260 likes | 646 Views
Íslenskar bókmenntir til 1550 Dróttkvæði Bls. 27-36. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Varðveisla. Hirðkvæðin, drápurnar, hafa aðallega geymst í sögum Noregskonunga . Fæst þessara kvæða eru heil.
E N D
Íslenskar bókmenntir til 1550DróttkvæðiBls. 27-36 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Varðveisla • Hirðkvæðin, drápurnar, hafa aðallega geymst í sögum Noregskonunga. Fæst þessara kvæða eru heil. • Ýmislegt er einnig af dróttkvæðum í Snorra Eddu og sumt í Íslendingasögum og öðrum fornritum.
Form • Sumir bragarhættir dróttkvæða líkjast mjög edduháttum, t.d. Kviðuháttur. • Dróttkvæður háttur er algengastur allra bragarhátta dróttkvæða. Hann er mjög ólíkur edduháttum, einkum af því að hann hefur innrím (hendingar). • Hrynhenda virðist vera eins konar afbrigði af dróttkvæðum hætti (línurnar eru 2 atkvæðum lengri). • Runhenda er á Höfuðlausn Egils Skalla-Grímssonar. Aðaleinkenni hans er endarím.
Málfar • Dróttkvæði eru flest myrk og torskilin. • Hlutir og fyrirbrigði eru sjaldan nefnd venjulegu nafni en þess í stað eru notuð heiti og kenningar sem vel geta talist megineinkenni þessa skáldskapar.
Málfar • Heiti • Forn eða sjaldgæf orð – ávallt eitt orð. Dæmi: • Maður = gumi, ver • Konungur = ræsir, vísir, hilmir • Hestur = jór
Málfar • Kenningar • Er að minnsta kosti tvíliðaðar. • liðirnir geta verið samsettir (hringbrjótur) • eða að annar liðurinn stendur í eignarfalli (burr jarðar) • kenningin getur líka orðið margliðuð (miskunn dalfiska). • Orðið kenning er dregið af sagnasambandinu að kenna við = að gera eitthvað kennilegt, láta eitthvað þekkjast. • Kona = falda eir (eir er gyðjuheiti og kennd við fald, þ.e. höfuðbúnað kvenna).
Málfar, frh. • Kenningar, frh. • Goðfræðilega þekkingu þarf til að skilja sumar kenningar: • Fjörgynjar burr • Óðins sonur • Aðrar kenningar eru í raun styttar líkingar: • Kinnskógur = skegg • Ennimáni = auga • Tár þrúgna = vín • Í dróttkvæðum eru algengastar kenningar yfir konung, mann, konu, skip, gull, sverð, skjöld, blóð, hrafn og örn (einnig hermann).
Efni • Orðið drótt merkir hirð. • Það virðist ævaforn siður með germönskum þjóðum að skáld væru við hirðir konunga og höfðingja sem einskonar skemmtunarmenn.
Efni • Helstu efnisþættir dróttkvæða: • Skjaldkvæði: Ort um myndir á skjöldum eða öðrum hlutum. Elsta varðveitta dróttkvæðið, Ragnarsdrápa Braga Boddasonar, er af þessu tagi. • Ættartölukveðskapur: Elsta slíka kvæðið er Ynglingatal eignað Þjóðólfi úr Hvini og er ort til heiðurs Rögnvaldi konungi heiðumhæra, bróðursyni Haralds hárfagra. Háttur þess er kviðuháttur.
Efni • Helstu efnisþættir dróttkvæða, frh. • Kvæði sem ort eru um konunga: Langfyrirferðarmesti hluti dróttkvæða. Þessi kvæði nefndust drápur. Lengd þeirra er misjöfn en allar höfðu þær stef, þ.e. vísu eða vísubrot sem endurtekið er með vissu millibili. Væri kvæðið stefjalaust hét það flokkur og þótti ekki eins virðulegt. Þessi kvæði innihalda lof um konunga og lýsingar á frægðarverkum, sérstaklega orrustum. Sum þessara kvæða eru erfiljóð (minningakvæði um konungana) en önnur eru e.k. vináttukvæði.
Efni • Helstu efnisþættir dróttkvæða, frh. • Helgikvæði: Voru ort frá því um 1000 allt til siðaskipta 1550. Þau fjalla um Krist og ýmsa dýrlinga. • Lausavísur: T.d. Vísur Egils Skalla-Grímssonar, ástarvísur Kormáks og Hallfreðar og margar fleiri. Í lausavísum sér oft meira inn í hugskot höfundar en í öðrum dróttkvæðum.
Nokkur helstu skáld • Norsk skáld • Elstu skáldin eru norsk, t.d. • Bragi inn gamli Boddason; höfundur Ragnarsdrápu. • Skáld Haralds hárfagra: • Þorbjörn hornklofi • Þjóðólfur úr Hvini; höfundur Ynglingatals • Eyvindur Finnsson skáldaspillir; höfuðskáld Norðmanna á 10. öld. Orti t.d. Hákonarmál um fall Hákonar konungs góða.
Nokkur helstu skáld • Íslensk skáld • Egill Skalla-Grímsson (910-1990) varð einna fyrstur Íslendinga til þess að yrkja um konunga. Kvæði hans Sonatorrek er erfiljóð um syni Egils telst með gimsteinum íslenskrar tungu. Einnig orti hann Höfuðlausn, drápu í hefðbundnum stíl, til þess að leysa sig frá dauðadómi. • Kormákur skáld Ögmundarson orti margar ástarvísur tileinkaðar Steingerði, konu sem hann fékk aldrei.
Nokkur helstu skáld • Íslensk skáld, frh. (eftir kristni). Kenningum fækkar, kvæðin verða ljósari. Gullöld íslenskra hirðkvæða gengur í garð (1000-1066) • Hallfreður Óttarsson vandræðaskáld: Óhamingjumaður í ástum, orti um Kolfinnu, konuna sem hann unni. Merkast kvæða hans er Erfidrápa um Ólaf konung Tryggvason. • Sighvatur Þórðarson frá Apavatni: Orti Erfidrápu um Ólaf helga Haraldsson. Einnig Bersöglisvísur sem hann flutti Magnúsi konungi Ólafssyni og Austurfararvísur sem eru e.k. ferðasaga. • Þjóðólfur Arnórsson: Svarfdælskur maður sem orti um Harald konung harðráða.
Hnignun hirðkvæða og endalok • Íslensk skáld ortu ekki aðeins um Noregskonunga heldur einnig um danska, sænska og enska konunga og höfðingja. • Á 11. og 12. öld gerðist margt sem leiddi til þess að vegur hirðskálda minnkaði: • Trúðar og hirðfífl tóku að ryðja skáldum úr vegi. • Málsvæðið þrengist; konungarnir hætta að skilja tungutak skáldanna. • Ritlistin breiðist út og tekur við því hlutverki að varðveita minningar um konunga og höfðingja.
Hnignun hirðkvæða og endalok • Norska hirðin var síðasta vígi íslenskra skálda. • Síðasta íslenska skáldið sem getið er við hirð Hákonar konungs háleggs er Jón murtur Egilsson. • Dróttkvæðin hrörnuðu líka innan frá. Hið forna skáldamál stirðnaði, formið reisti skáldunum og þröngar skorður þegar fram liðu stundir.
Hnignun hirðkvæða og endalok • Með kirkjulegri menntun á 12. og 13. öld berast latneskir bragarhættir og danskvæði hingað til lands. Danskvæðin urðu mjög vinsæl meðal almennings. • Dróttkvæður háttur, einkum hrynhenda, lifðu þó áfram í helgivkæðum allt til siðaskipta. M.a.s. bregða íslensk skáld þessum hætti fyrir sig á okkar tímum (t.d. Bubbi Morthens).
Hnignun hirðkvæða og endalok • Hið forna skáldamál, þ.e. heiti og kenningar, deyja þó ekki út með dróttkvæðunum heldur halda áfram að lifa góðu lífi í rímum.
Gildi dróttkvæða • Mat manna á listgildi dróttkvæða er misjafnt. Nútímamönnum koma þessi kvæði fyrir sjónir sem torráðnar krossgátur. Breytingar á tungumálinu valda því að þessi kvæði verða ekki flutt á þann hátt sem þeim hæfir. • Fræðigildi dróttkvæðanna er hins vegar óumdeilt, það er einkum með þrennu móti:
Gildi dróttkvæða • Fræðigildi dróttkvæða: • Allra elstu kvæðin, einkum þau norsku, veita nokkra vitneskju um goð og fornar hetjur. • Kvæðin hafa allmikið málfræðilegt gildi. Þau er hægt að tímasetja með nokkurri vissu og má ráða af þeim ýmislegt um þróun tungunnar. • Kvæðin hafa mikið sögulegt gildi. Þau eru flest samtímakvæði og hljóta því að geyma einhvern sannleikskjarna.
Þormóður Bessason Kolbrúnarskáld Undrask öglis landa S eik hví vér róm bleikir, A fár verður fagr af sárum, S fann ek örvadrif, svanni, A mik fló málmr enn dökkvi S magni keyrðr í gögnum, A hvasst beit hjarta it næsta S hættligt járn, er ek vætti. A
Kenningar og heiti í kvæðinu • Kenningar • Öglis landa eik = kona • (málmr enn dökki = ör) • Heiti • Svanni = kona • (járn = ör)
Skýring • Konan undrast hví ég er fölur. • Fáir verða fagrir af sárum. • Ég fann örvadrífu, kona. • Hinn dökki málmur flaug í gegnum mig af miklu afli. • Hið hættulega járn hæfði hvasslega næstum í hjartastað, að því er ég ætla.
Kormákur Ögmundarson Brámáni skein brúna S brims und ljósum himni A hristar hörvi glæstrar S haukfránn á mik lauka. A en sá geisli sýslir S síðan gollmens Fríðar A hvarma tungls og hringa S Hlínar óþurft mína. A
Kenningar í kvæðinu • Kenningar • brámáni = auga • lauka brims Hrist = kona • brúnahiminn = enni • hvarma tungls geisli = augnaleiftur • gollmens Fríður = kona • hringa Hlín = kona
Skýring • Haukfrán augu hinnar línskrýddu konu leiftruðu á mig undir björtu enni. • En það augnaráð mun síðan verða mér og henni áhyggjuefni.