1 / 10

Líkindi

Líkindi. Upprifjun: Í sjónvarpsþætti Monty Hall var um að ræða þrennar dyr og vinningur fyrir innan einar dyrnar. Þátttakandi valdi sér hurð 1, 2 eða 3. Þá sýndi M. Hall honum á bak við hurð þar sem ekki var vinningur og bauð þátttakandanum svo að skipta. Borgaði það sig?. Líkindi.

nanda
Download Presentation

Líkindi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Líkindi • Upprifjun: • Í sjónvarpsþætti Monty Hall var um að ræða þrennar dyr og vinningur fyrir innan einar dyrnar. Þátttakandi valdi sér hurð 1, 2 eða 3. Þá sýndi M. Hall honum á bak við hurð þar sem ekki var vinningur og bauð þátttakandanum svo að skipta. Borgaði það sig? MÞ-nóvember 2004

  2. Líkindi • Hvað eru líkur? • Líkur byggðar á tilraunum: Þá gerum við tilraunir, skráum niðurstöður og skoðum heildarniðurstöður. • Fræðilegar líkur: Þá reiknum við út líkurnar út frá gefnum forsendum. • Hugsum okkur að teningi sé kastað. Hvernig myndum við finna líkurnar á að fá annaðhvort 1 eða 6 með tilaun? Hverjar eru fræðilegar líkur þess að fá 1 eða 6? MÞ-nóvember 2004

  3. Líkindi Um líkur gildir: • Líkur á útkomu = fjöldi hagstæðra útkoma deilt með fjölda mögulegra útkoma • Líkur á öruggri útkomu er 1. • Líkur á útilokaðri útkomu er 0. • Líkur annarra útkoma er tala á milli 0 og 1. • Summan af öllum mögulegum útkomum í líkindatilraun er alltaf 1 • Líkur á að viðburður gerist er = 1 mínus líkur þess að hann gerist ekki. MÞ-nóvember 2004

  4. Líkindi Um líkur gildir: • Lesa má líkur sem almennt brot, tugabrot eða prósentur • P(fimm á teningi) = 1/6 ≈ 0,167 = 16,7% MÞ-nóvember 2004

  5. Líkindi Systkin: • Ef um er að ræða tvö systkin eru fjórar mögulegar samsetningar: a)Systir-bróðir, b)Bróðir-systir, c)Systir-systir, d)Bróðir-bróðir • Jóna á tvö börn, það eldra er strákur. Hverjar eru líkurnar á að Jóna eigi tvo stráka? • Jóna á tvö börn, annað er strákur, en ekki kemur fram hvort hann er eldri eða yngri. Hverjar eru líkurnar á að hitt sé strákur líka? • Lesum kafla 7.1 og 7.2 til að fá betri botn í þetta. MÞ-nóvember 2004

  6. Líkindi Sami afmælisdagur: • Hve margar manneskjur þurfa að vera saman komnar til að líkur þess að tvær eigi sama afmælisdag séu 1/2? • Myndi duga að hafa 183 manneskjur? • Eða þurfum fleiri? • Færri? • Lesa vandlega fyrir miðvikudaginn umfjöllun um “The Birthday Question” í köflum 7.1 og 7.2. MÞ-nóvember 2004

  7. Líkindi Systkin: • Hugsum okkur að svart spil í spilastokki samsvari strák og rautt spil stelpu: a)rautt-svart, b)svart-rautt, c)rautt-rautt, d)svart-svart • Drögum tvö spil, það fyrra er svart. Hverjar eru líkurnar á að hitt sé svart? • Drögum tvö spil, annað er svart. Hverjar eru líkurnar á að hitt sé svart? MÞ-nóvember 2004

  8. Líkindi Afmælisdagar: • Munum frá því áður að líkur á að viðburður gerist er = 1 mínus líkur þess að hann gerist ekki • Tvær manneskjur. Fyrri á 365 möguleika og seinni á 364 möguleika ef þær eiga ekki sama afmælisdag. • Mögulegar samsetningar tveggja eru því 365364 = 132.860 afmælisdagasamsetningar ef ekki með sama afmælisdag, annars 365 365. MÞ-nóvember 2004

  9. Líkindi Afmælisdagar: • Þrjár manneskjur. Fyrsta á 365 möguleika, næsta á 364 og síðasta á 363 möguleika. Samsetningar eru þá (365364363)/(365365365) ≈ 0,9917 • Eftir standa 1-0,9917..=0,0082...≈ 0,82% líkur á að þeir eigi sama afmælisdag. • Ef við prófum okkur áfram með sama hætti kemur í ljós að fyrir 10 manneskjur eru líkurnar um 0,116 og fyrir 25 manns 0,568, þ.e. okkur nægja færri en 25 til að fá helmingslíkur eins og rætt var um í upphafi. MÞ-nóvember 2004

  10. Líkindi Heimaverkefni fyrir mánudag: • Dæmi úr Almenn stærðfræði II • Dæmi úr HM: Bls. 533: I.2, 3, 13 og II. 3 og 5. • Lesa kafla 7.3 og taka dæmi úr HM: Bls. 546: I.18 og II. 1, 4 og 7. MÞ-nóvember 2004

More Related