190 likes | 383 Views
Gran Canaria. Comeniusar-ferð til Gran Canaria 26. október - nóvember. Eiríkur, Ingunn, Inga og Íris fóru í þessa ferð fyrir hönd Sjálandsskóla. Gran Canaria, sunnudagur. Við heimsóttum gamlan bæ sem heitir Aguimes. Hér er gömul kirkja sem er í bænum. Gran Canaria, sunnudagur.
E N D
Gran Canaria Comeniusar-ferð til Gran Canaria 26. október - nóvember. Eiríkur, Ingunn, Inga og Íris fóru í þessa ferð fyrir hönd Sjálandsskóla
Gran Canaria, sunnudagur Við heimsóttum gamlan bæ sem heitir Aguimes. Hér er gömul kirkja sem er í bænum.
Gran Canaria, sunnudagur Í Aguimes gengum við um bæinn og heimsóttum fólk sem bauð okkur í garðinn sinn. Á þaki hússins er frábært útsýni yfir bæinn.
Gran Canaria, sunnudagur Við litum inn í vinnustofu listamanns og skoðuðum skemmtileg verk hans. Þetta verk er búið til úr máluðum mjólkurfernum
Gran Canaria, sunnudagur Við keyrðum síðan 10 kílómetra inn milli fjallanna. Þar boðrðuðum við hádegisverð á veitingastað inn í helli sem var áður mannabústaður. Á þessu svæði eru margir hellar sem fólk bjó í áður fyrr. Við borðuðum ýmsa þjóðlega smárétti sem kallaðir voruTapas. Þetta voru smáir réttir með kjöti,fiski,osti og fl. Einn rétturinn minnti okkur á íslenskan blóðmör.
Gran Canaria,mánudagur Við heimsóttum C.P.SAN JOSE ARTESANO skólann sem Cecelia kennir í. Börnin mæta í skólann klukkan 9:00 og mynda raðir fyrir utan skólann. Þennan morgun tóku þau á móti okkur með söng.
Gran Canaria, mánudagur Nemendur tóku á móti okkur og afhentu okkur nafnspjöld. Síðan fylgdu þeir okkur um skólann. Þeir sýndu okkur leikrit sem´er eftir pólskri sögu sem þeir höfðu æft á ensku.
Gran Canaria, mánudagur Við heimsóttum margar skólastofur og hittum skemmtilega krakka. Þeir voru á aldrinum 3ja – 12 ára
Gran Canaria, mánudagur Eftir skemmtilega skólakynningu funduðu kennararnir um verkefnið og það sem framundan er.
Gran Canaria, mánudagur • Eftir skólaheimsóknina skoðuðum við grasagarð í nágrenninu. Þar mátti meðal annars sjá plöntur í útrýmingahættu, kaktusa og fleiri jurtir og blóm. Þessi garður er líka heimkynni margra fuglategunda.
Gran Canaria, þriðjudagur • Við byrjuðum daginn í kennslumiðstöðinni í Las Palmas. Þar skoðuðum við bókasafn þar sem skólarnir geta fengið námsefni og spil lánuð í kennslu.
Gran Canaria, þriðjudagur • Í kennslumiðstöðinni fórum við svo á námskeið í etwinning sem við ætlum að nota í samskiptum okkar á milli á meðan á verkefninu stendur.
GranCanaria, miðvikudagur Hópurinn hittist í gamla bænum í Las Palmas. Cecelia sagði okkur sögu staðarins og benti okkur á sögulega staði.
Gran Canaria,miðvikudagur Fyrsta húsið sem reist var í Las Palmas var árið 1478. Rétt hjá var líka fyrsta kirkjan sem reist var í Las Palmas.
Gran Canaria, miðvikudagur Landkönnuður-inn Kristofer Kólumbus dvaldi í þessu húsi meðan hann undirbjó ferðalög sín um heimshöfin. Nú er í húsinu safn sem geymir sögu eyjanna.
Við fórum með rútu á suðurhluta eyjunnar. Fyrst heimsóttum við Puerto de Mogan sem þýðir Höfn Mogans. Þetta er mjög fallegur staður og vinsæll ferðamannastaður. Gran Canaria, fimmtudagur