210 likes | 414 Views
3. kafli. Nýja Ísland, heimastjórn, kvenfrelsi og fullveldið 1918. Talið er að um 16.500 manns hafi flust frá Íslandi til Kanada frá 1870-1930 . Frá 1876-1887 var fjölmennasta byggð Íslendinga í Vesturheimi, Nýja Ísland , sjálfstætt lýðveldi en er nú hluti af Manitobafylki i Kanada.
E N D
Nútíminn 1900-2008 3. kafli Nýja Ísland, heimastjórn, kvenfrelsi og fullveldið 1918
Talið er að um 16.500manns hafi flust frá Íslandi til Kanada frá 1870-1930. • Frá 1876-1887 var fjölmennasta byggð Íslendinga í Vesturheimi, Nýja Ísland, sjálfstætt lýðveldi en er nú hluti af Manitobafylki i Kanada. • Árið 2009 er talið að um 300.000manns geti rakið ættir sínar til íslensku landnemanna. Nútíminn 1900-2008 Íslendingabyggðir í Kanada 3
Nútíminn 1900-2008 Íslendingabyggðir í Kanada 3
Þjóðrækni Nútíminn 1900-2008 Íslendingabyggðir í Kanada 3
Meiri réttindi fólks á Íslandi stafaði af svipaðri þróun erlendis í Evrópu og Ameríku. Rómantíska stefnan hafði lagt áherslu á rétt tilfinninganna. Lagabreytingarveittu nú fólki meira einstaklingsfrelsitil að taka ákvarðanir sem fullgildur einstaklingur. Meðal helstu lagabreytinga má nefna: • Samþykki foreldra þurfti til að ungt fólk gæti gifst. • Konur fengu formlegt giftingarfrelsi 1861 við 25 ára aldur. • Árið 1921 fengu hjón leyfi til skilnaðar ef bæði voru því samþykk. • Ástin fór nú að verða yrkisefni og samfélagið um leið rómantískara með ástarljóðum og eðlilegri samskiptum kynjanna en áður hafði verið – en með meira frelsi og hreyfanleika fólks gerðist samfélagið flóknara. Nútíminn 1900-2008 Meiri réttindi 3
1854 samþykkti danska þingið lög sem heimilaði hverjum sem er að sigla til og versla við Íslendinga. • 1870 – fóru breskir kaupmenn að kaupa sauði beint af íslenskum bændum. Voru þeir fluttir lifandi til Bretlands (á fæti). Borguðu þeir með gulli og silfri. • Brátt fóru Íslendingar að panta vörur með þeim skipum sem síðan fluttu sauðina út. Dýrt var fyrir einstaklinga að versla svona svo bændur fóru að stofna félög um slíkan rekstur. Íslenskir bændur högnuðust vel á versluninni. • Kaupfélag Þingeyinga var fyrsta kaupfélagið og stofnað 1882. Síðan spruttu kaupfélög upp út um allt land. Brátt tóku þau sjálf að flytja sauðina út og kaupa inn vörur. • 1896 var hins vegar bannað að flytja lifandi sauði til Bretlands þar sem þeir óttuðust sjúkdóma. Kaupfélögin héldu þó áfram starfsemi sinni. Nútíminn 1900-2008 Ísland eflist 3
Árið 1902 stofnuðu kaupfélögin Samband íslenskra samvinnufélagasem var samband þeirra allra. • Brátt fóru menn að stofna heildverslanir og smásöluverslanir. • Hlutafélag: félag til atvinnu- eða verslunarrekstrar þar sem hver félagsmaður hefur atkvæðisrétt í samræmi við framlagt hlutafé og ber ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum félagsins. • Íslendingar voru orðnir sjálfstæðir í verslun sinni en þurftu að leigja erlend skip til að flytja vörurnar hingað. Sveinn Björnsson ákvað því að stofna til hlutafélags til að smíða skip til slíkra flutninga. • Eimskipafélag Íslandsvar svo stofnað 1914. Fyrst skip þess voru – Gullfoss og Goðafoss. Nútíminn 1900-2008 Ísland eflist 3
Landshöfðingjatíminn: tímabilið frá1873-1904þegar landshöfðingjar voruæðstu embættismenn. • Ríkisborgararéttur: ríkisfang; skyldurog réttindi þegna hvers lands. Menn fáríkisborgarrétt sjálfkrafa við fæðingu. • Eftir setningu stjórnarskrár deildu menná það hvar ráðamenn Íslands skyldu hafa aðsetur. • Samkvæmt stjórnarskránni voru konungur og ráðherra Íslandsmála í Danmörku og Landshöfðingi á Íslandi. Endurskoðunarmenn vildu halda í konung í Danmörku en landstjóra og ráðherra á Íslandi. • Forystumaður endurskoðunarsinnavar Benedikt Sveinsson. Nútíminn 1900-2008 Aukin pólitísk réttindi 3
Fátækt á Íslandivar mikil álandshöfðingjatímanum. • Ungt fólk sem vildi gifta sig áttioft erfitt og fann hvergi auðajörðtil að hefja búskap. • Verslun hafði þó tekið kipp. • Byrjað var að nota þilskip(skútur) tilfiskveiðasvo fólk fékk aukna vinnu til lengri tíma í fiskvinnslu. • Margir fluttu til þéttbýlisstaðaí von um betra líf en sumir sáu sér þann kost vænstan að flytja til Ameríku þá sérstaklega Kanada. Talið að um 15 þúsund manns hafi yfirgefið landið. • Valtýr Guðmundssonþingmaður kom fram með nýja hugmynd árið 1900. Hún var fólgin í því að Íslendingar fengu sérstakan ráðherra með aðsetur í Kaupmannahöfn (valtýska). Andstæðingar hans voru heimastjórnarmenn. Valtýskan vs. Heimastjórnarmenn Nútíminn 1900-2008 Aukin pólitísk réttindi Reykjavík 1835 3
Þingræði: stjórnarfar þar sem þeir einir geta setið í ríkisstjórn sem meirihluti þjóðþings vill styðja eða þola í embætti. • Síðan gerðist það að konungur viðurkenndi þingræðisregluna í Danmörku og við tók stjórn sem vildi ganga að kröfum Íslendinga um séríslenskan ráðherra með aðsetur á Íslandi. • Árið 1904var svo samþykkt að þingræði væri tekið upp á Íslandi. Var Hannes Hafstein valinn fyrsti ráðherrann. Nútíminn 1900-2008 Fyrsti ráðherrann Hannes Hafstein 3
Með Íslandsmálaráðherranum ognýtilkomnu löggjafarhlutverkikosins Alþingis 1874, jókstlýðræðiá Íslandi. Með þingræðinu 1904fékk þaðsvo vald til að skipa ráðherra ogríkisstjórn. Enn voru það hins vegar bara sæmilega efnaðir karlar sem höfðu kosningarétt, ekki verkamenn, fátæklingar og konur. Nú var komið að konum að krefjast umbóta og breyta samfélaginu. Nútíminn 1900-2008 Fyrsti ráðherrann Reykjavík um 1900 3
Aðal foringi kvenfrelsisbaráttunnar var Bríet Bjarnhéðinsdóttir. • Hún var fædd á Haukagili í Vatnsdal í Húnavatnssýslu 27. september 1856. • Ung að árum upplifði Bríet ójafnréttið þegar námi var haldið að bróður hennar en hún var sjálf sett í útiverkin. • 24 ára gömul komst hún loks í skóla á Laugalandi í Eyjafirði, annan tveggja kvennaskóla á landinu, hinn var í Reykjavík. • Grein Valdimars Ásmundssonarí Fjallkonunni kveikti með Bríeti hugrekki til að hefja baráttuna fyrir réttindum kvenna. Nútíminn 1900-2008 Kvenréttindi Bríet og Valdimar Ásmundsson 3
Fyrsti fyrirlestur Bríetar var íGóðtemplarahúsinu 1886. • Örlítill hluti kvenna hafði náð til þessaþeim litlu réttindum að mega kjósa tilsveitarstjórna og sóknarnefnda. • Það heimiluðu lög frá Alþingi 1881-82 sem gaf undanþágu fyrir ekkjur og konur sem voru í forsvari fyrir búi. • Í aðeins þremur Evrópulöndum var þetta leyfilegt, Englandi, Svíþjóð og Finnlandi. • Um aldamótin 1900 fór af stað kvenréttindahreyfing á Íslandi. • Árið 1894var stofnað Hið íslenska kvenfélag, sem í fyrstu var ætlað að styrkja kvenstúdenta til háskólanáms. Nútíminn 1900-2008 Kvenréttindi 3
Hið íslenska kvenfélag barðist líka fyrirkosningarétti kvenna til Alþingis. Árið 1907 stofnaði Bríet róttækarifélagsskap kvenna, Hið íslenskakvenréttindafélag er seinna fékk nafnið Kvenréttindafélag Íslands og sem enn starfar. Árið 1911 fengu konur jafnrétti til náms og embætta. Þann 19. júní 1915fengu síðan allar konur kosningarétt og kjörgengisrétt til Alþingis og sveitarstjórna. Fátæklingar fengu þá líka sama rétt. Upp úr 1920 var kosningaaldurinn kominn í 25 ára. Nútíminn 1900-2008 Kvenréttindi 3
Fyrsta konan á Alþingi var Ingibjörg H.Bjarnason, skólastjóri Kvennaskólans íReykjavík, árið 1922. • Árið 1861 var sett í lög að ógiftar konuryrðu lögráða 25 ára eins og karlar. • Karlar höfðu hins vegar allan réttinn sín megin í ráðstöfun á eignum eiginkvenna sinna. • Árið 1900fengu konur rétt til að ráða yfir tekjum sínum og séreignum. • Árið 1923 var lögleitt að hjón áttu að ráða því sem þau settu í búið en það þyrfti samþykki beggja fyrir umsýslu eigna. • Kaupmáli: sérstakur samningur um ráðstöfun séreigna. Nútíminn 1900-2008 Kvenréttindi 3
Fram að 1900 var landbúnaðurlang mikilvægasti atvinnuvegur Íslendinga. Sjávarútvegur kom næst. • Um 1900 urðu hins vegar miklir tækninýjungar í sjávarútvegi sem gerði hann að mikilvægasta atvinnuvegi landsins. • Botnvarpa: tegund af neti sem dregin er eftir botni af einu skipi, er haldið opinni lóðrétt með þungu fótreipi, oft með bobbingum, að neðan og ofan er létt höfuðlína. Hlerar halda síðan botnvörpunni lárétt. • Togari: veiðiskip búið til veiða með botnvörpu sem upphaflega var tekin upp með síðu skipanna en svo við skutinn. • Landhelgi: það sjávarsvæði undan strönd ríkis sem er undir lögsögu þess. • Menn sem veiddu á handfæri eða í netvoru hræddir við þessi nýju skip og árið 1889 bannaði Alþingi að veitt væri með botnvörpu innan landhelginnar. • Brátt fóru erlend togveiðiskip (aðallega ensk) að sækja grimmt á íslensk fiskimið. • Á þessum tíma var landhelgi Íslands 3 sjómílur(5.5 km). • Frá 1893 fór enskum togveiðiskipum hratt fjölgandi við Íslandsstrendur. Nútíminn 1900-2008 Tækni og iðnaður Fiskveiðilögsagan eins og hún var frá 1901-1952 3
Árið 1904 voru hér um 180 útlend togveiðiskip á botnvörpuveiðum, flest ensk. • Aðeins eitt danskt varðskip var hér við land og réði það lítt við áganginn. • Íslendingar þurftu nauðsynlega sjálfir að eignast togara til að geta verið samkeppnishæfir á miðunum. • Landsbankinnvar stofnaður 1886 og var lengi vel eini banki landsins og félítill. • Fyrstu togararnir sem gerðir voru út frá íslandi voru í eigu útlendinga og tókst illa til. • Næsta framfaraspor á Íslandi var gert 1902 þegar vél var sett í fiskibát á Ísafirði. Gerbreyttu fiskveiðum á opnum bátum. 1912 voru vélbátarnir um 400. • 1904 var Íslandsbanki stofnaður. Hann var í eigu Dana og Norðmanna og hafði meira fé til að lána en Landsbankinn. • Fyrsta íslenska togarafélagið var Fiskveiðihlutafélag Faxaflóa. Það keypti og gerði út frá Hafnarfirði togarann Coot. Útgerðin gekk vel og skilaði hagnaði þangað til skipið strandaði 1908. • Thor Jensen stofnaði síðan Alliancesem gerði út togarann Jón forseta. Árið 1912 voru til alls um 20 togarar í innlendri eigu. Nútíminn 1900-2008 Bankar og hlutafélög Coot Jón forseti 3
Heimastjórnin og mörkin milli gamla sveitafélagsins og nútímaþjóðfélags: • Íslendingar vélvæddust. • Stofnun Íslandsbanka. • Heimastjórn með Íslandsráðherra • Lagning símatil Skotlands 1906. • Vega- og brúargerð stórjókst á heimastjórnarárunum. Má segja að á þeim árum hafi loksins komist á gróft þjóðveganet um landið allt. • Í lok heimastjórnartímabilsins voru akvegirtaldir fimm hundruð kílómetrar að lengd. Var lengsti vegarkaflinn um 100 km frá Reykjavík austur á Hvolsvöll. • Hestvagnarurðu algengir á þessum árum, enda vegagerðin fram til um 1920 að mestu við þá miðuð. • Fyrsti bílinn var fluttur til landsins sumarið 1904. Bílaöld rann þó ekki upp fyrr en áratug seinna. • Árið 1905 voru teknar í notkun brýryfir Sogið ogJökulsá í Axarfirði, hvort tveggja miklar samgöngubætur. • Annað merkilegt framfaraspor var almennfræðsluskylda barna. Nútíminn 1900-2008 Innviðir styrktir 3
Nútíminn 1900-2008 Reykjavík: Þéttbýlið eykst Reykjavík um aldamótin 1900 3
Allar þjóðir sem vilja sjálfstæði byrja á því að búa til tákn sem skilgreinir þjóðina sem séreiningu frá öðrum þjóðum. • Eitt sterkasta táknið er þjóðfáninn. • Árið 1913 reri ungur maður að nafni Einar Pétursson á árabáti út á Reykjavíkurhöfn. • Danskt herskip í höfninni handtók Einar sökum þess að hann flaggaði á bát sínum ólöglegum fána sem táknaði hina íslensku þjóð, bláhvíta fánanum. • Strax í kjölfarið birtust um allan bæ heimagerðir bláhvítir fánar þar sem almenningur ögraði Dönum með þessu nýja þjóðartákni íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. • Bláhvíti fáninn þótti hins vegar of líkur gríska konungsfánanumtil þess að hægt væri að nota hann sem þjóðfána Íslendinga. • Var þá brugðið á það ráð að setja rauðan kross inn í þann hvíta sem tákn um eldvirknina í iðrum jarðar og hefur sá fáni verið notaður sem þjóðfáni Íslendinga æ síðan. Nútíminn 1900-2008 Fánamálið 3
Þegar Íslendingar báðu Dani um leyfi til að nota hinn nýja íslenska fána árið 1917, svöruðu Danir því að þeir vildu heldur ræða öll ágreiningsmál landanna tveggja. • Niðurstaðan varð sú til urðu ný sambandslög þar sem Ísland fékk fullveldi 1. desember 1918. • Fyrir Íslendinga þýddi þetta eftirfarandi: • Danir hættu að borga með Íslandi og létu af hendi 2 milljónir sem voru settar í sjóð til að efla menningarsamband landanna og vísindarannsóknir, • Ísland lýsti sig varnarlaust með engan gunnfána, • landsstjórn Íslendinga varð nú ríkisstjórn með fjölgun ráðherra og þingmanna, • löggjafarvaldið var í höndum Alþingis Íslendinga, • framkvæmdavaldið í höndum ríkisstjórnar Íslands, • dómsvaldið í höndum íslenskra dómstóla, • Danir sáu áfram um utanríkismál Íslendinga enda Íslendingar enn hluti af Danaveldi með Danakonung sem þjóðhöfðingja landanna beggja, • Danir sáu um gæslu á fiskimiðunum. • Ástæða þessa göfuglyndis Dana var að þeir vonuðust til að endurheimta dönskumælandi héruð Slésvíkurfrá Þýskalandi við ósigur Þjóðverja í Seinni heimsstyrjöld og gekk það eftir. Nútíminn 1900-2008 Fullveldið 3