1 / 21

Ásgeir Jónsson

Hvernig atvinna verður stunduð á Norðurlandi vestra eftir 15-20 ár Málþing á Sauðárkróki 4. nóvember 2005. Ásgeir Jónsson. Norðurland vestra er fámennt svæði með aðeins 2,6% af heildarmarkaðsmassa landsins.

pillan
Download Presentation

Ásgeir Jónsson

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hvernig atvinna verður stunduð á Norðurlandi vestra eftir 15-20 árMálþing á Sauðárkróki4. nóvember 2005 Ásgeir Jónsson

  2. Norðurland vestra er fámennt svæði með aðeins 2,6% af heildarmarkaðsmassa landsins. Nærri 80-90% af markaðsmassa landsins er á höfuðborgarsvæðinu ef miðað er við heildar atvinnutekjur. NV er jaðarsvæði í þeim skilningi að það liggur miðja vegu á milli tveggja stærstu þéttbýlissvæða landsins fyrir norðan og austan. Lega svæðisins og fámenni skapar ákveðna styrkleika og veikleika fyrir svæðið. Jaðarsvæði í þjóðbraut

  3. Staðsetning lágverðsverslana á Íslandi og akstursvegalengd.

  4. Markaðsmassi – atvinnutekjur ákveðinna svæða sem hlutfall af heild

  5. Greinar sem nýta... staðbundna framleiðsluþætti (fiskimið, beitiland, náttúrfegurð eða aðrar auðlindir) þurfa mikið landrými (landrými svo fjarri þéttbýli er tilölulega ódýrt) hafa ekki mikinn flutningskostnað (er auðvelt að koma á markað hérlendis eða erlendis) vilja stöðugt vinnuafl á tiltölulega lágum launum (laun eru lægri og starfsmannavelta minni en þekkist á höfuðborgarsvæðinu) NV ætti að vera kjörin staður fyrir..

  6. Margt bendir nú til þess að það versta sé yfirstaðið í landbúnaði og jafnvel geti verið töluverður vöxtur framundan. Minnkandi framleiðsla Stórir hlutar Suðurlands og Vesturlands eru nú að fara úr ræktun og eru nú notaðar í auknum mæli í frístundabúskap. Mestu jaðarsvæðin sem fjærst eru öðru þéttbýli eru að fara í eyði. Verð á landi hefur hækkað töluvert og sífellt fleiri bændur eru keyptir út. Meðalaldur bænda er fremur hár en nýliðun lítil Aukin eftirspurn Eftirspurn virðist nú vaxandi eftir íslenskum landbúnaðarafurðum vegna aukinnar ásóknar Íslendinga í próteinríkar mjólkurvörur og lambakjöt. Þeim fjölgar þeim munnum sífellt sem þarf að metta eftir því sem heimsóknum ferðamanna fjölgar. Afleiðingarnar munu koma fram í hærra verði og betri afkomu bænda. Frístundabúskapur mun þó án efa höggva skarð í raðir bænda á næstu árum. Norðurland-vestra er hæfilega langt frá þéttbýlisásunum tveimur fyrir norðan land og sunnan til þess að vera kjörlendi fyrir landbúnað. Helsta áhættan hér felst í innflutningi á erlendum matvælum. Upp úr öldudalnum í landbúnaði?

  7. Landverð og fasteignaverð fer nú hækkandi með hækkun launa og lækkun vaxta. Æ fleiri vilja nú eiga annað athvarf utan höfuðborgar Ógnun? Eignir á landsbyggðinni, bæði jarðir og húseignir, eru teknar út framleiðslu eða fastri búsetu. Það felur í sér tekjutap og fólksfækkun. Vandræði með landnýtingu þegar þéttbýlisbúar virða ekki óskráðar reglur landsbyggðarfólks. Einkahagsmunir og almannahagsmunir fara ekki alltaf saman. Tækifæri Ánægjulegt að utanaðkomandi aðilar vilja fjárfesta og nýta eignir í annars konar framleiðslu en í landbúnaði Dulin búseta er ein leiðin til þess að auka búsetu og markaðsmassa og viðhalda háu stigi í verslu og þjónustu, og nýta betur fjármuni og innviði. Ef til ætti að endurskilgreina hvað búseta felur í rauninni í sér og viðurkenna farfugla sem jafn réttháar tegundir og aðra staðbundna fugla. Frístundamennska – tækifæri eða ógnun

  8. Mun færri sumarbústaðalóðir seldar árið 2005 en 2004 en töluvert verðskrið á stærri jörðum Fjöldi og verð seldra jarða og jarðaparta janúar-ágúst 2004 og 2005

  9. Heimsóknir erlendra ferðamanna hafa vaxið með veldisvexti– um 6% á ári frá 1960. Fjöldi heimsókna erlendra ferðamanna

  10. Útlendu ferðamennirnir eyða tímanum úti á landi… en peningunum í Reykjavík Dögum eytt í Reykjavík % af heildardagafjölda eytt á Íslandi Atvinnutekjur af ferðamamennsku í Reykjavík % af heildaratvinnutekjum á Íslandi

  11. Only 11% of earned income from tourism is not spent in close approximity to either Reykjavik or Akureyri – the main population centers of Iceland

  12. Foreign currency exchanges ISK by each night spent by a foreign visitor The conference effect The sleeping bag effect

  13. Tekjur á hverja gistinótt erlends ferðamanns (flugið er innifalið)

  14. Meðaleyðsla hvers erlends ferðamanns á dag Svefnpoka-áhrifin

  15. Ferðamennska á landsbyggðinni er í raun aðeins bundin við þrjá mánuði Gistinætur utan Reykjavíkur Gistinætur í Reykjavík

  16. Vöxtur ferðaþjónustu hefur verið hægari, ef miðað er við fjölda gistinátta, á Norðurlandi vestra en annars staðar. Áherslan ætti að vera á að skapa markað – t.d. með uppbyggingu innviða, kynningu og sköpun segla (söfn, náttúrskoðun og svo framvegis – sem einkafjárfestingar geta síðan nýtt sér. Stjórnvöld gætu t.d. stutt við kynningu og markaðssetningu á þeim svæðum sem hafa notið fremur fárra heimsókna erlendra ferðamanna hlutfallslega miðað við önnur svæði, eða þar sem umsvif ferðaþjónustunnar eru fremur smá í sniðum. Ennfremur nauðsynlegt nýta betur þá umferð sem er á hringveginum í gegnum héraðið. Ferðaþjónustan er samt framtíðin – 6% vöxtur á ári – þýðir tvöföldun á 12 árum. Ferðaþjónustan er augljósasti vaxtarbroddurinn

  17. Norðurland vestra hentar einnig fyrir ýmsan iðnað – en hlýtur þó að eiga í harðri samkeppni við svæði – Suðurland, Reykjanes, Vesturland - sem liggja nær Reykjavík eða Akureyri. Mikilvægt að leggja rækt við þá matvælavinnslu sem er til staðar á svæðinu. Kjötvinnslu, mjólkurbú, fiskvinnslu etc. Stærðarhagkvæmni skiptir máli en er ekki allt. Sérhæfni, þjónusta, fjölbreytni, gæði skipta einnig máli. Mikilvægt að svæðið leggi áherslu að skapa ímynd sem landbúnaðarframleiðslusvæði – og styrkja núverandi yfirburði. Fólksfæð setur þó ákveðin takmörk fyrir því hve stór iðnfyrirtæki geta komið inn á svæðið. Erfitt að sjá að Norðurland vestra henti ekki fyrir stóriðju vegna þess hve vinnumarkaðurinn er grunnur. Ef stóriðja kemur til Norðurlands verður það í Eyjafirði! Iðnaður er nauðsyn

  18. Áhersla á þjónustu og þekkingu er einnig ein helsta forsenda þess að svæðið eigi sér framtíð í þeirri umbyltingu sem nú er að eiga sér stað í atvinnuháttum landsins þar sem iðnaður og frumvinnsla er að minnka að umfangi. Hér á Norðurland vestra töluverða möguleika enda með öflugar menntastofnanir á Hólum og Sauðárkróki. Ýmsir möguleikar einnig á sérhæfðum hátækniklösum. Styrkur Kaupfélagsins (KS) og hvernig honum er síðan beitt hlýtur einnig að skipta töluverðu fyrir framvindu í atvinnumálum á svæðinu. Fáum hugtökum verið jafn misþyrmt í almennri umræðu eins „frumkvöðlum”, „þekkingariðnaði eða „nýsköpun” en þau hafa samt mikla þýðingu. Kjarnar og þekkingariðnaður

  19. Samræmd atvinnustefna hlýtur að á byggja innri vexti og taka aðkomu nýrra fyrirtækja og einhverjum „prosjectum” á vegum ríkisins sem bónus. Sú hætta liggur í leyni að ef hugað er um of að utanaðkomandi kraftaverkum, að ræktun eigin garðs gleymist. Í stað þess að spyrja hvað utanhéraðsmenn geta gert fyrir okkur, ættu íbúar á Norðurlandi að velta fyrir sér hvað þeir geti gert fyrir utanhéraðsmenn. Í stað þess að huga sífellt að því hvernig hægt er að koma í kring innrás fyrirtækja að utan, ættu heimamenn einnig að hugsa hvort þeir eigi möguleika á útrás. Margir atvinnuþróunarstyrkir virðast sífellt beina mönnum til þess að finna upp hjólið fremur en víkka út það sem fyrir er! Útrás fyrirtækja...

  20. Staðir hljóta ávallt að keppa um fólk á tvennum vígstöðvum. Á grundvelli atvinnu, launa og kostnaðarhagræðis en einnig á sviði félagslegra aðstæðna, tækifæra og lífskjara. Það hefur lengi tíðkast hérlendis að leggja áherslu á atvinnumál í þessu tilliti og mörg sveitarfélög hafa lagt töluverðar fjárhæðir í ýmiss konar atvinnustarfsemi, sem oftar en ekki hafa síðan tapast. Vegna þessa hefur mun minna fé verið afgangs til þess að veita íbúunum þjónustu, reka skóla og svo framvegis. Viðleitni margra sveitarfélaga til að viðhalda byggð með því að ganga inn á verksvið einkaframtaksins í atvinnulífi kann því í raun og veru að hafa verkað öfugt þegar til lengri tíma er litið og hrakið íbúa frá. Fólk er nú – í kjölfar hækkandi fasteignaverðs og aukinnar umferðar – að flytja af höfuðborgarsvæðinu og út á land. Fyrirtækin koma á eftir. Og svo öfugt. Aðeins staðir með góð búsetuskilyrði eiga möguleika á því að vaxa þegar til framtíðar er litið. Hvar vill fólk búa?

  21. Norðurland vestra hefur náttúrulega yfirburði í matvælaframleiðslu og þeir yfirburðir mun gera fátt annað en styrkjast á næstu árum. Nýir sprotar í ferðaþjónustu og mannauðstengdum greinum munu fara að skila sínu þegar fram líður. Svæðinu mun líklega heppnast að halda sínum styrk í iðnaði og vonandi sækja fram. Svæðið hefur sína frumkvöðla sem munu skila sínu á næstu árum. Heppnast hefur að skapa þétta héraðsheild í Skagafirði sem einn besti grundvöllurinn fyrir framtíðarvexti. Vonandi mun það sama verða leikið eftir í Húnaþingi. Svæðið mun sækja fram hægt og örugglega á næstu árum. Hvernig lítur framtíðin út?

More Related