60 likes | 365 Views
COCO CHANEL. Chanel. Franski tískuhönnuðurinn, Coco Chanel (1883 -1971), var ein af þeim fyrstu sem gagnrýndi hvernig hönnuðir höfðu meðhöndlað konuna og hvaða ímynd þeir höfðu skapað henni.
E N D
COCO CHANEL Dardane
Chanel Franski tískuhönnuðurinn, Coco Chanel (1883 -1971), var ein af þeim fyrstu sem gagnrýndi hvernig hönnuðir höfðu meðhöndlað konuna og hvaða ímynd þeir höfðu skapað henni. Chanel hannaði klæðnað fyrir nýju konuna sem birtist í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar; konu sem vann fyrir nýtt þjóðfélag. Hún minntist þess að fram til þessa höfðu hönnuðir klætt konur sem gagnslausar og iðjulausar dúkkur en héðan í frá ætlaði hún að eiga viðskipti við framtakssamar konur og framtakssamri konu varð að líða vel í kjólnum sínum. Hann varð að vera þægilegur. Dardane
Fatnaður Fatnaður hennar einkenndist af einfaldleika þar sem öllu óþarfa skrauti var kastað fyrir róða, vasar og hneppslur höfðu t.d. tilgang en voru ekki eingöngu til skrauts, auk þess sem hún setti ól á handtöskurnar og bar þær á öxlinni til þess að auka þægindi konunnar og eiga minni hættu á að týna þeim. Dardane
Tíska Tískanáttiekkiaðeinskorðastviðfyrirfólkhelduraðnátilalmennings, þeirrasemminnahöfðumillihandanna. Chanel hannaðiódýraskartgripisemáttueftiraðgjörbreytaþvíhvernigmennhugsuðu um skartgripi. Magnoggæðiskartgripahöfðusamkvæmtgamallihefðverið sett í samhengiviðeignarhaldmannsins á konunni, þvíkonanvarháðmanninum. Chanel bjóaftur á mótitilskartgripitilþessaðstaðfestasjálfstæðikonunnar. Alltsem í þeimvar, varóekta; perlur, steinarog gull, en gripirnirvoruenguaðsíðurgerðirafmikillitækniognákvæmni. Útkomanvarsúaðþeirbáru sig velgegneinfaldleikakjólsinsánþessaðgeraúrþeimyfirlýsingu um auðæviþeirrarsemgengimeðþau. Dardane
Tíska... Eftirmaður Chanel í hugsunarhætti um jafnréttisgrundvöll kynjanna, var Giorgio Armani (f. 1934) á áttunda áratugnum. Hann setti saman fatalínu sem dró áhrif sín frá karlmannasniðum og efnum, og bjó til viðskiptafatnað kvenna í stjórnunarstöðum. Þessi lína var í senn fáguð og þægileg, og einkenndist af einfaldleika, hlutlausum litum og léttleika, og átti eftir að hafa áhrif á síðari stefnu minimalismans. Calvin Klein (f. 1942) tók einnig undir afstöðu Coco Chanel til “fátæktar munaðarins" og árið 1995 tók hann eitt skref lengra í átt til jafnréttis kynjanna og kom fram með ilmvatnið CK one, sem átti að höfða jafnt til karla sem kvenna. Dardane
Tíska... Chanel hafði skapað stílinn en spænski hönnuðurinn Cristóbal Balenciaga (1895 – 1972) bjó til aðferðafræðina. Hann sagði að klæðskerinn yrði að vera: “Arkitekt í sníðagerð, höggmyndari í formum, myndlistarmaður í litum, tónlistarmaður í samstillingu og samræmi og heimsspekingur á mælikvarðann." Því til staðfestingar sagði hann að konan sem klæddist kjólum hans þyrfti hvorki að vera falleg né að hafa fullkomnar línur. Kjóllinn myndi gera allt fyrir hana. Fatnaðurinn hafði lag á því að gera aðra manneskju úr konunni. Dardane