110 likes | 235 Views
Ferðaþjónusta í sveitum Evrópu. Íslenskir ferðaþjónustubændur kynna sér starfsemina í öðrum löndum. Málstofa í Borgarleikhúsinu, 1. febrúar 2007 Berglind Viktorsdóttir, Ferðaþjónusta bænda. Markmið verkefnisins.
E N D
Ferðaþjónusta í sveitum Evrópu Íslenskir ferðaþjónustubændur kynna sér starfsemina í öðrum löndum Málstofa í Borgarleikhúsinu, 1. febrúar 2007 Berglind Viktorsdóttir, Ferðaþjónusta bænda
Markmið verkefnisins • Gefa félögum í Félagi ferðaþjónustubænda tækifæri til að kynnast starfsfélögum í öðrum Evrópulöndum og deila reynslu sinni á meðal annarra félagsmanna. • Stuðla að aukinni fjölbreytni og gæðum, sérstaklega varðandi afþreyingu og útivist. • Öðlast meiri þekkingu á sviði heimavinnslu, sölu og kynningu á heimaunnum afurðum annars staðar í Evrópu. Einnig að kynna sér lög og reglugerðir í viðkomandi landi.
Hugmyndin! • Gengið var út frá þeirri hugmynd að á tveimur vikum myndi hver þátttakandi dvelja á 3-6 bæjum (2-4 daga á hverjum stað). • Hver þátttakanda myndi beina sjónum sínum að ákveðnu viðfangsefni. • Ekki um hópferð að ræða!
Frá A-(Ö) • Undirbúningur • Verkefnið auglýst og kallað eftir umsóknum • Afgreiðsla umsókna, úrvinnsla í samvinnu við erlenda samstarfsaðila, skipulagning ferðar, undirbúningur ferðalanga. • Ferðalagið (dagbók) • Eftir ferðalagið • Pappírsvinna fyrir Leonardó • Samantektir og greinarskrif í dagblöð • Kynning á Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda – nóvember 2004 • Tökum höndum saman – vinnuhópar í frh. af Leonardó
Samstarfsaðilar • Val á samstarfsaðilum • Við sendum 10 félagasamtökum í Evrópu bréf þar sem fram komu markmið verkefnisins og hugmyndin að framkvæmd þess. • Við fengum jákvæð viðbrögð frá 4 aðilum en enduðum með samstarf við 3 aðila í Noregi, Skotlandi, og Eistlandi • 3 samstarfsaðilar = 3 ólík vinnuferli
Val á þátttakendum • Verkefnið var auglýst með tölvupóst til bænda, á heimasíðunni www.sveit.is og grein í Bændablaðinu. • Alls bárust 12 umsóknir • Ásamt verkefnisstjóra lögðu 2 aðrir aðilar mat á umsóknirnar. Við mat á umsóknunum var horft til eftirfarandi þátta: • Gæði umsóknarinnar (hversu vel var vandað til verks, gert grein fyrir áhugasviði, ávinningi af ferðalagi o.fl.), • Hvernig áhugasvið umsækjenda félli að markmiðum verkefnisins, • Mat á hæfileika umsækjanda til að taka þátt í verkefninu (reynsla, samstarf í gegnum tíðina o.s.frv.) • Áhuga á áframhaldandi vinnu í framhaldi af ferðinni. • Í sumum tilfellum lá það beint fyrir til hvaða lands skyldi halda en í öðrum tilfellum þurfti að ákveða það í samvinnu við samstarfsaðilann sem þá leitaði til félaga sinna í eigin landi. • Samstarfið við tengiliðina í þessum þremur löndum var ólíkt og því varð skipulag og framkvæmd ferðanna það líka. • Allir þátttakendur fengu tækifæri til að koma að skipulagi eigin ferðar!
Niðurstöður kynntar • Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda í nóvember • Greinar í Bændablaðið • Grein í Morgunblaðið • Sagt frá verkefninu á www.sveit.is • Heimasíða Eistlandsfara: http://www.argerdi.com/eistland • Reynslusögur að utan kynntar á öðrum vettvangi
Ávinningur • Víkkar sjóndeildarhring þátttakandans, • Ný þekking - nýjar hugmyndir • Mikilvægi annarra þátta en gistingar, • Mat á frammistöðu okkar miðað við það sem aðrir eru að gera • Reynsla ferðarinnar nýtist í öðrum verkefnum – hvetur til nýsköpunar • Verkefni eins og þessi efla starf Félags ferðaþjónustubænda, • Hvetur til fleiri samskonar verkefna • Möguleikar á áframhaldandi vinnu innan félagsins sbr. Tökum höndum saman: vinnuhópar í frh. af Leonardó.
Hvað segir þátttakandi tveimur árum eftir ferðalagið? • „Í heild hafði ferðin þau áhrif á mig að ef þessir hlutir væru mögulegir í Noregi því þá ekki á Íslandi. Þarna væru heilmiklir möguleikar fyrir dreifbýlið, ekki síst konur en öllum til heilla. • Mikil hvatning og ýmsar hugmyndir kviknuðu. • Það sem líka situr eftir er samvinna og hversu nauðsynleg hún er. Við erum miklu betur sett saman en sundur jafnvel þó stundum sé um einhverja samkeppni að ræða, "samvinna í samkeppni" svo ótrúlegt sem það er þá er það líklega það sem kemur flestum best. • Ekki fleira að sinni en þegar ég hugsa tilbaka til þessarrar ferðar fer ég æfinlega á flug!“ • Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir, 30. janúar 2007.
Annar þátttakandi segir þetta: • „Það sem stendur upp úr eftir ferðina er hin gríðarlega mikla þekking sem hægt er að öðlast á stuttum tíma og fæst m.a. með því að kynnast því fólki sem landið byggir, kynnast viðhorfum þess, skoðunum og hugmyndum. • Einnig skal nefna að sú þekking og reynsla sem fæst með verkefni sem þessu mótar á margan hátt viðhorf viðkomandi til ýmissa þátta og leggur grunn að nýjum hugmyndum sem nýta má hér heima við margskonar viðfangsefni.“ • Unnsteinn Ingason, 25. janúar 2007.
Hugleiðingar í lokin • Samstarfsaðilar í Evrópu • Tengsl og þekking á viðfangsefninu, upplýsingamiðlun til móttakanda úti. • Val á fyrirtækjum sem farið er til • Skoða þarf vel val á fyrirtækjum sem eru sótt heim og tryggja að þekking á verkefninu sé fyrir hendi fyrir komuna. • Meta þörf á dvalarlengd • Þátttakendur • Vanda valið, góður undirbúningur mikilvægur! • Tíminn er verðmætur – ferðalög kosta peninga!