1 / 15

Sögueyjan 3. hefti 1900-2010

Sögueyjan 3. hefti 1900-2010. Kennari: Jóna Lilja Makar. Kafli 1 Inngangur. Íslenskt samfélag breyttist meira á 20. öldinni en á fyrstu þúsund árum Íslandsbyggðar Þeir sem fæddust um aldamótin 1900 ólust upp í þjóðfélagi sem var að breytast úr sveitasamfélagi í iðnvætt þéttbýlissamfélag

nat
Download Presentation

Sögueyjan 3. hefti 1900-2010

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sögueyjan 3. hefti1900-2010 Kennari: Jóna Lilja Makar

  2. Kafli 1Inngangur • Íslenskt samfélag breyttist meira á 20. öldinni en á fyrstu þúsund árum Íslandsbyggðar • Þeir sem fæddust um aldamótin 1900 ólust upp í þjóðfélagi sem var að breytast úr sveitasamfélagi í iðnvætt þéttbýlissamfélag • Í stað fátæktar kom aukinn hraði, fjölbreytni og velmegun

  3. Inngangur • Fólk á landnámsöld hefði getað áttað sig á samfélagsháttum 19. aldar, en það segir til um hversu lítið íslenskt samfélag breyttist á fyrstu 1000 árum Íslandsbyggðar • Þjóðin bjó dreift um landið og stundaður var sjálfsþurftarbúskapur þar sem heimilin framleiddu allt sem þau þurfu til eigin nota

  4. Inngangur • Það sem einna helst hafði breyst á Íslandi frá landnámi voru einhverjar breytingar á framburði í tungumálinu og heiðni vék fyrir kristni • Þessar litlu breytingar eru smávægilegar bornar saman við þær breytingar sem urðu á 20. öldinni • En hvað olli þeim miklu breytingum sem urðu á lifnaðarháttum á Íslandi árunum 1900-2000? Til þess að skilja þær breytingar verðum við að fara til Evrópu og skoða hvað var að gerast þar?

  5. Inngangur • Nútímavæðing er það orð sem venjulega er notað um þær miklu breytingar sem urðu í Evrópu á 19. öldinni og leiddu til breytinga hér á landi á 20. öldinni • Sagt er að nútímavæðingin sé ein af tveimur mestu byltingum sögunnar og er þá miðað við að landbúnaðarbyltingin sé sú fyrri

  6. Landbúnaðarsamfélagið • Í upphafi flakkaði maðurinn um og veiddi og safnaði fæðu. Stundum kallað samfélag veiðimanna og safnara • Með landbúnaðarbyltingunni fyrir um 10.000 árum lærði mannkynið að stunda landbúnað og framleiða fæðu í stað þess að leita að henni • Þá fóru að myndast stærri samfélög og maðurinn fór í auknu mæli að setjast að á einum stað í stað þess að flakka látlaust um í leit að fæðu og skjóli

  7. Landbúnaðarsamfélagið • Landbúnaðarsamfélagið varð ríkjandi samfélagsform um heim allan næstu árþúsundin líkt og á Íslandi frá landnámi fram til aldamótana 1900 • Flestir á Íslandi lifðu á sjálfsþurftarbúskap, lífið var mikið strit og menntun almennt lítil • Menn vissu fátt annað um heiminn en það sem trúin og eigin reynsla færði þeim • Fáir efuðust um yfirvöld og trúna • Menn fæddust inn í stéttir sem höfðu ólík réttindi og karlar voru yfir konum settir • Með nútímavæðingunni upp úr aldamótunum 1800 hrundi þessi heimur á tiltölulega skömmum tíma

  8. NútímavæðinginIðnvæðing og markaðssamfélag • Nútímavæðingin var byltingarkennd þróun sem braust fram í Evrópu á 19. öld • Forsenda hennar var iðnbyltingin sem hófst í Bretlandi og barst síðan til meginlands Evrópu og Bandaríkjanna • Þá fóru að spretta upp verksmiðjur og fólk fór að flytjast úr sveitum í borgir í leit að vinnu • Í stað sjálfsþurftarbúskapar varð til markaðssamfélag þar sem fólk fór að framleiða fyrir aðra í stað þess að framleiða fyrir sjálfan sig. Þannig þróaðist neyslusamfélagið sem við þekkjum í dag. Samhliða markaðsvæðingunni kom fram krafa um frjálsa verslun

  9. Iðnvæðing og markaðssamfélag • Samhliða iðnvæðingunni varð samgöngubylting þegar farið var að knýja farartæki áfram með gufuafli. Gufuskip og járnbrautir (eimreiðar) • Um aldamótin 1900 litu bílar og flugvélar dagsins ljós • Auðveldara varð nú að flytja vörur á markað og koma fólki milli staða

  10. Iðnvæðing og markaðssamfélag • Með iðnbyltingunni stórjókst framleiðsla og verslun, þéttbýlið efldist, samgöngur bötnuðu og fólksfjölgun varð meiri en áður hafði þekkst • Margar af þessum breytingum voru að mörgu leyti sársaukafullar. Ýmis félagsleg vandamál fylgdu í kjölfarið • Mikil vinnuþrælkun, fólk bjó við heilsuspillandi aðstæður, jafn á vinnustað sem heima við. Vinnuslys voru tíð, lág laun í boði og engar bætur í boði fyrir þá sem ekki gátu unnið. Húsnæði var þröngt og óvistlegt. Mikil mengun var við verksmiðjurnar og óþrifnaður mikill þar og heima hjá fólki. Börn voru einnig látið vinna í námum og verksmiðjum. Það tók langan tíma og mikla baráttu almennings að fá bætt lífskjör

  11. Nútímavæðingin á Íslandi • Helstu einkenni nútímavæðingarinnar bárust frá Evrópu til Íslands • Þau bárust fyrst og fremst með íslenskum námsmönnum í Danmörku • Talið er að iðnvæðingin hafi hafist á Íslandi upp úr 1900 en við höfðum engu að síður notið góðs af henni töluvert fyrr með bættum samgöngum til landsins og betri verslunarkjörum. Aukin eftirspurn varð eftir íslenskum fiski og grunnurinn að sjávarútvegssamfélagi nútímans var lagður • Við vorum fljót að njóta góðs af iðnvæðingunni en sein að tileinka okkur og nýta nýjungar í atvinnulífinu

  12. Nútímavæðingin á Íslandi • Þrátt fyrir að Ísland væri afskekkt og landsmenn fáir voru skilyrði til nútímavæðingar á Íslandi að mörgu leyti góð • Þjóðin var ágætlega menntuð • Dugnaður var álitin dyggð • Hjá þjóðinni jókst framfaravilji þegar líða tók á 19. öldina • Dönsk stjórnvöld voru hliðholl viðskipta-og atvinnuháttum iðnbyltingarinnar • Segja má að 1875-1900 hafi verið undirbúningstími iðnbyltingarinnar á Íslandi

  13. Nútímavæðingin á Íslandi • Talað er um að iðnbyltingin hafi borist hingað til lands í kringum 1900 þegar vélvæðing hófst í sjávarútvegi með tilkomu vélbáta og togara • Um svipað leyti og vélvæðing í sjávarútvegi hófst fengu Íslendingar heimastjórn 1904-1918, síðar fullveldi árið 1918 og fullt sjálfstæði árið 1944 • Um aldamótin hófst bankastarfsemi hér á landi þó lítil væri • Allt þetta lagði grunninn að því að Ísland varð nútímaríki • Á 20. öldinni fóru Íslendingar úr því að vera fátækast þjóð Evrópu um 1900 í það að vera ein ríkasta þjóð heims um aldamótin 2000 • Efnahagsþrengingar á fyrsta áratug 21. aldar hafa neytt Íslandinga til að endurskoða ýmsa innviði samfélagsins

  14. Nútímasamfélagið • Í íslensku nútímasamfélagi er fjölskyldan ekki lengur sjálfstæð framleiðslueining eins og á tímum sjálfsþurftarsamfélagsins • Nú á tímum er fjölskyldan neyslueining í neyslusamfélagi og ein af afleiðingum þess er einstaklingshyggjan • Einstaklingshyggjan ýtir undir og gefur hverjum og einum kost á að fara eigin leiðir í lífinu. Aldrei fyrr í sögu mannkyns hefur einstaklingurinn haft jafn mikið val og nú og aldrei fyrr hefur hraðinn og lífgæðin verið jafn mikil

  15. Kafli 2Ísland iðnvæðist

More Related