170 likes | 339 Views
Sögur, ljóð og líf Um kalda stríðið að stúdentaóeirðum Bls. 93-100. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Deilur um form. Í upphafi fimmta áratugarins risu harkalegar deilur í blöðum og tímaritum um list; bæði myndlist, húsagerðarlist og bókmenntir.
E N D
Sögur, ljóð og lífUm kalda stríðið að stúdentaóeirðumBls. 93-100 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Deilur um form • Í upphafi fimmta áratugarins risu harkalegar deilur í blöðum og tímaritum um list; bæði myndlist, húsagerðarlist og bókmenntir. • Jónas Jónsson frá Hriflu er sem fyrr merkisberi hefðarinnar. • Sjá umfjöllun hans um bókmenntir, húsagerðarlist, málaralist og höggmyndagerð á bls. 94.
Deilur um form • Halldór Laxness og Gunnar Benediktsson skrifa um að hin nýja ljóðlist, þar sem losað er um formið, beri einkenni úrkynjunar. • Sjá umfjöllun þeirra á bls. 93 og 94. • Árásir af þessu tagi urðu til þess að þjappa saman skáldum og listamönnum, sem áttu ekki margt annað sameiginlegt en að standa gegn hefðinni.
Forgöngumenn í ljóðlistinni • Módernismi verður ekki ríkjandi í ljóðlist fyrr en um og eftir 1950. • Hins vegar má finna talsvert gömul ljóð með módernískum einkennum. • Stundum er ljóð Jóhanns Sigurjónssonar, „Sorg” talið tímamótaverkið. Það var ort árið 1910 en birtist ekki fyrr en í tímaritinu Vöku árið 1927 að höfundi látnum. • Sjá brot úr því á bls. 95.
Forgöngumenn í ljóðlistinni • Flugur Jóns Thoroddsen yngra bera einnig sterk módernísk einkenni, sömuleiðis hinn ljóðræni prósi Sigurðar Nordals (1919), Huldu (1924) og Sigríðar Einarsdóttur frá Munaðarnesi (1930). • Sterk súrrealísk einkenni má finna hjá Halldóri Laxness í „Únglíngnum í skóginum”. • Í „Söknuði” Jóhanns Jónssonar (1928) er jafnframt að finna innhverfa ljóðrænu í módernískum stíl.
Forgöngumenn í ljóðlistinni • Fyrstu ljóðasöfnin, sem eindregið benda til þess að hin nýja ljóðlist sé að vinna sér land á Íslandi, koma hins vegar ekki út fyrr en líður á fimmta áratuginn. • Árið 1946 sendi Jón Jónsson úr Vör frá sér ljóðabókina Þorpið en hún olli miklum vangaveltum.
Forgöngumenn í ljóðlistinni • Þorpið var safn órímaðra og óbundinna ljóða, upprifjun á sögu sjávarþorps í einföldum myndum. Þessi ljóðabók hefur nú hlotið sæmdarsess í íslenskri bókmenntasögu. • Nýlundan í Þorpinu var tvenns konar: • Annars vegar var kveðið að mestu án hefðbundinna brageinkenna, líkt og Jón Thoroddsen hafði áður gert í Flugum. • Hins vegar var yrkisefni bókarinnar sótt í fullkomlega hversdagslegt líf í íslensku sjávarþorpi. Þar urðu engir stórviðburðir.
Forgöngumenn í ljóðlistinni • Þorpið varpar sósíalísku ljósi á stéttaskiptingu og tekin er afdráttarlaus afstaða með öreigum þorpsins. • Málið í ljóðunum er einfalt, líkingar fáar og tengsl myndanna jafnan ljós. • Stundum fer skáldið nærri hrynjandi og brag hefðbundinna ljóða. • Þorpið er því ekki nema að sumu leyti dæmigert fyrir módernismann. • Sjá dæmi úr Þorpinu á bls. 96.
Forgöngumenn í ljóðlistinni • Kvartanir á almennum vettvangi yfir Þorpinu snérust aðallega um ljóðstafa- og rímleysi þess. • E.t.v. hefur þó undirrót óánægjunnar verið sú að mönnum þótti yrkisefnið ekki við hæfi ljóðlistarinnar.
Forgöngumenn í ljóðlistinni • Árið 1948 kom út ljóðaflokkurinn Tíminn og vatnið eftir Stein Steinarr. • Áður hafði Steinn kynnt sig sem róttækt byltingarskáld en nú hvarf hann að innhverfari og dulúðugari ljóðum þar sem kjarninn virtist vera einmanaleiki mannsins og tilgangsleysi lífsins. • Sjá lýsingu Eysteins Þorvaldssonar á ljóðaflokknum á bls. 97.
Forgöngumenn í ljóðlistinni • Bragarhátturinn í Tímanum og vatninu er óvenjulegur (á þessum tíma) en ort er mð háttbundinni hrynjandi og sums staðar rími. • Mynd ljóðsins er hins vegar mjög órökleg. • Sjá brot úr Tímanum og vatninu á bls. 97. • Ber að skilja miðerindið sem svo að myndin af mér og vatninu sé hálf af hvoru eða mynd sem ég og vatnið höfum málað í sameiningu? Hvað finnst ykkur?
Forgöngumenn í ljóðlistinni • Fyrri kynslóðir voru vanar því að ljóð ættu að vera „um eitthvað”. • Rétt eins og í málaralistinni, þar sem ekki var lengur krafa um að myndin væri af einhverju þekktu eða skilgreinanlegu, þurfti ljóðið nú ekki lengur að hafa röklega merkingu eða vera um neitt sem var þekkt eða hægt að koma orðum að á venjulegan hátt.
Forgöngumenn í ljóðlistinni A poem should not mean but be MacLeish
Forgöngumenn í ljóðlistinni • Ljóðin í Tímanum og vatninu hafa nokkuð reglubundinn brag. • Hins vegar er Steinn Steinarr yfirleitt talinn vera forvígismaður „rímlausra” eða „óbundinna” ljóða. • Sjálfsagt hafa yfirlýsingar hans á borð við „Hið hefðbundna ljóðform er loksins dautt!” átt sinn þátt í þessu.
Forgöngumenn í ljóðlistinni • Árið 1949 kom út fyrsta ljóðabók Hannesar Sigfússonar: Dymbilvaka. • Hannes viðurkennir að ljóðin í bókinni séu undir umtalsverðum áhrifum frá breska skáldinu T.S. Eliot, einkum The Waste Land (Eyðilandið).
Forgöngumenn í ljóðlistinni • Hannes var aðstoðarmaður vitavarðar í Reykjanesvita. • Sjá lýsingar hans á því hvernig ljóðabókin varð til á bls. 98. • Hið sérkennilega nafn á bókinni, Dymbilvaka, var ákveðið eftir að Ísland gekk í NATO og vísar bæði til sorgar (sbr. dymbilvika) og vökunnar í vitanum. • Sjá dæmi úr Dymbilvöku á bls. 99.
Forgöngumenn í ljóðlistinni • Árið 1951 sendi Hannes frá sér ljóðabókina Imbrudaga þar sem hann ræktar enn fremur hinn móderníska ljóðstíl. • Sú bók staðfesti enn fremur að hvörf voru að verða í ljóðlistinni.