1.37k likes | 2.06k Views
Útdjúp: Ísafjörður, Hnífsdalur, Bolungarvík. Sólrún Geirsdóttir, leiðsögumaður Gert fyrir Svæðisleiðsögunám Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða í febrúar 2010 Helstu heimildir: Saga Ísafjarðar I-IV bindi, eftir Jón Þ. Þór. Inngangur. Efni námskeiðsins: “Útdjúp” Ísafjörður Hnífsdalur
E N D
Útdjúp: Ísafjörður, Hnífsdalur, Bolungarvík Sólrún Geirsdóttir, leiðsögumaður Gert fyrir Svæðisleiðsögunám Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða í febrúar 2010 Helstu heimildir: Saga Ísafjarðar I-IV bindi, eftir Jón Þ. Þór Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Inngangur • Efni námskeiðsins: “Útdjúp” • Ísafjörður • Hnífsdalur • Bolungarvík • Um kennarann • Fyrirkomulag kennslunnar SólrúnGeirsdóttir 2010 SvæðisleiðsögunámFrmst. Vestfj.
Inngangur • Byrjum á byrjuninni: Náttúra svæðisins – almennt • Vestfirðir eru elsti hluti landsins. Allt að 16 milljón ára gamalt berg í Breiðadalsheiði (13 mi. ára á Austfjörðum). (Jörðin 5000 mi. ára) • Hraunlög hafa runnið lag ofan á lag í eldgosum fyrir allt að 20 mi. árum. Eyjan stækkaði út frá miðjunni, bæði vegna gliðnunar og eldvirkni. (Tertíer – lauk fyrir 2 millj. árum) • Í dag eru engar virkar eldstöðvar á Vestfjörðum (og því lítill jarðhiti). Engin eldgos síðustu 10 milljón ár. • Dæmigert landslag: langir firðir með dölum og hvilftum og einni eyri – oft um miðbik fjarðarins. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Inngangur • Ísaldarjökullinn hafði mikil áhrif á mótun landslagsins. • Á ísöld skiptust á jökulskeið og hlýskeið. Ísöld lauk fyrir 10.000 árum. • Nú er aðeins einn jökull á Vestfjörðum, Drangajökull, en áður var annar jökull á Glámuhálendinu. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Inngangur • Ísaldarjökullinn gróf skálar og hvilftir, djúpa dali og firði í hásléttuna, jafnvel ála út frá fjörðunum. Þetta gerðist einkum þar sem fyrir voru sprungur, gjár og árfarvegir. • Athygli vekur að vestfirsku fjöllin eru ótrúlega flöt að ofan, það eru áhrif ísaldarjökulsins. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Inngangur Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Inngangur • Ísaldarjökullinn myndaði einnig eyrarnar sem einkenna vestfirsku firðina og gera svæðið byggilegra einkum þar sem þær eru forsenda náttúrulegra hafnarskilyrða. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjarðardjúp Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjarðardjúp • Ísafjarðardjúp skiptir Vestfjarðahásléttunni í tvennt, klýfur hana. • Lengsti fjörður á Íslandi – um 60 km langur. Um 20 km breiður yst en lengst af um 11 km. • Greinist í fjölda styttri og lengri fjarða sem einkum ganga til suðurs. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjarðardjúp - Ísafjörður • Upphaflega hét fjörðurinn Ísafjörður en álarnir þar út af Ísafjarðardjúp. Síðar færðist nafnið Ísafjarðardjúp á allan fjörðinn en innsti fjörðurinn við Djúpið heldur Ísafjarðar nafninu. • Nafnið Ísafjörður festist síðar við kaupstaðinn við Skutulsfjörð (vestasta fjörðinn sem gengur suður úr Djúpinu). Talið er að ruglingur erlendra kaupmanna fyrr á öldum hafi orðið þess valdandi. Upphaflega var byggðin á eyrinni kennd við kirkjustaðinn Eyri. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Skutulsfjörður • Samkvæmt Landnámu voru landnámsmenn Skutulsfjarðar tveir: • Helgi Hrólfsson – fann skutul í flæðarmálinu og þaðan kemur nafn fjarðarins. Hann reisti bæ sinn á Eyri (ekki nákvæmlega vitað hvar). • Þórólfur brækir – nam suman Skutulsfjörð og Skálavík. (Ekki vitað hvað átt er við). • Talið er að þetta hafi verið um 915-920. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Skutulsfjörður • Eyri hefur löngum verið talin landnámsjörð – enda bæjarstæðið ákjósanlegt: • Stutt til sjávar • Mesta samfellda undirlendi í firðinum • Þaðan mátti sjá til manna- og skipaferða alls staðar að úr firðinum • Lengi vel var Eyri höfuðból. • Þar var höfuðkirkja sveitarinnar og þar voru háð hreppaþing. • Bæjarhúsin á Eyri stóðu á 19. öld þar sem nú er leikskólinn Eyrarskjól. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Skutulsfjörður • Lítið er vitað um búsetu í firðinum fyrstu aldirnar. • Um 1200 var komin kirkja á höfuðbólinu Eyri og sennilega líka á Kirkjubóli öld síðar. • Þá hefur verið orðið “þéttbýlt” í sveitunum. • Sjósókn var mikilvæg fyrir lífsafkomu fólksins og sjósókn stunduð frá býlunum þar sem það var hægt – eða “farið í verið”. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Skutulsfjörður • Undirlendi er lítið í firðinum og landir jarðlitlar. • Snjóflóð og skriðuföll settu líka strik í reikninginn. • Ljóst er að hafið var íbúunum – ekki bara þarna heldur víðast hvar á Vestfjörðum - í senn lífæð og forðabúr. Því var sjósókn og nýting hvers kyns sjávarfangs höfuðbjarg-ræðisvegur Vestfirðinga allt frá landnámi. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Skutulsfjörður • Lítið er vitað um mannfjölda fyrstu aldirnar. Ekki talið að íbúar hafi verið fleiri en 250-300 fyrr en á 18. öld. • 1703 töldust íbúar vera 228. • Skömmu síðar gekk Stóra bóla og þá fækkaði verulega. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Skutulsfjörður • Á 14. og 15. öld versluðu bændur við kaupmenn sem lentu skipum sínum víðsvegar við Ísafjarðardjúp en eftir miðja 16. öld hófst vísir að verslun á eyrinni við Skutulsfjörð. • Upp frá því hefur þar verið miðstöð verslunar við Djúp. • Einokunarverslun Dana hófst 1602 og þá var landinu skipt á milli kaupmanna. “Almenna verslunarfélagið í Kaupmannahöfn” fékk verslunina í Skutulsfirði. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Skutulsfjörður • Framan af höfðu kaupmenn ekki vetursetu en síðar voru byggð verslunarhús og íbúðarhús kaupmanna (Neðstikaupstaður, 1736-85). • “Almenna verslunarfélagið” beitti sér fyrir því að Íslendingar færu að verka saltfisk og varð útflutningur fljótt mikill frá Vestfjörðum. • Aðrar útflutningsvörur voru harðfiskur, lýsi, saltkjöt, gærur, dúnn, ull og ullarvörur. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Við afnám einokunarinnar, 1. janúar 1788 varð Ísafjörður kaupstaður samkvæmt tilskipun frá 13. júní 1787 (kunngert af Danakonungi 18. ágúst 1786). • Einn af sex kaupstöðum á Íslandi. • Kaupsviðið var frá Bjarnarnúpi um Ísafjarðar- og Strandasýslu. • Verslunarhafnir auk Ísafjarðar voru: • Reykjafjörður (hinn syðri) í Strandasýslu • Dýrafjörður • Bíldudalur • Patreksfjörður Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Fljótlega fjölgaði kaupmönnum á Ísafirði. Sama ár fóru norskir kaupmenn að versla ofan til á eyrinni. Tvö húsa þeirra standa enn: Faktorshúsið í Hæstakaupstað (lengst til hægri á myndinni) og verslunarhús (lengst til vinstri). Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Í Neðstakaupstað versluðu Altonamenn (frá Holtseta-landi – á mörkum Jótlands og Þýskalands). • Í Hæstakaupstað versluðu Björgvinjarmenn (frá Björgvin í Noregi). • Þessi samkeppni olli mikilli grósku í versluninni á Ísafirði. • Mikið var siglt til Ísafjarðar og sigldu kaupskipin gjarnan beint þaðan til Miðjarðarhafslanda og seldu fisk. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Lóð kaupstaðarins náði yfir eyrina alla frá Suðurtanga að Prestabugt, upp undir neðstu fjárhúsin á prestsetrinu Eyri (líklega aðeins neðan við Sólgötu). • Talið var að reisa mætti þar hús fyrir 30-35 fjölskyldur. • Amtmenn höfðu yfirumsjón með málefnum kaupstaðanna á Íslandi og höfðu íbúarnir ekkert um það að segja. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Við lok 18. aldar keypti Ólafur Torlacius, frá Bíldudal, verslunina í Hæstakaupstað af Norðmönnum. Hann var einn af frumherjum Íslendinga í verslunarrekstri og fyrstur til að flytja saltfisk til Miðjarðarhafslanda. • Saltfiskur varð fljótlega aðalútflutningsvara verslunarinnar og hefur saltfiskverkun sett svip sinn á Ísafjörð á sumrin, þar sem fiskur var víða breiddur til þerris. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Árið 1816 hófst verslun í Miðkaupstað, mitt á milli Hæstakaupstaðar og Neðstakaustaðar, við norska naust upp frá Mjósundum. • Að þessu stóðu tveir danskir kaupmenn. • Þetta varð síðar vaxtarbroddur innlendrar verslunar á Ísafirði. • Reistu þeir tvö hús á lóð sinni: íbúðarhús (nú Aðalstræti 12) og sölubúð (sem er löngu horfin). • Verslun þessi varð ekki langlíf, lagðist af 1826. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Nú fór að fjölga í kaupstaðnum. • 1816 bjuggu í Ísafjarðarkaupstað 23 manns, 10 útlendingar og 13 Íslendingar, allt starfsmenn verslananna og fjölskyldur þeirra. • 1816 var gefin út tilskipun um aukið verslunarfrelsi á Íslandi. • Varð þá Grundarfjörður úthöfn Vesturamtsins og tók við kaupstaðarréttindunum af Ísafirði sem missti þau þar með. • Rökin fyrir því voru að sigling til Grundarfjarðar væri örugg allt árið og þar skyldi vera tollhöfn en rekís hindraði oft siglingar til Ísafjarðar, Akureyrar og Eskifjarðar. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • 1816-36 var Ísafjörður úthöfn frá Grundarfirði en þá voru kaupstaðarréttindi allra kaupstaða nema Reykjavíkur afnumin og þeir, ásamt nokkrum úthöfnum gerðir að löggiltum verslunarstöðum, þ.m.t. Ísafjörður. • Úthöfnin Ísafjörður óx fljótlega kaupstaðnum (Grundarfirði) yfir höfuð. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Aðstæður til þéttbýlismyndunar á 19. öld voru hagstæðar Ísafirði: • Eyrin hentaði vel til uppbyggingar og starfsemi verslana. Landrými nóg fyrir nokkrar verslanir.Næghúsastæðiogkjöraðstæðurtilfiskþurrkunar. • Góð hafnarskilyrði af náttúrunnar hendi (Pollurinn). • Skammt á gjöful fiskimið. • Miðsvæðis á blómlegu kaupsvæði (Hornstrandir, Ísafjarðardjúp, Súgandafjörður og að hluta Önundarfjörður). Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Árið 1835 voru íbúar verslunarsvæðisins 2.599 • Árið 1850 voru þeir 4.204. • Árið 1910 voru þeir 6.126. • Íbúar kaupstaðarins 1835 voru hins vegar aðeins 38 manns. • Seinni hluta 19. aldar varð fjölgunin á svæðinu lang mest í Bolungarvík og á Ísafirði. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Fyrri hluta 19. aldar var samkeppni milli kaup-mannanna tveggja (til þriggja) á Ísafirði. • Þar við bættust lausakaupmenn sem glöddu almenning en ekki fastakaupmennina. • Aðalútflutningsvörurnar voru saltfiskur og hákarlalýsi. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Jens Benedictsen keypti Hæstakaupstaðar-verslunina 1827 og telst einn merkasti athafnamaður kaupstaðarins. • Hann hóf þilskipaútgerð á Ísafirði. • Þilskipaútgerð var hvati og grundvöllur að vexti Ísafjarðar síðari hluta 19. aldar. • Þilskipin stunduðu einkum hákarlaveiðar framan af en síðar einnig þorskveiðar. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Ásgeir Ásgeirsson frá Rauðamýri stofnaði verslun í Miðkaupstað 1852. Hann átti samstarf við lausakaupmenn sem fastakaup-mennirnir höfðu áður litið á sem óvini og gekk vel að koma undir sig fótunum. • Lausakaupmenn skiptu miklu máli við upphaf íslenskrar verslunar en voru úr sögunni þegar verslunin var gefin frjáls öllum þjóðum 1855. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Sjómenn úr Skutulsfirði og Hnífsdal sóttu sjóinn fyrst og fremst undir Óshlíð en stundum sóttu þeir á mið Bolvíkinga utar í Djúpinu. • Róið var á opnum árabátum, ýmist sex- eða áttæringum. • Veðrátta skipti miklu fyrir sjómenn og reyndu þeir að ráða í veður og veðrabreytingar. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Vertíðir voru þrjár: • Haustvertíð – frá 29. september til áramóta • Vetrarvertíð – frá áramótum til páska • Vorvertíð – frá páskum til Jónsmessu • Hákarlaveiðar voru stundaðar frá marslokum og fram í júní. Á 18. öldsóttumennlangttilhafsogtókveiðiferðin 2-3 sólarhringa. • Á 18. og 19. öld var hákarlalýsi verðmætasta útflutningsafurð á Íslandi enda eftirsótt ljósmeti í borgum Evrópu til að lýsa upp hús og götur. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Á 19. öld jókst þáttur þilskipa í útgerð. • Þau öfluðu betur, gátu sótt lengra, verið lengur úti og í verra veðri. • Þau báru meiri afla. • Hentuðu einnig til strandsiglinga og jafnvel siglinga milli landa. • Árið 1842 áttu verslanirnar á Ísafirði sjö þilskip. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Með komu Ásgeirs Ásgeirssonar til Ísafjarðar 1847 verða skil í sögu kaupstaðarins. Hann breytist úr hálfdanskri verslunarstöð í íslenskan útgerðarbæ. • Ásgeir átti mest fjögur þilskip en um miðja öldina áttu Ísfirðingar samtals allt að 15 þilskipum. • Reisti sér íbúðarhús 1852 þar sem nú Aðal-stræti 20. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Ásgeir Ásgeirsson beitti sér fyrir stofnun sjómannaskóla til að betur gengi að sigla þilskipunum en aðeins fáir Íslendingar sóttu utan til að læra þessi fræði. • Fyrsti sjómannaskóli á Íslandi var stofnaður á Ísafirði haustið 1852. Starfaði aðeins 4 vetur. • Skólinn naut ekki styrkja heldur greiddu nemendur skólagjöld. • Mikil þörf var fyrir skóla af þessu tagi og ásókn talsverð, einkum frá Vestfjörðum. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Árið 1866 voru kaupstaðarréttindi Ísafjarðar staðfest og þar með endurheimti staðurinn kaupstaðarréttindi sín. • Þetta hafði kostað talsverða baráttu árin á undan. Snerist hún einkum um aðskilnað verslunarstaðarins á eyrinni og sveitarinnar (Eyrarhrepps). Helstu rökin voru ólíkar aðstæður, ekki síst hvað varðar fátækrafram-færslu. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Íbúar verslunarstaðarins sem börðust fyrir aðskilnaðinum héldu fund 3. nóvember 1862 og skipuðu þrjá bæjarstjóra (bæjarstjórnar-menn) og einn skrifara. • Þetta var í raun fyrsta bæjarstjórn Ísafjarðar þó svo yfirvöld ættu eftir að leggja blessun sína á hana (sem tók nokkur ár). • Fundur þessi fór fram í húsi Hjálmars Jónssonar við Aðalstræti. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Íbúar Ísafjarðar kusu sér svo 5 manna bæjarstjórn 16. júlí 1866. Þá voru íbúar 220 talsins. • Á kjörskrá voru aðeins 21, enda höfðu aðeins karlar frá 30 ára aldri sem greiddu tvo ríkisdali í útsvar kosningarétt. • Jafnframt bæjarstjórn tók bygginganefnd til starfa og mældi fljótlega út allan bæinn og skipulagði götur. Nokkrar eru lítt breyttar, s.s. Aðalstræti (áður Aðalgata), Brunngata og Hafnarstræti (áður Kirkjustígur). • Lítið fór hins vegar fyrir skipulagi næstu áratugi. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Sama ár, 1866, var stofnað Lestrarfélag Ísfirðinga sem stóð fyrir bókakaupum til að glæða bóklestur og menntun Ísfirðinga. • Starfsemin lagðist fljótlega niður og eru engin gögn til um hana. • Nýtt lestrarfélag var stofnað um 30 árum síðar. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Íbúafjöldi í Eyrarhreppi hinum forna (að undanskildum verslunarstaðnum) var nokkuð stöðugur á árunum 1816-1866, býlin tæplega 30 og íbúar á bilinu 250-300. • Hagur bænda vænkaðist þegar verslunarstað-urinn efldist. Sveitin og Tanginn studdu þannig hvort annað, þrátt fyrir deilur í kringum aðskilnaðinn. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Við aðskilnaðinn var kveðið á um að prestur-inn tilheyrði kaupstaðnum en landnámsjörðin Eyri (og allur efri hluti eyrarinnar) tilheyrði sveitinni. • 1870 keypti kaupstaðurinn Eyrarland og náði þá land Ísafjarðar yfir alla eyrina, út á miðja Eyrarhlíð og inn að Stakkanesi. • Fljótlega (1896) bættust svo Stakkanes og Seljaland við. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Undir lok 8. áratugar 19. aldar fór byggðin að þokast upp eftir eyrinni. • 1877 var núverandi Mjallargata mæld út og byggt við hana. • 1884 var byggt fyrsta húsið við Mánagötu, kallað Fischershús. Stendur enn (Mánagata 1) en mikið breytt. • Í þessu húsi var komið upp sjúkrahúsi 1894 en var þó aðeins einu sinni notað fyrir sjúklinga. • Hannes Hafstein, sýslumaður, bjó þar 1896-1904. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • 1896 var byggt annað sjúkrahús við Mánagötu og notað sem slíkt til 1925, varð þá elliheimili en er nú gistiheimili. Sparisjóður Ísafjarðar reis svo við hliðina á sjúkrahúsinu (héraðslæknirinn var líka sparisjóðsstjóri). Landsbankinn opnaði útibú þar 1904. • Um og upp úr aldamótum 1900 byggðust göturnar áfram upp eftir eyrinni. Templaragata (nú Hrannargata) og Steypuhússgata (nú Sólgata). • Á sama tíma var byggt við Fjarðarstræti, m.a. Aldan. • Um þetta leyti voru grasbýli úti í Krók og uppi í hlíðinni (nú Urðarvegur, Engjavegur og Seljalandsvegur). Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Nokkur íbúðarhús risu í Króknum um aldamót. M.a. Sólonsbær eða Slunkaríki. • Uppi í hlíðinni voru risin húsin Hlíðarendi (Urðarvegur 10), Sigurhæð, Vegamót, Bjarg, Hlíðarhús, Lækur, Sjónarhæð og Sólhjallar. • Megnið af eyrinni var á þessum tíma nýtt sem fiskreitar og tún. • Bæjaryfirvöld reyndu að komast yfir lendur verslananna til byggingar en gekk ekki. • 1880-1900 var líka talsvert byggt í Norðurtanga: við Tangagötu og Sundstræti. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Á árunum 1900-1920 fjölgaði Ísfirðingum úr 1067 í 1969 manns. • Byggðin á eyrinni þéttist og lóðaskortur varð áþreifanlegur. • 1905-6 var Rögnvaldi Ólafssyni, arkitekt, falið að gera uppdrátt af Ísafirði. • 1909 bætti Samúel Eggertsson við uppdrátt Rögnvaldar. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Íbúaþróun á Ísafirði: Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Athyglisvert er að árið 1890 voru sjómenn aðeins 7% íbúa Ísafjarðar þótt bærinn væri með mestu útgerðarstöðum landsins. Þilskipin voru hins vegar að mestu mönnuð sjómönnum úr Djúpinu eða vestan af fjörðum. • Breyttist með vélbátaútgerðinni upp úr alda-mótum. • Iðnaðarmönnum fjölgaði, einkum trésmiðum. • En iðngreinum fjölgaði einnig. • Þrír embættismenn: bæjarfógeti, héraðslæknir og prestur. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.
Ísafjörður • Stéttaskipting 1867-1920: • Neðst: Ómagar og þurfamenn sem þáðu af sveit. • Daglaunafólk sem vann erfiðisvinnu – taldist efnalega sjálfstætt en bjó við kröpp kjör. • Þeir sem höfðu fasta atvinnu og sæmilegt efnalegt öryggi. • Embættismenn, efnaðir kaupmenn – stöku skipherrar og útvegsmenn. Sólrún Geirsdóttir 2010 Svæðisleiðsögunám Frmst. Vestfj.