140 likes | 301 Views
Fóstbræðrasaga. Kaflar 18-22. Kafli 18. Þórarinn ofsi og Þorgrímur trölli skilja félag sitt. Þórarinn fékk fé en Þorgrímur skip. Þórarinn fer norður í Eyjafjörð við 12. mann. Hann hafði höfuð Þorgeirs í belg með sér, þeir skemmtu sér við það að taka það upp og hlæja að því.
E N D
Fóstbræðrasaga Kaflar 18-22
Kafli 18 Þórarinn ofsi og Þorgrímur trölli skilja félag sitt. Þórarinn fékk fé en Þorgrímur skip. Þórarinn fer norður í Eyjafjörð við 12. mann. Hann hafði höfuð Þorgeirs í belg með sér, þeir skemmtu sér við það að taka það upp og hlæja að því. Eitt sinn er þeir gerðu það þá sýndist þeim höfuðið ógurlegt, augun opin og munnurinn, en tungan úti. Urðu hræddir og grófu höfuðið.
Kafli 18 Þormóður unir sér illa eftir lát Þorgeirs. Hann fer utan til Noregs og er með Ólafi helga konungi, hann nýtur þess að vera fóstbróðir Þorgeirs. Ólafi líkar það illa að Þorgeir hafi verið drepinn, fer fram á að Þormóður hefni. Hjá konungi voru Steinólfur, Kálfur, Eyjólfur og Þorgeir hófleysa, ásamt grænlenskum manni – Skúf. Vorið eftir víg Þorgeirs var gert um málið á þingi. Þórarinn ofsi var veginn það sumar í Eyjafirði.
Kafli 18 Eyjólfur og Þorgeir hófleysa keyptu skip í Noregi og héldu til Íslands. Þeir lentu í hrakningum en þegar þeir komu í Borgarfjörð greindi þá á um hvar skyldi lenda. Þeir urðu ósáttir (sbr. spá kerlingar) og skilja þannig. Þorgeir fór í Garpsdal til Steinólfs og Kálfs. Eyjólfur fór til móður sinnar í Ólafsdal.
Kafli 19 Spákerlingin deyr og flytur Eyjólfur hana til Reykhóla til greftrunar. Á leiðinni heim, er hann kemur að Garpsdal eru Kálfur og Steinólfur úti þeim sýnist Þorgeir Hávarsson ásamt 9 mönnum sem með honum féllu, nálgast alblóðugir. Þeim verður hverft við þessa sýn. Önundur gætti nauta í Garpsdal, hann sér hvar Eyjólfur kemur ríðandi Hann tilkynnir að Eyjólfur ríði þar hjá, Þorgeir hófleysa fer út og ætlar að berjast við hann, þeir falla báðir, spáin rætist.
Kafli 20 Þormóður vill fara til Grænlands, kóngur biður hann um að hefna Þorgeirs. Hann fær far með Skúfi, grænlenskum manni. Gestur, ókunnugur maður, fær far á sama skipi og Þormóður, þeim kemur ekki vel saman. Takast á við austur í skipinu. Þeir halda samt friðinn. Telgja saman rá sinn hlutann hvor, sem passa síðan algjörlega saman. Þeir hitta Þorkel sem var höfðingi í Eiríksfirði. Skúfur á bú í Stokkanesi við Eiríksfjörð. Þormóður fer til vistar í Brattahlíð. Gestur fer í Einarsfjörð.
Kafli 21 Þorgrímur trölli Einarsson bjó í Einarsfirði, hjá honum bjó systir hans, Þórdís. Þórdís átti 4 syni: Böðvar, Falur, Þorkell og Þórður. Þórunn önnur systir Þorgríms, bjó í Einarsfirði, hún átti son sem heitir Ljótur. Sigríður bjó að Hamri, hún átti son sem hét Sigurður. Loðinn hét verkþræll í Brattahlíð. Honum fylgdi kona sem hét Sigríður. Hún átti að þjóna Þormóði. Loðni fannst hún dvelja of lengi í skemmunni hjá honum og sakaði hana um lauslæti. Þeir takast á um hana, Þorkell gengur á milli og lofar Loðni því að ekkert ósiðsamlegt eigi sér stað.
Kafli 22 Þorkell býður í partý um jól, m.a. Skúfi og Bjarna úr Stokkanesi. Þegar allir eru að fara kemur Loðinn inn þar sem Þormóður er og dregur hann á löppunum eftir gólfinu. Þeir eru skildir að, en Þormóður drepur Loðin við næsta tækifæri. Þorkell vill láta drepa Þormóð en Bjarni og Skúfur bjarga honum og bjóða Þorkeli bætur fyrir Loðin.
Kafli 23 Fífl-Egill var húskarl hjá þeim Skúfi. Þormóður vill fá fylgdarmann hvert sem hann fer, Fífl-Egil. [...léku oft að honum dætur heimskunnar, þær dul og rangvirðing, svo að hann vissi eigi gjörla hver hann var] Bjarni smíðar öxi fyrir Þormóð. Á þingi er Þorgrímur trölli að segja sögur af Þorgeiri Hávarssyni, Þormóður drepur hann. Platar Fífl-Egil, þannig að menn halda að hann hafi drepið Þorgrím, og kemst sjálfur undan. Klausa um líffræði bls. 80
Kafli 23 Þormóður segist heita Ótryggur Tortryggsson þegar hann drap Þorgrím. Seinna á flóttanum segist hann heita Vígfús. Bjarni og Skúfur fara með vistir til Þormóðs, þá grunar að hann hafi drepið Þorgrím. Þeir hvetja hann til að láta staðar numið í hefndinni og flytja hann í helli – Þormóðarhellir. Menn grunar á þinginu að Þormóður hafi vegið Þorgrím og er hann lýstur sekur skógarmaður, Böðvar og Falgeir eiga mál á hendur honum.
Kafli 23 Lúsa-Oddi klausa um hann á bls. 84. Þormóður hefur fataskipti við Lúsa-Odda. Þormóður segist heita Torráður. Þormóður drepur frændur Þorgríms: Þorkel, Þórð og Falgeir sem nær að særa Þormóð. Þeir falla báðir niður af hamrinum í sjóinn, Falgeir hafði misst vopn sitt, báðir vopnlausir í sjónum. Belti Falgeirs slitnar og Þormóður dregur buxurnar niður um hann, og hann drukknar þar. Þormóður skríður upp á sker og býst við að deyja þar.
Kafli 23 Lúsa-Oddi átti að fara til Bjarna og Skúfs og segja þeim frá því að hann hafi hitt Torráð. Þeir átta sig á því að þar muni Þormóður hafa verið. Þeir fara með Þormóð til Gamla og Grímu. Gríma var “svarkur mikill, ger að sér um margt, læknir góður og nakkvað fróð” Gríma læknar Þormóð, hann var í 12 mánuði hjá þeim. Þórdísi dreymir draum, hún fer gandreið, hana dreymir hvar Þormóður er.
Kafli 23 Grímu dreymir sömuleiðis að Þórdís sé á leið til þeirra. Gríma galdrar: lætur Þormóð sitja í stól sínum sem er með Þórslíkneski útskorið, lætur Gamla sjóða sel og setja sorp á eldinn svo mikill reykur myndast, hún sjálf situr í dyragættinni, spinnur og fer með galdraþulur. Þórdís og hennar menn finna ekki Þormóð.