina milli útréttra handa, er breiddin sú sama og hæðin.
Endir Höfundar: Sandra, Tinna Ýr, Halla