130 likes | 461 Views
Laxdæla. Leiðsögunám 2011 Íslenska. Tími og umhverfi. Sögutími Laxdælu er frá seinni hluta 9. aldar og fram undir lok 11. aldar (850-1100) Sögusviðið er Ísland en einnig t.d. Noregur og Írland Sagan gerist aðallega í Dölum og byggðunum við Breiðafjörð. Bygging. I. Inngangur
E N D
Laxdæla Leiðsögunám 2011 Íslenska
Tími og umhverfi • Sögutími Laxdælu er frá seinni hluta 9. aldar og fram undir lok 11. aldar (850-1100) • Sögusviðið er Ísland en einnig t.d. Noregur og Írland • Sagan gerist aðallega í Dölum og byggðunum við Breiðafjörð
Bygging • I. Inngangur • Sagt frá forfeðrum Guðrúnar Ósvífursdóttur og þriðja manns hennar, Bolla Þorleikssonar • Lýst er heiðnu samfélagi • Friður og reglufesta áberandi
Bygging frh. • II. Saga Guðrúnar og fjölskyldu Bolla er rakin og innri veikleikum samfélagsins lýst • a) Frásagnir af fjölskyldu Bolla og atburðum sem tengjast henni • b) Kynning á Guðrúnu og nánustu ættingjum hennar (og tveimur fyrstu hjónaböndum) • c) Kynning á Bolla og Kjartani • d) Sagt frá 3. og 4. hjónabandi Guðrúnar
Bygging frh. frh. • III. Eftirmáli um Guðrúnu og afkomendur hennar • Sýnt hvernig kyrrð kemst aftur á í samfélaginu • Sagt sérstaklega frá Bolla syni Guðrúnar (Bolla þáttur) • Ferlið er því kyrrð-upplausn-kyrrð
Frásagnarháttur, mál og stíll • Laxdæla er orðfleiri en flestar Ísl. sögur • Ytri lýsingar áberandi (hlutlægni) • Atburðum stundum lýst frá fleiri sjónarhornum en einu (frásagnartafir) • Draumar og forspár magna spennu • Talsvert um tákn • Stundum vísað til heimilda
Þjóðfélagsmynd og efnistök • Meginatburðir sögunnar snúast um átök meðal afkomenda Ketils flatnefs í fjórar kynslóðir • Aðalpersónan er kona og konur eru óvenju atkvæðamiklar miðað við Ísl. sögur • Sagt frá reynslu kvenna og uppreisn þeirra gegn kjörum sínum og hlutverki (allt frá Unni til Guðrúnar)
Þjóðfélagið • Þverbrestir ættarsamfélagsins og valdabarátta • Sýnt hvernig blóðhefndin getur leitt ættirnar í vanda í stað þess að leysa vandann • Kristilegar hugsjónir og hugmyndir riddarabókmennta setja mark sitt á seinni hlutann • Laxdæla er rituð á Sturlungaöld og endurspeglast það samfélag í sögunni • Þó óvenju lítið um bardagalýsingar og ekki sama aðdáun og í öðrum sögum (höfundur L. kona?)
Persónulýsingar • Bera alþekkt einkenni skapgerðarlýsinga Íslendingasagna en konurnar þó aðsópsmeiri • Höskuld Dala-Kollsson skortir kristilegar dyggðir á borð við hófsemi og réttlæti og hann leikur Melkorku og Jórunni grátt • Margar konur minna á persónur hetjukvæða
Guðrún, Bróka-Auður, Þorgerður Egilsdóttir og Þuríður Ólafsdóttir þó ekki eins harðlyndar og stórlátar og kvenhetjurnar í kvæðunum • Þær rísa hver á sinn hátt gegn því kvenhlutverki sem þeim var ætlað • Barátta og þversagnir í Guðrúnu koma fram í ytri lýsingum • Guðrún færist ofar í virðingarstiganum með hverju hjónabandi og því rétt að gefa eiginmönnunum gaum
Guðrún og Þuríður Ólafsdóttir hliðstæður þar sem þær reyna að halda hlut sínum gagnvart körlum • Guðrún og Hrefna andstæður því Hrefna sættir sig við forsjá eiginmannsins • Kjartan mótsagnakenndur, bæði kristilegar hugsjónir og ókristileg níðingsverk • Margir segja þó að Kjartani og Ólafi pá sé lýst sem afbragði annarra manna