290 likes | 424 Views
Ársfundur ASÍ 2006 Nordica hóteli 26. – 27. október. Þátttaka - viðfangsefni. Allt að 292 fulltrúar frá 63 aðildarfélögum og 4 deildum auk starfsmanna Aðildarfélög ASÍ eru alls 71 Fundarstaðurinn: Nordica hótel Tími: 26. og 27. október Viðfangsefni ársfundarins
E N D
Ársfundur ASÍ 2006 Nordica hóteli 26. – 27. október
Þátttaka - viðfangsefni • Allt að 292 fulltrúar frá 63 aðildarfélögum og 4 deildum auk starfsmanna • Aðildarfélög ASÍ eru alls 71 • Fundarstaðurinn: Nordica hótel • Tími: 26. og 27. október • Viðfangsefni ársfundarins • Málefni sem undirbúin voru fyrir fundinn • Kosning í trúnaðarstöður (forseti og varaforseti – fleiri?) • Hver fulltrúi eitt atkvæði • Kynningar/sýningar og málstofur/nefndastörf • Starfið á ársfundinum • Kynning, umræður og afgreiðsla á sameiginlegum fundi • Nefndastörf - málstofur á milli umræðna - með þátttöku allra
Málefni fyrir ársfund ASÍ 2006 • Ársfundur ASÍ 2005 og miðstjórn ákváðu að sérstaklega ætti að undirbúa umfjöllun um tvö málefni fyrir ársfundinn 2006 • Hnattvæðinguna og íslenskan vinnumarkað – stöðu launafólks • Stöðu og starfshætti verkalýðshreyfingarinnar – breytingar á stjórnskipulagi ASÍ • Undirbúningur að umfjöllun um stöðu launafólks í hnattvæðingunni hefur verið á ábyrgð Alþjóðanefndar ASÍ með þátttöku annarra málefnanefnda ASÍ • Undirbúningur varðandi breytingar á stjórnskipulagi ASÍ hefur verið í höndum Skipulags- og starfsháttanefndar auk forseta, formanna landssambanda og stærstu aðildarfélaga
Málefni fyrir ársfund ASÍ 2006 – frh. • Tillögur ræddar og afgreiddar af miðstjórn ASÍ • Tillögurnar verða kynntar og ræddar á ársfundinum og í nefndastörfum/málstofum • Erum sein á ferðinni • Endurskoðun kjarasamninga í maí/júní • Seinkun sumarleyfa • Ekki gert ráð fyrir sérstökum dagskrárlið um efnahags- og kjaramál • Fléttað inn í umfjöllunina um hnattvæðinguna og stöðu launafólks
Hver eru áhrif hnattvæðingarinnar á stöðu launafólks? • Í okkar nærumhverfi • Breytingar í fiskvinnslu • Erlent verkafólk • Átakið ,,Einn réttur og ekkert svindl!’’ • Útrásin • Fyrst flutti láglauna iðnaðarframleiðslan til Portúgal og Austurlanda fjær • Síðan ýmis iðnaðarframleiðsla og sérsmíði fagmanna til Lettlands og Litháen • Og nú í vaxandi mæli hátækni- og upplýsingatæknifyrirtæki
Frh. • Á alþjóðavettvangi • ,,Starfið’’ er að veikjast • Fleiri og fleiri vinna við hættulegri og óöruggari störf • Atvinnuleysi fer vaxandi á heimsvísu þrátt fyrir mikinn hagvöxt • Laun standa í stað eða lækka • Kaupmáttur launa í USA lækkað s.l. 5 ár • Kaupmáttur launa í USA óbreyttur s.l. 20 ár • Fleiri og fleiri í komast ekki inn í formlega kerfið • Falla utan skilgreinds hagkerfis og teljast ekki atvinnulausir
Frh. • Velferð fer minnkandi • Lækkandi lífeyris- og atvinnuleysisbætur • Fyrirtæki segja upp velferðar- og tryggingapökkum í Bandaríkjunum og Bretlandi • Gæði ráðningasambandsins fara minnkandi • Meira um tímabundnar ráðningar • Fjölgun hlutastarfa • Aukin notkun starfsmannaleiga • Fá ekki frí • Fá ekki lífeyrisréttindi • Hafa ekki uppsagnarrétt • Vinna meiri yfirvinnu
Frh. • Óformlega hagkerfið fer stækkandi • Sérstaklega í þróunarlöndunum þar sem allt að 80% starfa eru á svörtum markaði • Fjölgun svokallaðra fríiðnaðarsvæða, þar sem réttindaleysið er lögbundið • Enginn vinnulöggjöf • Þátttaka í stéttarfélögum bönnuð • Engir kjarasamningar • Engir skattar • Engin lög eða reglur um vinnuumhverfi
Hnattvæðingin og íslenskur vinnumarkaður • Aðför að réttindum launafólks á alþjóðavettvangi hefur einnig verið að birtast hér • Krafa fyrirtækja um aukna framleiðni og hagræðingu skapar óöryggi • Bág kjör og réttindi erlends launafólks á vinnumarkaði og félagsleg undirboð • Samfélagið ekki undir það búið að taka við miklum fjölda erlendra starfsmanna
Áskorun hnattvæðingarinnar • Hnattvæðingin krefst meiri samábyrgðar því við verðum sífellt háðari stefnu og athöfnum hvers annars • Hnattvæðingin krefst aukinnar alþjóðlegrar reglusetningar með tækifærum til þess að beita skilvirkum refsiaðgerðum gagnvart löndum og fyrirtækjum sem fylgja ekki alþjóðlegum leikreglum
Frh. • Hnattvæðingin krefst þess að við tryggjum sveigjanleika launafólks, menntun þess og aðlögunarhæfni til að tryggja viðunandi starfsaðstæður fyrir alla • Hnattvæðingin krefst þess að verkalýðshreyfingin hnattvæði samstöðuna með því að tengja starf sitt í nærsamfélaginu - nálægðina við félagsmennina – við starf heildarsamtaka og alþjóðasamtaka
Stefna ASÍ í hnattvæðingunni • Hnattvæðingin felur í sér ný tækifæri sem geta hjálpað okkur að auka og efla velferðarsamfélagið sem við höfum byggt upp • ASÍ vill ábyrga og réttláta hnattvæðingu til þess að launafólk fái notið jákvæðra áhrifa hennar • Taka verður tillit til mannréttinda, vinnuumhverfis, náttúruverndar og félagslegra réttinda á forsendum öflugs velferðarkerfis • Við verðum að taka virkan þátt í, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi, að skapa hagstæð skilyrði og ramma fyrir það sem mestu máli skiptir – stöðu og réttindi einstaklinganna - félaga okkar
Ábyrg og réttlát hnattvæðing– áherslur ASÍ • Treysta verður forsendur stöðugleika • Skapa verður skilning stjórnvalda á mikilvægi þess að forgangsraða samþættri stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum • Hugleiðingar um Evru sem leið til að ná tökum á hagsveiflum • Treysta verður stöðu fólks á vinnumarkaði • Sveigjanleiki með öryggi – samspil virkra vinnumarkaðsaðgerða og afkomutryggingar til að tryggja sveigjanlegan vinnumarkað • Efla verður menntun og mannauð • Efla grunnmenntun • Nýtt tækifæri til náms • Símenntun fyrir fólk á vinnumarkaði
Frh. • Efla rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun • Sameina krafta opinberra rannsóknarstofnana • Uppbygging þekkingarmiðstöðva • Auka verður alþjóðlega samvinnu og reglusetningu • Tillögur Alþjóðavinnumálastofnunar (ILO) og Efnahags- og framfarastofnunar (OECD) um atvinnu og réttindi launafólks komist á dagskrá alþjóðastofnana • Endurskoðun reglna um alþjóðaviðskipti innan Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) • Tryggja verður samfélagslega ábyrgð fyrirtækja • Upplýsingar til neytenda um vöruna og uppruna hennar • Lífeyrissjóðir og fjármálastofnanir setji sér stefnu um félagslega ábyrgar fjárfestingar • Kröfur um að skráð fyrirtæki upplýsi um félagslega, vinnuumhverfislega og umhverfislega stöðu innan fyrirtækisins
Umræðan á ársfundi • Í fyrstu umræðu upplegg um áhrif hnattvæðingarinnar á stöðu launafólks • Þetta er okkar veröld – og hún er baráttunnar virði! • Málstofur um áhrif hnattvæðingarinnar og stefnu ASÍ • Aukin samábyrgð og alþjóðleg reglusetning • Hlutverk alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar • Hlutverk alþjóðastofnana • Hlutverk okkar sem einstaklinga
Umræðan á ársfundi, frh. • Sveigjanleiki launafólks, menntun og aðlögunarhæfni • Samspil virkra vinnumarkaðsaðgerða og öryggi í afkomu – sveigjanlegur vinnumarkaður (Flexicurity) • Málefni útlendinga á vinnumarkaði og hlutverk stéttarfélaga • Hvernig treystum við forsendur stöðugleikans • Vandi hagstjórnar – Haustspá Hagdeildar ASÍ • Forgangsverkefni í hagstjórn • Kostir og gallar þess að taka upp Evru til að tryggja stöðugleika
Staða og starfshættir verkalýðshreyfingarinnar • Hvernig ætlum við að mæta þeim áskorunum sem fylgja hnattvæðingunni og breyttu starfsumhverfi stéttarfélaga? • Breytingar á lögum ASÍ • Breytingar á stefnumótun og skilvirkni • Breytingar á starfsháttum stéttarfélaga?
Breytingar á lögum ASÍ • Breytingar á stjórnkerfi ASÍ • Þing á tveggja ára fresti – IV. kafli, gr. 21-25 • landssamböndin með þing á milli • skipuleggja málefna- og stefnumótunarvinnu betur • Meiri breidd í stefnumótun milli þinga – IV. kafli gr. 33-35 • stækkun miðstjórnar í 31 fulltrúa • bein tilnefning sambanda og félaga með beina aðild • forseti og varaforseti kosin sérstaklega • Meiri skilvirkni í framkvæmd stefnunnar – VII. kafli gr. 36 • forystan skipi framkvæmdastjórn, allt að 11 manns • forseta, varaforseta, formönnum landssambanda, fyrsta fulltrúa félaga með beina aðild, formanni stærsta aðildarfélags LÍV á Faxaflóasvæðinu, formanni stærsta aðildarfélags SGS á Faxaflóasvæðinu auk formanns stærsta aðildarfélags SGS á landsbyggðinni
Breytingar á lögum ASÍ, frh. • Skilgreina hugtök betur, gr. 5. • ,,Aðildarsamtök’’ merkir öll aðildarfélög einstakra landssambanda, landssambönd og landsfélög • ,,Aðildarfélög’’ merkir öll félög einstakra landssambanda og landsfélög • Lagahreinsun í framhaldi m.v. þetta
Aðrar breytingar á lögum • 12. gr. Staðfesting félagsaðildar • 24. gr. Lagt er til að fundarsköp verði alltaf í gildi og einungis þurfi að fjalla um breytingar á þeim • 2. mgr. 25. gr. Ekki er lengur gert ráð fyrir því að einstaklingar geti lagt fram mál á þingum með kröfu um að ályktað um málið • Öll þingmál skulu koma frá aðildarsamtökum sjálfum sem auðvitað geta gert tillögur einstaklinga að sínum kjósi þau það
Lagabreytingatillögur • Um er að ræða frumvarp til breytinga á skipulagi ASÍ og gert ráð fyrir því að það sé tekið til umræðu og afgreiðslu í einu lagi. • Í því felst ekki að lög sambandsins séu opnuð til breytinga um annað en það sem lagt er til að breytt verði.
Tillögur VR • Stjórn VR leggur til nokkrar breytingar á lögum ASÍ • Skýra hlutverk ASÍ betur • Einfalda aðildarumsóknir • Einfalda úrsögn úr ASÍ – meirihluta í stað 2/3 • Afnema tilkynningarskyldu til ASÍ um verkföll og kjarasamninga • Lengja tímafresti vegna boðunar þinga og skil tillagna miðstjórnar • Einfalda bókhald og rekstur ASÍ með afnámi sjóða • Umsögn miðstjórnar um tillögur VR liggur fyrir í gögnunum
Fimmtudagur 26. október 10:00 Ávarp forseta ASÍ - setning Ávarp félagsmálaráðherra Afgreiðsla fundarskapa ársfundar Álit kjörbréfanefndar Afgreiðsla kjörbréfa Kjör starfsmanna Inntaka nýs aðildarfélags Hnattvæðingin og íslenskur vinnumarkaður 1. umræða/kynning Hádegishlé Staða og starfshættir verkalýðshreyfingarinnar og lagabreytingar 1. umræða/kynning Önnur mál - 1. umræða/kynning 15:00 Nefndastörf - málstofur 20:00 Kvölddagskrá Föstudagur 27. október 9:00 Nefndastörf 10:00 Skýrsla forseta og reikningar ASÍ og stofnana Staða og starfshættir verkalýðshreyfingarinnar og lagabreytingar 2. umræða/afgreiðsla Kosningar* Hádegishlé Hnattvæðingin og íslenskur vinnumarkaður 2. umræða/afgreiðsla Önnur mál – 2. umræða/afgreiðsla 17:00 Ársfundi slitið. *Gert er ráð fyrir að kosningar geti hafist fyrir hádegi 27. október eftir afgreiðslu lagabreytinga Dagskrá
Önnur mál • Komnar eru fram þrjár ályktunartillögur frá Verkalýðsfélaginu Hlíf • Ályktun um ILO samþykkt nr. 158 • Ályktun um hærri skattleysismörk • Áskorun til stjórnvalda um að standa fyrir könnun á kostum og göllum þess að taka upp evru sem gjaldmiðil hér á landi • Miðstjórn ASÍ á eftir að fjalla um tillögur Hlífar • Sbr. 25. gr. laga ASÍ
Vinnan á ársfundinum • Málstofur/nefndastörf • Hnattvæðingin • Aukin samábyrgð og alþjóðleg reglusetning • Sveigjanleiki launafólks, menntun og aðlögunarhæfni • Hvernig treystum við forsendur stöðugleikans • Skipulagsmál - lagabreytingar • Kynningar – sýningar • Hnattvæðing og staða launafólks • Menntamálin og vinnuvernd
Kvöldskemmtun Fimmtudagskvöldið 26. október • Staður: Broadway (gamla Hótel Ísland) • Boðið verður upp á þríréttaða máltíð • Skemmtiatriði, hljóðfæraleikur og danstónlist • Verð: kr. 4.500 • Mikilvægt er að þau aðildarfélög sem bjóða fulltrúum sínum á skemmtunina tilkynni þátttöku og fjölda á ingolfur@broadway.is eða í síma 533-1100 í síðasta lagi f.h. 24. október • Einstaklingar geta keypt miða á hófið í miðasölu Broadway til kl. 14:00, 26. október
Ferðir og uppihald • Ferðakostnaður greiðist af ASÍ: • Sérstakir samningar við Flugfélag Íslands – á reikning ASÍ • Greitt km. gjald vegna þeirra sem koma akandi utan af landi til fundarins • Aðildarfélögin halda utan um kostnaðinn og ASÍ gerir upp við þau eftir ársfundinn skv. reikningi • Uppihald er á kostnað aðildarfélaganna • Aðildarfélögin ákveða sjálf fyrirkomulag varðandi: • Gistingu • Málsverðir í hádeginu 26. og 27. október • Sama fyrirkomulag og í fyrra • Félögunum boðið að kaupa fyrir sína fulltrúa • Nánari upplýsingar á skrifstofu ASÍ • Annað (bílaleigubílar o.fl.)
Ársfundur ASÍ 2006 Nordica hóteli 26. – 27. október