160 likes | 309 Views
Ævintýraland. Foreldrakynning haustið 2012. F rístundaheimilið Ævintýraland í Kelduskóla Korpu. Létt yfirferð á starfseminni svona úr einu í annað en í von um að þið kynnist okkur pínulítið. Spurningar, mjög velkomnar og það væri vel þegið að rétta upp hendina . Starfsfólk.
E N D
Ævintýraland Foreldrakynning haustið 2012
Frístundaheimilið Ævintýraland í Kelduskóla Korpu Létt yfirferð á starfseminni svona úr einu í annað en í von um að þið kynnist okkur pínulítið. Spurningar, mjög velkomnar og það væri vel þegið að rétta upp hendina
Starfsfólk Hjörtur Harðarson, verkefnastjóri Alexander Harðarson, frístundaleiðbeinandi Ólöf Una Haraldsdóttir, frístundaráðgjafi Falur Birkir Guðnason, frístundaleiðbeinandi Alexandra Björk Adebyi, frístundaleiðbeinandi Það vantar enn einn starfskraft alla daga vikunnar.
Fjöldinn á staðnum • 57 börn eru skrá í haust og það þýður um 80% mætingu af öllum nemendum. 100% í 1. bekk og 100% í annan, 90% í 3 og svo minnkar aðeins í 4. Við viljum auðvitað sjá 100% alls staðar. • 1 og 2 bekkur eru mest saman og svo 3 og 4. Það er gert til þess að börn úr 3 og 4 hætti ekki og fá ný og önnur verkefni.
Kaffitímar 1 og 2 bekkur borða saman ca. 14:20 og þá 3 og 4 bekkur saman ca. 14:45svo koma ávextir kl: 15:45.Þau sem þurfa að fara fyrr t.d. Í aðrar tómstundir fá líka að borða tímanlega
Opnunartímar • 1, 2 og 3 bekkur fá að koma til okkar 13:40 • 4 bekkur kemur klukkan 14:00 • Þetta er unnið í samræði við hvern og einn skóla í hverfinu eftir þeirra skólatöflu og svo samninga við viðkomandi frístundaheimili og getur verið mismunandi eftir skólum.
Koman og heimferðin Það er rosalega mikilvægt að bæði þegar börn koma að láta þá merkja við sig og einnig þegar þau fara heim að láta merkja við sig. Annars fer mikill tími í að leita að barni til að skrá það inn og svo einnig ef það er farið heim/sótt án þess að látið er vita þá getum við haldið að það sé týnt og það getur bæði verið erfitt og tímafrekt því okkar vinna felst í því að leika við börnin og þeim finnst ekkert gaman þegar við erum alltaf að standa upp frá spili og tefja leikinn því þetta er þeirra tími.
Símtöl í Ævintýraland Gsm-inn er verkefnastjóri alltaf með á sér en vinnutíma hans líkur stundum klukkan 16:00 og stundum klukkan 17:00 því kemur fyrir ekki sé svarað í hann eftir þann tíma en borðsíminn er alltaf opinn. Svo vil ég benda á það símtöl geta truflað leik barna og því viljum við biðja ykkur um að halda þeim í lágmarki þegar frístundatíminn er. Börnin fá ekki að hringja heim (nema að eitthvað mikilvægt sé að eða vantar). Mikilvægt er því að hafa gott skipulag á heimferðum barna.
Hvernig? Um að gera að senda mér tölvupóst eða að hringja og þá helst fyrir hádegiSímanúmer og tölvupóstur er á heimsíðunni gufunes.isEinnig er hægt að senda SMS í símann eftir hádegi það er ekki eins truflandi. Yfirleitt höfum við ekki tíma til að kíkja á tölvupóst eftir hádegi.
Heimasíðan: gufunes.is og velja frístundaheimili og svo Ævintýralandið Þar er að finnaFréttir, myndir, dagatal, dagskrá, tölvupóst, símanúmer sem og aðra viðburði t.d. Þegar það er lokað, sem gerist.
Allir viðburðir Ég mun reyna að senda öllum tölvupóst sem flestir nota oftast en heimasíðan er einnig góð upplýsingaleið eftir þörfum.Ég ætla að senda öllu tölvupóst í vikunni og biðja um svar svo ég geti verið viss um ég sé að senda ykkur á réttan stað þannig að allir eru að fá fréttir frá okkur.
Sem dæmi um auglýsta viðburði á haust önn Það er lokað næsta miðvikudag því frístundaheimilin í Grafarvogi fá einn starfsdag á hvorri önn. Svo er langur dagur hjá okkur á föstudaginn. Hann er stundum nýttur í góðar ferðir en ekki þegar námsmat er í skólanum. Á langa daga þarf að skrá tímanlega og það er rukkað aukalega fyrir þá.
Skipulagið, að hafa gaman og aga. Hvað er í boði? Krakkar geta leikið sér og er fullt af dóti í boði einnig fullt af spilum. Svo erum við með alls konar klúbba og smiðjur svo sem handboltaklúbb, bakstursklúbb, föndurklúbb og almenna spilaklúbba og líka föstudags fjör þar sem æfum m.a. lestur og uppistand. Svo reynum við að skapa góðan vinskap í leiknum. Einnig höfum við alls konar keppnir og nú síðast var metnaðarfull kökukeppni.
Aðstaðan Skólinn,…. Önnur frístundaheimili Gufunesbær Ferðalög
Vera í bandi. Um að gera ef þið viljið forvitnast um eitthvað en kannski ekki fyrir framan aðra þá er bara um að gera að hafa samband og ég mun svara ykkur eins fljótt og hægt er, yfirleitt samdægurs, sérstaklega ef þið hafið samband fyrir hádegi.
Koma með hugmyndir Þeir sem eru með einhverjar hugmyndir um heimsóknir eða eitthvað klúbbastarf þá er það bara vel þegið. Takk fyrir okkur og megið þið og börnin ykkar eiga góðan vetur