1 / 14

Háskólar, hugmyndafræði og hagsmunir

Háskólar, hugmyndafræði og hagsmunir. Njörður Sigurjónsson. Spurningar og svör. Voru háskólamenn nógu gagnrýnir? Háskólamenn vildu ekki tjá sig Ekki var hlustað á háskólamenn sem gagnrýndu Voru háskólar of tengdir bönkunum? Skólarnir þáðu beina styrki frá bönkunum

ouida
Download Presentation

Háskólar, hugmyndafræði og hagsmunir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Háskólar, hugmyndafræði og hagsmunir Njörður Sigurjónsson

  2. Spurningar og svör • Voru háskólamenn nógu gagnrýnir? • Háskólamenn vildu ekki tjá sig • Ekki var hlustað á háskólamenn sem gagnrýndu • Voru háskólar of tengdir bönkunum? • Skólarnir þáðu beina styrki frá bönkunum • Stofnanir unnu rannsóknaverkefni fyrir hagmunaaðila • Var hugmyndafræði háskólanna brengluð? • Aukin viðskiptavæðing háskólastigsins • Siðfræði og samfélagslegri ábyrgð er lítið sinnt í kennslu í viðskiptagreinum • Lærdómar og næstu skref

  3. Hvar var háskólafólkið? • „Blaðamenn Morgunblaðsins ráku sig iðulega á það að fræðimenn á sviði lögfræði, hagfræði og viðskiptafræði vildu ekki tjá sig um álitaefni í viðskiptum. Sumir af því að þeir voru í vinnu fyrir viðskiptablokkirnar, aðrir af því að þeir óttuðust neikvæð viðbrögð við gagnrýni. Margir sem undanfarna mánuði hafa verið duglegir að tjá sig um orsakir hrunsins voru ekki reiðubúnir að tjá sig um áhættuþættina í fjármálakerfinu þegar eftir því var leitað á árunum fyrir hrun.“ „Reykjavíkurbréf 29. ágúst 2009.“ Morgunblaðið 30. ágúst 2009.

  4. Háskólamenn vildu ekki tjá sig • Á líkan hátt og fjölmiðlar sinntu háskólamenn, sérstaklega viðskipta- og hagfræðingar, ekki því að gagnrýna viðskiptamódelið. Dæmi um ástæður: • Almenn “þöggun” mætti þeim sem það gerðu • Óbein hræðsla við að missa vinnuna eða glata tækifærum • Lítill vilji til þess að verða opinber persóna • Vantrú á að umræðan breytti neinu • Rannsóknamatskerfi hvetur ekki háskólamenn til þess að taka þátt í opinberri umræðu

  5. Ekki var hlustað á þá sem gagnrýndu • Tilgreind eru fjölmörg dæmi um erlenda og innlenda fræðimenn sem vöktu athygli á hættunni en fengu lítinn hljómgrunn • Fjölmiðlar gerðu lítið úr varnaðarorðum eða veittu þeim ekki athygli • Stjórnmálamenn voru ekki tilbúnir að hlusta

  6. Sumir skólarnir þáðu beina styrki frá bönkunum, þó ekki verulega • “Háskóli Íslands hafði þegið rúmlega 121 milljón króna alls í styrki frá íslenskum bönkum og fjármálastofnunum, Háskólinn í Reykjavík tæplega 142 milljónir til stofnana og að auki rúmlega 55,6 milljónir til nemendastyrkja. Á þessu fimm ára tímabili þáði Háskólinn á Akureyri rúmlega 31 milljón til deilda og stofnana, en 5 milljónir að auki til nemendastyrkja. Háskólinn á Bifröst hafði skömmu fyrir fall bankanna gert samninga við þrjá stærstu viðskiptabankana um að styrkja rannsóknir og kennslu um 30 milljónir hver á þremur árum. Einungis hafði borist fyrsta 10 milljóna króna greiðslan frá Kaupþingi áður en bankarnir fóru í þrot.” (bls. 212) • “Einnig var kallað eftir lista frá viðskiptabönkunum þremur yfir háskólamenn og háskólastofnanir sem þáðu verktakagreiðslur fyrir verkefni á vegum bankanna á árunum 2004–2008. [...] Á grundvelli þeirra upplýsinga er ekki að sjá að viðskipta- og hagfræðingar í háskólum landsins hafi þegið verktakagreiðslur frá bönkunum” (bls. 212)

  7. Rannsóknaverkefni voru þó beintengd • Skýrslur virðast beinlínis hafa verið keyptar til kynningar á stöðugleika kerfisins. • Dæmi úr skýrslunni: Financial Stability in Iceland (Viðskiptaráð 2006) eftirFrederic Mishkin, prófessor við Columbia-háskóla, og Tryggvi Þór Herbertsson, þáverandi forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. • Verkefni sem féllu að tíðarandanum voru styrkt af bönkum • Dæmi úr skýrslunni: Rannsókn á íslensku útrásinni var kostuð af nokkrum útrásarfyrirtækjum: Landsbankanum, Glitni, Kaupþingi, Actavis og Eyri Invest ásamt Útflutningsráði.

  8. Var hugmyndafræði háskólanna brengluð? • Vöruvæðing náms • Lítil áhersla á rannsóknir eða gagnrýni • Hugtökin “þjónusta”, “viðskiptavinir” og “vara” eru notuð og áhersla á gráðuna frekar en menntunina • Áhersla á kenningar andstæðar eftirliti og regluveldi (post-bureaucracy)

  9. Viðskiptavæðing • “Fyrr á tímum herjuðu einkum pólitísk og trúarleg öfl á vísindamenn og reyndu að hafa áhrif á viðfangsefni fræðimanna og niðurstöður þeirra. Í nútímanum hafa tengsl efnahagslífs og háskólastarfs orðið meira áhyggjuefni, meðal annars vegna þess að mun erfiðara er að henda reiður á áhrifum á fræðimenn, ekki síst í andrúmslofti þar sem mikil viðskiptavild er ríkjandi. Það fer yfirleitt ekki á milli mála þegar valdið kemur að ofan, en það getur auðveldlega farið framhjá manni þegar það smýgur inn í formi styrkja eða kostunar og einstaklingar laga hegðun sína ósjálfrátt að því án þess að þurfa nokkurn tíma að lúta valdboði.” (bls. 213)

  10. Viðskipta og markaðsfræði langfjölmennasta greinin bæði í grunn- og meistaranámi árið 2008 • Heildarfjöldi nemenda og fjöldi nemenda í viðskipta- og markaðsfræðum við íslenska háskóla • Aukningin í viðskipta- og markaðsfræði var 111% í grunnnámi og 3232% í meistaranámi. (Hulda Þórisdóttir, bls. 285 og 301)

  11. Siðfræði og samfélagsábyrgð lítið sinnt í viðskipta- og stjórnunarnámi • Engar sérstaka faglegar kröfur eru gerðar um menntun, reynslu eða sérstaka þjálfun “stjórnenda” • Á sama tíma og greinin hefur þanist út innan íslenskra háskóla hafa rannsóknir verið rýrar • Lítil hvattning er til nemenda að gefa sig að rannsóknum • Litlar kröfur eru gerðar til fræðilegrar vinnu háskólakennara í viðskiptafræði og stjórnun • Gæðin eru vafasöm en samkomulag er innan greinarinnar að gagnrýna ekki rannsóknir hvors annars

  12. Lærdómar skýrslunnar • “Háskólamenn þurfa að vera á varðbergi gagnvart því að lenda ekki í hagsmunaárekstrum sem leiða þá frá því að þjóna hugsjónum fræðastarfsins. Í því skyni þarf að setja reglur um kostun starfa og rannsóknaverkefna sem draga úr líkum á að hún hafi áhrif á akademískt frelsi og fræðilega hlutlægni. • Stjórnvöld þurfa að tryggja starfsskilyrði háskóla svo að þeir verði ekki háðir fyrirtækjum um fjármagn því að það getur grafið undan hlutlægni háskólamanna. • Fræðasamfélagið þarf að setja sér samræmdar siðareglur um rannsóknir og fræðimennsku og framfylgja þeim. • Efla þarf siðfræðilega menntun fagstétta á sviði viðskipta og hagfræði. • Hvetja þarf háskólamenn til að sýna samfélagslega ábyrgð, svo sem með þátttöku í opinberri umræðu um málefni á fræðasviði þeirra.”

  13. Frekari skoðun og áherslur • Gildimat og hugmyndafræði viðskiptanáms verði skoðað: • Hvert hlutverk stjórnandans í samfélaginu? • Hvert er hlutverk fyrirtækisins? • Hvað er það sem hvetur fólk áfram? • Er hægt að skipuleggja stjórnunarmenntun þannig að hugmyndin um gagnrýna hugsun sé í öndvegi?

More Related