1 / 11

Ferðaþjónusta í sveitum Evrópu

Ferðaþjónusta í sveitum Evrópu. Íslenskir ferðaþjónustubændur kynna sér starfsemina í öðrum löndum. Málstofa í Borgarleikhúsinu, 1. febrúar 2007 Berglind Viktorsdóttir, Ferðaþjónusta bænda. Markmið verkefnisins.

samara
Download Presentation

Ferðaþjónusta í sveitum Evrópu

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ferðaþjónusta í sveitum Evrópu Íslenskir ferðaþjónustubændur kynna sér starfsemina í öðrum löndum Málstofa í Borgarleikhúsinu, 1. febrúar 2007 Berglind Viktorsdóttir, Ferðaþjónusta bænda

  2. Markmið verkefnisins • Gefa félögum í Félagi ferðaþjónustubænda tækifæri til að kynnast starfsfélögum í öðrum Evrópulöndum og deila reynslu sinni á meðal annarra félagsmanna. • Stuðla að aukinni fjölbreytni og gæðum, sérstaklega varðandi afþreyingu og útivist. • Öðlast meiri þekkingu á sviði heimavinnslu, sölu og kynningu á heimaunnum afurðum annars staðar í Evrópu. Einnig að kynna sér lög og reglugerðir í viðkomandi landi.

  3. Hugmyndin! • Gengið var út frá þeirri hugmynd að á tveimur vikum myndi hver þátttakandi dvelja á 3-6 bæjum (2-4 daga á hverjum stað). • Hver þátttakanda myndi beina sjónum sínum að ákveðnu viðfangsefni. • Ekki um hópferð að ræða!

  4. Frá A-(Ö) • Undirbúningur • Verkefnið auglýst og kallað eftir umsóknum • Afgreiðsla umsókna, úrvinnsla í samvinnu við erlenda samstarfsaðila, skipulagning ferðar, undirbúningur ferðalanga. • Ferðalagið (dagbók) • Eftir ferðalagið • Pappírsvinna fyrir Leonardó • Samantektir og greinarskrif í dagblöð • Kynning á Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda – nóvember 2004 • Tökum höndum saman – vinnuhópar í frh. af Leonardó

  5. Samstarfsaðilar • Val á samstarfsaðilum • Við sendum 10 félagasamtökum í Evrópu bréf þar sem fram komu markmið verkefnisins og hugmyndin að framkvæmd þess. • Við fengum jákvæð viðbrögð frá 4 aðilum en enduðum með samstarf við 3 aðila í Noregi, Skotlandi, og Eistlandi • 3 samstarfsaðilar = 3 ólík vinnuferli

  6. Val á þátttakendum • Verkefnið var auglýst með tölvupóst til bænda, á heimasíðunni www.sveit.is og grein í Bændablaðinu. • Alls bárust 12 umsóknir • Ásamt verkefnisstjóra lögðu 2 aðrir aðilar mat á umsóknirnar. Við mat á umsóknunum var horft til eftirfarandi þátta: • Gæði umsóknarinnar (hversu vel var vandað til verks, gert grein fyrir áhugasviði, ávinningi af ferðalagi o.fl.), • Hvernig áhugasvið umsækjenda félli að markmiðum verkefnisins, • Mat á hæfileika umsækjanda til að taka þátt í verkefninu (reynsla, samstarf í gegnum tíðina o.s.frv.) • Áhuga á áframhaldandi vinnu í framhaldi af ferðinni. • Í sumum tilfellum lá það beint fyrir til hvaða lands skyldi halda en í öðrum tilfellum þurfti að ákveða það í samvinnu við samstarfsaðilann sem þá leitaði til félaga sinna í eigin landi. • Samstarfið við tengiliðina í þessum þremur löndum var ólíkt og því varð skipulag og framkvæmd ferðanna það líka. • Allir þátttakendur fengu tækifæri til að koma að skipulagi eigin ferðar!

  7. Niðurstöður kynntar • Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda í nóvember • Greinar í Bændablaðið • Grein í Morgunblaðið • Sagt frá verkefninu á www.sveit.is • Heimasíða Eistlandsfara: http://www.argerdi.com/eistland • Reynslusögur að utan kynntar á öðrum vettvangi

  8. Ávinningur • Víkkar sjóndeildarhring þátttakandans, • Ný þekking - nýjar hugmyndir • Mikilvægi annarra þátta en gistingar, • Mat á frammistöðu okkar miðað við það sem aðrir eru að gera • Reynsla ferðarinnar nýtist í öðrum verkefnum – hvetur til nýsköpunar • Verkefni eins og þessi efla starf Félags ferðaþjónustubænda, • Hvetur til fleiri samskonar verkefna • Möguleikar á áframhaldandi vinnu innan félagsins sbr. Tökum höndum saman: vinnuhópar í frh. af Leonardó.

  9. Hvað segir þátttakandi tveimur árum eftir ferðalagið? • „Í heild hafði ferðin þau áhrif á mig að ef þessir hlutir væru mögulegir í Noregi því þá ekki á Íslandi.  Þarna væru heilmiklir möguleikar fyrir dreifbýlið, ekki síst konur en öllum til heilla.  • Mikil hvatning og ýmsar hugmyndir kviknuðu. • Það sem líka situr eftir er samvinna og hversu nauðsynleg hún er.  Við erum miklu betur sett saman en sundur jafnvel þó stundum sé um einhverja samkeppni að ræða, "samvinna í samkeppni" svo ótrúlegt sem það er þá er það líklega það sem kemur flestum best. • Ekki fleira að sinni en þegar ég hugsa tilbaka til þessarrar ferðar fer ég æfinlega á flug!“ • Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir, 30. janúar 2007.

  10. Annar þátttakandi segir þetta: • „Það sem stendur upp úr eftir ferðina er hin gríðarlega mikla þekking sem hægt er að öðlast á stuttum tíma og fæst m.a. með því að kynnast því fólki sem landið byggir, kynnast viðhorfum þess, skoðunum og hugmyndum. • Einnig skal nefna að sú þekking og reynsla sem fæst með verkefni sem þessu mótar á margan hátt viðhorf viðkomandi til ýmissa þátta og leggur grunn að nýjum hugmyndum sem nýta má hér heima við margskonar viðfangsefni.“ • Unnsteinn Ingason, 25. janúar 2007.

  11. Hugleiðingar í lokin • Samstarfsaðilar í Evrópu • Tengsl og þekking á viðfangsefninu, upplýsingamiðlun til móttakanda úti. • Val á fyrirtækjum sem farið er til • Skoða þarf vel val á fyrirtækjum sem eru sótt heim og tryggja að þekking á verkefninu sé fyrir hendi fyrir komuna. • Meta þörf á dvalarlengd • Þátttakendur • Vanda valið, góður undirbúningur mikilvægur! • Tíminn er verðmætur – ferðalög kosta peninga!

More Related