260 likes | 432 Views
Bækur sem fullorðnir lesa fyrir börn. Setið í kjöltunni Helstu atriði greinar Margrétar Tryggvadóttur í bókinni Raddir barnabókanna (MM. 1999). Hvað er myndabók?. Myndskreytt bók sem segir sögu, með eða án texta Ríkulega myndskreyttur texti, sem kemst illa eða ekki af án mynd
E N D
Bækur sem fullorðnir lesa fyrir börn Setið í kjöltunni Helstu atriði greinar Margrétar Tryggvadóttur í bókinni Raddir barnabókanna (MM. 1999) Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Hvað er myndabók? • Myndskreytt bók sem segir sögu, með eða án texta • Ríkulega myndskreyttur texti, sem kemst illa eða ekki af án mynd • Myndskreytt bók sem fullorðnir lesa fyrir börn Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Hvað er myndabók? • Bækur sem hafa tvo innbyggða lesendur: • Hinn fullorðna sem les • Barnið sem lesið er fyrir • Efnið verður að höfða bæði til barnsins og hins fullorðna lesanda • Tvöfeldni hins innbyggða lesanda af tvennum toga: • Höfundar meðvitaðir um báða lesendahópa • Höfundar ómeðvitaðir um hinn fullorðna lesanda Hver er munurinn? (sjá bls. 103) Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Hvað er myndabók • Myndabækur eru ávallt tvíradda eða margradda • Textinn • Myndirnar • Gæta þarf þess að fullt samræmi sé á milli myndar og texta • Listfengi verksins byggist á samspili þessara miðla og leik barnsins með þá Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Hvað er myndabók? • Myndskreytandinn má ekki vera hræddur við að bæta við frásögnina frá eigin brjósti • Myndabókin er tjáningarmiðill • Ekki má sniðganga möguleika á flóknu samspili mynda og texta • Myndirnar mega ekki vera bara til skrauts • Söguþráður einfaldur – myndirnar flóknari • Myndirnar geta t.d. sagt aukasögu sem kemur ekki fram í textanum Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Að lesa saman • Lestur myndabóka er leikræn reynsla fyrir börnin • Það horfir á myndirnar • Það heyrir textann • Upplesturinn skiptir máli því börnin eru að læra að tala og hafa gagn og gaman af að heyra ritmál sem er öðruvísi en talmál • Góð frásögn hefur oft sterka hrynjandi og er ljóðrænn Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Kápa • Kápa og titill best fallin til að vekja athygli á verkinu • Kápan er þáttur í persónusköpun og gefur tóninn um efni bókarinnar • Tvenns konar kápur: • Sýnir eina mynd ef hún er opnuð (fjörleg) • Mynd af persónu í vanda framan á bók en af persónunni glaðri aftan á bók (alvarlegt efni) Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Saurblöð – titilsíður - opnur • Saurblöð allt of oft auð í íslenskum myndabókum, einnig titilsíður • Líta skal á hverja opnu sem heild • Bandarískar myndabækur enda oft á vinstri síðu, hægri síðan er auð. Hvers vegna? Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Mynd og texti • Mynd þarf að hæfa lengd textans • Langur texti kallar á flóknari myndir • Flettiþörf barnsins rekur það áfram í leit að framhaldi sögunnar Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Frá táknmynd til táknmiðs • Góð myndabók spyr hvað við vitum um heiminn með • vísunum • táknum • skírskotunum í menningu, sögu, bókmenntir og umhverfi Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Frá táknmynd til táknmiðs • Vísanir gera verkið margræðara • Börn taka oft eftir öðrum vísunum en fullorðnir • Börn sjá oft fleiri atriði í myndabókinni en fullorðnir Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Frá táknmynd til táknmiðs • Þegar barn lærir að lesa tákn, form og litanotkun er það að stíga fyrstu skrefin í lestri • Barnið lærir að tengja það sem það sér við merkingu, þ.e. • tengja táknmynd við táknmið Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Frá táknmynd til táknmiðs • Ung börn skilja ekki óhlutbundin fyrirbæri eins og slægð og sakleysi en skilja muninn á refi og lambi • Gagnlegar spurningar: • Hvað sérðu? • Hvað segir myndin okkur en textinn ekki? Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Frá táknmynd til táknmiðs • Í myndaflóði nútímans þurfa börn að læra að „lesa“ myndir • Hvenær hættir kvikmynd að vera list og er orðin neysluvara? (Sjá bls. 112) Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Að leysa vandann • Viðfangsefni myndabóka er tvíþætt: • Skemmtilegar frásagnir af merkilegum atburðum • Frásagnir með dýpri merkingu og æðri tilgang en skemmtanagildið • Myndabókin reynir oft að leysa vanda barnsins og skiptir þá máli samspil mynda og texta Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Bygging myndabóka • Lík byggingu gömlu ævintýranna • Hetjan býr við öryggi sem raskast • Hetjan glímir við vanda og sigrar • Hetjan kemst heim og lifir hamingjusöm til æviloka • Ólíkir þættir í byggingu myndabóka og ævintýra • Endurtekningum oft sleppt ef þær eru einsleitar (leiðigjarnar) • Hringnum lokað með heimilissenu • Rúmið öruggasti staður barnsins næsti fangi foreldranna Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Hugmyndafræði íslenskra myndabóka • Elstu bækur sýna kynþáttamisrétti og kvennakúgun – en endurspegla heimsmynd liðins tíma • Annars eru kynþáttafordómar sjaldséðir vegna fjarveru annarra kynþátta • Mæður eru mikið sýndar inni á heimilinu (raunveruleiki eða fordómar?) Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Hugmyndafræði íslenskra myndabóka • Litli skógarbjörninn e. Illuga Jökulsson og Gunnar Karlsson: Dýrin í hefðbundnum kynhlutverkum • Sigrún Eldjárn: - Vinnur markvisst að því að brjóta niður fordóma og gömul úrelt gildi samfélagsins • Nánast eini höfundurinn sem fjallar um aðra kynþætti en þann hvíta • Söguhetjur hennar jafnt af báðum kynjum og á hvorugt kynið hallað (annars eru drengir oft í ævintýrum en stúlkur heima) Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Hugmyndafræði íslenskra myndabóka • Heimur íslenskra barnabóka furðu íslenskur – eruð þið sammála þessu? • Burstabær, íslensk náttúra, íslensk föt • Oftast sól og gott veður • Erlendis hafa sérkenni þjóða oft þurrkast út Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Þýddar myndabækur • Mikið þýtt af verksmiðjuframleiddum bókum (fjölþjóðlegt samprent) með lítið bókmenntalegt gildi • Þýðingar mikilvægar vegna ónógs framboðs íslenskra bóka • Einar Áskell dæmi um góðar erlendar myndabækur Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Þýddar myndabækur • Erlendar myndabækur eru gott tæki til að víkka heimssýn barna og kynna fyrir þeim menningu framandi þjóða • Skortur er á íslenskum bendibókum (aðeins til 3 1999), flestar eru þýddar Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Þegar börnin eldast og lesa sjálf • Verða bækurnar oft einfaldari (-Hvers vegna?) • Einn innbyggður lesandi • Letrið er stærra • Setningar stuttar • Orð einföld • Myndir nær eingöngu til skrauts • Byggjast upp á kímni og hraðri atburðarás • Höfða síður til fullorðinna Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Söguhetjan aðgreind með sérkenni Standa oft á krossgötum Staða á opnu – staða í heimi bókar Ofarlega – jákvæð sjálfsmynd,gleði,völd Neðarlega – veik staða Í miðju eða jaðri Stærð Stór – styrk staða Lítil – óöryggi Endurbirting Oft – missa stjórn Hægri eða vinstri Vinstri öruggar Hægri vísar í framhaldið Persónur Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Sjónarhorn • Heimur bókar er skapaður • Staðsetning persónu í umhverfi • Breytingar gefa vísbendingu • Tvívídd eða þrívídd Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Rammar og lögun • Rammar skapa fjarlægð • Gefa vísbendingu um færslu yfir á annað svið • Ef rammi er notaður gefur lögun hans vísbendingar • Mýkt eða horn Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Þykkt lína skiptir máli Grannar – spenna,hraði Breiðar – leti Hvöss horn – erfiðleikar Bogar – öryggi Athuga samhengi Litir gefa tilfinningu Ljósir og heitir Dökkir Ræðst af samhengi og getur verið menningarbundið Geta tengt saman hluti Línur og litir Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir