1 / 29

Ársfundur ASÍ 2006 Nordica hóteli 26. – 27. október

Ársfundur ASÍ 2006 Nordica hóteli 26. – 27. október. Þátttaka - viðfangsefni. Allt að 292 fulltrúar frá 63 aðildarfélögum og 4 deildum auk starfsmanna Aðildarfélög ASÍ eru alls 71 Fundarstaðurinn: Nordica hótel Tími: 26. og 27. október Viðfangsefni ársfundarins

morela
Download Presentation

Ársfundur ASÍ 2006 Nordica hóteli 26. – 27. október

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ársfundur ASÍ 2006 Nordica hóteli 26. – 27. október

  2. Þátttaka - viðfangsefni • Allt að 292 fulltrúar frá 63 aðildarfélögum og 4 deildum auk starfsmanna • Aðildarfélög ASÍ eru alls 71 • Fundarstaðurinn: Nordica hótel • Tími: 26. og 27. október • Viðfangsefni ársfundarins • Málefni sem undirbúin voru fyrir fundinn • Kosning í trúnaðarstöður (forseti og varaforseti – fleiri?) • Hver fulltrúi eitt atkvæði • Kynningar/sýningar og málstofur/nefndastörf • Starfið á ársfundinum • Kynning, umræður og afgreiðsla á sameiginlegum fundi • Nefndastörf - málstofur á milli umræðna - með þátttöku allra

  3. Málefni fyrir ársfund ASÍ 2006 • Ársfundur ASÍ 2005 og miðstjórn ákváðu að sérstaklega ætti að undirbúa umfjöllun um tvö málefni fyrir ársfundinn 2006 • Hnattvæðinguna og íslenskan vinnumarkað – stöðu launafólks • Stöðu og starfshætti verkalýðshreyfingarinnar – breytingar á stjórnskipulagi ASÍ • Undirbúningur að umfjöllun um stöðu launafólks í hnattvæðingunni hefur verið á ábyrgð Alþjóðanefndar ASÍ með þátttöku annarra málefnanefnda ASÍ • Undirbúningur varðandi breytingar á stjórnskipulagi ASÍ hefur verið í höndum Skipulags- og starfsháttanefndar auk forseta, formanna landssambanda og stærstu aðildarfélaga

  4. Málefni fyrir ársfund ASÍ 2006 – frh. • Tillögur ræddar og afgreiddar af miðstjórn ASÍ • Tillögurnar verða kynntar og ræddar á ársfundinum og í nefndastörfum/málstofum • Erum sein á ferðinni • Endurskoðun kjarasamninga í maí/júní • Seinkun sumarleyfa • Ekki gert ráð fyrir sérstökum dagskrárlið um efnahags- og kjaramál • Fléttað inn í umfjöllunina um hnattvæðinguna og stöðu launafólks

  5. Drög til umræðu

  6. Hver eru áhrif hnattvæðingarinnar á stöðu launafólks? • Í okkar nærumhverfi • Breytingar í fiskvinnslu • Erlent verkafólk • Átakið ,,Einn réttur og ekkert svindl!’’ • Útrásin • Fyrst flutti láglauna iðnaðarframleiðslan til Portúgal og Austurlanda fjær • Síðan ýmis iðnaðarframleiðsla og sérsmíði fagmanna til Lettlands og Litháen • Og nú í vaxandi mæli hátækni- og upplýsingatæknifyrirtæki

  7. Frh. • Á alþjóðavettvangi • ,,Starfið’’ er að veikjast • Fleiri og fleiri vinna við hættulegri og óöruggari störf • Atvinnuleysi fer vaxandi á heimsvísu þrátt fyrir mikinn hagvöxt • Laun standa í stað eða lækka • Kaupmáttur launa í USA lækkað s.l. 5 ár • Kaupmáttur launa í USA óbreyttur s.l. 20 ár • Fleiri og fleiri í komast ekki inn í formlega kerfið • Falla utan skilgreinds hagkerfis og teljast ekki atvinnulausir

  8. Frh. • Velferð fer minnkandi • Lækkandi lífeyris- og atvinnuleysisbætur • Fyrirtæki segja upp velferðar- og tryggingapökkum í Bandaríkjunum og Bretlandi • Gæði ráðningasambandsins fara minnkandi • Meira um tímabundnar ráðningar • Fjölgun hlutastarfa • Aukin notkun starfsmannaleiga • Fá ekki frí • Fá ekki lífeyrisréttindi • Hafa ekki uppsagnarrétt • Vinna meiri yfirvinnu

  9. Frh. • Óformlega hagkerfið fer stækkandi • Sérstaklega í þróunarlöndunum þar sem allt að 80% starfa eru á svörtum markaði • Fjölgun svokallaðra fríiðnaðarsvæða, þar sem réttindaleysið er lögbundið • Enginn vinnulöggjöf • Þátttaka í stéttarfélögum bönnuð • Engir kjarasamningar • Engir skattar • Engin lög eða reglur um vinnuumhverfi

  10. Hnattvæðingin og íslenskur vinnumarkaður • Aðför að réttindum launafólks á alþjóðavettvangi hefur einnig verið að birtast hér • Krafa fyrirtækja um aukna framleiðni og hagræðingu skapar óöryggi • Bág kjör og réttindi erlends launafólks á vinnumarkaði og félagsleg undirboð • Samfélagið ekki undir það búið að taka við miklum fjölda erlendra starfsmanna

  11. Áskorun hnattvæðingarinnar • Hnattvæðingin krefst meiri samábyrgðar því við verðum sífellt háðari stefnu og athöfnum hvers annars • Hnattvæðingin krefst aukinnar alþjóðlegrar reglusetningar með tækifærum til þess að beita skilvirkum refsiaðgerðum gagnvart löndum og fyrirtækjum sem fylgja ekki alþjóðlegum leikreglum

  12. Frh. • Hnattvæðingin krefst þess að við tryggjum sveigjanleika launafólks, menntun þess og aðlögunarhæfni til að tryggja viðunandi starfsaðstæður fyrir alla • Hnattvæðingin krefst þess að verkalýðshreyfingin hnattvæði samstöðuna með því að tengja starf sitt í nærsamfélaginu - nálægðina við félagsmennina – við starf heildarsamtaka og alþjóðasamtaka

  13. Stefna ASÍ í hnattvæðingunni • Hnattvæðingin felur í sér ný tækifæri sem geta hjálpað okkur að auka og efla velferðarsamfélagið sem við höfum byggt upp • ASÍ vill ábyrga og réttláta hnattvæðingu til þess að launafólk fái notið jákvæðra áhrifa hennar • Taka verður tillit til mannréttinda, vinnuumhverfis, náttúruverndar og félagslegra réttinda á forsendum öflugs velferðarkerfis • Við verðum að taka virkan þátt í, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi, að skapa hagstæð skilyrði og ramma fyrir það sem mestu máli skiptir – stöðu og réttindi einstaklinganna - félaga okkar

  14. Ábyrg og réttlát hnattvæðing– áherslur ASÍ • Treysta verður forsendur stöðugleika • Skapa verður skilning stjórnvalda á mikilvægi þess að forgangsraða samþættri stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum • Hugleiðingar um Evru sem leið til að ná tökum á hagsveiflum • Treysta verður stöðu fólks á vinnumarkaði • Sveigjanleiki með öryggi – samspil virkra vinnumarkaðsaðgerða og afkomutryggingar til að tryggja sveigjanlegan vinnumarkað • Efla verður menntun og mannauð • Efla grunnmenntun • Nýtt tækifæri til náms • Símenntun fyrir fólk á vinnumarkaði

  15. Frh. • Efla rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun • Sameina krafta opinberra rannsóknarstofnana • Uppbygging þekkingarmiðstöðva • Auka verður alþjóðlega samvinnu og reglusetningu • Tillögur Alþjóðavinnumálastofnunar (ILO) og Efnahags- og framfarastofnunar (OECD) um atvinnu og réttindi launafólks komist á dagskrá alþjóðastofnana • Endurskoðun reglna um alþjóðaviðskipti innan Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) • Tryggja verður samfélagslega ábyrgð fyrirtækja • Upplýsingar til neytenda um vöruna og uppruna hennar • Lífeyrissjóðir og fjármálastofnanir setji sér stefnu um félagslega ábyrgar fjárfestingar • Kröfur um að skráð fyrirtæki upplýsi um félagslega, vinnuumhverfislega og umhverfislega stöðu innan fyrirtækisins

  16. Umræðan á ársfundi • Í fyrstu umræðu upplegg um áhrif hnattvæðingarinnar á stöðu launafólks • Þetta er okkar veröld – og hún er baráttunnar virði! • Málstofur um áhrif hnattvæðingarinnar og stefnu ASÍ • Aukin samábyrgð og alþjóðleg reglusetning • Hlutverk alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar • Hlutverk alþjóðastofnana • Hlutverk okkar sem einstaklinga

  17. Umræðan á ársfundi, frh. • Sveigjanleiki launafólks, menntun og aðlögunarhæfni • Samspil virkra vinnumarkaðsaðgerða og öryggi í afkomu – sveigjanlegur vinnumarkaður (Flexicurity) • Málefni útlendinga á vinnumarkaði og hlutverk stéttarfélaga • Hvernig treystum við forsendur stöðugleikans • Vandi hagstjórnar – Haustspá Hagdeildar ASÍ • Forgangsverkefni í hagstjórn • Kostir og gallar þess að taka upp Evru til að tryggja stöðugleika

  18. Staða og starfshættir verkalýðshreyfingarinnar • Hvernig ætlum við að mæta þeim áskorunum sem fylgja hnattvæðingunni og breyttu starfsumhverfi stéttarfélaga? • Breytingar á lögum ASÍ • Breytingar á stefnumótun og skilvirkni • Breytingar á starfsháttum stéttarfélaga?

  19. Breytingar á lögum ASÍ • Breytingar á stjórnkerfi ASÍ • Þing á tveggja ára fresti – IV. kafli, gr. 21-25 • landssamböndin með þing á milli • skipuleggja málefna- og stefnumótunarvinnu betur • Meiri breidd í stefnumótun milli þinga – IV. kafli gr. 33-35 • stækkun miðstjórnar í 31 fulltrúa • bein tilnefning sambanda og félaga með beina aðild • forseti og varaforseti kosin sérstaklega • Meiri skilvirkni í framkvæmd stefnunnar – VII. kafli gr. 36 • forystan skipi framkvæmdastjórn, allt að 11 manns • forseta, varaforseta, formönnum landssambanda, fyrsta fulltrúa félaga með beina aðild, formanni stærsta aðildarfélags LÍV á Faxaflóasvæðinu, formanni stærsta aðildarfélags SGS á Faxaflóasvæðinu auk formanns stærsta aðildarfélags SGS á landsbyggðinni

  20. Breytingar á lögum ASÍ, frh. • Skilgreina hugtök betur, gr. 5. • ,,Aðildarsamtök’’ merkir öll aðildarfélög einstakra landssambanda, landssambönd og landsfélög • ,,Aðildarfélög’’ merkir öll félög einstakra landssambanda og landsfélög • Lagahreinsun í framhaldi m.v. þetta

  21. Aðrar breytingar á lögum • 12. gr. Staðfesting félagsaðildar • 24. gr. Lagt er til að fundarsköp verði alltaf í gildi og einungis þurfi að fjalla um breytingar á þeim • 2. mgr. 25. gr. Ekki er lengur gert ráð fyrir því að einstaklingar geti lagt fram mál á þingum með kröfu um að ályktað um málið • Öll þingmál skulu koma frá aðildarsamtökum sjálfum sem auðvitað geta gert tillögur einstaklinga að sínum kjósi þau það

  22. Lagabreytingatillögur • Um er að ræða frumvarp til breytinga á skipulagi ASÍ og gert ráð fyrir því að það sé tekið til umræðu og afgreiðslu í einu lagi. • Í því felst ekki að lög sambandsins séu opnuð til breytinga um annað en það sem lagt er til að breytt verði.

  23. Tillögur VR • Stjórn VR leggur til nokkrar breytingar á lögum ASÍ • Skýra hlutverk ASÍ betur • Einfalda aðildarumsóknir • Einfalda úrsögn úr ASÍ – meirihluta í stað 2/3 • Afnema tilkynningarskyldu til ASÍ um verkföll og kjarasamninga • Lengja tímafresti vegna boðunar þinga og skil tillagna miðstjórnar • Einfalda bókhald og rekstur ASÍ með afnámi sjóða • Umsögn miðstjórnar um tillögur VR liggur fyrir í gögnunum

  24. Fimmtudagur 26. október 10:00 Ávarp forseta ASÍ - setning Ávarp félagsmálaráðherra Afgreiðsla fundarskapa ársfundar Álit kjörbréfanefndar Afgreiðsla kjörbréfa Kjör starfsmanna Inntaka nýs aðildarfélags Hnattvæðingin og íslenskur vinnumarkaður 1. umræða/kynning Hádegishlé Staða og starfshættir verkalýðshreyfingarinnar og lagabreytingar 1. umræða/kynning Önnur mál - 1. umræða/kynning 15:00 Nefndastörf - málstofur 20:00 Kvölddagskrá Föstudagur 27. október 9:00 Nefndastörf 10:00 Skýrsla forseta og reikningar ASÍ og stofnana Staða og starfshættir verkalýðshreyfingarinnar og lagabreytingar 2. umræða/afgreiðsla Kosningar* Hádegishlé Hnattvæðingin og íslenskur vinnumarkaður 2. umræða/afgreiðsla Önnur mál – 2. umræða/afgreiðsla 17:00 Ársfundi slitið. *Gert er ráð fyrir að kosningar geti hafist fyrir hádegi 27. október eftir afgreiðslu lagabreytinga Dagskrá

  25. Önnur mál • Komnar eru fram þrjár ályktunartillögur frá Verkalýðsfélaginu Hlíf • Ályktun um ILO samþykkt nr. 158 • Ályktun um hærri skattleysismörk • Áskorun til stjórnvalda um að standa fyrir könnun á kostum og göllum þess að taka upp evru sem gjaldmiðil hér á landi • Miðstjórn ASÍ á eftir að fjalla um tillögur Hlífar • Sbr. 25. gr. laga ASÍ

  26. Vinnan á ársfundinum • Málstofur/nefndastörf • Hnattvæðingin • Aukin samábyrgð og alþjóðleg reglusetning • Sveigjanleiki launafólks, menntun og aðlögunarhæfni • Hvernig treystum við forsendur stöðugleikans • Skipulagsmál - lagabreytingar • Kynningar – sýningar • Hnattvæðing og staða launafólks • Menntamálin og vinnuvernd

  27. Kvöldskemmtun Fimmtudagskvöldið 26. október • Staður: Broadway (gamla Hótel Ísland) • Boðið verður upp á þríréttaða máltíð • Skemmtiatriði, hljóðfæraleikur og danstónlist • Verð: kr. 4.500 • Mikilvægt er að þau aðildarfélög sem bjóða fulltrúum sínum á skemmtunina tilkynni þátttöku og fjölda á ingolfur@broadway.is eða í síma 533-1100 í síðasta lagi f.h. 24. október • Einstaklingar geta keypt miða á hófið í miðasölu Broadway til kl. 14:00, 26. október

  28. Ferðir og uppihald • Ferðakostnaður greiðist af ASÍ: • Sérstakir samningar við Flugfélag Íslands – á reikning ASÍ • Greitt km. gjald vegna þeirra sem koma akandi utan af landi til fundarins • Aðildarfélögin halda utan um kostnaðinn og ASÍ gerir upp við þau eftir ársfundinn skv. reikningi • Uppihald er á kostnað aðildarfélaganna • Aðildarfélögin ákveða sjálf fyrirkomulag varðandi: • Gistingu • Málsverðir í hádeginu 26. og 27. október • Sama fyrirkomulag og í fyrra • Félögunum boðið að kaupa fyrir sína fulltrúa • Nánari upplýsingar á skrifstofu ASÍ • Annað (bílaleigubílar o.fl.)

  29. Ársfundur ASÍ 2006 Nordica hóteli 26. – 27. október

More Related