350 likes | 1.22k Views
Bygging hryggjarins. 32-33 óregluleg bein 7 hálsliðir 12 brjóstliðir 5 lendaliðir spjaldbein (5 samvaxnir liðir) rófubein (3-4 samvaxnir liðir). Sveigjur hryggsins. Hryggur fullorðinna er með 4 eðlilegar sveigjur: Hálssveigja og lendarsveigja eru convex
E N D
Bygging hryggjarins • 32-33 óregluleg bein • 7 hálsliðir • 12 brjóstliðir • 5 lendaliðir • spjaldbein (5 samvaxnir liðir) • rófubein (3-4 samvaxnir liðir)
Sveigjur hryggsins • Hryggur fullorðinna er með 4 eðlilegar sveigjur: • Hálssveigja og lendarsveigja eru convex • Hálsveigjan kemur þegar barn fer að halda höfðinu uppréttu þegar það skríður, en lendarsveigjan kemur þegar barnið fer að ganga • Brjóstsveigja og spjaldsveigja eru concave • Sveigjur hryggsins: • Auka styrkinn • Auka jafnvægið • Virka sem höggdeyfir við hlaup og göngu
Hryggjarliðir • Hryggjarliðirnir eru eins byggðir í grunninn þó að t.d. háls- og lendaliður líti ekki eins út. • Milli hryggjaliðanna eru liðþófar sem bæði eru höggdeyfar og auka hreyfingu liðanna.
Hryggjarliðir (vertebrae) • Liðbolur (corpus) snýr fram • Liðbogi (arcus) snýr aftur, hefur 7 tinda: • 1 hryggtind (spinous process) • 2 efri liðtinda (superior articular process) • 2 neðri liðtinda (inferior articular process) • 2 þvertinda (transvers process) • Milli liðbola hryggjarliða eru liðþófar (discus intervertebralis) sem eru úr ytra trefjabrjóski og mjúkum kjarna • Liðir milli efri og neðri liðtinda kallast smáliðir (facets)
Bakmeiðsli • Um 80 % manna verður fyrir bakmeiðslum einhverntímann á ævinni • Ungir og gamlir, konur jafn sem karlar verða fyrir bakmeiðslum • Af þeim sem verða fyrir bakmeiðslum eru 70 % komin aftur í vinnu/æfingar eftir viku og 90 % eftir 3 mánuði
Bakmeiðsli • Helstu orsakir: • mikið álag • lyftur • kyrrstöðuvinna • hristingur
Vöðvatognanir í baki Orsakir: • Lyftingar, snöggar hreyfingar, fall eða árekstur • Einnig síendurteknar hreyfingar bakvöðva • Oft í mjóhrygg eða svæði við lendaliði
Vöðvatognanir í baki Einkenni • Sársauki • Stirðleiki • Minni hreyfigeta í baki
Vöðvatognanir í baki Meðferð • Læknast venjulega með góðri hvíld. • Kæling • Hitameðferð eftir 2-3 daga • Bólgueyðandi lyf • Byrja með léttar æfingar strax og hægt er
Vöðvatognanir í baki • Lyftingar, boltaíþróttir, fangbrögð, box og margar aðrar íþróttir • Oft í löngu bakréttivöðvunum og í stóru flötu bakvöðunum
Bólgur í vöðvafestum • Vöðvafestur kringum hryggtindana í brjóst- og lendaliðum geta bólgnað vegna of mikils álags • Skíðaganga, kastíþróttir, lyftingar, tennis/badminton
Bólgur í vöðvafestum Einkenni: • Sársauki við álag • Sársauki við þrýsting á hryggtindana
Bólgur í vöðvafestum • Hitameðferð • Æfingar með stórum bolta áður enn farið er að stunda aftur íþróttir • Læknir getur: • gefið bólgueyðandi lyf • gefið kortisonsprautu með hvíld frá miklum átökum í 1-2 vikur
Sársauki í mjóhrygg (lumbago) • Kemur fyrir í mörgum íþróttum • Skýrar orsakir liggja ekki fyrir • Oftast hjá 30-40 ára fólki Einkenni: • Sársauki í mjóhrygg oft eftir þungar lyftur eða snögga snúninga • Sársauki leyðir ekki út í fætur • Stífleiki
Sársauki í mjóhrygg (lumbago) • Vera í stöðu sem veldur minnstum sársauka • Hitameðferð • Varast hreyfingar þar sem hryggnum er snúið eða hann er beygður
Sársauki í mjóhrygg (lumbago) • Læknir getur: • Gefið ráð um stöðu og hreyfingar • Gefið ráð um hvíld í nokkra tíma á dag • Gefið beiðni um sjúkraþjálfun • Gefið beiðni um bakbelti til stuðnings • Gefið ráð um þjálfun. Skokk hefur sýnt sig að hjálpa bakveikum
Brjósklos • Kjarninn í liðþófunum þrýstir á bandvefshringinn og veldur því að hann bungar út rifnar • Þrýstingur á aðliggjandi taugarætur
Brjósklos Orsakir: • Mikið, skyndilegt álag • Lyftingar • Léleg lyftitækni
Brjósklos Einkenni: • Sársauki • Minni máttur í vöðvum • Lamanir við alvarleg meiðsli • Verkir sem leiða út í handlegg eða fætur
Brjósklos Meðferð: • Hvíld frá hreyfingum sem valda sársauka • Hitameðferð • Nudd Læknir getur: • Gefið bólgueyðandi og vöðvaslakandi lyf • Gefið ráð um æfingar • Sjúkraþjálfun
Ármann Smári frá í sex vikur Ármann Smári var fluttur í flýti aftur til Noregs í byrjun vikunnar og gekkst hann í gær undir aðgerð vegna brjósklos í baki. Hann var staddur ásamt félögum sínum í æfingabúðum á La Manga á Spáni. Hann kvartaði undan verkjum í fæti og eftir komuna til Noregs kom í ljós hvers eðlis málið var. Það kom mönnum á óvart að bakmeiðsli væri ástæðan fyrir verkjum í fæti og að hann hefði þurft að leggjast undir hnífinn. „Þetta kom mér svolítið á óvart," sagði Ármann Smári við heimasíðu Brann eftir að aðgerðinni lauk. „Ég var með verki í fæti en ekki í baki. En ég er núna fyrst og fremst glaður að vandamálið fannst." Hann verður frá næstu sex vikurnar vegna þessa.