250 likes | 562 Views
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Upplýsing, bls. 63-68. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Upplýsing. Tímabilið frá 1770-1830 er í íslenskri sögu nefnt upplýsingaröld . Áhersla er lögð á uppfræðslu og menntun almennings .
E N D
Íslenskar bókmenntir 1550-1900Upplýsing, bls. 63-68 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Upplýsing • Tímabilið frá 1770-1830 er í íslenskri sögu nefnt upplýsingaröld. • Áhersla er lögð á uppfræðslu og menntun almennings. • Skáldin fara að yrkja um veraldlegri efni en áður. • Í bókmenntum nær stefnan yfir lengri tíma eða frá því um miðja 18. öldina þegar Eggert Ólafsson kom fram með ættjarðar- og fræðikvæði sín.
Hvað er upplýsing? • Átjánda öldin er tími upplýsingarinnar í Vestur-Evrópu. • Meiri áhersla var lögð á veraldleg mál en áður hafði verið. • Gömul viðhorf til trúarinnar voru endurskoðuð. • Mikil áhersla var lögð á skynsemi mannsins, þekkingu og fræðslu.
Hvað er upplýsing?, frh. • Upplýsingin í V-Evrópu kom í kjölfar mikilla samfélagsbreytinga. • Borgir fóru stækkandi. • Fólki fjölgaði. • Miðstéttin efldist og fór að gera meiri kröfur um rétt sinn. • Í sumum löndum, t.d. Frakklandi, voru uppi mjög róttækar hugmyndir um þjóðfélagsbreytingar. • Í öðrum löndum, t.d. Danmörku og N-Þýskalandi, gætti meiri íhaldssemi. Áhuginn beindist aðallega að umbótum innan ríkjandi kerfis.
Hvað er upplýsing?, frh. • Íslenska upplýsingin var hófsöm. • Hún barst hingað með embættis- og menntamönnum sem höfðu kynnst henni í Danmörku. • Stefnunnar gætti í tilraunum til aukinnar fræðslu almennings um hagnýt efni og viðleitni til endurbóta í atvinnulífi.
Hvað er upplýsing?, frh. • Upplýsingarmönnum hér á landi gekk misvel að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. • Erfiðir tímar voru í landinu, sbr. Skaftárelda og Móðuharðindin 1783-85. • Hér ríkti kyrrstætt bændaþjóðfélag.
Hvernig byrjaði upplýsingin á Íslandi? • Upplýsingin á Íslandi hófst um miðja 18. öld og náði fram undir 1780. • Birtingarform hennar voru einkum aðgerðir danskra stjórnvalda sem fólust í ýmsum tilskipunum varðandi trúmál og fræðslumál.
Hvað kemur þetta okkur við? • Menn voru sendir í rannsóknarferðir þar sem náttúra landsins var könnuð. • Náttúrufræðirannsóknirnar eru athyglisverðar í bómenntafræðilegum skilningi því í kjölfar þeirra fara menn að yrkja í anda upplýsingar. • Eggert Ólafsson (1726-68) var bæði náttúrufræðingur og skáld. • Árin 1750-57 stundaði hann ásamt Bjarna Pálssyni, síðar landlækni, rannsóknir náttúru Íslands. • Niðurstöður rannsóknanna birtust á dönsku í Ferðabók Eggerts og Bjarna 1772 en á íslensku 1943 og 1974.
Hvað kemur þetta okkur við?, frh. • Í Ferðabókinni er í fyrsta sinn fjallað um alla þætti náttúru Íslands. • Ritið veitir miklar upplýsingar um þjóðlíf á þessum tíma. • Eggert og Bjarni klifu Heklu fyrstir manna 1750. • Þeir ætluðu að rannsaka gos sem stóð yfir í Kötlu 1755-56 en urðu frá að hverfa vegna veðurs.
Hvernig orti Eggert? • Eggert Ólafsson orti einna fyrstur í anda upplýsingar. • Merkasta kvæði hans, og höfuðkvæði upplýsingartímans, er Búnaðarbálkur sem kom fyrst út í Hrappsey 1783. • Kvæðið fjallar um hvernig best sé fyrir bændur að búa á Íslandi. • Kvæðið skiptist í 3 hluta: • Eymdaróður: Fjallar um ástandið eins og það er á Íslandi. Dregin upp ófögur mynd. • Náttúrulyst: Segir ungum bónda sem langar að hefja búskap en er ekkert of bjartsýnn á að það muni takast. • Munaðardæla eður bóndalíf og landselska: Fjallar um það þegar bóndinn hefur hafið búskap. Hjá honum er allt til fyrirmyndar.
Hvað með nytjajurtir? • Eggert hafði mikinn áhuga á að garðjurtir og nytjagrös væru nýtt betur. • Munaðardæla og Sælgætið í þessu landi fjalla um þetta. • Björn Halldórsson, prestur í Sauðlauksdal, var mágur Eggerts en Björn gerði tilraunir með ræktun og vann að jarðarbótum. • Eggert dvaldi lengi í Sauðlauksdal og virðist hafa hrifist af hugmyndum mágs síns.
Hvað með náttúruna? • Í miðhluta Búnaðarbálks má sjá að náttúran er Eggerti hugleikin. • Hann yrkir um fegurð hennar en mesta áherslan er þó á því hagnýta. • Sjá dæmi á bls. 65 í kennslubók.
Hvernig átti skáldskapur að vera? • Margir upplýsingarmenn töldu bókmenntasmekk landans vera á lágu stigi. • Þeir ömuðust við hefðbundnu skemmtiefni á borð við þjóðsögur, ævintýri og rímur. • Að þeirra mati átti hlutverk skáldskapar að vera að uppfræða fólk.
Hvernig átti skáldskapur að vera?, frh. • Þetta hlutverk bókmennta birtist augljóslega hjá Landsuppfræðingafélaginu sem gaf út samtíning af innlendu og erlendu efni. • Upplýsingarmenn höfðu mikinn áhuga á uppeldi og beindu því efni sínu oft að börnum. • Fyrsta ritið sem gefið var út í prentsmiðjunni í Leirárgörðum var Sumargjöf handa börnum. • Ritið kom út 1795. • Bókin var ætluð 5-10 ára börnum og innihélt dæmisögur um góða siði, hlýðni, iðjusemi, hófsemi, heilbrigt líferni og skyldur við foreldra.
Og ættjarðarljóð? • Eggert Ólafsson var þjóðlegur í hugsun samanborið við marga aðra upplýsingarmenn. • Hann amaðist ekki við rímum og fornöld Íslendinga var honum hugleikin. • Hann orti ættjarðarljóð • t.d. Ísland ögrum skorið. • Eggert var fyrsta íslenska skáldið til að nota konu sem tákn fyrir Ísland.
Og ættjarðarljóð?, frh. • Margt er líkt með ættjarðarljóðum Eggerts Ólafssonar og rómantísku skáldanna á 19. öld, t.d. viðhorfið til sögualdarinnar. • En á ljóðunum er mikilvægur munur: • Ættjarðarljóð rómantísku skáldanna voru nátengd þjóðfrelsisbaráttunni og ákveðinni náttúruheimspeki. • Hugmyndir Eggerts voru hins vegar bundnar við endurreisn landsins og trú á að hægt væri að rækta og nýta landið betur. • Eggert studdi kónginn og taldi að upplýst einveldi væri málið.
Og ættjarðarljóð?, frh. • Eggert Ólafsson drukknaði í Breiðafirði 1768 þegar hann var að flytja búferlum ásamt konu sinni. • Sbr. „Þrútið var loft og þungur sjór“ e. Matthías Jochumsson • Nemendur lesa „Munaðardælu eður bóndalíf og landselsku“úr Búnaðarbálki, bls. 156-162 í Rótum.
Jón Steingrímsson • Móðuharðindin 1783-85 hófust með Skaftáreldum í júní 1783. • Eitt mesta hraungos mannkynssögunnar. • Mikil móða eða mistur fylgdi gosinu. Hennar varð vart um allt land en mest voru áhrifin á Norðurlandi. • Auk náttúruhamfaranna urðu mikil harðindi; harður vetur og kalt sumar. Heyfengur því lélegur. • Bólusótt geysaði 1785-87. • Á þessum árum fækkaði Íslendingum mjög mikið: • 1873: 48.810 manns • 1786: 38.973
Jón Steingrímsson, frh. • Jón Steingrímsson eldklerkur (1728-1791). • Var prestur að Kirkjubæjarklaustri meðan á Skaftáreldum stóð. • Var allan tímann í miðju eldanna og flýði aldrei eins og margir aðrir bændur. • Skrifaði strax skýrslur og styttri rit um ástand mála og síðar (1788) yfirlitsritið Fullkomið skrif um Síðueld, oftast kallað Eldritið.
Jón Steingrímsson, frh. • Jón var prestlærður en sjálfmenntaður í náttúrufræðum og læknisfræði. • Fæddist og ólst upp í Skagafirði. • Fluttist svo suður á land 1755. • 1755-56 gaus Katla mesta gosi á sögulegum tíma. Þetta virðist hafa vakið áhuga Jóns á eldgosum. • Hann skráði sögu Kötlugosa frá upphafi landnáms fram til 1311. • Mikill munur var hins vegar á Kötlugosum og Skaftáreldum, m.a. hvað varðar ösku, hlaup í ám og hraunrennsli. • Jón var meðal fyrstu manna til að lýsa hraunrennsli á greinargóðan hátt.
Jón Steingrímsson, frh. • Í Eldriti Jóns fer saman náttúrufræðilegur áhugi og guðfræðilegar skýringar. • Annars vegar er ritið merkileg heimild um gosið sjálft og hegðun þess. • Hins vegar er orsök gossins fyrst og fremst talin vera syndugt líferni manna. • Eldmessan, sem Jón hélt 20. júlí 1873, er eitt merkilegasta dæmið um þetta tvennt.
Jón Steingrímsson, frh. • Jón skrifaði ævisögu sína. • Hún var ætluð dætrum hans og afkomendum þeirra. • Þar lýsir hann sjálfum sér og öðrum mönnum á opinskáan hátt. • Ritið er í aðra röndina varnarrit því Jón átti í deilum við ýmsa menn á ævi sinni.
Jón Steingrímsson, frh. • Litlu munaði að ævisaga hans glataðist. Systursonur hans fékk ritið lánað með því skilyrði að hann brenndi það að lestri loknum. Sem betur fer braut hann það loforð. • Sjá brot úr Eldritinu á bls. 192-194 í Rótum.
Þýðingar • Jón Þorláksson (1744-1819) er einn kunnasti þýðandi Íslendinga á upplýsingartímanum. • Hann var prestur á Bægisá í Öxnadal en missti hempuna tvisvar. • Um tíma varð Jón að leita sér að annarri vinnu og fékk hana við nýstofnaða prentsmiðju í Hrappsey. • Þar átti hann að sjá um prófarkalestur auk þess sem hann átti að skrifa eitthvað sjálfur. • Meðal kunnustu þýðinga Jóns eru: • Tilraun um manninn e. Alexander Pope. • Paradísarmissir e. John Milton, þýddur undir fornyrðislagi. • Mörg smákvæði eftir erlenda upplýsingafrömuði