360 likes | 573 Views
Texti og túlkun. Punktar út frá greinum Jakobs Benediktssonar, Páls Skúlasonar og Vésteins Ólasonar í Mál og túlkun. Yfirlit. I. – Textafræði (Textual criticism) II. – Túlkunarfræði (Hermeneutics) III. – Bókmenntagagnrýni (Literary criticism). I. Textafræði. Textafræðin. Handritafræði
E N D
Texti og túlkun Punktar út frá greinum Jakobs Benediktssonar, Páls Skúlasonar og Vésteins Ólasonar í Mál og túlkun
Yfirlit I. – Textafræði (Textual criticism) II. – Túlkunarfræði (Hermeneutics) III. – Bókmenntagagnrýni (Literary criticism)
Textafræðin • Handritafræði • Fornskriftarfræði • Ferill handrits • Textarýni • Ættarskrá handrita • Útgáfa textans • Endurgerving • Eitt handrit • Textaskýringar • Orðskýringar • Efnisskýringar • Textasamanburður
Túlkunarhefðir • Lagatúlkun • Hvernig á að beita almennum lögum í tilteknum kringumstæðum • Biblíutúlkun (sjá Mál og túlkun, bls. 133-135) • Týpólógísk túlkun (frumkirkjuleg) • Samband Gamla og Nýja testamentisins • Allegórísk túlkun (nýplatónsk) • Sómatísk/líkamleg: Bókstafleg • Psychisk/sálarleg: Síðferðileg • Pnevmatísk/andleg: Andleg
Túlkunarhefð miðalda • Samsett úr týpólógískri og allegórískri túlkun • Historia: Bókstafleg merking (söguleg) • Allegoria: Tengsl Gamla og Nýja testamentis (sbr. týpólógíska túlkun) • Tropologia: Siðferðileg merking • Anagogia: Andleg merking
Saga túlkunarfræði • Friedrich Schleiermacher (1768-1834) • Almenn túlkunarfræði • Wilhelm Dilthey (1833-1911) • Sagan sem texti • Martin Heidegger (1889-1976) • Tilvistartúlkun • Hans-Georg Gadamer (1900-2002) • Paul Ricoeur (1913)
Aðeins um Schleiermacher • Biblíutúlkun • Lagatúlkun • Almenn túlkunarfræði • Bilið milli tákns og merkingar
Túlkun • “Flytja merkingu og boðskap einhvers máls yfir á annað mál þannig að það sem sagt er verði (betur) skiljanleg”
Tákn og merking Nærtækt og framandi
Tákn og merkingFramandi og nærtækt • Atta unsar þu in himnam weihnai namo þein qimai þiudinassus þeins wairþaei wilja þeins swe in himina jah ana airþai • http://w3.ub.uu.se/arv/codex.cfm • http://yivoinstitute.org/yiddish/yiddish.htm
Forsendur túlkunar • Þekking á máli • Tunga / tal (málkerfi / orðræða) • Skilningur á viðfangsefni • Túlkunarreglur • Boðskapur textans ? • Dulin merking ?
Túlkunarvandi • Skilningur: Greina merkingu tákna og samhengi þeirra • Túlkun: Útleggja þessa merkingu með öðrum táknum. • Túlkunarvandinn • Bil milli merkingar og skilnings • Skýra rök, gildi og takmarkanir túlkana
Túlkun og texti • Sjálfstæði ritmálsins • Fornir textar • Ádeilugreinar • Tölvupóstur • Stærra bil milli ætlunar og táknmáls • Óvissa lesanda (og höfundar) um skilning
Tileinkun (e. application) • “Að túlka er að brúa bilið milli boðskapar tiltekins táknmáls og forskilnings lesenda á því sem um er að ræða” • Forskilningur lesanda gerir honum kleift að tileinka sér merkingu táknanna og setja hana fram með öðrum táknum • Gagnvirkni texta og túlkanda • Túlkandi ®texti ® túlkandi • Forskilningur sem grundvöllur túlkana ®Spurningin um gildi túlkana
Afstæði eða algildi • Hlutlæg túlkun • Fyrst: Merking verksins í sjálfu sér (hlutlægt) • Ricoeur: Strúktúralisminn kemur hér með hlutlægnisviðmið (skýring) • Síðan: Þýðing verksins fyrir lesendur (huglægt) • Ricoeur: Túlkunarfræðin kemur hér með tileinkunarviðmið (skilningur) • Huglæg túlkun • Merking verksins í sjálfu sér er merkingarleysa • Merking er alltaf merking fyrir einhvern • Túlkun gengur út frá forskilningi lesenda
Ólíkar réttmætar túlkanir • Hlutlæg túlkun: endurspeglar textann • Vandinn er ekki að greina persónubundið mat frá skilningi á boðskap texta • Hlutverk túlkunarfræði að skýra, réttlæta, og gagnrýna ólíkar eða andstæðar túlkanir sem eiga rétt á sér • Huglæg túlkun: endurspeglar túlkandann • Merking alltaf háð persónulegum fordómum • Vandinn snýst yfir í að skilja þýðingu textans fyrir lesendur, ekki textann sjálfan
Páll um vanda ólíkra túlkana • “Þessar tvær kenningar takast sem sé ekki á við eitt aðalúrlausnarefni túlkunarfræðinnar: Hvernig verður sami texti skilinn og túlkaður réttilega á fleiri en einn veg? ... Raunverulegar túlkanir eru sjaldnast afstæðar í þeim skilningi að þær eigi sér enga stoð í hinum túlkuðu textum, eða algildar í þeim skilningi að þær séu algerlega óháðar einstaklingsbundnum viðhorfum túlkenda.” (Mál og túlkun, bls. 184-185)
Róbert um sama vanda • “Sú skoðun heyrist sífellt oftar að mestu skipti að fá fram sem flestar ólíkar túlkanir á lista- og heimspekiverkum, gæðin liggi í fjölbreyttum sjónarhornum o.s.frv. Þá er gjarnan sagt að engin ein túlkun sé í sjálfu sér réttari eða betri en önnur. ... þessi viðtekna speki samtímans – sem byggist á endanum á viljaleysi til að leggja mat á hlutina – spilli[r] meira fyrir einlægum, alvarlegum samræðum manna á milli en flest annað.” (TMT, bls. 12)
Vandinn um gildi túlkana • Andstæðar skoðanir • Páll Skúlason: Alltaf má gera ráð fyrir því að tvær ólíkar túlkanir séu jafn réttar. • Róbert Haraldsson: Stundum er ein túlkun réttari eða betri en önnur. • Hvað er rétt eða góð túlkun? • Skynsamleg túlkun er sú sem stenst gagnrýnið mat
Aðferðafræðilegar reglur • Samkvæmni: Er túlkunin laus við innri mótsagnir? • Samstæði: Myndar túlkunin samstæða heild? • Staðreyndir: Tekur túlkunin tillit til staðreynda og gerir grein fyrir þeim? • Rökstuðningur: Eru gild og sannfærandi rök færð fyrir túlkuninni? • Frjósemi: Leiðir túlkunin til nýrra uppgötvana, hugmynda eða innsæis?
Tegundir túlkunar • Ritað mál og forskilningur lesanda • Gefa textanum innihald og tengja merkingu hans við raunveruleikann • Merking og tilvísun • Samkvæmni og samsvörun • Tvö meginsjónarmið til grundvallar túlkun • Merking • Hvað er sagt? • Sannleikur • Er það satt?
Ritskýring og merking • Lykillinn sem gerir heildina skiljanlega • Leit að samkvæmri einingu og heild • Dæmi: Líta á texta sem svar við spurningu • Tveir lyklar • Hugsun höfundar (sbr. innsæi) • Sögulegt samhengi (sbr. tækni) • Skilja höfundinn betur en hann sjálfur • Sitz im Leben
Ritskýring og sannleikur • Hvernig þekkjum við efni textans? • Óháð textanum; dæmi: stærðfræði • Textinn sjálfur aðalheimildin; dæmi: trúarlegir textar • Trúartextar • Bókstafleg merking / myndmál, táknmál • Sannindi • Hver er sönn merking? • Hver er boðskapurinn? • Skáldskapur • Úrelt þekking • Ímyndanir (tjáning)
Túlkunarvandinn • Túlkunarhringurinn • Trú ® skilningur ® trú • Hluti ® heild ® hluti • Forskilningur ® skýring ® skilningur • Hvernig lesum við skáldsögu? • Káputexti • Fyrsti kafli • Heildin
Almennar forsendur túlkunar • Túlkunarhringurinn • Almenn lýsing á skilningsferlinu • Forskilningur: for-dómar • Huglæg forsenda skilnings á textanum • Sögulega skilyrtur og atburður í tíma
Mismunandi forsendur • Hversdagsleg reynsla / fræðileg þekking • Nálægð / fjarlægð milli lesanda og viðfangsefnis • Hversdagslegt skilningshæfi / “tæknilegt” skilningshæfi • Dæmi: Íslenskar (forn)bókmenntir
Menning og samræða • Í menningargreinum mótar okkar eigin afstaða viðfangsefnin í meira mæli en annars • Hvað er þess virði að ræða? • Hvaða forsendur þarf til umræðunnar? • Nýleg dæmi: • Siðferðileg afstaða til gagnagrunna • Skoðun á bréfasöfnum HKL • Samræðan sem ímynd túlkunarferlisins • Spyrja textann spurninga • Leita svara við þeim í textanum
Ritskýring og túlkun • Í guðfræði er stundum gerður greinarmunur á • Ritskýringu • Þar sem leitast er við að skýra upphaflega merkingu textans, stöðu hans og hlutverk þegar hann var ritaður • Túlkun • Þar sem leitast er við að heimfæra textann að nútímanum og sjá hvaða boðskap hann hefur að færa samtímanum, hvað hann segir okkur í dag
Þrjú þrep bókmenntagagnrýni • Túlkun og mat einstakra texta á fræðilegum grundvelli • Leit að merkingu verks og þýðingu fyrir einstakling við tilteknar aðstæður • Viðleitni til að meta verk á fagurfræðilegan eða siðrænan mælikvarða (VÓ, bls. 117)
1. Bókmenntagreining • Greina þætti forms og inntaks og samspil þeirra • Viðmið: Formgerðin – frumþættir sem fá merkingu í venslum • Tæki: Hugtök og fræðiheiti • Grundvallarregla í vinnubrögðum: • Vitna til texta og rökstyðja umsagnir • Styðjast við fræðileg hugtök og heiti • Finna heildarmerkingu með greiningu hluta og tengsla • Áhersla samkvæmni og hlutlægni
2. Bókmenntatúlkun • Tengja heildarmerkingu verksins reynslu af veruleikanum / lífsreynslu • Finna marktækrök fyrir túlkuninni • Tilvísun til texta • Bókmenntahefðin • Menningin og sagan • Markmiðið að komast sem næst heildarmerkingu verks
Viðhorf í bókmenntatúlkun • Ætlun höfundar • Höfundurinn er viðmiðunin (utan verksins) • Verkið sjálft er besta heimildin (innri gerð) • Skrift og lestur • Textinn og málið • Samspil margra þátta í textanum • Hlutlæg túlkun / huglægt gildismat
3. Bókmenntamat • Tvenns konar viðmiðanir • Reynsla af skáldverkum • Almenn lífsreynsla • Mælikvarðar • Formkröfur • Ein heild • Samræmi • Máltöfrar • Efniskröfur • Eitthvað mannlega mikilvægt • Grundvöllur bókmenntamatsins