120 likes | 248 Views
Sustainable Hunting Tourism in Northern Europe. North Hunt. Verkefni sem miðar að því að þróa sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu á dreifbýlum svæðum í Norður Evrópu. Rannsóknarsvæðin eru jaðarsvæði Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Kanada. Ásamt Íslandi öllu.
E N D
North Hunt • Verkefni sem miðar að því að þróa sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu á dreifbýlum svæðum í Norður Evrópu. • Rannsóknarsvæðin eru jaðarsvæði Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Kanada. Ásamt Íslandi öllu. • Verkefnið er unnið í samvinnu við frumkvöðla og aðra hagsmunaaðila.
North Hunt er ætlað að stuðla að: • Bættri þekkingu á núverandi stöðu skotveiðitengdrar ferðaþjónustu í þátttökulöndunum • Þróun nýrra vara og nýsköpun því sviði • Bættu aðgengi að hagnýtum upplýsingum og fræðsluefni sem nýtist þeim sem vilja efla rekstur í starfsgreininni
...að stuðla að: • Markvissri markaðssetningu á skotveiðitengdri ferðaþjónustu. • Eflingu tengsla milli aðila sem koma að slíkri starfsemi á landsvísu sem og milli aðila í þátttökulöndunum fimm. • Bættum grundvelli til eflingar ferðaþjónustu og þar með atvinnulífs í þátttökulöndunum með áherslu á eflingu tækifæra til atvinnusköpunar á dreifbýlissvæðum.
Hverjir geta tekið þátt? • Öllum frumkvöðlum og starfandi ferðaþjónustuaðilum sem hafa hug á að stunda skotveiðitengda ferðaþjónustu stendur til boða að taka þátt í verkefninu með okkur. • Eina skilyrðið er að viðkomandi hafi vilja til að stunda sína starfsemi eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar
Hvað á að gera? • Verkefnið samanstendur af fimm verkpökkum sem hver um sig hefur skilgreint markmið og afrakstur • Meðal þess sem á að framkvæma er: • Könnun á félagslegu umhverfi • Könnun meðal sölu- og markaðsfyrirtækja sem selja skotveiðitengdar ferðir • Skoða veiðistjórnunarkerfi og upplýsingar sem aflað er um villtar dýrategundir á Íslandi • Úttekt á hagrænum möguleikum starfsgreinarinnar • Þróa með frumkvöðlum og fyrirtækjum vænlega starfsgrein byggða á hugmyndafræði um sjálfbærni • Hafa markvisst áhrif á starfsumhverfi þeirra • Útbúa leiðbeininga og kynningarefni fyrir þá sem vilja stunda skotveiðitengda ferðaþjónustu byggða á hugmyndafræði um sjálfbærni
Af hverju North Hunt • Skotveiðitengd ferðaþjónusta er lítið þekktur og óþróaður hluti ferðamennsku í flestum löndum í Norður Evrópu. • Mikilvægt þykir að innleiða hugmyndafræði um sjálfbæra þróun í vaxandi atvinnugrein • Megin hindranir fyrir þróun skotveiðitengdrar ferðaþjónustu eru: • Skortur á upplýsingum • Skortur á sjálfbærum viðskiptalíkönum • Skortur á samvinnu í ferðaþjónustugeiranum • Gefur tækifæri til að mynda tengslanet bæði innanlands og í þátttökulöndunum • Koma á markaðssamböndum
Hvers vegna ætti að efla skotveiðitengda ferðaþjónustu? • Aukin þörf á þróun nýrra sjálfbærra og samkeppnishæfra fyrirtækja á Norðurslóðum • Í ferðaþjónustu er þörf á þróun nýrra leiða til að lengja ferðaþjónustu tímabilið, til þess að styrkja og tryggja sjálfbærni þessara fyrirtækja • Skotveiðitengd ferðaþjónusta er ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að auka fjölbreytni atvinnulífsins í dreifbýli • Þetta er ferðaþjónusta sem byggð er á náttúrulegum styrkleikum og menningu svæðanna
www.north-hunt.org Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins eða hjá Hjördísi Sigursteinsdóttur (hjordis@unak.is) Eyrúnu Jennýju Bjarnadóttur (ejb@unak.is)