450 likes | 625 Views
Náttúra og samfélag. Við berum öll ábyrgð. 17. Náttúra og samfélag. Lykilspurningar Hvernig eru auðlindir nýttar? Hvers vegna eru hringrásarferli mikilvæg? Hvað er sjálfbær þróun? Hvaða ábyrgð höfum við gagnvart komandi kynslóðum? Hvaða ábyrgð höfum við gagnvart fátækum þjóðum?
E N D
Náttúra og samfélag Við berum öll ábyrgð. Leikur að lifa
17. Náttúra og samfélag • Lykilspurningar • Hvernig eru auðlindir nýttar? • Hvers vegna eru hringrásarferli mikilvæg? • Hvað er sjálfbær þróun? • Hvaða ábyrgð höfum við gagnvart komandi kynslóðum? • Hvaða ábyrgð höfum við gagnvart fátækum þjóðum? • Hvað felst í því að vera ábyrgur neytandi? • Hvert stefnum við í umhverfismálum? • Hvað þarf að gera, hvað get ég gert? Leikur að lifa
Breytt lífsmynstur á Vesturlöndum • Atvinnu- og lifnaðarhættir. • Fleiri búa í þéttbýli. • Fjölskyldurnar hafa minnkað. • Fólksfjölgun. • Aukin lífsþægindi. • Flókið og sérhæft samfélag. • Tæknin er mikilvægur þáttur daglegs lífs. • Mikil þörf fyrir efni úr náttúrunni. Leikur að lifa
Auðlind • Það sem maðurinn nýtir jafnt í lifandi sem dauðri náttúru. Leikur að lifa
Mengun • Spilling á gæðum andrúmslofts, lands eða vatns. • Myndast þegar skaðleg efni berast út í umhverfið og geta verið hættuleg lífríkinu. Leikur að lifa
Mengun getur m.a. verið • Loftmengun • Sjónmengun • Efnamengun • Hljóðmengun • Geislamengun • Gerlamengun Leikur að lifa
Mengun getur m.a. orsakast af • Bruna lífræns eldsneytis. • Notkun og losun á ýmsum efnasamböndum (allt frá áburði til eiturefna). • Sorpi og úrgangi sem kemur frá atvinnustarfsemi og heimilum. • Náttúrlegum toga, eins og af eldgosum. Leikur að lifa
Afleiðingar breytinga • Nýting náttúruauðlinda hefur vaxið. • Gengið hefur á náttúruauðlindir. • Mengun vaxandi vandamál. Leikur að lifa
Ríkar þjóðir Lifnaðarhættir hjá ríkum þjóðum => nýting eyðing mengun Mikil þekking og tækni Miðlum þekkingu Upprætum fátækt Gætum að auðlindanotkun Fátækar þjóðir – þróunarlöndin Þar eru lífskjör og tækni lakari en hér Þar búa um 75% íbúa jarðarinnar Auðlinda- notkun iðnríkja er fimmföld á mann miðað við þróunar- löndin Mikil auðlindanýting • Jörðin er okkar allra. • Það er skylda okkar að draga úr • auðlindanotkuninni og gefa þróunarlöndunum • svigrúm til að nýta sinn skerf. Leikur að lifa
Þróunarlöndin • Fátækar þjóðir eiga fullt í fangi með að • brauðfæða íbúana. • borga skuldir. • Jarðvegur blæs upp. • Dýrastofnar eru ofveiddir. • Skógum eytt til að skapa nýtt ræktunarland. • Endurnýting miklu meiri en á Vesturlöndum • fólk nýtir til hins ýtrasta efni eins og plast, fatnað og fleira. Leikur að lifa
Þróunarlöndin • Tæknivæðing er stutt komin en iðnaður og framleiðsla hafa þó farið vaxandi. • Vörur fást á Vesturlöndum sem eru framleiddar í þróunarlöndum af heimafólki og í samvinnu við það. Leikur að lifa
Því miður • Eru sumar vörur framleiddar af fólki sem býr við • harðræði • hættulegt vinnuumhverfi • jafnvel þrældóm Leikur að lifa
Þróunarlöndin • Stórfyrirtæki frá Vesturlöndum hafa flutt starfsemi til fátækra landa • til að lækka kostnað. • Stóriðja á vegum vestrænna stórfyrirtækja hefur farið vaxandi • en oft eru notaðir mengandi orkugjafar og takmarkaðar reglur eru um mengunarvarnir eða þeim ekki fylgt eftir. Leikur að lifa
Þróunarlöndin • Sköpuð er mikilvæg atvinna og þekking verður til á þessum stöðum. • Möguleikar þessara landa til að draga úr fátækt og auka lífsgæði. Leikur að lifa
Þróunarlöndin • Kemur okkur ástandið við? • Hvernig kemur mér við aðbúnaður fólks sem framleiðir vörur sem ég nota? • Get ég breytt því? • Kemur mér við að aðrir ganga á auðlindir lands síns og menga þær? • Hér er t.d. nóg af hreinu vatni og svo mikið rok að loftmengun fýkur út í veður og vind. Leikur að lifa
Þróunarlöndin – kemur okkur þetta við? • Sem manneskjum ætti okkur að koma við hvernig öðrum manneskjum líður. • Fátækt fer illa með jörðina. • Tæmdar, spilltar og mengaðar auðlindir í einu landi koma öllum öðrum við og geta haft áhrif á öðrum stöðum Jörðin er aðeins ein! Leikur að lifa
Hvað getum við gert? • Sem neytendur getum við verið meðvituð um hvaða fyrirtæki við verslum við og beint viðskiptum okkar til þeirra sem virða fólk og umhverfi. • Breytni hvers einstaklings og hverrar þjóðar hefur áhrif á alla aðra í heiminum. Leikur að lifa
Hvað getum við gert? • Sem einstaklingar getum við gengið vel um umhverfið. • Sem þjóð getum við verndað náttúruauðlindar okkar og tekið þátt í alþjóðasamstarfi í átt til sjálfbærrar þróunar og útrýmingar fátæktar í heiminum. Leikur að lifa
Hringrásir • Vistkerfi jarðarinnar byggist á hringrásum. • Þar er heildarmagn efna er takmarkað. • Efni eru í stöðugri hringrás. • Tengjast öðrum efnum og sundrast. • Skipta um ham. • Nýtast lífverum til vaxtar og viðhalds. • Skila sér svo áfram í umhverfið. Leikur að lifa
Áhrif mannsins á hringrásir • Með auðlindanýtingu og mengun. • Sum efni nýtir hann mun hraðar en þau myndast. • Sum efni nýtir hann og notar þannig að jafnvægi hringrásanna raskast. • Afleiðingarnar eru: • Það gengur á auðlindirnar. • Mengun andrúmslofts, vatns og jarðvegs, og röskun lífríkis. Leikur að lifa
Við þurfum m.a. að: • Gæta þess að eyða ekki auðlindunum. • Viðhalda hringrásum. • Draga úr mengun. Leikur að lifa
Óendurnýjanlegar auðlindir • Nýmyndun á sér stað afar hægt, þannig að flestar þessar auðlindir þola mjög takmarkaða nýtingu. • Dæmi: • Jarðefnaeldsneyti Leikur að lifa
Endurnýjanlegar auðlindir • Auðlindir endurnýja sig sífellt eða a.m.k. á tiltölulega skömmum tíma. • Dæmi: • Vatnsafl, sólar- og vindorka • Margar þeirra þola þó ekki takmarkalausa nýtingu. Leikur að lifa
Sjálfbær þróun • Átt er við að umgengni okkar um náttúruna og nýtingu auðlinda sé þannig að við getum mætt þörfum okkar, en um leið gefið komandi kynslóðum tækifæri til að mæta sínum þörfum. Leikur að lifa
Sjálfbær þróun • Felur því í sér skynsamlega og arðbæra nýtingu auðlinda sem stuðlar að félagslegu og efnahagslegu jafnrétti. • Mikilvægt að nýta auðlindir í hófi, ásamt því að nýta þær án mengunar og umhverfisspjalla. Leikur að lifa
Sjálfbær þróun • Nær til allra mannlegra athafna því að þær hafa flestar áhrif á lífríkið. • Er ekki kyrrstætt jafnvægisástand. • Ferli þar sem auðlindirnar eru nýttar í samræmi við þarfir nútíðar og framtíðar. • Sú krafa gerð í fjárfestingum og tækniþróun að tekið sé tillit til náttúrunnar og ekki gengið á hana. Leikur að lifa
Sameiginleg markmið Norðurlandanna í sjálfbærri þróun – 1998 -2020 • Tryggja skal núlifandi og komandi kynslóðum öruggt og heilbrigt líf. • Varðveita skal líffræðilega fjölbreytni. • Losun á mengandi efnum sem berast í loft, jörð og vatn má ekki vera yfir mörkum þess sem náttúran þolir. • Nýta verður endurnýjanlegar auðlindir og vernda þær markvisst innan ramma endurnýjunargetu þeirra. Leikur að lifa
Sameiginleg markmið Norðurlandanna í sjálfbærri þróun – 1998-2020 • Óendurnýjanlegar auðlindir á að nýta þannig að náttúruleg hringrás haldist og þróa skal og styðja endurnýjanlega valkosti. • Stefna skal að því að efni sem eru framandi í umhverfinu og skaðleg mönnum og náttúrunni verði ekki til staðar í framtíðinni. • Skapa verður sterka vitund í samfélaginu um þær ráðstafanir og þau ferli sem leiða til sjálfbærrar þróunar. Leikur að lifa
Margt er gert til að draga úr eða vega upp á móti mengun og auðlindaeyðingu • Skógrækt á Norðurlöndum. • Planta fimm trjám fyrir hvert sem fellt er. • Miklar rannsóknir og tækniþróun • til að • nýta nýja orkugjafa • spara orku • draga úr mengun • endurvinna og endurnýta • En þetta er allt dýrt og krefst fórna. • Ríkar þjóðir • Einstaklingar • Fyrirtæki ... þurfa að leggja í kostnað og vinnu. Leikur að lifa
Hvað getum við sem einstaklingar gert? Leikur að lifa
Að vernda okkur sjálf! • Heilsuspillandi og mengandi efni eru allt í kringum okkur. • Á heimilum • Á vinnustöðum • Strangar reglur gilda um öryggi á vinnustöðum sem bæði vinnuveitendur og starfsmenn verða að fylgja. • Reglurnar eru til að koma í veg fyrir slys og heilsutjón og því afar mikilvægar. Leikur að lifa
Hnattvæðing • Aukin samskipti og viðskipti milli þjóða heims, svæða og landa. Leikur að lifa
Endurvinnsla Flokkum, skilum, endurnýtum og endurvinnum fyrir framtíðina og verðum þannig ábyrgir og vistvænir neytendur! Leikur að lifa
Hvað eigum við að gera? • Drögum úr urðun úrgangs. • Stuðlum að betri nýtingu náttúruauðlinda. • Drögum úr mengun. • Temjum okkur sjálfbæra þróun og hugsum þannig um komandi kynslóðir. • Leggjum okkar af mörkum til hjálparstarfs. Leikur að lifa
Flokkun úrgangs: • Með því að flokka heimilissorp og skila til endurvinnslustöðva lágmörkum við þann úrgang sem frá okkur kemur og stuðlum að nýtingu hráefnis og náttúruauðlinda. Leikur að lifa
Nýting til hins ýtrasta • Endurnotkun • er best fyrir umhverfið • hluturinn er notaður aftur í óbreyttri mynd • t.d. þegar flík er seld eða gefin einhverjum sem vill nota hana. • Endurnýting • Felur í sér að nýta úrgang með því að breyta honum í ný verðmæti • t.d. með orkuvinnslu. • Endurvinnsla er endurnýting • þ.e. þegar hluturinn er mulinn, bræddur eða tekinn í sundur og nýr búinn til. Leikur að lifa
Af hverju að nýta? • Vernda umhverfið. • Spara náttúruauðlindir. • Taka þátt í hjálparstarfi. Leikur að lifa
Heimajarðgerð • Felst í því að endurvinna lífrænan úrgang sem fellur til á heimilinu. • Hægt er að minnka heimilissorpið um 30–35%. • Búa til góðan áburð sem nýtist í garðinum. Leikur að lifa
Í jarðgerðartankana • Afskorin blóm, pottablóm og mold • Ávexti og grænmeti • Brauð og kornvörur • Egg og eggjaskurn • Eggjabakkar • Gras, mosi, greinar, kvistir, visnaður gróður • Kaffi og kaffisíur • Kjöt og sjávardýr • Mjólkurafurðir og ostavax • Óbleiktur eldhúspappír • Pasta, hrísgrjón og mjöl • Te og tepokar Leikur að lifa
Spilliefni • Þau efni sem eru hættuleg lífríkinu, bæði mönnum og dýrum. Leikur að lifa
Nýir munir úr gömlum • Hægt er að taka gömul húsgögn eða gamlan fatnað og nota sem hráefni í nýja hluti! Leikur að lifa
Til umhugsunar! • Íslendingar nota um fjórar milljónir pitsukassa á ári! • Pappakassa er hægt að endurvinna allt að sjö sinnum. • Sorp frá hverjum íslenskum einstaklingi á ári vegur um 250–300 kg. • Um helmingurinn er lífrænn úrgangur sem hægt er að nýta og koma aftur inn í hringrásina. Leikur að lifa
Til umhugsunar! • Á ári hverju berast um 100 kg af dagblöðum, tímaritum, auglýsinga- og kynningarpósti inn á hvert heimili á Íslandi. • Úr því sem skilað er til endurvinnslu er hægt að framleiða 22 milljónir klósettrúllna á ári. Leikur að lifa
Græn svæði • Opin og gróðursæl útivistarsvæði af ýmsum toga. • Fjölbreytt aðstaða til útiveru og afþreyingar fyrir alla aldurshópa. • Oft skipulögð í samvinnu við íbúana sjálfa. Leikur að lifa
Njóttu útiverunnar og lærðu á landið! • Við þurfum að taka tillit til náttúrunnar og bera virðingu fyrir henni. • ganga um hana af alúð • taka upp rusl eftir okkur sjálf og aðra • nota göngustíga • aka ekki utan vegar • o.fl. • Við getum ferðast, fræðst og lært að njóta náttúrunnar og búa í sátt og samlyndi við hana. Leikur að lifa