110 likes | 231 Views
Landsáætlun um úrgangsmál Sameiginleg umsögn SI, SA og SVÞ. Bryndís Skúladóttir 15. nóvember 2012. Almennt. Gerum athugasemdir við þá mynd af stöðunni sem dregin er upp. Almennt gert lítið úr hlutverki atvinnulífs í málaflokknum.
E N D
Landsáætlun um úrgangsmálSameiginleg umsögn SI, SA og SVÞ Bryndís Skúladóttir 15. nóvember 2012
Almennt • Gerum athugasemdir við þá mynd af stöðunni sem dregin er upp. • Almennt gert lítið úr hlutverki atvinnulífs í málaflokknum. • Neikvæður tónn í skjalinu og lesandinn fær þá mynd að lítið hafi áunnist undanfarin ár. • Tillögur líða fyrir skort á bakgrunnsvinnu. • Margar tillögur að sjást hér í fyrsta sinn og ekkert verið rætt við þá sem málið varða. Bryndís Skúladóttir
Fagna því sem vel er gert • Neikvæður tónn í skjalinu. • Almennt hefur unnist gríðarlega góður árangur undanfarin ár, sbr. myndir í kafla 3. • Æskilegt væri að rýna hvernig þetta hefur náðst. • Vanda þarf betur meðferð gagna og ályktanir sem eru dregnar. Bryndís Skúladóttir
Samkeppni • Látið hjá líða að fjalla um dæmi um vel heppnuð verk einkafyrirtækja og samstarf við opinbera aðila. • Hörð samkeppni á úrgangsmarkaði hefur skapað nýjar og frumlegar lausnir sem fyrirtæki og sveitarfélög njóta góðs af. • Einkaaðilar í allri framkvæmd, nema urðun og brennslu. • Betri lausnir, ásamt jákvæðu viðhorfi til endurvinnslu, hafa leitt til þess að flokkun og endurvinnsla úrgangs hefur tekið kipp fram á við undanfarin ár. • Ýta ætti undir þátt einkafyrirtækja, nýjar lausnir, auka hagkvæmni og hraða framþróun. Bryndís Skúladóttir
Markmið um urðun og urðunarbann • Engar forsendur til að meta raunhæfi tilagnanna. • Skortir greiningu á umhverfis- og efnahagslegum áhrifum og tæknilegum möguleikum. • Setjum sömu metnaðarfullu markmið og EB og þurfum ekkert að skammast okkar fyrir það. • Slæm reynsla af því að setja fram markmið án þess að meta leiðirnar sem fara á. • Útfærslan alls óljós, sbr. ummæli um að „...ekki sé skýrt í lögum hvernig skipta eigi heimildum til urðunar lífræns úrgangs milli landssvæða.“ • Auðveldast að ná árangri í byrjun. Bryndís Skúladóttir
Urðunarskattur • Mengunargjöld almennt notuð í vel skilgreindum tilfellum og gjaldið nýtt í atvinnulífi til að ná alþjóðlegum markmiðum. • Hætta á að skattheimtan verði almenn. • Gert er ráð fyrir í skýrslunni að urðun verði dýrari hvort eð er - fælingarmáttur því óljós. • Ekki verði lagður á urðunarskattur, úrgangshafar greiði fyrir kostnað sem hlýst af meðhöndlun. • Mótsögn: Nota skattinn í úrbætur á urðunarstöðum en annars staðar segir að gjald fyrir förgun skuli standa undir kostnaði. • Mótsögn: ekki verði tekið gjald fyrir skil heldur kostnaður innifalinn í vöru eða þjónustu. Bryndís Skúladóttir
Framleiðendaábyrgð • Framleiðendaábyrgð verði einfölduð til að ná fram aukinni samlegð og hagkvæmni. • Ekki er sjálfgefið að ein leið henti öllum. • Notað sem leið til að ná alþjóðlegum markmiðum. • Ný úrgangstilskipun fer frá því að fjalla um vöruflokka yfir í að fjalla um úrgangsstrauma. • Dýrt að halda vöruflokkum aðskildum fyrir bókhald eingöngu. • Endurvinnsla verði hagkvæmari en endanleg förgun en þarf ekki endilega að vera gjaldfrjáls. • Úrgangshafi greiði ekki fyrir að losa sig við úrgang – getur unnið á móti markmiði um að minnka úrgang. Bryndís Skúladóttir
Sérstök söfnun • Gamalt vín á nýjum belgjum – eða eru þetta nýjar kröfur ? • Þarf að gæta þess að takmarka ekki góðar lausnir, dæmi: lífrænum úrgangi safnað með pappa sem stoðefni til jarðgerðar. Stangast á við ,,...skal ekki blanda saman við úrgang eða efnivið sem hefur aðra eiginleika“. • Gæta þess að týna ekki heimild í tilskipun: ,,...ef það er tæknilega, umhverfislega og efnahagslega gerlegt.“ Bryndís Skúladóttir
Fyrirbyggjandi aðgerðir • Segir í skjalinu að áhersla hafi ekki verið á fyrirbyggjandi aðgerðir. Samtökin ekki sammála því. Þarf að fara út fyrir úrgangsgeirann til að fá yfirsýn yfir það. • Segir í skjalinu að minni urðun lífræns úrgangs megi rekja til efnahagsþrenginga. Ekki rætt um aukna moltugerð, áherslu á að nýta aukaafurðir og bætta úrgangsstjórnun. • Ef við skoðum ekki góðu dæmin þá missum við af tækifæri til að læra af þeim. Bryndís Skúladóttir
Einnota burðarpokar úr plasti • Tillaga um gjald á einnota burðarpoka úr plasti og bann við afhendingu ókeypis poka í verslunum. • Engar umræður hafa farið fram við verslunina eða framleiðendur. • Flókið og erfitt að sjá í gegnum hvernig eigi að framkvæma og hafa eftirlit. • Viljum láta reyna á frjálsa þátttöku fyrirtækja. • Er nú þegar til staðar með Pokasjóði og hann má efla. Bryndís Skúladóttir
Aðrar tillögur • Skoða þarf markmið fyrir söfnun á glerumbúðum en ágætisárangur hefur náðst í endurnýtingu en markmiðið snýr að endurvinnslu. • Endurskoða starfsleyfisumhverfi endurvinnslufyrirtækja. • Kafli um fræðslu- og kynningarmál tekur afar þröngt sjónarhorn. Þarf að skoða betur. • Tölfræði og skortur á upplýsingum mætti bæta með samstarfsverkefni. Bryndís Skúladóttir